Fleiri fréttir

Túlkun gegnum myndsíma ekki greidd

Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur staðfest þá ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar að myndsímatúlkun fyrir heyrnarlausa falli ekki undir reglur um alþjónustu.

Tilraun skilar metveiði á laxi

Lax hefur til þessa eingöngu verið veiddur í net við Urriðafoss í Þjórsá. Einar Haraldsson bóndi segir veiðar á stöng aldrei hafa lánast þar til fyrir nokkrum árum. Urriðafoss er orðinn þriðji aflahæsti staður sumarsins.

Lærbrotnaði á veitingastað

Kona, sem lærbrotnaði á leið inn á veitingastað á Akureyri, á ekki rétt á bótum úr ábyrgðartryggingu veitingahússins.

Íslendingar flýja regnið

Forsvarsmenn ferðaskrifstofa segjast finna fyrir mikilli ásókn í sólarlandaferðir þegar rignir marga daga í röð. Margir vilji bóka með stuttum fyrirvara. Dohop kannast ekki við skyndihopp en segja aukningu í ferðalögum frekar almenna.

Fiskeldi megi ekki vaxa of hratt

Prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands segir að fiskeldi hafi reynst mikil lyftistöng fyrir atvinnulíf á landsbyggðinni í nágrannaríkjum Íslands. Íslendingar verði hins vegar að stíga varlega til jarðar. Huga þurfi að fjölmörgu

80 deyi árlega vegna loftmengunar

Áætlað er að 80 ótímabær dauðsföll verði árlega á Íslandi af völdum loftmengunar. Þetta kemur fram í skýrsludrögum um aðgerðaráætlun í loftslagsmálum Íslendinga.

Sjúkraþyrla á Suðurlandi raunhæf á næsta ári

"Ég held að fólk eigi það bara inni hjá okkur að við skoðum það að bæta gæði þjónustunnar við landsbyggðina," segir yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Hefja gjaldtöku við Hraunfossa

Frá og með morgundeginum verður rukkað á bílastæðið við Hraunfossa í Hvítársíðu. Markmiðið með gjaldtökunni er að bæta aðstöðu við fossana.

ONE hreyfingin byggir upp samfélag í Lóni

Áslaug Magnúsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Moda Operandi, er einn aðstandanda ONE hreyfingarinnar. Hreyfingin stefnir að því að byggja upp sjálfbært samfélag, hótel, íbúðir og frumkvöðlaaðstöðu í Austur-Skaftafellssýslu.

Ísfirðingar vilja nýja flugstöð í Reykjavík

„Óbreytt ástand í flugstöðvarmálum er óviðunandi og því þarf að bregðast við með bættri aðstöðu svo að innanlandsflug geti dafnað,“ segir í ályktun bæjarráðs Ísafjarðar.

Móðir upplifir þöggun af hálfu Hjallastefnu

Guðrún Lilja Magnúsdóttir, móðir drengs í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík, segir barn sitt hafa orðið fyrir ítrekuðu ofbeldi af hálfu starfsfólks skólans.

Banaslys í Öxnadal

Ökumaður fólksbifreiðar lét lífið í umferðarslysinu í Öxnadal á fimmta tímanum í dag.

Eldsvoði í Skerjafirði

Allt tiltækt lið slökkviliðsins hefur verið kallað út vegna elds sem kom upp í húsnæði við Bauganes í Skerjafirði.

Vaknaði úr roti og gekk berserksgang

Karlmaður á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Suðurlands í dag sakfelldur fyrir að hafa gengið berserksgangi inni í íbúð á Suðurlandi árið 2014 og unnið þar verulegar skemmdir.

Fá ekki leiguíbúðir í Reykjanesbæ

Íbúar í Reykjanesbæ sem ekki hafa tök á að kaupa íbúð eru í verulegum vandræðum og dæmi eru um fólk í mikilli neyð, annað hvort inni á vandamönnum eða á leiðinni á götuna.

Sjá næstu 50 fréttir