Fleiri fréttir

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Rússar eru sagðir sækja í sig veðrið í nágrenni Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu. Íslendingur í Kænugarði óttast þó ekki að Rússar séu að undirbúa áhlaup á borgina. Hann segir tilraunir Rússa til að ná úkraínskum borgum á sitt vald hafa misheppnast hrapalega. Næstu tveir dagar komi til með að segja mikið um framhald stríðsins. Við fjöllum um nýjustu vendingar í Úkraínu í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.

Líst vel á að Kjal­nesingar fái að kjósa um sjálf­stæði

Inn­viða­ráð­herra líst vel á að Kjal­nesingar fái að kjósa um það hvort þeir slíti sig frá Reykja­víkur­borg sam­hliða sveitar­stjórnar­kosningum í vor. Það myndi þó hugnast honum best að hverfið yrði á­fram hluti af Reykja­vík en í­búar ættu að hafa sitt að segja um það.

Spá „alvöru sunnan stormi“ á mánudag

Helgin verður heldur róleg þegar kemur að veðrinu þar sem bjart verður víða á landinu í dag og á morgun. Mánudagurinn verður þó í takt við lægðir síðustu mánaða þar sem spáð er sunnan stormi með talsverðri úrkomu.

Vel heppnað skuldabréfaútboð Sveitarfélagsins Árborgar

Sveitarfélagið Árborg lauk við að bjóða út skuldabréf á lánamarkaði þann 3. mars síðastliðinn. Skemmst er frá því að segja að vaxtakjörin sem buðust voru 0,9% og eru það betri kjör en sveitarfélögum bjóðast nú hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Á þessum kjörum buðust Árborg nú þrír milljarðar króna, en um var að ræða stækkun skuldabréfaflokksins ARBO 31 GSB.

Mikið um ölvunartengd mál í miðbænum og víðar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nægu að snúast í gærkvöld og í nótt. Líkamsárásir, tilkynningar um ölvaða einstaklinga, grunsamlegar mannaferðir og akstur undir áhrifum voru meðal verkefni næturinnar. 

Rukka inn á bíla­­­stæði í ó­­­þökk sveitar­­fé­lags

Bæjar­stjóri Reykja­nes­bæjar for­dæmir ferða­þjónustu­fyrir­tæki fyrir að rukka gjald inn á bíla­stæði við Reykja­nes­vita. Hann segir fyrir­tækið hafa svikið lof­orð um að koma fyrst upp þjónustu­mið­stöð á svæðinu áður en rukkað yrði inn á það.

Ísland verður rampað upp með þúsund römpum

Átaksverkefnið „Römpum upp Ísland“ hófst formlega í dag en tilgangur verkefnisins er að setja upp þúsund rampa um land allt til að auðvelda hreyfihömluðum að komast ferða sinna. Verkefnið kostar um fjögur hundruð milljónir króna og mun taka fjögur ár.

Troð­fullt vöru­hús af varningi á leið til Úkraínu

Félag Úkraínumanna á Íslandi stendur nú fyrir söfnun fatnaðar og annarra nauðsynja sem senda á út til þeirra svæða í Úkraínu sem verst hafa orðið úti vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Með hjálp ýmissa aðila hefur tekist að troðfylla heilt vöruhús af varningi.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Forseti Úkraínu óttast að ásaknir Rússa um að Úkraínumenn séu að koma sér upp efnavopnum sé undanfari þess að þeir beiti slíkum vopnum í Úkraínu. Biden bandaríkjaforseti segir Putin algerlega hafa misreiknað samstöðu Vesturlanda. Rússar sækja vestur á bóginn í innrásinni. Við segjum frá helstu tíðindum stríðsins í Úkraínu í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Umdeild ákvörðun og vanhæfi kjörins fulltrúa gætu kostað Dalabyggð skildinginn

Sveitarfélagið Dalabyggð hefur verið dæmt til að greiða skólabílstjóra 800 þúsund krónur í miskabætur. Bílstjórinn var starfsmaður fyrirtækis sem tók að sér skólaakstur í sveitarfélaginu en sagði starfsmanninum upp vegna sjö ára ásökunar um kynferðislega áreitni. Þá var skaðabótaábyrgð Dalabyggðar í málinu viðurkennd.

Undirgöng fyrir reiðhjólafólk og gangandi kosta hálfan milljarð

Undirgöng sem Vegagerðin og Garðabær áforma að gera á Arnarneshæð fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur munu kosta vel yfir hálfan milljarð króna, verði eina tilboðinu sem barst í verkið tekið. Ofan á það bætist undirbúnings-, hönnunar- og eftirlitskostnaður.

Dómurinn þyngdur yfir karlinum sem hrinti konu fram af svölum

Landsréttur þyngdi í dag dóm yfir Jóni Rúnar Péturssyni, rúmlega fertugum karlmanni, fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás gagnvart konu árið 2019. Jón Rúnar fékk 21 mánaða dóm í héraði í fyrra en Landsréttur þyngdi refsinguna í tvö og hálft ár.

Tíma­bundinn kúfur sem þarf að komast í gegnum

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir erfiða stöðu á Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum vegna fjölgunar sjúklinga með Covid-19 vera kúf sem komast þurfi í gegnum. Sem hingað til þurfi að treysta á „þolgæði okkar takmarkaða mannauðs í heilbrigðiskerfinu“.

Gera ráð fyrir að á fjórða hundruð sæki um vernd það sem eftir lifir mars

Alls hafa 143 einstaklingar með úkraínskt ríkisfang komið til Íslands og sótt um vernd frá því að innrás Rússa hófst fyrir rúmri viku en 34 komu til landsins í gær. Ríkislögreglustjóri áætlar að allt að 381 muni sækja um vernd hér á landi það sem eftir lifir mars, eða að meðaltali átján manns á dag. 

