Fleiri fréttir

Íslensku húsdýrin mætt í nýja miðbæinn á Selfossi

Geit, svín, kýr, kind, hæna, hundur, köttur og hestur hafa nú komið sér fyrir í nýja miðbænum á Selfossi. Þetta eru þó ekki lifandi dýr því þau eru öll upp á vegg í ramma eftir listamann, sem hefur teiknaði þau svo fallega.

Dagur Fannar er nýr prestur í Skálholti

„Ég er enn þá að ná þessu, ég er svo stoltur og ánægður að vera treyst fyrir þessu verkefni, þetta eru meiriháttar fréttir fyrir mig og mína fjölskyldu,“ segir Selfyssingurinn Dagur Fannar Magnússon, sem hefur verið valinn sem nýr prestur í Skálholti. Fimm sóttu um embættið.

Búið að finna öll fjögur líkin

Búið er að finna lík flugmannsins og farþeganna þriggja sem voru um borð í flug­vélinni TF-ABB. Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu en umfangsmikil leit hefur farið fram í og við Þingvallavatn í dag.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 förum við ítarlega yfir atburði dagsins í leitinni að flugmanni og þremur farþegum TF-ABB sem fórst á fimmtudag. Belgískir fjölmiðlar hafa staðfest að einn þeirra sem fórst sé rúmlega þrítugur áhrifavaldur og hefur hans verið minnst á Instagram reikningi hans í dag.

Lýsa yfir hættustigi al­manna­varna vegna ó­veðursins

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við alla lögreglustjóra á landinu ákveðið að lýsa yfir hættustigi almannavarna frá miðnætti í kvöld vegna yfirvofandi óveðurs um allt land. Samhæfingarmiðstöð almannavarna og aðgerðastjórnstöðvar um land allt verða virkjaðar um og eftir miðnætti.

Sýna­tökur og bólu­setning falla niður í fyrra­málið

Mikil skerðing verður á þjónustu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á morgun, vegna ofsaveðursins sem áætlað er að skelli á landinu í nótt. Heilsugæslustöðvar verða þó opnar með lágmarksmönnun, til að sinna bráðaþjónustu.

Fólk geti gert ráð fyrir að mæta ekki í vinnu og skóla í fyrra­málið

Al­manna­varnir funda nú með Veður­stofunni og Vega­gerðinni um hvort biðlað verði til skóla að hafa lokað á morgun og vinnu­staða að fá starfs­fólk sitt seinna til vinnu. Búist er við því að mjög þung­fært verði á höfuð­borgar­svæðinu í fyrra­málið og vilja Al­manna­varnir að sem fæstir séu á ferð á meðan verið er að ryðja göturnar.

Aflýsa öllu Evrópuflugi á morgun

Fyrirhuguðum flugferðum Icelandair til og frá Evrópu á morgun hefur verið aflýst, vegna yfirvofandi aftakaveðurs á stórum hluta landsins á morgun. Ferðaáætlanir um 1.300 farþega raskast vegna þessa.

Tuttugu fangaverði vantar til starfa

Fangaverðir hafa verulegar áhyggjur af öryggi sínu í fangelsum landsins vegna viðvarandi undirmönnunar. Á Kvíabryggju er til dæmis aðeins einn fangavörður á næturvöktum með 22 fanga og á Hólmsheiði eru þrír fangaverðir á næturvöktum með 50 fanga.

Flak flug­­vélarinnar mjög heil­­legt á botni vatnsins

Flak flug­vélarinnar TF-ABB, sem fannst á botni Þing­valla­vatns á föstudag, er mjög heil­legt. Allt bendir til að flug­vélin hafi hafnað á Þing­valla­vatni áður en hún sökk og þeir fjórir sem voru um borð í henni hafi komist út úr henni af sjálf­sdáðum eftir að hún endaði á vatninu.

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar segjum við frá umfangsmiklum leitaraðgerðum lögreglu, björgunarsveitarfólks og Landhelgisgæslu að fólkinu sem fórst með TF-ABB á fimmtudag. Flak flugvélarinnar fannst mjög heillegt á botni Þingvallavatns seinnipartinn á föstudag og liggur nokkuð heillegt á botni vatnsins.

Leita í kappi við tímann með kaf­báti og drónum

Leit að þeim fjórum sem voru um borð í flug­vélinni sem fannst í Þing­valla­vatni hófst aftur í morgun. Leitað er á vatninu og við það og nú er sér­að­gerða­sveit Land­helgis­gæslunnar að mæta á svæðið til að leita í því með kaf­báti. Ofsa­veður skellur á við svæðið í nótt.

„Lognið“ á undan storminum

Í dag má búast við nokkuð stífri norðanátt með éljum fram eftir degi, þó þurrt verði og bjart syðra. Frost verður á bilinu núll til átta stig.

