Fleiri fréttir

Finnst sárt að hafa ekki fengið afsökunarbeiðni

Mistök voru gerð við flutning á líki 33 ára Spánverja sem lést hér á landi í liðinni viku. Fjölskyldu hins látna á Spáni sárnar að enginn hafi beðið þau afsökunar og vottað samúð sína.

Gylfi kveður ASÍ með tilvitnun í Sókrates

Styrkur Alþýðusambandsins liggur í því að mikill meirihluti vinnandi fólks á Íslandi er skráður í verkalýðsfélög sem getur með samstöðu náð árangri í viðræðum við atvinnurekendur og stjórnvöld, að mati fráfarandi forseta sambandsins.

Nauðungarvistaðir vegna geðrofs af völdum kannabisneyslu

Málum þar sem ungir karlmenn eru nauðungarvistaðir vegna geðræns vanda sem er afleiðing kannabisneyslu hefur fjölgað mikið fyrir dómstólum og skipta þau tugum á ári hverju. Þetta segir dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur sem hefur haft mörg slík mál til meðferðar. Hann kallar eftir átaki í fræðslu fyrir þennan hóp.

Fréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Kvennafrídagurinn er í dag og baráttufundir haldnir víða um land. Forsætisráðherra er ein þeirra sem gekk úr vinnunni í dag og verður rætt við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2 ásamt öðrum konum sem tóku þátt í baráttufundi á Arnarhóli.

"Breytum ekki konum, breytum samfélaginu“

Fjöldi kvenna kom saman víða um land í tilefni af kvennafrídeginum sem haldinn var í dag. Konur voru hvattar til þes að leggja niður störf klukkan 14.55 í dag.

Leigjendur ósáttir við Airbnb frumvarp

Leigjendur mótmæla ákvæði í nýju frumvarpi um heimagistingar sem takmarkar rétt leigjenda til að skrá íbúðir á Airbnb. Samkvæmt frumvarpinu fær einungis þinglýstur eigandi fasteignar leyfi fyrir heimagistingu frá sýslumanni.

Ráðherra segir hátekjuskatt koma til greina

Ásmundur Einar Daðason, segist ætla að styðja verkalýðshreyfinguna í því að hátekjuskattur verði settur á ef ekki næst samstaða um að koma böndum á efstu lög samfélagsins.

Borgin og HR ósammála um braggasamninginn

Reykjavíkurborg og Háskólinn í Reykjavík eru ósammála um hvort allar byggingar við braggann í Nauthólsvík hafi verið afhentar. Borgin segir framkvæmdum lokið en fulltrúi háskólans segir eina bygginguna enn vera ókláraða og að ekki verði tekið við henni í því ástandi.

Bein útsending: 43. þing Alþýðusambands Íslands

Þrjú hundruð fulltrúar frá 48 stéttarfélögum af öllu landinu koma saman á 43. þingi ASÍ á morgun. Þar verður stefna sambandsins til næstu tveggja ára mörkuð auk þess sem ný forysta verður kjörin á föstudag.

Færri krabbamein með minni áfengisneyslu

Fækka má krabbameinstilfellum um tugi þúsunda á næstu 30 árum með því að draga úr neyslu áfengis samkvæmt nýrri rannsókn. Einn af höfundunum segir niðurstöðurnar mikilvægt innlegg í umræðuna um aðgengi að áfengi.

Svavar hyggst verða heimsmeistari í Tetris

Íslendingar áttu fulltrúa á heimsmeistaramótinu í Tetris sem fór fram í Portland í Bandaríkjunum um síðustu helgi. Svavar Gunnar Gunnarsson komst í átta manna úrslit þar sem hann mætti ríkjandi meistara og átrúnaðargoði sínu.

99 á aldrinum 18-25 bíða eftir að komast að á Vogi

Um hundrað ungmenni á aldrinum 18 til 25 ára eru á biðlista eftir að komast að á sjúkarhúsinu Vogi. Úrræðum fyrir börn undir 18 ára aldri hefur fækkað undanfarin tíu ár að sögn móður drengs sem glímdi við fíknivanda.

Sjá næstu 50 fréttir