Fleiri fréttir

Ráðherra vill fresta sölu á fjölda íbúða

Félagsmálaráðherra vill að Íbúðalánasjóður fresti sölu hundraða íbúða sem áformað er að selja fyrir áramót. Sveitarfélögin hafa ekki áhuga á að kaupa íbúðirnar og telja þær ekki henta fyrir félagslega kerfið. Íbúum mögulega hjálpað að kaupa með startlánum.

Gæsluvél til Sikileyjar

TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, hélt nú í morgun áleiðis til Sikileyjar en næstu vikurnar sinnir vélin og áhöfn hennar landamæraeftirliti á Miðjarðarhafi fyrir Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu, Frontex.

Hjúkrunarfræðingum þarf að fjölga um 130

Landspítalinn þarf 100-130 hjúkrunarfræðinga til að geta mannað stöður eins og þarf, segir Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar og staðgengill forstjóra Landspítalans. Stjórnendur spítalans telja ástandið erfitt en viðráðanlegt.

Færri innbrot á Suðurlandi

Innbrotum virðist hafa fækkað til muna á þessu ári miðað við síðasta ár á Suðurlandi. Þann 13. júlí í fyrra var búið að tilkynna 29 innbrot til lögreglunnar á Suðurlandi víðsvegar úr umdæminu. Það sem af er ári hefur verið tilkynnt um 16 innbrot.

Umsóknir verði afgreiddar hratt

„Það er krafa sveitarfélaganna að afgreiðsla á umsóknum um laxeldisleyfi verði unnin á þeim hraða sem lög og góð stjórnsýsla mæla fyrir um,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu frá sveitarfélögum á Vestfjörðum.

Saka Vínbúðirnar um bruðl með almannafé

Auglýsingaherferð ÁTVR, Röðin, kostaði 13 milljónir og hefur farið öfugt ofan í flesta enda er verið að minna starfsfólk stofnunarinnar á að spyrja um skilríki. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins saka Vínbúðirnar um að bruðla með almannafé.

Ógreinilegri skil milli vinnu og einkalífs vegna snjalltækja

Snjalltæki geta valdið því að fólk sé í vinnunni allan sólarhringinn. Í nýlegri könnun meðal félagsmanna BHM kemur fram að helmingur svarenda, sem hafa til umráða snjalltæki frá vinnuveitanda, fær mjög oft einhvers konar skilaboð veg

Vilja ná í fjársjóðskistu í póstherbergi Minden

Félagið Advanced Marine Services vill starfsleyfi til að ná í kassa með góðmálmum sem það kveðst hafa fundið í póstherbergi þýska flutningaskipsins Minden sem liggur á 2.242 metra dýpi undan Íslandi. Umhverfisstofnun skoðar málið.

Stefnir í að 100 milljóna króna múrinn verði rofinn

Nú þegar hafa safnast um 17 milljónir króna eða 61 prósenti hærri upphæð en á sama tíma í fyrra í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka. Hlauparar söfnuðu 97,2 milljónum til góðgerðarmála í fyrra sem var nýtt met en miðað við gang mála núna er ekki ólíklegt að það met verði slegið í ágúst.

Bærinn borgi námsgögnin

Bæjarráð Kópavogsbæjar samþykkti á fundi sínum í gær að fela menntasviði bæjarins að kanna kostnað við að greiða allan kostnað við námsgögn barna í grunnskólum í bænum. Er auk þess lagt til að kostnaðurinn verði flokkaður niður eftir árgöngum.

Sóttvarnalæknir sendi út tilmæli til lækna vegna saurmengunar í Faxaskjóli

Sóttvarnalæknir segir að saurmengaður sjór geti skapað hættu á fjölmörgum sýkingum. Þar má nefna húðsýkingar, ertingu í húð og lifrarbólgu A. Sóttvarnalæknir fundaði með Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur vegna saurmengunar við dælustöðina í Faxaskjóli í dag. Þá sendi hann út tilmæli til lækna vegna mengunarinnar.

Sækja um að hefja aftur leit í flaki Minden

Í skriflegu svari Umhverfisstofnunar kemur fram að starfsleyfisumsóknin barst stofnuninni 27. apríl síðastliðinn, rétt rúmri viku eftir að Seabed Construct sigldi úr höfn.

Fleiri hjá Hrími telja brotið á sér

Núverandi og fyrrverandi starfsmenn hönnunarverslunarinnar Hríms eru ósáttir við launamál og framkomu eigenda í garð starfsmanna. Óánægja er með launaálag og vinnuálag starfsmanna.

Ólíklegt að fjallskiladómur hafi mikil áhrif

Ólíklegt er að niðurstaða Héraðsdóms Vesturlands, þess efnis að eigandi fjárlausrar jarðar án upprekstrarréttar þurfi ekki að greiða fjallskilagjöld, komi til með að hafa mikil áhrif á fjallskil sveitarfélaga landsins.

Rennibrautir vígðar í milljóna framúrkeyrslu

Heildarkostnaður við endurbætur á Sundlaug Akureyrar stendur í 405 milljónum króna og útlit er fyrir að talan hækki. Áttu upphaflega að kosta 270 milljónir en verkið er nú mun umfangsmeira. Rennibrautirnar verða opnaðar í dag.

Vilja banna svartolíu innan lögsögunnar

Aðgerðahópur um loftslagsmál og Náttúruverndarsamtök Íslands standa fyrir áskorun til Alþjóða siglingamálastofnunarinnar um að banna notkun svartolíu á skip sem sigla um norðurhöf.

Sjá næstu 50 fréttir