Sjúklingar þurft að bíða á börum inni í sjúkrabílum

Mjög alvarleg staða er á bráðamóttöku Landspítalans, sem að stórum hluta má rekja til hinnar gríðarlegu útbreiðslu Covid á landinu nú, að sögn yfirlæknis. Sjúklingar hafa neyðst til að bíða í sjúkrabílum eftir þjónustu og þá er mörgum sinnt á göngum spítalans, sem yfirlæknir segir algjörlega óásættanlegt.

Ingibjörg Gréta sækist eftir 5. sæti

Ingibjörg Gréta Gísladóttir, nýsköpunarfræðingur og leikkona, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fram fer 18. og 19. mars næstkomandi.

Guð­mundur Árni leiðir lista Sam­fylkingarinnar í Hafnar­firði

Guðmundur Árni Stefánsson, sendiherra, fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði og ráðherra fyrir Alþýðuflokkinn, kemur til með að leiða lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði fyrir komandi sveitastjórnarkosningar en listinn var samþykktur á fundi flokksins þann 7. mars. 

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Rússar gerðu loftárásir á borgirnar Dnipro í suðri og Lutsk í norðvestri í nótt. Bandaríkjamenn og Bretar óttast að Rússar muni beita efnavopnum.

Allsber í auglýsingu og afar ósáttur við það

Maður nokkur sem birtist allsnakinn í Allir úr-auglýsingu fyrir Nova telur á sér brotið; hann hafi verið fullvissaður um að hann myndi ekki sjást koma nakinn fram. Það fór þó ekki svo og hefur maðurinn stefnt þeim sem önnuðust gerð auglýsingarinnar.

Úti­lokar ekki að slitið verði á tengslin við vina­borgina Moskvu

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir ekkert útilokað í þeim efnum hvort slitið verði á tengsl Reykjavíkurborgar og vinaborgarinnar Moskvu. Í Danmörku bárust fréttir af því í gær að bæði Árósir og Álaborg hafi slitið á tengslin við rússneskar vinaborgir sínar vegna innrásar Rússa í Úkraínu.

Ragnar leiðir lista Sjálf­stæðis­manna í Fjarða­byggð

Ragnar Sigurðsson, lögfræðingur á Reyðarfirði, mun leiða lista Sjálfstæðismanna í Fjarðabyggð fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar sem fram fara 14. maí. Framboðslistinn var samþykktur á almennum félagsfundi flokksins á Eskifirði í gærkvöldi.

Karen í Kópa­vogi kærð til Per­sónu­verndar

Karen Elísabet Halldórsdóttir, sem sækist eftir því að leiða Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi, hefur verið kærð af trúnaðarmanni innan flokksins til Persónuverndar vegna dreifingar á gögnum um nefndan trúnaðarmann.

„Við erum að fara lengra og lengra út af brautinni“

Utanríkisráðherra segist ekki bjartsýnn á að niðurstaða fáist í friðarviðræðum Rússa og Úkraínumanna. Stríðið sýni skýrt að hægt sé að brjóta niður þau kerfi og réttindi, sem byggð hafa verið upp áratugum saman, á svipstundu. 

Halldóra Fríða oddviti Framsóknar í Reykjanesbæ

Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir varabæjarfulltrúi og varaþingmaður mun leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Framboðslistinn var samþykktur samhljóða á almennum félagsfundi í dag.

Einar Þorsteinsson borgarstjóraefni Framsóknar

Einar Þorsteinsson, fyrrverandi fréttamaður á RÚV, leiðir lista Framsóknarflokksins í borginni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent við Háskóla Íslands, skipar annað sætið á listanum, sem var samþykktur á aukakjördæmaþingi á Hótel Hilton í kvöld.

Kjal­nesingar vilja slíta sig frá Reykja­­vík á ný

Kjal­nesingar vilja nú margir slíta sig frá Reykja­víkur­borg og annað­hvort endur­heimta sjálf­stæði sitt eða sam­einast sveitar­fé­lagi sem er stað­sett nær hverfinu. Krafa er uppi um að fá að kjósa um þetta sam­hliða næstu sveitar­stjórnar­kosningum.

Innlit í fyrsta neyslurými á Íslandi

Mikilvægt skref var stigið í átt til skaðaminnkunar í dag með opnun fyrsta neyslurýmis Rauða krossins, þar sem fólk getur komið og sprautað sig með vímuefnum í öruggu umhverfi.

Þurfum að hlaupa miklu hraðar í orkumálum

Samtök iðnaðarins segja hækkanir á heimsmarkaðsverði á eldsneyti setja enn meiri þrýsting á stjórnvöld að hraða orkuskiptum. Þörf sé á gríðarlegum fjárfestingum í orkuiðnaði. Iðnaðarráðherra segir mikilvægt að stjórnvöld þvælist ekki fyrir atvinnulífinu í málinu.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Íbúar í Mariupol í Úkraínu eru að niðurlotum komnir vegna stöðugra loftárása og skorts á öllum helstu lífsnauðsynjum. Á milli loftárása reynir fólk að ná sér í vatn úr brunnum og koma hinum látnu fyrir í fjöldagröfum. Engin handbær niðurstaða varð á fundi utanríkisráðherra Úkraínu og Rússlands í dag. Við fjöllum um helstu vendingar innrásar Rússa í Úkraínu í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Sjá næstu 50 fréttir