Fleiri fréttir

Segir KSÍ hafa vitað af brotum leik­manna lands­liðsins

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, framhaldsskólakennari og forkona jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, segir KSÍ hafa vitað af nauðgun, heimilisofbeldi og fleiri brotum leikmanna íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Hún segist hafa fengið miklar þakkir fyrir þá umræðu sem hún opnaði fyrr í dag.

Erfitt að geta ekki brosað til fólks

„Við erum að reyna að aðlaga okkur að aðstæðum hverju sinni. Við þurfum að taka þetta klukkutíma fyrir klukkutíma, ekki einn dag í einu. Þetta krefst útsjónarsemi og sveigjanleika, en við viljum náttúrulega allt fyrir alla gera þannig að við leysum þetta – en ekki án kostnaðrar starfsfólks,“ segir Sigrún Ásgeirsdóttir, starfandi yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans.

Jón Gnarr er kominn með Covid-19

Jón Gnarr er einn þeirra 130 sem greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. Hann segist ekki vita hvar hann smitaðist en þó telur hann ekki ólíklegt að það hafi verið í Leifsstöð.

Héraðs­sak­sóknari missir reynslu­bolta í dómara­sæti

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað Björn Þorvaldsson saksóknara í embætti dómara sem mun hafa starfsstöð við Héraðsdóm Reykjavíkur. Hann mun sinnastörfum við alla héraðsdómstólana eftir ákvörðun dómstólasýslunnar, frá 1. september 2021.

For­stjóri Barna­verndar­stofu færir sig um set

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að skipa Heiðu Björgu Pálmadóttur, forstjóra Barnaverndarstofu, í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu innviða heilbrigðisþjónustu í ráðuneytinu.

Gagnrýnir KSÍ vegna frásagnar af hópnauðgun landsliðsmanna

Forkona jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands og framhaldsskólakennari segist hafa heyrt fjölda frásagna af landsliðsmönnum í knattspyrnu sem séu sagðir beita konur ofbeldi. Bæði kynferðislegu og heimilisofbeldi. Knattspyrnusamband Íslands bregðist ekki við.

Gjörgæslan sprungin og sjúklingar sendir til Akureyrar

Gjörgæsludeild Landspítalans er yfirfull og þarf því að senda sjúklinga á sjúkrahúsið á Akureyri. Þrettán í heildina eru á gjörgæslu, þar af átta með kórónuveiruna. Fimm eru í öndunarvél. Ólafur G. Skúlason, forstöðumaður gjörgæsludeildar, segir að lítið megi út af bregða.

Mikill erill hjá Landhelgisgæslunni í nótt

Áhafnir á sjómælingaskipinu Baldri og björgunarskipinu Gísla Jóns stóðu í ströngu í gærkvöldi og í nótt. Þá fór þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-EIR, í tvö útköll í nótt.

Skólinn varla byrjaður og hundrað börn föst heima

Eitt hundrað börn á Seltjarnarnesi geta í fyrsta lagi mætt aftur á leikskólann sinn á þriðjudaginn eftir að starfsmaður greindist smitaður af Covid-19 á þriðjudagskvöld. Fræðslustjóri segir foreldra taka sóttkví, sem ber upp við upphaf skólaársins, af æðruleysi.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum förum við vandlega yfir stöðuna í kórónuveirufaraldrinum. Að minnsta kosti hundrað og þrjátíu greindust með veiruna í gær, langflestir utan sóttkvíar. Við förum yfir fyrirkomulag utankjörfundaratkvæðagreiðslu sem hefst í dag vegna alþingiskosninganna í haust og segjum frá því að faðir Britney Spears hefur hætt sem fjárhaldsmaður hennar.

Fjöldi í sóttkví eftir að smit kom upp í sumarfrístund

Öll börn í sumarfrístund Hörðuheima í Hörðuvallaskóla, sem voru í frístund síðastliðinn þriðjudag, þurfa að fara í sóttkví frá og með deginum í dag til og með þriðjudags, því börnin voru útsett fyrir smiti vegna kórónuveirunnar síðastliðinn þriðjudag.

Minnst 130 greindust smitaðir í gær

Í gær greindust hið minnsta 130 innanlands með Covid-19, þar af 91 utan sóttkvíar. 32 sjúklingar eru innlagðir á Landspítala og hefur þeim fjölgað um fimm frá því í gær. átta eru á gjörgæslu með Covid-19 en þeim fjölgar um þrjá á milli daga.

Líkfundur á Selfossi

Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri fannst látinn á bak við verslunarhúsnæði á Selfossi fyrr í vikunni. Frá þessu er greint í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi.

Þrettán á gjörgæslu en mannað fyrir tíu

Klukkan 13 í gær lágu þrettán einstaklingar á gjörgæsludeildum Landspítala, þrátt fyrir að tíu rúm væru „opin“ og mönnun eftir því. Alls voru 592 rúm opin á spítalanum, sem þýðir að mannað var til að mæta þörfum 592 sjúklinga.

