Fleiri fréttir

„Útflutningsskylda ekki uppi á borðum“

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að vandamálum sauðfjárræktarinnar verði ekki kippt í lag með skammtímalausnum. Þannig komi hvorki til greina að setja á útflutningsskyldu né að kaupa upp frosnar birgðar í stórum stíl.

Lesfimi ábótavant hjá grunnskólabörnum á miðstigi

Bæta þarf lesfimi íslenskra grunnskólanema á miðstigi, en þar dregur gjarnan úr framförum þeirra miðað við yngri bekki. Þetta er meðal þess sem fram kom á kynningarfundi vegna Þjóðarsáttmála um læsi í morgun.

Þrír þristar saman á Reykjavíkurflugvelli

Sjaldséður viðburður verður á Reykjavíkurflugvelli um sjöleytið í kvöld þegar tveir þristar á áttræðisaldri, forngripir af gerðinni Douglas DC-3, fara í samsíða flug.

Óþvegið salat olli niðurgangi kennara

Niðurstöður rannsókna Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur gefa til kynna að neysla óþvegins salats sé orsök matarsýkingar sem varð þess valdandi að fjöldi kennara við Hvassaleitishluta Háaleitisskóla fékk magapest.

Magnús í sex mánaða nálgunarbann

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákvarðað að Magnús Jónsson megi hvorki nálgast né hafa samband við fyrrverandi sambýliskonu sína, Hönnu Kristínu Skaftadóttur, í sex mánuði.

Með svo þungt hlass á kerru að bíllinn lyftist að aftan

Hafði timburbúntinu verið staflað á kerru sem var í eftirdragi pallbíls. Var ökumaðurinn á leið úr byggingarverslun á Selfossi. Var búntið svo afturþungt að þegar ýtt var á endann á því lyftist bifreiðin að aftan.

Ekki hitt eiginmanninn í fimm ár og vill skilnað

Víetnömsk kona búsett hér á landi hefur stefnt eiginmanni sínum, búsettum í Víetnam. Vill hún að henni verði veittur lögskilnaður en hjónin hafa ekki hist frá því í febrúar 2012. Afar illa hefur gengið að ná til mannsins í Víetnam.

Illa búinn göngumaður í sjálfheldu

Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út nú rétt fyrir hádegi vegna illa búins göngumanns sem var í sjálfheldu á Fimmvörðuhálsi.

Óskar eftir fundi vegna áhuga Kínverja á Neðri-Dal

Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í kjölfar áhuga kínverskra fjárfesta á kaupum á jörðinni Neðri-Dal í Biskupstungum.

Harður árekstur í Ártúnsbrekku

Nokkrar tafir urðu á umferð vestur Ártúnsbrekki í morgun eftir að tveir fólksbílar lentu í árekstri. Engin slys urðu á fólki.

Stolið úr sjúkra- og lögreglubílum

Fjöldi eftirlitsmyndavéla í miðborginni hefur rúmlega tvöfaldast frá því í janúar. Yfirlögregluþjónn segir vélarnar nýtast á hverjum degi. Einn tilgangur myndavélanna er að vakta lögreglubíla og neyðarbíla sem fá ekki að vera í friði þegar þeir eru í útköllum.

Kínverjar hafa áhuga á Neðri-Dal

Fyrsta milljarðajörðin á Íslandi, Neðri-Dalur í Biskupstungum, gæti verið á leið í hendurnar á kínverskum fjárfestum sem hafa lýst yfir áhuga á jörðinni. Vilja þeir nýta heita vatnið undir ferðaþjónustu.

Veitingar á Skálafelli og kláfur upp á topp

Verkfræðistofan Mannvit fyrir hönd Þórdísar Jóhannesdóttur, eiganda jarðarinnar Stardals, skoðar nú möguleika á því að koma fyrir kláfi á Skálafelli og byggja veitingastað ofan á fjallinu.

FÍB vill lægri iðgjöld í ljósi mikils hagnaðar

Samanlagður hagnaður VÍS, Sjóvá, og TM eykst um 2,7 milljarða króna milli ára. Öll félögin skila betri afkomu á fyrri helmingi árs 2017 en á sama tímabili 2016. Framkvæmdastjóri FÍB telur þetta tilefni til lækkunar iðgjalda.

