Fleiri fréttir

„Þetta eru gríðarleg vonbrigði“

Helga Vala Helgadóttir þingflokksformaður Samfylkingar kvaddi sér hljóðs í Um fundarstjórn forseta og tilkynnti að stjórnarliðar hafi ekki fallist á tillögu stjórnarandstöðunnar um að skipa sérstaka rannsóknarnefnd um útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

Óljóst hvað verður um sóknargjöld Zuism

Ekki liggur fyrir hvort að sýkna stjórnenda trúfélagsins Zuism af ákæru um fjársvik og peningaþvætti hafi áhrif á greiðslur sóknargjalda til félagsins sem hafa verið fryst í meira en þrjú ár. Enn eru hátt í þúsund félagsmenn í Zuism.

Vig­dís fyrir­gefur Sigurði eftir fund þeirra

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra, áttu fund í dag ásamt stjórn Bændasamtakanna. Vigdís segir frá þessu á Facebook-síðu sinni. 

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verða deilurnar um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka fyrirferðarmiklar.

Nítján öðlast ríkisborgararétt

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis leggur til að veita nítján einstaklingum ríkisborgararétt en alls bárust 136 umsóknir. Stjórnarandstaðan hafði áður gagnrýnt Útlendingastofnun og dómsmálaráðherra fyrir seinagang í málinu. 

Lést í snjóflóðinu í gær

Karlmaður lést í snjóflóðinu sem féll í Svarfaðardal í nágrenni Dalvíkur í gærkvöldi. Þrír lentu í flóðinu en um er að ræða bandaríska ferðamenn sem allir fæddust árið 1988. Allir hlutu þeir alvarlega áverka í slysinu og var einn þeirra látinn þegar að var komið.

Áhyggjulaus á meðan það er frost

Unnið er hörðum höndum að því að undirbúa skíðasvæðið í Hlíðarfjalli við Akureyri undir stærstu helgi ársins á skíðasvæðinu, páskahelgina.

Einn fluttur í sjúkra­flugi á Land­spítalann

Aðgerðum björgunarsveitarmanna í Svarfaðardal í nágrenni Dalvíkur lauk nokkru fyrir miðnætti, þar sem þrír bandarískir ferðamenn höfðu lent í snjóflóði um klukkan sjö í gærkvöldi. Einn þeirra var fluttur á Landspítalann með sjúkraflugi og tveir á Sjúkrahúsið á Akureyri.

Telja frekari tækifæri til borana eftir heitu vatni

Jarðhiti til húsahitunar gæti enn verið vannýtt auðlind hérlendis, einkum í dreifbýlinu. Þannig segjast bændur á Ströndum sannfærðir um að þar finnist jarðhiti víða og hvetja til rannsókna og borana.

Segir ó­við­unandi að­stæður á geð­deild Land­spítala

Aðstæður á bráðageðdeild eru algjörlega óviðunandi og nauðsynlegt er að byggja upp nýtt geðsjúkrahús, að mati forstöðumanns geðþjónustu Landspítala. Gríðarlegt álag hefur verið á bráðamóttöku geðsviðs undanfarnar vikur.

Sigursveinn Bjarni leiðir Samfylkingu og óháða í Suðurnesjabæ

Sigursveinn Bjarni Jónsson sölustjóri leiðir lista Samfylkingarinnar og óháðra fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í Suðurnesjabæ. S-listi Samfylkingar og óháðra var samþykktur samhljóða í gær á fundi Samfylkingarfélags Suðurnesjabæjar í Vitanum í Sandgerði.

Þegar gleðin dó í Fram­sóknar­húsinu

Mynd sem sýnir andartakið þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, lét hin umdeildu ummæli um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, fer nú sem eldur í sinu um internetið.

Brynja Dan oddviti Framsóknar í Garðabæ

Brynja Dan Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri og varaþingmaður, skipar fyrsta sætið á lista Framsóknarflokksins í Garðabæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 

Allir þrír sem lentu í snjó­flóðinu af er­lendu bergi brotnir

Þrír menn lentu í snjóflóði í Svarfaðardal í nágrenni Dalvíkur um klukkan sjö í kvöld. Þeir eru allir af erlendu bergi brotnir. Tveir þeirra eru slasaðir, annar var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Sjúkrahúsið á Akureyri og hinir tveir með sjúkrabílum á sjúkrahúsið.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar köfum við ofan í söluna á hlutabréfunum í Íslandsbanka þar sem nokkrir góðkunningjar í bankahruninu eru aftur komnir á kreik íbankakerfinu og sumir sem unnu við söluna keyptu bréf og sátu því beggja megin borðs.

Húsleit og handtaka á Ísafirði

Embætti héraðssaksóknara réðst í morgun í umfangsmiklar aðgerðir á Ísafirði í tengslum við rannsókn á máli tengt Innheimtustofnun sveitarfélaga. Að minnsta kosti einn hefur verið handtekinn og farið í húsleit í bænum.

Brons­­styttunni af Guð­ríði Þor­bjarnar­dóttur á Laugar­brekku stolið

Óprúttnir aðilar hafa stolið bronsstyttu af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stóð á stöpli á Laugarbrekku, rétt vestur af Hellnum á sunnanverðu Snæfellsnesi. Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segist í sjokki vegna málsins en hann á einnig sæti í áhugamannahópi sem vinnur að því að halda minningu Guðríðar á lofti.

Réðst á konu sem hafði lagt bíl sínum fyrir aftan hans

Karlmaður á höfuðborgarsvæðinu hefur hlotið dóm fyrir að ráðast á konu sem hafði lagt bíl sínum fyrir aftan bíl mannsins, sem fyrir vikið komst ekki leiðar sinnar. Karlinn hafði lagt í stæði konunnar en merkingar sáust ekki því snjór var yfir öllu.

Hátt verðskilti Orkunnar á Nesinu féll

Stærðarinnar skilti Orkunnar við Austurströnd á Seltjarnarnesi, sem sýndi lítraverðið á bensíni og dísil, fór á hliðina í hvassviðrinu sem gekk yfir suðvesturhornið í fyrrinótt.

Lést áður en stóri sigurinn vannst í Hæstarétti

„Þetta var rosalega erfitt fyrir hana. Hún beið lengi,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands um konu sem lagði Tryggingastofnun ríkisins fyrir öllum dómstigum í deilu um skerðingu á sérstakri framfærsluuppbót vegna búsetu erlendis.

Sam­hljómur um skipan rann­sóknar­nefndar vegna út­boðsins

Samhljómur virðist vera á Alþingi um að koma á fót rannsóknarnefnd á vegum þingsins til að rannsaka framvæmd nýafstaðins útboðs á hlut ríkisins í Íslandsbanka, ef marka má umræður á þinginu í dag.  Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og VG segja sjálfsagt að styðja stofnun slíkrar nefndar telji þingið að ekki sé nóg að Ríkisendurskoðun fari yfir útboðið

Bjarni vill að Ríkisendurskoðun fari yfir útboðið

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, telur að það sé „langbest“ að Alþingi fái Ríkisendurskoðun til þess að fara yfir framkvæmd nýafstaðins útboðs á stórum hlut ríkisins í Íslandsbanka.

Krist­rún segir traustið á sölu­ferlinu horfið

Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir að traustið á söluferli Íslandsbanka sé horfið. Í aðsendri grein á Vísi spyr hún hver eigi að bera ábyrgð á því en í gær var birtur listi þeirra sem fengu að kaupa hlutabréf í bankanum á afslætti, sem vakið hefur mikla athygli.

Sjá næstu 50 fréttir