Fleiri fréttir

Hviður allt að 50 metrum á sekúndu

Veðurstofan varar við stormi víða um land í kvöld, nótt og á morgun. Kröpp lægð nálgast nú landið og gengur yfir í nótt en í kjölfar hennar gengur hann í suðvestan storm eða rok þar sem búast má við að hviður geti náð allt að 50 metrum á sekúndu á stöku stað.

Ekki einsdæmi að félög deili sjóðum í verkfallsaðgerðum

Sú hugmynd samflotsstéttarfélaganna fjögurra að standa sameiginlega undir kostnaði við hugsanlegar verkfallsaðgerðir er ekki einsdæmi. Stefán Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri VR, segir þetta hafa verið gert áður, síðast í aðgerðum í álverinu í Straumsvík. VR og Efling leggja til um sjö milljarða sjóði.

Ísland sé feimið við að tryggja rétt fatlaðra

Öryrkjabandalag Íslands gagnrýnir orð dómsmálaráðherra um valkvæða bókun við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Bókunin sé alls ekki tilgangslaus líkt og ráðherra hélt fram í svari við fyrirspurn á þingi.

Stefna á að vera glaðasta sveitarfélag landsins

Útlitið var ekki bjart á Djúpavogi þegar Vísir lokaði fiskvinnslu þar fyrir fimm árum. Íbúar létu það ekki slá sig út af laginu. Margvísleg verkefni hafa sprottið upp síðan þá.

TikTok slær í gegn en er notað til eineltis

Grunnskólanemendur víða um land nota kínverska smáforritið TikTok til að leggja hvert annað í einelti. Kári Sigurðsson, sem frætt hefur ungmenni um samskipti síðastliðin sex ár, segir einelti meira falið í dag en áður

Segir ræstingafólk tilbúið í aðgerðir

„Eins og ég sé stöðuna þurfa atvinnurekendur að finna fyrir þrýstingi, og finna fyrir því að við munum gera allt í okkar valdi til að breyta stöðunni,“ segir Zsófia Sidlovits, ræstitæknir á Hótel Borg og Apóteki hóteli.

Segir áherslur félaganna einkennilegar

Ferðamálaráðherra hefur áhyggjur af stöðunni sem upp er komin í deilu fjögurra verkalýðsfélaga við SA. Það skjóti skökku við að aðilar virðist ekki vissir um hvert þrætueplið sé.

Guðlaugur og Coveney funda um Jón Þröst

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundar í dag með Simon Coveney, utanríkis- og viðskiptaráðherra Írlands, vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar.

Bað um og fékk breytingar á reglugerð

Tölvupóstur sem Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., sendi Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávar­útvegs- og landbúnaðarráðherra, þann 15. maí 2018 sýnir að forstjórinn óskaði eftir því að ráðherrann myndi breyta reglugerð um vinnslu og heilbrigðiseftirlit með hvalaafurðum.

Jón Þröstur með greiðslukort á sér þegar hann hvarf

Michael Mulligan, rannsóknarlögreglumaður sem stýrir rannsókninni á hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar, segir að Jón hafi verið með greiðslukort á sér þegar hann hvarf og því sé það ekki útilokað að hann hafi farið úr landi.

Halda pókermót til styrktar fjölskyldu Jóns Þrastar

Eigendur pókerklúbbsins 4 Kings Casino & Card Club blása til pókermóts til að safna pening fyrir aðstandendur Jóns Þrastar Jónssonar sem enn er saknað þegar rúmar tvær vikur eru liðnar síðan síðast sást til hans.

„Menn eru ekki einu sinni sammála um hvað var rætt um“

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir gagnrýni á skattatillögur ríkisstjórnarinnar vera illskiljanlega og er gáttaður á því að kjaraviðræður hafi tekið eins langan tíma og raunin er en á sama tíma hafi viðræður ekkert gengið og svo virðist sem að deiluaðilar viti ekki hvað verið sé að ræða.

„Það eru allir mjög bugaðir og andlega þreyttir“

Daníel Wiium, yngri bróðir Jóns Þrastar Jónssonar sem er saknað í Dyflinni, segir að leitin hafi tekið sinn toll af fjölskyldunni og þeim tæplega áttatíu sjálfboðaliðum sem tóku þátt í skipulagðri og umfangsmikilli leit sem fór fram í gær.

Hvassviðri og rigning í dag

Nokkuð hvasst eða slydda verður á Suður-og Vesturlandi eftir hádegi í dag en sunnan strekkingur í kvöld og víða dálítil rigning.

Vilja rafmagnsferju í Hríseyjarsiglingar

Sú hugmynd hefur verið rædd á meðal Hríseyinga að ný Hríseyjarferja gangi eingöngu fyrir rafmagni. Skipstjóri núverandi ferju segir að kominn sé tími á endurnýjun á ferjunni og tvímælalaust eigi þá að horfa til rafmagnsferju.

Hvorki græðgi né frekja að vilja lifa af á launum sínum

Í ræðunni sinni varpaði Þuríður Harpa ljósi á þá alvarlegu stöðu sem fátækt fólk og öryrkjar búa við á Íslandi og sagði að frá þeirra sjónarhorni væri ísland svo sannarlega ekki land tækifæranna og velsældar. Fátækt sé þjóðarskömm í ríku landi.

Sjá næstu 50 fréttir