Fleiri fréttir

„Bara smá tilfinning og búið“

Stefán Þorleifsson, 104 ára og elsti núlifandi karlmaður á Íslandi, var bólusettur fyrir kórónuveirunni í Neskaupstað fyrr í vikunni. Hann segir sprautuna ekki hafa verið neitt mál og hefur ekki fundið fyrir eftirköstum.

Vísbendingar um að fólk hafi verið að gleyma sér

Yfirlögregluþjónn segir annríki hjá lögreglu og á bráðamóttöku í nótt áhyggjuefni þegar kemur að útbreiðslu kórónuveirunnar. Það gefi vísbendingu um að fólk hafi aðeins verið að gleyma sér sem gæti skilað sér í að fleiri smitist af veirunni.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Yfirlögregluþjónn segir annríki hjá lögreglu og á bráðamóttöku í nótt áhyggjuefni þegar kemur að útbreiðslu kórónuveirunnar. Það gefi vísbendingu um að fólk hafi aðeins verið að gleyma sér sem gæti skilað sér í að fleiri smitist af veirunni. Við ræðum við Rögnvald Ólafsson, yfirlögregluþjón í fréttum okkar klukkan hálf sjö.

Þessi fjór­tán hlutu fálka­orðuna á Bessa­stöðum í dag

Forseti Íslands sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega en óhefðbundna athöfn á Besstastöðum í dag, nýársdag. Á meðal þeirra sem fengu orðu eru Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands, Sigrún Edda Björnsdóttir leikkona og Bernd Ogrodnik, brúðumeistari.

Reyndi að brjótast inn hjá Gil­bert úr­smið

Tilraun var gerð til að brjótast inn í verslun Gilberts úrsmiðs á Laugaveginum á mánudagsmorgunn. Þjófnum gekk ekki betur en svo að hann náði að brjóta rúðuna, sem er skotheld, að hluta áður en þjófavarnakerfið fór í gang og hrakti hann á brott.

Vöknuðu við rúðurnar springa

Talsverður eldur kviknaði í íbúð í fjölbýlishúsi á Ásbrú í Reykjanesbæ í nótt. Tvö voru sofandi í íbúðinni þegar eldurinn kviknaði en vöknuðu þegar rúður sprungu vegna hita og komust óhult út, að sögn varðstjóra hjá Brunavörnum Suðurnesja. Víkurfréttir greindu fyrst frá málinu á Facebook-síðu sinni í morgun.

Möguleg lausn að banna stórar skotkökur

Mikil svifryksmengun myndaðist á höfuðborgarsvæðinu í nótt vegna flugelda sem skotið var upp. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir slíka megun skaðlega heilsu fólks og að hugsanlega væri hægt að setja kvóta á hversu mikið magn megi flytja inn af flugeldum og banna ákveðnar tegundir flugelda.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Um tíu manns leituð á bráðamóttöku Landspítalans í nótt eftir að hafa slasað sig á flugeldum. Fimm þeirra voru börn en það yngsta var tveggja ára. Í hádegisfréttatíma Bylgjunnar ræðum við við Jón Magnús Kristjánsson, yfirlækni á bráðamóttökunni.

Þrír greindust innanlands

Þrír greindust með kórónuveiruna hér á landi í gær, samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavörnum. Tveir hinna smituðu voru í sóttkví. Þá greindust þrír á landamærunum.

Fimmtán marka stúlkubarn fyrsta barn ársins

Fyrsta barn ársins er stúlkubarn. Hún fæddist á fæðingardeild Landspítala klukkan 00:24 í nótt eða þegar tuttugu og fjórar mínútúr voru liðnar af nýju ári. Fjölskylda stúlkunnar er frá Hvammstanga samkvæmt upplýsingum frá fæðingarvaktinni. 

Eftir­lýstur maður gaf sig fram á ný­árs­nótt

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast þessa liðna nýársnótt ef marka má dagbókarfærslu hennar sem send var fjölmiðlum. Talsvert var um ölvunarakstur og hávaðakvartanir, samkvæmt lögreglu.

Gleðilegt nýtt ár, kæru lesendur

Vísir sendir lesendum sínum nær og fjær – til sjávar og sveita – bestu óskir um farsælt nýtt ár. Megi árið 2021 færa okkur öllum frið og hamingju í hjarta.

Þórólfur Guðnason valinn maður ársins

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er maður ársins að mati fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Margir voru um hituna á viðburðaríku ári en tilkynnt var um valið í þættinum Kryddsíld í dag, þar sem árið 2020 er gert upp.

Flestir vilja Katrínu sem næsta forsætisráðherra en fæstir Ingu

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, er sá stjórnmálaleiðtogi sem nýtur mests stuðnings til að gegna embætti forsætisráðherra eftir kosningar næsta haust samkvæmt nýrri könnun sem Maskína vann fyrir fréttastofu Stöðvar 2. Þeim sem kváðust styðja Bjarna Benediktsson í embætti forsætisráðherra fór fækkandi eftir að fréttir bárust af veru Bjarna á sölusýningu í Ásmundarsal á Þorláksmessu.

