Fleiri fréttir

„Það er enginn að banna neinum eitt eða neitt“

„Nei, það verða engin viðurlög við því,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision, hlæjandi aðspurður um hvort það muni hafa einhverjar afleiðingar fari Hatari úr fjölmiðlafríi sem tilkynnt var um í gær.

Aldrei leitað eins mikið af loðnu frá áramótum og í ár

Rannsóknarskip Hafrónnsóknarstofnunar hófu í gær og fyrrakvöld leit að loðnu við suðurströndina. Engin loðna hefur fundist en sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að ennþá eigi eftir að leita á talsverðu svæði og þá skýrist ástandið betur. Hann segir að frá áramótum hafi aldrei verið leitað eins mikið af loðnu en breytingar á stofnstærð skýrist fyrst og fremst af umhverfisþáttum

Lagt til að takmarka eða banna umferð á „gráum dögum“

Sveitarfélögum og Vegagerðinni verður heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á tilteknum vegi eða svæði þegar mengun fer yfir heilsuverndarmörk eða þegar hætta er talin á að slíkt geti gerst ef frumvarp að umferðarlögum sem nú liggur fyrir Alþingi verður samþykkt.

Telja hættu á að Sigurður fari úr landi

Landsréttur staðfesti í gær fjögurra vikna farbannsúrskurð úr héraðsdómi yfir Sigurði Kristinssyni sem á dögunum var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í Skáksambandsmálinu svokallaða.

Barnaheill og Blátt áfram sameinast

Stjórnir Barnaheilla og Blátt áfram hafa tekið þá ákvörðun að sameinast undir nafni Barnaheilla - Save the Children á Íslandi.

Mikil uppbygging í Hörgársveit fyrirhuguð

Þéttbýlið við Lónsbakka gæti stækkað gríðarlega á næstu árum. Íbúafjöldi í Hörgársveit, sem nú er tæplega 600, gæti hækkað í tæplega eitt þúsund á tiltölulega fáum árum.

Fleiri á móti innflutningi á fersku kjöti

Rúm 52 prósent eru andvíg tilslökun á reglum um innflutning á ferskum matvælum samkvæmt nýrri könnun. Ráðherra skilur að fólk kjósi íslenskt kjöt en koma þurfi niðurstöðum sérfræðinga betur á framfæri.

Niðurstöðu að vænta á morgun

Bæði er þess krafist í kröfum SA að verkfallið verði dæmt ólögmætt og að Efling verði dæmd til að greiða sekt í ríkissjóð.

Segja hræðsluáróðri beitt gegn neytendum

Talsmenn Evrópusinnaðra flokka á Alþingi segja neikvæða afstöðu til innflutnings á ferskum matvælum sýna að réttar upplýsingar þurfi að komast betur á framfæri. Ráðherra segir þó skilning á stöðu stjórnvalda fara vaxandi.

Landsmenn borða hátt í milljón bollur

Annasamasti dagur ársins hjá bökurum er í dag þar sem landsmenn úða í sig bollum í tilefni bolludagsins. Að sögn bakara er klassísk vatnsdeigsbolla með sultu og rjóma alltaf vinsælust.

Lá deyjandi í mýri þegar henni var komið til bjargar

Álft sem festi gogginn í áldós fyrir um viku var lögst niður til þess að deyja þegar henni var komið til hjálpar. Dósin var klippt af og er álftinni nú hjúkrað í Húsdýragarðinum. Vistfræðingur kennir hirðuleysi mannanna um raunir álftarinnar.

Beint útsending: Fréttir Stöðvar 2

Átta starfsmenn Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar verið sendir í leyfi eða verið vikið úr starfi á síðustu tólf mánuðum vegna brota gegn skjólstæðingum.

Þóttist vera lögreglumaður og leitaði á starfsmönnum hótels

Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann á fertugsaldri fyrir brot gegn valdstjórninni, ólögmæta nauðung og gripdeild fyrir að hafa þóst vera lögreglumaður, framkvæmt leit á starfsmönnum hótels í Reykjavík og tekið eigur starfsmanns ófrjálsri hendi.

Vakta eitruð og hættuleg efni í yfirborðsvatni

Umhverfisstofnun í samstarfi við aðrar stofnanir vakta nú eitruð og hættuleg efni í yfirborðsvatni á Íslandi. Vöktunin er hluti af innleiðingu vatnatilskipunar Evrópusambandsins. Fyrstu niðurstöður munu liggja fyrir fljótlega en þá mun koma í ljós hvort vatnið standist þau umhverfismörk sem eru í gildi.

Umræða um heilbrigð ástarsambönd nauðsynleg

Á næstu þremur vikum munu Stígamót fræða 4500 unglinga um heilbrigð samskipti í ást og kynlífi. Sjúk ást átakið 2019 var kynnt í morgun en er þetta annað árið í röð sem Stígamót fara af stað með það.

Sjá næstu 50 fréttir