Fleiri fréttir

Sindri hafði betur gegn Sverri vegna ummæla á Twitter

Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson hefur verið sýknaður í héraðsdómi af kæru um meiðyrði gegn löfræðingnum og eiganda Nýju vínbúðarinnar Sverri Einari Eiríkssyni. Sverrir krafðist þess að Sindri greiddi honum þrjár milljónir króna í bætur en mun þurfa að greiða málskostnað Sindra Þórs.

Sam­þykkja kaup­til­boð í Tý og Ægi

Ríkiskaup hafa samþykkt kauptilboð í varðskipin Tý og Ægi. Kaupandinn er íslenskur og kaupir hann bæði skipin en nafn hans hefur ekki verið gefið upp.

Áfram Árborg birtir framboðslista

Bæjarmálafélagið Áfram Árborg, sem er listi Pírata, Viðreisnar og Óháðra, hefur birt lista til sveitarstjórnarkosninga í Árborg árið 2022.

Blása til mjög ó­hefð­bundinna mót­mæla í Hval­firði

Samtök hernaðarandstæðinga efna til „kræklingatínsluferðar“ í Hvalfirði á sama stað og sama tíma og bandarískir landgönguliðar æfa lendingar. Formaður samtakanna segir mikla tilviljun að tímasetning viðburðanna hittist svona á.

Biðlisti á námskeið um aðskilnaðarkvíða

Biðlisti er hjá hundaþjálfara sem sérhæfir sig í aðskilnaðarkvíða hunda en í verstu tilvikum þarf að gefa hundinum kvíðalyf. Talið er að allt að fjórir af hverjum tíu hundum þjáist af aðskilnaðarkvíða.

Salan á Ís­lands­banka beri aug­ljós ein­kenni spillingar

„Sala fjármálaráðherra á hlut ríkisins í Íslandsbanka er skólabókardæmi um spillingu, aðstöðubrask, vanhæfni og óheilbrigða menningu ábyrgðarleysis undir forystu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur,“ segir í yfirlýsingu frá stjórn Íslandsdeildar Transparency International.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í fréttum okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunni klukkan hálf sjö höldum við áfram með fréttir af síðasta útboði á Íslandsbanka en gagnrýnisraddir aukast eftir því sem meira kemur fram um söluna.

Óæskilegt ef minni fjár­festar seldu beint eftir út­boð

Lífeyrissjóðir fengu úthlutað um 40 prósent af því sem þeir voru tilbúnir að kaupa í Íslandsbanka í síðasta útboði á hlut ríkisins. Framkvæmdastjóri Brúar lífeyrissjóðs segist hafa viljað fá stærri úthlutun, fjárfesting eins og þessi sé alltaf til langs tíma. Óheppilegt sé ef minni fjárfestar hafi selt skömmu eftir útboð.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Lífeyrissjóðir fengu úthlutað um 40% af því sem þeir voru tilbúnir að kaupa í Íslandsbanka í síðasta útboði. Við ræðum við framkvæmdastjóra Brúar lífeyrissjóðs sem segist hafa viljað fá stærri úthlutun því fjárfesting eins og þessi sé alltaf til langs tíma. Óheppilegt sé ef minni fjárfestar hafi selt skömmu eftir útboð.

Sprengisandur: Íslandsbankamálið, kosningabaráttan í Reykjavík og skólamál

Það verður ýmislegt rætt í Sprengisandsþætti dagsins en fulltrúar VG, Samfylkingarinnar, Pírata og Sjálfstæðisflokksins munu til að mynda ræða söluna á Íslandsbanka, borgarstjóraefni Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins rökræða um helstu baráttumálin, og lakt gengi drengja í grunn- og framhaldsskóla verður til umræðu. 

Grænn auðlindagarður í Reykholti í Biskupstungum

Garðyrkjubændur í Reykholti í Biskupstungum ætla að sameinast um að nýta úrgang, sem verður til í gróðuhúsum þeirra og búa þannig til hringrásarkerfi í formi áburðar, sem nýtist stöðvunum. Í því skyni verður Grænn auðlindagarður stofnaður á svæðinu með þátttöku Bláskógabyggðar.

Grunaður um ýmis brot og reyndi að hlaupa frá lögreglu

Þó nokkur ölvunarmál komu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt en tíu ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Þá voru tveir ofurölvi einstaklingar vistaðir í fangageymslu sökum ástands.

Árs fangelsi fyrir í­trekuð brot gegn sam­býlis­konu og stjúp­dóttur

Karlmaður var nýlega dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir brot í nánu sambandi gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni og dóttur hennar, fyrir að hafa ítrekað ógnað lífi þeirra og velferð með líkamlegu og andlegu ofbeldi. Þetta er í þriðja sinn sem maðurinn hlýtur dóm fyrir brot gegn mæðgunum.