Biðin getur valdið óafturkræfum skemmdum

Sjúklingar fá ekki aðgerðir niðurgreiddar hjá helsta sérfræðingi landsins í endómetríósu og þurfa því að bíða í fleiri mánuði eftir meðferð eða leita lækninga erlendis. Kona sem lenti í þeirri stöðu skorar á íslensk heilbrigðisyfirvöld að nýta sér sérfræðikunnáttuna sem er til staðar og um leið lina þjáningar fjölda sjúklinga.

Enginn inni í flugvélaflakinu og leit hefst aftur á morgun

Enginn þeirra fjögurra farþega sem voru í flugvélinni sem fannst í Þingvallavatni eru nú inni í flakinu. Þetta leiddi kafbátaleit í ljós seinni partinn í dag. Svæðisstjórn björgunarsveita er byrjuð að skipuleggja áframhaldandi leit í og við vatnið á morgun.

Hefur mjólkað kýr í 80 ár – Engin kulnun í starfi

Guðni Guðmundsson, bóndi á bænum Þverlæk í Holtum er sennilega sá maður á Íslandi, sem hefur mjólkað kýr hvað lengst, eða í átta tíu ár. Guðni, sem er áttatíu og átta ára í dag fer í fjós á hverjum degi alla daga vikunnar.

Var sagt upp af Isavia vegna aldurs og fær ekki aðra vinnu

Raf­einda­virki sem Isavia sagði upp vegna aldurs fagnar því að kæru­nefnd jafn­réttis­mála hafi stað­fest brot fé­lagsins gegn sér. Hann myndi gjarnan vilja fá að vinna lengur en segir engan til í að ráða 68 ára gamlan mann í vinnu.

Vann tíu milljónir króna

Einn heppinn áskrifandi vann fyrsta vinning í Lottóútdrætti kvöldsins og fær 9.998.290 krónur í sinn hlut. Vinningstölur kvöldsins voru 4, 19, 23, 28 og 39. Bónustalan var 33.

For­gangs­at­riði að ná hinum látnu upp á yfir­borðið

Vont veður og erfiðar aðstæður við Þingvallavatn valda því að ólíklega verður hægt að hífa flugvélina sem fannst í gær upp úr vatninu fyrr en seint í næstu viku. Til skoðunar er þó hvort hægt verði að sækja þá látnu úr brakinu fyrr.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vont veður og erfiðar aðstæður við Þingvallavatn valda því að ólíklega verður hægt að hífa flugvélina sem fannst í gær upp úr vatninu fyrr en seint í næstu viku. Til skoðunar er þó hvort hægt verði að sækja þá látnu úr brakinu fyrr. Rætt verður við Odd Árnason yfirlögregluþjón í kvöldfréttum.

Tveir á­­rekstrar með skömmu milli­­bili í Garða­bæ

Tveir tveggja bíla árekstrar áttu sér með stað með skömmu millibili á Hafnafjarðarvegi á fimmta tímanum nærri Olís í Garðabæ. Sjúkrabíll og dælubíll var sendur á vettvang frá slökkvistöðinni í Hafnarfirði og var einn fluttur með minniháttar meiðsli á slysadeild.

Ljós­mynda­sýningu ætlað að hvetja konur í leg­háls­skimun

Ljósmyndasýningin Er komið að skimun hjá þér? var opnuð í Kringlunni í dag. Sýningin er hluti af hvatningarátaki Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um mikilvægi skimana fyrir leghálskrabbameini. Tólf konur úr íslensku samfélagi leggja átakinu lið og deila persónulegum sögum af leghálsskimun.

Ná í fyrsta lagi í vélina seint í næstu viku

Miðað við fyrirliggjandi veðurspá er útlit fyrir að veðurskilyrði til þess að hefja aðgerðir við að ná flugvélinni sem fannst á botni Þingvallavatns í nótt upp á yfirborðið verði ekki til staðar fyrr en í seinni hluta næstu viku.

Pósturinn lokar á Hellu og Hvolsvelli

Íbúar á Hellu og Hvolsvelli og sveitunum þar í kring eru ekki sáttir þessa dagana því Pósturinn hefur ákveðið að loka afgreiðslum sínum á stöðunum í vor. „Afleitt“, segir sveitarstjóri Rangárþings eystra.

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Flug­vélin sem fannst á botni Þing­valla­vatns í gær­kvöldi verður ekki sótt í dag. Gríðar­lega flókið verk­efni bíður við­bragðs­aðila þar sem vélin er á 50 metra dýpi á svæði sem getur reynst köfurum hættu­legt að komast að og veður­skil­yrði verða slæm næstu daga.

Sjá næstu 50 fréttir