Íbúum á Bíldudal fjölgað um 41

Íbúum landsins fjölgað mest á Bíldudal frá 1. desember síðast liðnum til 12. ágúst samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands. Bæjarins besta hefur rýnt í tölurnar með áherslu á Vestfirði.

Vonar að eldgosinu í Geldingadölum fari að ljúka

Lögreglan á Suðurnesjum hefur áhyggjur af langvarandi álagi á viðbragðsaðila vegna eldgossins í Geldingadölum sem staðið hefur í um fimm mánuði. Ekki eru áhyggjurnar minni af ferðalöngum sem hætta sér út á nýstorknað yfirborð hraunsins.

Líkir gjörgæslunni við of lítinn björgunarbát

Gjörgæslan er björgunarbátur þeirra sem veikjast alvarlega af Covid-19 og á Íslandi er hann of lítill. „Að sleppa veirunni lausri án takmarkana væri álíka ábyrgðarlaust og bjóða fólki um borð í skip með alltof fáa björgunarbáta.“

Ók fyrirtækjabíl á kyrrstæða bifreið

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í nótt um að ekið hefði verið á kyrrstæða bifreið í Laugardal. Ökumaðurinn fór af vettvangi og fannst ekki við leit en vitni náði skráningarnúmeri bílsins, sem reyndist skráð á fyrirtæki.

Maðurinn er fundinn

Maðurinn sem lögregla lýsti eftir í kvöld fannst heill á húfi. 

Telur grímuskylduna komna til að vera

Sóttvarnalæknir mun skila tillögum um hertar aðgerðir ef staðan á Landspítala versnar. Forstjóri Landspítalans getur þó ekki svarað því hvað spítalinn ráði lengi við ástandið. Sóttvarnalæknir telur að grímuskyldan sé komin til að vera.

Bann við ein­­nota plasti er ekki lofts­lags­­mál

Bann við ein­nota plast­vörum er ekki hugsað til að sporna gegn losun gróður­húsa­loft­tegunda heldur að­eins til að minnka þann plast­úr­gang sem endar í sjónum. Sér­fræðingur hjá Umhverfisstofnun segir að það sé sjálf­stætt um­hverfis­vanda­mál að plast og plast­eindir endi í dýrum og berist jafn­vel úr þeim í menn þó lausnir við því geti vissu­lega haldist í hendur við það að draga úr losun gróður­húsa­loft­tegunda.

Eldri borgarar bjart­sýnir fyrir örvunar­bólu­setningu

Stefnt er að því að hefja endurbólusetningar eldri borgara og fólks með undirliggjandi sjúkdóma samhliða örvunarbólusetningu þeirra sem fengu Janssen. Framkvæmdastjóri hjúkrunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir fólk jákvætt fyrir endurbólusetningunni.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sóttvarnalæknir mun skila tillögum um hertar aðgerðir ef staðan á Landspítala versnar. Við ræðum við Þórólf Guðnason í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30 en hann telur grímuskyldu komna til að vera. 

Loks búið að boða formlega til kosninga

Formlega hefur verið boðað til Alþingiskosninga laugardaginn 25. september. Þetta er staðfest með forsetabréfi Guðna Th. Jóhannessonar um þingrof og almennar kosningar sem birt var á vef Stjórnartíðinda í dag.

Girða fyrir allar smugur eftir að barn slapp út

Gengið verður vel úr skugga um að það endurtaki sig ekki að leikskólabarn sleppi út af leikskólalóð Lundarsels á Akureyri eftir að leikskólabarn slapp út um hlið á leikskólalóðinni í gær. Barnið fannst skömmu eftir að það slapp út á íþróttasvæði KA, skammt frá leikskólanum.

Legsteinasafn Páls í Húsafelli fer ekki fet

Legsteinasafn Páls Guðmundssonar verður áfram á Húsafelli. Komist var að þeirri niðurstöðu rétt fyrir klukkan fjögur að hús fyrir legsteinasafn hans yrði hvorki rifið né fært. 

Smit frestar aðalfundi Pírata

Aðalfundi Pírata fyrir alþingiskosningarnar í haust, sem fram átti að fara um helgina, hefur verið frestað um eina viku. ágúst. Ástæðan er sú starfsmaður Vogs á Fellströnd, þar sem halda á fundinn, greindist smitaður af kórónuveirunni.

Hætta að skoða öll bólusetningavottorð

Bólusetningavottorð verða skoðuð með tilviljanakenndum hætti, í þeim tilgangi að leysa úr þeim flöskuhálsi sem hefur myndast og skapað mannmergð á Keflavíkurflugvelli undanfarnar vikur, segir ferðamálaráðherra. Farþegafjöldi á Keflavíkurflugvelli er nú um þriðjungur af því sem hann var fyrir tveimur árum.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Áfram heldur að fjölga í hópi smitaðra af kórónuveirunni. Hundrað og nítján greindust í gær, áttatíu utan sóttkvíar en 39 í sóttkví. Við greinum frá því helsta af upplýsingafundi Almannavarna í morgun.

Sjá næstu 50 fréttir