Rjóma­tertuslagurinn hörmu­­legur en skemmti­­legur

Barnamenningarhátíð í Reykjavík náði hápunkti í dag en fjöldi viðburða voru haldnir um bæ allan. Í Norræna húsinu fengu börn að setja sig í hlutverk fullorðna fólksins og hin hefðbundnu hlutverk snerust við.

Fram­boðs­listi Pírata í Ísa­fjarðar­bæ

Pétur Óli Þorvaldsson bóksali leiðir lista Pírata í Ísafjarðarbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar nú í vor. Annað sæti skipar Margrét Birgisdóttir starfsmaður í búsetuþjónustu og í þriðja sæti er Herbert Snorrason sagnfræðingur.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar á Stöð tvö og Bylgjunni klukkan hálf sjö segjum við frá fundi á Austurvelli í dag þar sem fólk kom sama til að mótmæla sölunni á Íslandsbanka. Þá segjum við frá gríðarmiklum eldsvoða sem varð í Endurvinnslustöð hjá Íslenska Gámafélaginu við Helguvík í dag. 

Píratar birta fram­boðs­lista í Kópa­vogi

Píratar hafa birt framboðslista fyrir sveitarstjórnarkosningar í Kópavogi í vor. Oddviti er Sigurbjörg Erla Egilsdóttir en hún hefur setið í bæjarstjórn fyrir Pírata í Kópavogi undanfarin fjögur ár. 

Mót­mæla banka­sölunni á Austur­velli

Mótmæli vegna sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta standa nú yfir á Austurvelli. Aðstandendur viðburðarins vilja mótmæla því að „almannaeigur séu seldar á afslætti gegn vilja þjóðarinnar.“

Öll framboðin í Reykjavík gild

Þeir ellefu framboðslistar sem bárust fyrir borgarstjórnarkosningarnarnar í Reykjavík í vor voru úrskurðaðir gildir af yfirkjörstjórn í dag.

Grísir eru nú geltir með bólusetningu

Risa skref hefur verið stigið í svínarækt hér á landi því nú eru grísir ekki geltir lengur með skurðaðgerð, heldur eru þeir bólusettir gegn galtarlykt og galtabragði, sem samsvarar geldingu.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum segjum við frá því að forseti Úkraínu sakar Rússa enn á ný um stríðsglæpi eftir árás á lestarstöð í austurhluta landsins í gærmorgun.

Stjórnar­þing­maður vill stjórn og for­stjóra Banka­sýslunnar frá

Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, telur að Bankasýsla ríkisins myndi eiga auðveldara með að endurheimta traust almennings eftir nýafstaðið söluferli á hlut ríkisins í Íslandsbanka ef stjórn hennar og forstjóri myndu víkja. Hann telur að ekki ætti að ráðast í frekari sölu á hlut ríkisins að svo stöddu.

Sósíalistar kynna framboðslista í borginni

Sósíalistaflokkur Íslands hefur kynnt framboðslista sinn fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík í vor en 46 einstaklingar skipa sæti á listanum. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi flokksins, leiðir listann. Frestur til þess að skila inn framboðum rann út í gær en ellefu framboð skiluðu inn listum í borginni. 

Ók á móti umferð frá Garðabæ að Kópavogi og olli slysi

Nokkur ölvunarmál komu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Tilkynnt var um ökumann sem ók á röngum vegarhelmingi og var grunaður um akstur undir áhrifum áfengis, ölvaðan ferðamann sem var til ama á veitingastað, eld í undirgöngum við íbúðarhúsnæði í miðbænum og slys við veitingahús.

Stúdentar fagna stóru skrefi en segja enn áskoranir til staðar

Háskóla-, vísinda- og nýsköpunarráðherra samþykkti nýjar úthlutunarreglur hjá Menntasjóði námsmanna fyrir næsta skólaár um mánaðarmótin en þar er kveðið á um átján prósent hækkun á grunnframfærslu. Forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands og varaforseti Sambands íslenskra nemenda erlendis fagna breytingunni og segja að um stórt skref sé að ræða þó baráttu stúdenta sé hvergi nærri lokið. 

130 milljarðar króna til hjúkrunar­heimila í nýjum tíma­móta­samningi

Nýir samningar um aukið fjármagn til hjúkrunarheimila og úrbætur til framtíðar voru kynntir í dag. Nýju samningarnir eru til þriggja ára og nemur heildarfjármagn til þeirra tæpum 130 milljörðum króna. Heilbrigðisráðherra segir að um tímamótasamning sé að ræða og boðar miklar umbætur í sértækri þjónustu.

Hengdu blóðugar dúkkur á grindverk sendiráðs Rússlands

Úkraínskar konur sem búa hér á landi stilltu upp blóðugum dúkum við rússneska sendiráðið í Reykjavík í dag og vilja að sendiherra Rússlands verði vísað úr landi. Utanríkisráðherra útilokar ekki að það verði gert.

Sjá næstu 50 fréttir