Fleiri fréttir

Geirfinnsmál í Hæstarétt á allra næstu dögum

Guðmundar- og Geirfinnsmálið fer fyrir Hæstarétt núna í lok vikunnar eða í næstu viku. Þetta segir Davíð Þór Björgvinsson, settur saksóknari í málinu. "Það er verið að vinna í skjalagerðinni og svoleiðis,“ segir hann við Fréttablaðið.

Prófessor er vanhæfur mannanafnadómari

Hæstiréttur segir Eirík Rögnvaldsson vanhæfan til að dæma í sérstöku dómsmáli sem varðar heimild barns til að bera nafn það sem foreldrar þess kusu. Ástæðan eru athugasemdir hans við breytingadrög á mannanafnalögum.

Ber að laga mismunun lesbía

Þingsályktunartillaga þess efnis að tryggja verði jafnræði með foreldrum í skráningu hjá Þjóðskrá var samþykkt á Alþingi í gær.

Margt á borði Þingvallanefndar sem fundar eftir sjö mánaða hlé

Þingvallanefnd sem kjörin var á Alþingi fyrir rúmum mánuði hélt sinn fyrsta fund síðastliðinn mánudag. Var það fyrsti fundur Þingvallanefndar í sjö mánuði eða frá því fyrri nefnd lauk störfum rétt fyrir alþingiskosningar í lok október í fyrra.

Stórbruni er bátasmiðja brann til kaldra kola

Iðnaðarhúsnæði sem hýsti bátasmiðjuna Seig á Akureyri brann til grunna í fyrrinótt. Fimmtán slökkviliðsmenn tóku þátt í slökkvistarfi. Tjónið er metið á hundruð milljóna króna. Eldur kom einnig upp í húsinu í janúar síðastliðnum.

Nýr reiðvegur fullur af gleri og postulíni

Mikil mistök voru gerð við lagningu nýs reiðvegar við Kjarnaskóg. Gler og postulín í miklu magni að finna í jarðveginum. Stórhættulegt að mati framkvæmdastjóra hestamannafélags. Sviðsstjóri Akureyrar segir málið til skammar.

Leki úr nefndinni sagður óheppilegur fyrir Alþingi

Ganga þarf úr skugga um að það hafi ekki verið nefndarmenn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sem létu fjölmiðlum í té upplýsingar um mat á hæfni umsækjenda um dómarastarf í Landsrétti.

Hefur áhyggjur af réttindum starfsmanna Ríkisútvarpsins

Þingmann VG grunar að verktökum hjá RÚV hafi fjölgað undanfarið. Nauðsynlegt sé að ríkið sýni gott fordæmi á vinnumarkaði. Menntamálaráðuneytið hefur ítrekað spurst fyrir um málið án þess að fá svör.

Allar líkur á að Píratar leggi fram vantrauststillögu á dómsmálaráðherra

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir allar líkur á að Píratar leggi fram vantrauststillögu á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, felli meirihlutinn á þingi tillögu minnihlutans um að vísa dómaramálinu svokallaða aftur til ráðherrans svo hann rökstutt á fullnægjandi hátt tillögu sína um skipan 15 dómara við Landsrétt.

Einn stjórnarþingmaður greiddi ekki atkvæði með jafnlaunavottun

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var eini stjórnarliðinn sem ekki greiddi atkvæði með frumvarpi Þorsteins Víglundssonar, jafnréttismálaráðherra, á þingfundi í kvöld en frumvarpið var samþykkt með þó nokkrum breytingum og hefur gengið til þriðju umræðu.

Reynir toppar fellið í þúsundasta skiptið og Stuðmenn frumfluttu lag honum til heiðurs

Um tvö þúsund manns mætti í skemmtigöngu á Úlfarsfelli í kvöld á vegum Ferðafélags Íslands. Tilefni göngunnar er að heiðra þá göngugarpa og félaga í ferðafélaginu sem gengið hafa fellið mörg hundruð sinnum og jafnvel þúsund sinnum. Einn þeirra sem gekk í þúsundasta skipti upp á Úlfarsfell í kvöld var Reynir Traustason.

Von á stormi á morgun

Veðurstofa íslands varar við því að búist er við stormi syðst á landinu og á miðhálendinu á morgun. Gera má ráð fyrir að því að aðstæður verði varasamar fyrir ökutæki og vagna sem taka á sig mikinn vind.

Mikið tjón í stórbruna á Akureyri

Tugmilljóna tjón varð í nótt þegar tvö þúsund fermetra háreist verksmiðjuhús plastbátasmiðjunnar Seigs að Goðanesi 12 á Akureyri brann nánast til kaldra kola og eru slökkviliðsmenn enn að slökkva í glæðum.

Lögmenn áminntir vegna Atla Helgasonar

Þrír lögmenn Versus lögmannsstofu hafa verið áminntir vegna máls sem Lögmannafélag Íslands (LMFÍ) höfðaði gegn þeim fyrir úrskurðarnefnd lögmanna og varðar eignarhald Atla Helgasonar að stofunni,

Langþreyttir á bið eftir bókasafnsgreiðslum

Formaður Rithöfundasambandsins segir símalínur hjá sér rauðglóandi. Rithöfundar og myndhöfundar hafa ekki fengið greitt út Bókasafnssjóði því að skipun úthlutunarnefndar hefur dregist. Ráðherra segir skipunarbréf fara út í dag.

Samkeppnishæfni Íslands enn langt á eftir Norðurlöndunum

Ísland hækkar um þrjú sæti á lista yfir samkeppnishæfni þjóða og vermir 20. sæti á listanum. Niðurstaðan byggir á úttekt IMD-viðskiptaháskólans. Helstu ástæður hækkunar er aukin skilvirkni hjá hinu opinbera og í atvinnulífinu.

Hótelbyggingu á Seyðisfirði slegið á frest

Aðgerðir eða aðgerðaleysi stjórnvalda eru ástæður þess að bygging hótels á Seyðisfirði hefur verið slegið á frest. Átti að skapa 25 ársverk. Til samanburðar væri það um 5.000 manna vinnustaður í Reykjavík.

Vilja samstarf um byggð á Þingeyri

Þingeyri í Dýrafirði er meðal þeirra byggðarlaga sem skora hæst á mælikvörðum Byggðastofnunar vegna verkefnisins Brothættar byggðir.

Fyrirtækin berjist fyrir íslenskunni

Íslensk málnefnd heitir á forystumenn í íslensku atvinnulífi og stjórnendur íslenskra fyrirtækja, stórra sem smárra, að beita áhrifamætti sínum og ganga heils hugar í lið með þeim sem berjast fyrir lífi íslenskrar tungu.

Staða Viðreisnar afar þröng

Gísli Marteinn Baldursson og Heiða Kristín Helgadóttir, sem oftast eru nefnd sem mögulegir oddvitar Viðreisnar fyrir næstu borgarstjórnarkosningar, hyggjast ekki leiða flokkinn.

Sjá næstu 50 fréttir