Fleiri fréttir

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hlutafjárútboð Icelandair, minni pestargangur og lækkun hótelgistingu í sumar er á meðal efnis kvöldfrétta Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30.

Eldur í sumarbústað reyndist eldur í rusli

Slökkviliðsstjóri segir að slökkviliðsmenn hafi þegar haldið af stað á vettvang en á leið þeirra á staðinn og við nánari eftirgrennslan hafi komið í ljós að verið væri að brenna rusl og því ekki eins mikil hætta á ferðum og í fyrstu var talið.

Mikið tjón á bílum eftir á­rekstur í Grinda­vík

Árekstur varð í Grindavík nú á fjórða tímanum en tveir bílar skullu saman á gatnamótum. Bílarnir eru báðir mikið skemmdir og þurfti að beita klippum til að opna dyr bílstjóramegin á öðrum bílnum.

Mikil­vægasta verk­efnið að verja af­komu fólks

„Aukin framlög og fjárfesting í heilbrigðisþjónustu er ekki eingöngu nauðsynleg á næstunni heldur til framtíðar,“ skrifa Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, í ávarpi í tilefni af Verkalýðsdeginum.

Alltaf áskoranir í löggæslu

Ofbeldismál eru meðal þeirra mála sem eru Höllu Bergþóru Björnsdóttur, nýjum lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, hugleikin. Hún á þó ekki von á að ráðast í miklar stefnubreytingar hjá embættinu.

Verðum að sýna þol­gæði til að komast í gegn um næstu mánuði

„Þó stærsta orrustan sé unnin í stríðinu þá er stríðinu langt í frá lokið. Eins og við þreytumst ekki á að minna á þá þurfum við að halda vöku okkar því hættan er sú að veiran blossi upp aftur og þá er eins gott að vera viðbúin og það ætlum við að vera.“

Talinn ítrekað lemja konuna sína en aldrei fengið refsingu

Dómstólar hafa hafnað kröfu lögreglustjórans á Suðurnesjum um fjögurra vikna brottvísun karlmanns á Suðurnesjum af heimili sínu vegna gruns um heimilisofbeldi. Ástæðan er sú að konan vill endurtekið ekki að lögregla aðhafist neitt í málinu.

Einn greindist með Co­vid-19

Einn greindist með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn, samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is. Því hafa nú 1.798 greinst með veiruna hér á landi.

„Þarf að tryggja að vinnumarkaðurinn verði ekki eins auðsærður og  nú“

Sögulegur baráttudagur verkalýðsins, eða 1. maí, er runninn upp, þar sem hvorki verða kröfugöngur né útifundir í dag vegna samkomubanns. Þetta er í fyrsta sinn í tæp hundrað ár sem það gerist á þessum degi. Forseti Alþýðusambands Íslands varar við að launafólk slái að kröfum sínum í skugga atvinnuleysis.

Undir­­búa aukna að­­sókn í Há­­skóla Ís­lands

Háskóli Íslands fer fram á aukið fjármagn fyrir næsta skólaár til að geta tekið á móti auknum fjölda nemenda næsta haust. Rektor segir að eftir fjármálahrunið hafi aðsókn í nám stóraukist og búist sé við svipuðu ástandi næsta haust.

Lög­reglu­menn fara í raf­ræna kröfu­göngu

Lögreglumenn hafa verið án kjarasamnings í ár og sér ekki fyrir endann á viðræðum. Því hefur verið blásið til rafrænnar kröfugöngu en ekki eru aðstæður til að halda kröfugöngu á staðnum líkt og tíðkast hefur.

Vonast til að opna hótelið aftur í júní

Vonir standa til að hótelin geti farið að taka aftur á móti gestum í júní en þeir sem á þeim starfa vona að Íslendingar verði tíðir gestir á hótelunum í sumar.

Segja augljóst að ríkið þurfi að aðstoða Icelandair

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, kveðst ekki hrifin af þeirri hugmynd að ríkið eignist hlut í Icelandair. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, telur að ríkið þurfi að stíga inn í með meira afgerandi hætti en stjórnvöld gáfu til kynna í dag.

Leit lögreglu í Kópavogi hætt

Fjöldi lögreglumanna á höfuðborgarsvæðinu leitaði að manni sem talið var að hefði ráðist á tvo unglinga í Salahverfi í Kópavogi.

Hætta á auknu brotthvarfi að samkomubanni loknu

Það er hætta á auknu brotthvarfi að loknu samkomubanni að mati skólameistara Tækniskólans. Starfsfólk skólans hafi hringt í á annað þúsund nemendur til að hvetja þá áfram. Yfirlögregluþjónn biðlar til samninganefnda að afstýra verkfalli sem hefði áhrif á skólastarf.

Strætó veitt undanþága frá tveggja metra reglunni

Heilbrigðisráðuneytið hefur frá og með 4. maí næstkomandi veitt Strætó undanþágu frá fjarlægðartakmörkunum, tveggja metra reglunni, að því leyti að miða hámarksfjölda fólks í vögnum við þrjátíu manns.

Halla Bergþóra nýr lögreglustjóri

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, hefur ákveðið að skipa Höllu Bergþóru Björnsdóttur í embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá 11. maí næstkomandi.

Víðir minnir á skólaskylduna

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir að stóra verkefnið næstkomandi mánudag, þegar slakanir á samkomubanninu taki gildi, sé að koma nemendum í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum í skólann.

„Stundum tölum við um Covid-byltinguna“

Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans, telur að framhaldsskólarnir muni koma sterkari út úr kórónuveirufaraldrinum heldur en áður. Ástæðan er að stigin hafa verið stór skref í að nýta tæknilausnir til að efla kennslu.

Lofaði að selja tvær fasteignir til að gera upp skuldina við Slayer

Friðrik Ólafsson skipuleggjandi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær til að greiða umboðsfyrirtæki bandarísku hljómsveitarinnar Slayer um 20 milljónir króna í eftirstandandi þóknun fyrir að spila á hátíðinni í júní 2018.

Þriðja skiptið sem ekkert nýtt smit greinist

Enginn greindist með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn, samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is. Enn hafa því 1.797 greinst með veiruna hér á landi frá upphafi faraldursins. Þetta er í þriðja skipti sem ekkert nýtt smit greinist.

Samfylkingin vill styðja Icelandair með hlutabréfakaupum

Formaður Samfylkingarinnar segir eðlilegt að íslensk stjórnvöld fari sömu leið og önnur ríki sem eignast hafi hlut í flugfélögumá móti stuðningi sínum við þau. Fjármálaráðherra segir það eiga að vera síðasta úrræðið.

Tekur ekki afstöðu til deilunnar

Umboðsmaður barna segir að sér sé ekki aðeins heimilt að miðla skilaboðum barna til deiluaðila í kjaradeilu Eflingar og nokkura sveitarfélag, heldur sé það honum skylt. Með þessu sé ekki verið að taka afstöðu til kjaradeilunnar.

Sjá næstu 50 fréttir