Ó­sáttur við Ás­mundar­salar­um­ræðu með mót­mælendur í bak­sýn

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kom á framfæri óánægju og furðu með umfjöllun um heimsókn sína í Ásmundarsal undanfarna viku í áramótaþættinum Kryddsíld á Stöð 2 í dag. Hann sagði það skipta máli„að fara rétt með og horfa á staðreyndir“ og kvað það skjóta skökku við að stjórnarandstaða kallaði eftir þingfundi „til að ræða samkomu í húsi hér í bæ“ en ekki „stóru málin.“

„Við eigum býsna góða fylgismenn innan Pfizer“

Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að Ísland eigi sér „býsna góða fylgismenn“ innan lyfjafyrirtækisins Pfizer. Hvort það dugi til að tryggja 60 prósent þjóðarinnar bóluefni liggi þó ekki fyrir. Áhugi innan Pfizer á Íslandsrannsókn sé „geysimikill“.

Árið 2020 gert upp í Kryddsíld

Hin árlega Kryddsíld var í beinni útsendingu á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni að vanda, í dag. Þátturinn hófst klukkan tvö og stóð til klukkan fjögur.

Grímuklædd á síðasta ríkisráðsfundi ársins

Rík­is­ráð kom sam­an til fund­ar á Bessa­stöðum klukk­an 11 í síðasta sinn á árinu. Löng hefð er fyr­ir því að ráðið, sem sam­an­stend­ur af ráðherr­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar og for­seta Íslands, komi sam­an til fund­ar á Bessa­stöðum á gaml­árs­dag.

Jarð­fræðingur út­skýrir hvað býr að baki leir­skriðunum í Ask

Jarðfræðingur segir jarðveginn á skriðusvæðinu í norska bænum Ask, þar sem gríðarmiklar leirskriður féllu í fyrrinótt, mjög „óstabílann“, einkum eftir rigningar undanfarna daga. Líta þurfi allt að tólf þúsund ár aftur í tímann til að skilja hvað býr að baki.

„Þetta ár má eiga sig“

Flugeldasala hefur verið með besta móti í ár en í dag er stærsti dagur ársins á sölustöðum björgunarsveitanna.

Asbest-klæðning í útihúsi sem brann til kaldra kola í nótt

Útihús við Merkines í Höfnum á Reykjanesi varð alelda í nótt. Allt tiltækt slökkvilið frá Bunavörnum Suðurnesja auk lögreglu var kallað til vegna eldsins en hlaðan þar sem eldurinn kom upp er brunnin til kaldra kola. Asbest var í klæðningu hlöðunnar sem brann.

Fréttatími Stöðvar 2

Sjálfstæðisflokkurinn fengi mest fylgi ef að gengið yrði til Alþingiskosninga nú eða 22,5%. Fylgi flokksins er þó nokkuð minna en í síðustu kosningum. Þá mælist Samfylkingin með næst mest fylgi eða 17,2%. Greint verður frá könnuninni í hádegisfréttatíma Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar sem hefst á slaginu 12.

Katrín hvetur landsmenn til að fara varlega í kvöld

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist stolt af íslensku samfélagi nú þegar árið 2020 er senn á enda og hvetur landsmenn til að fara varlega í kvöld. Þetta segir Katrín í færslu á Twitter.

Heilbrigðisstarfsmaðurinn maður ársins 2020

Heilbrigðisstarfsmaðurinn er maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Niðurstaðan var kynnt í Reykjavík árdegis í morgun. Niðurstaðan var afgerandi en af tæplega 25 þúsund atkvæðum fékk heilbrigðisstarfsmaðurinn tvöfalt fleiri en næsti maður eða 8965 atkvæði.

Þessir Ís­lendingar kvöddu á árinu 2020

Fjöldi þjóðþekktra Íslendingar kvaddi á árinu sem senn er á enda. Í hópi þeirra eru meðal annarra einhver ástsælasti söngvari þjóðarinnar, einhver vinsælasti skemmtikraftur landsins, frumkvöðull á sviði líkamsræktar á Íslandi, fyrrverandi ráðherrar og höfundur bókanna um Maxímús Músíkús. Þá þögnuðu einhverjar af þekktustu útvarpsröddum landsins.

Ljós við enda ganganna eftir tíu mánaða baráttu

Síðasti dagur ársins 2020 í dag. „Sem betur fer,“ segja eflaust margir enda verður því seint lýst sem venjulegu ári. Samkomubann hefur verið í gildi síðustu níu mánuði eða svo og daglegt líf okkar allt öðruvísi en fyrir kórónuveirufaraldurinn. Það birti aðeins til í sumar en það var skammgóður vermir þar sem haustið reyndist afar erfitt.

Allt að tíu stiga frost í dag

Í kvöld er útlit fyrir mjög hægan vind víðast hvar á landinu. Það hefur í för með sér að flugeldaryk safnast auðveldlega upp og loftgæði dvína hratt, að því er segir í athugasemd veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands um veðrið á gamlárskvöld.

Skotglaðir trufluðu í öllum hverfum

Mjög bar á tilkynningum um hávaða eða ónæði vegna flugeldasprenginga í öllum hverfum höfuðborgarsvæðisins í gærkvöldi og í nótt, að því er segir í dagbók lögreglu. Hið sama var uppi á teningnum í fyrrinótt.

Endurskoða rýmingarsvæðið á hádegi á morgun

Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og lögreglustjórinn á Austurlandi hafa ákveðið að halda rýmingarsvæðinu á Seyðisfirði óbreyttu fram að hádegi á morgun að minnsta kosti.

Sjá næstu 50 fréttir