Fleiri fréttir

Eldstöðin Katla vöktuð þvers og kruss úr lofti

Flugvél Isavia, TF-FMS, flaug fjölda ferða yfir Mýrdalsjökul í morgun, þvers og kruss, og í aðeins 300 feta hæð yfir jöklinum. Flugferðirnar sáust vel á flugratsjársíðunni Flightradar24.

Rannsókn á rútuslysi við Hof miðar vel

Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir að rannsókn á rútuslysinu sem varð við Hof fyrr í mánuðinum sé í fullum gangi og að henni miði vel.

Ætlar að stórbæta réttindi leigjenda

Alls eru þrjátíu þúsund manns á leigumarkaði hér á landi og hefur þeim fjölgað um sextíu prósent á rúmum tíu árum. Félagsmálaráðherra segir að frumvarp um breytingar á húsleigulögum verði lagt fyrir Alþingi í haust þar sem komi fram verulegar réttarbætur fyrir leigjendur.

Fjögur ráðu­neyti vinna til­lögur vegna vaxandi ógnar af skipu­lagðri glæpa­starf­semi

Heildarhættustig varðandi skipulagaða glæpastarfsemi er merkt sem gífurleg áhætta í nýrri skýrslu greiningardeilda ríkislögreglustjóra sem birt var í gær. Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hafa þegar brugðist við niðurstöðum skýrslunnar og fyrirsjánlegri þróun þessara mála með því að skipa sérstakan samráðshóp sem skilgreina á nauðsynlegar aðgerðir.

Þriðja skipverjanum sagt upp

Stjórn Sæfells hf. hefur sagt upp þriðja skipverjanum á Bíldsey SH eftir að myndbandsbrot þar sem sjá má skipverja skera sporð af hákarli og sleppa honum lausum komst í birtingu.

Íslendingarnir í Ástralíu sjá fram á langa dóma

Íslendingarnir tveir sem handteknir voru í Ástralíu grunaðir um stórfelldan innflutning á kókaíni hafa báðir játað sök í málinu. Þegar málið var tekið fyrir í héraðsdómi Victoria-sýslu í Melbourne í dag sagði dómarinn að ljóst væri að mennirnir tveir hefðu flutt kókaínið inn til Ástralíu sem burðardýr.

Fjölmargir þættir spila inn í lítið brotthvarf úr ML

51 stúdent útskrifaðist úr Menntaskólanum að Laugarvatni síðasta laugardag og er um að ræða fjölmennasta árgang í sögu skólans. Halldór Páll Halldórsson, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni segir aðsókn í skólann vera meiri en hægt er að taka við og að brotthvarf úr skólanum sé lítið.

Uppbygging í Bláfjöllum geti hæglega endað í katastrófu

Forstöðumaður hjá Veitum varar við fyrirhugaðri uppbyggingu á skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Brýnar úrbætur þurfi á Bláfjallavegi og frekari rannsókna sé þörf á þeim áhrifum sem hugsanleg mengunarslys geti haft á vatnsból höfuðborgarinnar.

Vegagerðin tekur við Speli í dag

Stjórn Spalar ehf. hefur komist að samkomulagi við Vegagerðina um að hún taki við félaginu á aðalfundi Spalar sem boðað er til á Akranesi í dag.

Eldur í hafnfirskum ruslahaug

Allt tiltækt slökkvilið var kallað að Hringhellu í Hafnarfirði um klukkan hálfellefu í gærkvöldi þegar reyk tók að leggja yfir Vellina og sást reykurinn vel frá Reykjanesbraut.

Segir völdum rænt um stundarsakir

Málþóf Miðflokksmanna heldur áfram á Alþingi og önnur mál komast ekki á dagskrá. Forseti þingsins segir þingvilja ekki komast til skila nema með at"Það er augljóst að það er búið að ræna völdum hér um stundarsakir,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og á þar við að Miðflokksmenn stunda nú það sem flestir vilja kalla grímulaust málþóf um þriðja orkupakkann.kvæðagreiðslu. Formaður Miðflokksins segir dagskrárvaldið hins vegar vera hjá þingforseta

Eldhúsdagur á Alþingi í dag

Almennar stjórnmála­umræður, sem í daglegu tali kallast eldhúsdagsumræður, fara fram á Alþingi klukkan hálf átta í kvöld.

Kjötfrumvarp úr nefnd

Frumvarp landbúnaðarráðherra um innflutning á fersku kjöti var afgreitt út úr atvinnuveganefnd í gærkvöldi.

Kyrrsetta Wow þotan leigð til Englands

Airbus A321 farþegaþotunni, sem Isavia kyrrsetti á Keflavíkurflugvelli vegna tveggja milljarða króna skuldar hins gjaldþrota WOW air, hefur verið stefnt til Englands.

Elsta flugvél sögunnar til að fljúga til Íslands

Þristaveislan mikla er enn í gangi á Reykjavíkurflugvelli en þar lenti nú síðdegis DC 3-öldungur á níræðisaldri sem komst um leið í sögubækur sem elsta flugvél sem flogið hefur til Íslands.

Tunga hrefnunnar tútnaði út

Sverrir Daníel Halldórsson, líffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, fór í dag og skoðaði hræ hrefnunnar sem rak á land við Granda skömmu eftir hádegi.

Sjá næstu 50 fréttir