Fleiri fréttir

Öryggisverðir slökktu eld í bakaríi Jóa Fel

Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í Holtagarða í Reykjavík á ellefta tímanum í kvöld. Eldur kom upp í loftræstikerfi í bakaríi Jóa Fel en öryggisvörðum tókst að slökkva hann áður en slökkvilið bar að garði.

Fjórðungi barna haldið heima þegar mest var

Fjórðungur foreldra leik- og grunnskólabarna í Reykjavík hélt börnum sínum heima þegar kórónuveirufaraldurinn var sem mestur. Skólastjóri segir fleiri nú farna að senda börnin aftur í skóla en hann hefur áhyggjur af líðan barna sem hafa jafnvel ekki mætt í fimm vikur í skólann núna.

Ætla að „lúra“ á ákvörðun um makrílmálsókn

Engin ákvörðun var tekin um hvort málsókn Vinnslustöðvarinnar gegn íslenska ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta verði haldið til streitu á stjórnarfundi síðdegis í dag. Framkvæmdastjóri Hugins vill halda málinu áfram.

Ógnuðu manni með skotvopni í Vesturbænum

Tveir karlmenn um þrítugt voru handteknir eftir að tilkynning barst um að þeir hefðu ógnað þriðja manninum með skotvopni í vesturbæ Reykjavíkur um klukkan 19:00 í kvöld. Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til.

ASÍ vill samráð um næsta aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar

Næsti aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar verður kynntur fljótlega eftir helgi. Alþýðusamband Íslands kallar eftir samráði og vill sjá aðgerðir sem miða að því að vernda fólkið í landinu, fremur en að standa vörð um fjármagn.

Mótmæltu gæsluvarðhaldskröfu með vísan í faraldurinn

Þrír karlmenn sem hlutu þunga fangelsisdóma fyrir amfetamínframleiðslu í Borgarfirði vísuðu til kórónuveirufaraldursins þegar þeir mótmælu kröfu saksóknara um að þær sæti gæsluvarðhaldi á meðan þeir bíða þess að áfrýjun þeirra verði tekin fyrir. Landsréttur staðfesti gæsluvarðhald yfir þeim öllum.

Áfram í farbanni vegna dauðsfalls í Úlfarsárdal

Landsréttur staðfesti að karlmaður um fimmtugt skuli áfram sæti farbanni fram í júní í tengslum við rannsókn á mannsláti í Úlfarsárdal í desember. Maðurinn er grunaður um að hafa valdið dauða manns sem féll þá fram af svölum á þriðju hæð fjölbýlishúss.

Telur að rakningarforritið komi sterkt inn á lokametrunum

Alma Möller landlæknir hvetur enn þá sem ekki hafa náð sér í smitrakningarforrit til landlæknisins til þess að gera það. Það geti komið sterkt inn nú þegar smitum fer fækkandi og þegar slakað verði á klónni hvað varðar takmörkunum á samkomum

Ekki kominn 4. maí og mögulega hægt að knúsast í júlí

Víðir Reynissonn, yfirlögregluþjónn, var með tvo punkta á daglegum upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins. 4. maí er ekki kominn og hann vonar að hægt sé að fallast í faðma á nýjan leik í júlí.

Illviðrin og veiran seinka opnun Dýrafjarðarganga

Óvenju erfiður illviðravetur og kórónuveiran valda því að verktakar Dýrafjarðarganga sjá núna fram á að ekki takist að standa við dagsetninguna sem samgönguráðherra hafði nefnt sem opnunardag næsta haust.

Jákvæð og hughreystandi skilaboð í gluggum

Una Þorgilsdóttir, starfsmaður í leikskólanum Rauðhóli í Norðlingaholti í Reykjavík, fékk hugmyndina að skemmtilegu gluggaverkefni þegar Covid-19 faraldurinn var farinn að setja mark sitt á daglegt starf í leikskólanum.

Sýnist ekki þurfa að lengja skólaárið

Menntamálaráðherra segir að sér og skólasamfélaginu sýnist að ekki verði þörf á að lengja skólaárið, þrátt fyrir þá röskun sem orðið hefur vegna kórónuveirufaraldursins.

Opna deild fyrir afeitrun barna

Landspítalinn mun opna nýja deild sem ætluð er börnum sem þurfa á afeitrun vegna fíkniefnanotkunar að halda.

Lilja, Guð­rún og Margrét meðal gesta í Bítinu

Þátturinn hefst á slaginu 6:50 og stendur til klukkan 10. Hægt er að fylgjast með þættinum á Bylgjunni og sömuleiðis sjónvarpsútsendingu úr útvarpsstúdíóinu hér á Vísi og á rásinni Stöð 2 Vísi í sjónvarpi.

Strokudrengir fundust í Þykkvabæ eftir mikla leit

Þrír drengir voru handteknir í aðgerðum lögreglunnar á Suðurlandi, sérsveitar Ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslunnar skömmu eftir miðnætti. Drengirnir struku af meðferðarheimili eftir að hafa ógnað starfsmanni og stolið bíl.

Konan sem lýst var eftir er fundin

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti í kvöld eftir eldri konu sem ekki hafði sést til síðan síðdegis í dag. Konan er nú fundin.

Sjá næstu 50 fréttir