Fleiri fréttir

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Formaður Flugfreyjufélags Íslands og forstjóri Icelandair binda bæði vonir við að nýr kjarasamningur sem undirritaður var í nótt verði samþykktur. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur undir að það sé fagnaðarefni að samningar hafi náðst í nótt. Nánar verður fjallað um nýjan kjarasamning flugfreyja og Icelandair í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Tilefni hafi verið til mikillar hörku gagnvart Icelandair

Forseti Alþýðusambands Íslands segir að viðbrögð ASÍ við ákvörðun Icelandair Group um að hætta kjaraviðræðum og segja upp flugfreyjum félagsins hafi verið eðlileg og tilefni hafi verið mikillar hörku.

Íslenska ullin aldrei vinsælli en nú

Mikil eftirspurn er eftir íslenskri ull, ekki síst í kjölfar kórónuveirunnar því þá hafa konur og einn og einn karl gefið sér meiri tíma í að prjóna úr ullinni.

Uppsagnir verða dregnar til baka

Uppsagnir sem Icelandair tilkynnti um á föstudaginn, og náðu til allra flugfreyja og flugliða sem starfa hjá félaginu, verða dregnar til baka eftir að nýr kjarasamningur var undirritaður í nótt. Formaður Flugfreyjufélags Íslands segist ganga sátt frá borði.

Hjálpuðu 12 ára dreng í sjálfheldu

Björgunarsveit á Vík í Mýrdal var kölluð út á sjötta tímanum í dag vegna 12 ára drengs sem lent hafði í sjálfheldu við Uxafótalæk, skammt austan við Vík.

Mun færri verða við innsetningu forseta Íslands en áður

Mun færri verða viðstaddir innsetningu Guðna Th. Jóhannessonar í embætti forseta Íslands öðru sinni en venja er vegna kórónuveirufaraldursins. Þannig munu formenn flokkanna einir verða fulltrúar þingmanna við athöfnina.

Biskup braut jafnréttislög

Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að biskup Íslands hafi brotið jafnréttislög þegar karl var skipaður í embætti sóknarprests í Garða- og Hvalfjarðarstrandarprestakalli.

Sjá næstu 50 fréttir