Fleiri fréttir

Þetta er það sem Google og Facebook vita um þig

Þar til fyrir um viku taldi ég mig nokkuð vel upplýsta um það hversu miklum upplýsingum Facebook og Google væru að safna og hefðu um mig. Svo las ég greinina Are You Ready? Here is all the data Facebook and Google have on you.

Innkalla bjór vegna gleragna

Vínnes ehf. hefur, að höfðu samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, innkallað Stella Artois bjór í 330 ml glerflöskum vegna þess að hann getur innihaldið gleragnir.

Ber fyrir sig minnisleysi sökum ölvunar

Maðurinn sem grunaður er um að hafa banað bróður sínum á bænum Gýgjarhóli II í Biskupstungum um helgina ber fyrir sig minnisleysi sökum ölvunar við yfirheyrslur hjá lögreglu.

Fjölmiðlar greitt háar sektir vegna auglýsinga

Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir bann við áfengisauglýsingum fela í sér fráleita mismunun gagnvart framleiðendum og fjölmiðlum. Fjölmiðlar hafa undanfarið þurft að greiða 5,3 milljónir í sektir vegna áfengisauglýsinga.

Ökumenn fari varlega undir Vatnajökli

Veðurstofan varar við hvassviðri undir Vatnajökli í kvöld en það mun hvessa töluvert á Suðausturlandi eftir því sem líður á daginn.

Segir refsistefnu yfirvalda koma verst niður á veikasta hópnum

Verkefnastjóri hjá Frú Ragnheiði segir ekki duga að beita siðferðiskenndinni gegn ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja. Vinnan þurfi að vera mun faglegri og upplýsingagjöfin betri. Margs konar skaðaminnkandi úrræði geta gagnast. Notendurnir sjálfir upplifa virðingarleysi og sorg en sorg þeirra er ekki samfélagslega viðurkennd.

Grunar að enn sé herjað á hreiður fálka

Vísbendingar eru um að eggjaþjófar séu enn að spilla fyrir varpi fálka. Skilja hænuegg eftir til að villa um fyrir fuglinum og fá hann til að liggja lengur á. „Eitthvað sem á ekki að líðast,“ segir fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun.

Árborg fagnar plokkurum

Sveitarfélagið Árborg fagnar því að íbúar skuli tilbúnir að leggja hönd á plóginn við að hreinsa til í umhverfinu.

Hátt í þrjúhundruð dauðsföll af völdum vímuefna síðasta áratug

Hátt í þrjúhundruð hafa látist hér á landi af völdum vímuefna síðustu tíu ár, þar af níu á þessu ári, samkvæmt tölum frá Landlækni. Svala Jóhannesdóttir\verkefnastýra frú Ragnheiðar á vegum RKR fær nokkur símtöl í viku frá áhyggjufullu fólki sem vill nálgast mótefni við ofskömmtun lyfja.

Vill láta meta kosti og galla EES-samningsins

Þrettán þingmenn úr þremur flokkum vilja láta gera úttekt á stöðu Íslands innan evrópska efnahagssvæðisins og leggja mat á kosti og galla EES-samningsins. Fyrsti flutningsmaður málsins segir að Evrópusambandið gangi nú í gegnum miklar breytingar sem kalli á umræðu hér á landi.

Vilja fá Íslendinga til Noregs í víkinganám

Fjórtán nemendur í víkingafræðum koma til Íslands á morgun frá Nordfjordeid. Þeir ætla að skoða víkingaskip, hitta íslenska ásatrúarmenn og skoða söguslóðir fornra víkinga. Lýðheilsuskólinn í Norfjordeid vill fá Íslendinga í námið.

Góð rök þarf til að breyta bitlitlu banni

Áfengisframleiðendur og innflytjendur koma auglýsingum óhindrað til almennings með keyptri dreifingu á samfélagsmiðlum. Nefnd vill afnema bann við áfengisauglýsingum. Ráðherra segir að lýðheilsusjónarmið muni ráða för.

Mývetningum fjölgar ört og breyttir tímar blasa við

Í fyrsta skipti í aldarfjórðung fór íbúafjöldi Skútustaðahrepps yfir 500 manns á dögunum. Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri segir Mývetninga hafa trú á framtíðinni. Hann segir ferðaþjónustuna hafa bjargað atvinnulífinu í sveitinni. Fjölgunin boðar nýjar áskoranir.

Breytingar í þjóðfélaginu geti skýrt aukningu í ávísunum

Mismunandi skammtastærð gæti skýrt að hluta hví við notum meira af þunglyndislyfjum en nágrannaþjóðir. Umtalsverð aukning hefur verið í ávísunum til ungra kvenna. Að mati yfirlæknis getur opinská umræða um sjúkdóminn stuðlað að því að fleiri leiti sér aðstoðar.

Sjá næstu 50 fréttir