Ógnarkraftar fellibyljanna varpa ljósi á loftslagsbreytingar

Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, telur að kraftur fellibyljanna á Atlantshafssvæðinu varpi ljósi á loftslagsbreytingar. Bara við eina gráðu í aukningu sjávarhita eykst geta og kraftur fellibylja til mikilla muna. Það hafi sést greinilega á því hversu skyndilega Harvey var orðinn að fjórða stigs fellibyl þegar hann gekk á land. Í samtali við Vísi segir Einar að líklegt sé að stærri fellibyljum muni koma til með að fjölga vegna kyndiáhrifa og hækkandi sjávarhita.

Vanrækslan kostar mannslíf

Þingmaður Pírata segir ljóst af eigin reynslu að heilbrigðiskerfið sé ekki fært um að þjónusta þá sem eiga við geðræn vandamál að stríða með fullnægjandi hætti. Þetta sé vegna vanrækslu stjórnvalda á málaflokknum og vonast hann til þess að mál tveggja ungra manna sem frömdu sjálfsvíg á geðdeild Landspítalans í liðnum mánuði opni augu ráðamanna.

Segir skammarlega tekið á málinu

Fjallað verður um endurskoðun reglna um uppreist æru á nefndarfundi Alþingis í næstu viku. Þingmanni Pírata segist hafa verið synjað um að taka mál Roberts Downey sérstaklega fyrir og hefur óskað eftir rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Hún telur meirihluta Alþingis hafa komið skammarlega fram í umfjöllun um málið og óskar þess að einhver taki ábyrgð.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Að minnsta kosti fimm hafa látist í Texas í Bandaríkjunum í því sem veðurstofa Bandaríkjanna kallar fordæmalaust ofsaveður af völdum fellibylsins Harvey. Fjallað verður ítarlega um stöðu mála í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18.30 og rætt við Íslendinga á staðnum sem búa sig undir að halda kyrru fyrir á heimilum sínum næstu daga.

Rúnar Þór dreymir um Lord of the Rings ferð til Nýja Sjálands

Rúnar Þór fæddist þremur mánuðum fyrir tímann, hann er með fjórlömun og notar hjólastól. Rúnar Þór hefur lengi dreymt um að fara á slóðir ævintýraheimsins í Hringadóttinssögu. En ferðalagið er langt og kostnaðarsamt, Hann tók málin í eigin hendur og eftir að hafa planað ferðina síðustu þrjú ár er hann byrjaður að safna fyrir henni.

Ljósin tendruð á Akureyrarvöku

"Við erum einlæglega glöð og þakklát fyrir hversu vel gekk. Vel heppnaðri Akureyrarvöku er lokið og við gætum ekki verið glaðari,“ segir Hulda Sif Hermannsdóttir, annar tveggja verkefnastjóra um nýafstaðna afmælishátíð Akureyrarbæjar.

Auka hraðann til að ná Reykjavík fyrir lokun

Flugmenn DC-3 flugvélarinnar, sem eru á leiðinni milli Grænlands og Íslands, hafa gefið hreyflunum aukið afl í von um að ná inn til Reykjavíkur fyrir lokunartíma vallarins.

Allir laxastofnar landsins undir

Augljóst er að ekki hefur verið tilkynnt um allar slysasleppingar í laxeldi á Íslandi samkvæmt líffræðingi hjá Hafrannsóknarstofnun. Hann segir alla laxastofna á Íslandi vera undir þrátt fyrir að laxeldi verði aðeins stundað á Vestfjörðum.

„Við verðum alltaf vinir“

Haraldur segir að ráðgert sé að höfða meira til almennings og verður það gert meðal annars með því að stækka líkamsræktarsal með það fyrir augum að fólk, sem ekki hafi áhuga á bardagaíþróttum, geti komið og æft.

Hnattflugsþristur á leið til Keflavíkur

Douglas DC-3 flugvélin, sem er á leið umhverfis jörðina, fór á loft frá Narsarsuaq-flugvelli nú síðdegis og áætlar lendingu á Keflavíkurflugvelli upp úr klukkan 23 í kvöld

Sjá næstu 50 fréttir