Fleiri fréttir

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Mikill kostnaður fylgir hópuppsögn allra starfsmanna Eflingar. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum okkar á Stöð 2 og Bylgjunni klukkan hálf sjö. Forseti ASÍ hvetur félagið til að draga ákvörðunina til baka.

Stefnir í úrkomumet í Reykjavík

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að nú stefni í áhugaverða keppni um úrkomumet í Reykjavík en metið féll 1921.

Blaða- og fréttamenn ræða sameiningu

Blaðamannafélag Íslands og Félag fréttamanna á ríkisútvarpinu eiga í óformlegum viðræðum um mögulega sameiningu. Stjórn BÍ segir að sameining muni efna samstöðu innan stéttarinnar og faglegt starf félagsins.

Fagnar því að Lilja standi með sannfæringu sinni

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, varaformaður þingflokks Flokks fólksins fagnar því að Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra standi með sannfæringu sinni og segi hug sinn opinberlega varðandi Íslandsbankamálið. Ásthildur kallar eftir afsögn fjármálaráðherra.

Orkan í Fellsmúla hættir að selja bensín

Orkan hyggst breyta bensínstöðinni í Fellsmúla í hleðslustöð fyrir rafknúin ökutæki. Bensínstöð hefur verið á þessum stað í Fellsmúla frá árinu 1971 en stefnt er að því að ný hleðslustöð hefji þar starfsemi fyrir lok árs 2023. 

„Við eigum að bera virðingu fyrir list­rænu frelsi fólks“

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, og Sunna Ástþórsdóttir, safnstjóri Nýlistasafnsins, ræddu í morgun saman um listaverkið fyrir utan Nýlistasafnið þar sem í er að finna bronsstyttu af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var af Laugarbrekku á Snæfellsnesi í síðustu viku. Kristinn segist ekki skilja málflutning listakvennanna um að styttan sé „rasísk“ og segir hann að fólk eigi að bera virðingu fyrir listrænu frelsi annarra.

Friðrik segir uppsagnir hjá Eflingu vekja óhug

Eftir að stjórn Eflingar greip til hópuppsagna á skrifstofum sínum leikur allt á reiðiskjálfi innan verkalýðshreyfingarinnar en þar hefur reyndar verið mikil ólga að undanförnu.

Aldrei fleiri sótt um hæli

Ríflega ellefu hundruð manns hafa sótt um hæli Íslandi það sem af er ári en aldrei hafa fleiri sótt um hæli hér á landi. Af þeim sem sótt hafa um eru sjö hundruð þrjátíu og fimm frá Úkraínu.

„Ekki leyfilegt að vera með hópuppsagnir af því bara“

Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það hafa komið sér verulega á óvart að stjórn Eflingar hafi ákveðið á fundi í gær að öllu starfsfólki stéttafélagsins yrði sagt upp störfum. Tillaga Sólveigar Önnu Jónsdóttur, nýkjörins formanns Eflingar, þess efnis var samþykkt á stjórnarfundi í gær. 

Gamli turninn á Lækjar­torgi fær nýtt hlut­verk

Gamli söluturninn á Lækjartorgi, sem hefur lengi vel verið eitt helsta kennileiti miðbæjarins, fær nýtt hlutverk á næstunni þegar honum verður breytt í hljómturn en til stendur að gera turninn að miðpunkt tónlistar í miðbænum.

Stöðva fram­kvæmdir við Suður­lands­veg vegna kæru Waldorfskólans

Framkvæmdir við breikkun Suðurlandsvegar hafa verið stöðvaðar eftir að kæra barst frá Waldorfskólanum í Lækjarbotnum en úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi framkvæmdaleyfi Vegagerðarinnar. Nefndin telur ljóst að málsmeðferðin vék frá mikilvægum og lögbundnum skilyrðum laga

Fleiri með réttarstöðu sakbornings

Fleiri en þrír eru með réttarstöðu sakbornings í tengslum við rannsókn héraðssaksóknara á máli tengt Innheimtustofnun sveitarfélaga eru með réttarstöðu sakbornings. Þrír voru handteknir vegna málsins á dögunum.

Fram­sóknar­flokkurinn ráð­gáta að mati stjórn­mála­fræðings

Eftir yfirlýsingar Lilju D. Alfreðsdóttur, viðskiptaráðherra, að hún hafi verið mótfallin þeirri leið sem farin var við útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka og að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hljóti að bera þar ábyrgð, er komin upp krísa á stjórnarheimilinu.

RÚV sagt hæðast að framboðslista með umtöluðu innslagi

Frambjóðandi til borgarstjórnar í Reykjavíkur hefur tilkynnt Ríkisútvarpið til Fjölmiðlanefndar og Persónuverndar fyrir innslag í kvöldfréttum 7. apríl. Hann segir Ríkisútvarpið með frétt sinni hafa dregið dár að framboðinu.

Settu stolnu styttuna í geim­flaug og segja hana rasískt verk

Bronsstyttan eftir Ásmund Sveinsson af Guðríði Þorbjarnardóttur og syni sem var stolið af stöpli á Laugarbrekku birtist skyndilega fyrir utan Nýlistasafnið um helgina. Hún hefur nú verið færð í nýjan búning og segja ábyrgðarmenn um rasíska styttu að ræða sem beri helst að skjóta á brott út í geim.

Telur alvarlega krísu á stjórnarheimilinu

Fjármálaeftirlitið hefur tekið söluna á Íslandsbanka til skoðunnar. Viðskiptaráðherra segir óeiningu hafa verið í ríkisstjórn um framkvæmdina en það var hvergi fært til bókar að sögn forsætisráðherra. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir krísuástand í ríkistjórn.

Segir upp öllu starfs­fólki Eflingar

Sólveig Anna Jónsdóttir, sem er nýtekin aftur við sem formaður Eflingar, lagði til á stjórnarfundi félagsins í dag að öllu starfsfólki Eflingar yrði sagt upp störfum. Tillagan var lögð fram og samþykkt af átta manna meirihluta B-lista undir forystu Sólveigar Önnu.

Katrín skoðaði nýja burstabæinn á Selfossi

Sigfús Kristinsson, níræður húsasmíðameistari á Selfossi kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að smíði húsa því hann var að smíða burstabæ í bæjarfélaginu.

Munu biðja Sigurð Inga um að skýra hver um­mælin voru

Nefndarmaður í forsætisnefnd Alþingis segir að ef miðað er við lýsingar Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, hafi Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra gerst brotlegur við siðareglur þingsins með ummælum sínum í hennar garð. Það eigi þó eftir að koma í ljós.

Túlka megi orð Lilju sem svo að hún kalli eftir af­sögn fjár­mála­ráð­herra

Stjórnmálafræðiprófessor segir ekki hægt að túlka orð Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra, um að hún hafi verið mótfallin þeirri leið sem farið var við sölu á hlut ríkisins til Íslandsbanka, öðruvísi en að sprungur séu komnar í samstarf ríkisstjórnarflokkanna þriggja. Hann segir hægt að túlka orð Lilju á þá leið að hún kalli eftir afsögn Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fjármálaeftirlitið hefur tekið söluna á Íslandsbanka til skoðunar. Viðskiptaráðherra segir óeiningu hafa verið í ríkisstjórn um framkvæmdina en það var hvergi fært til bókar að sögn forsætisráðherra. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir krísuástand í ríkisstjórn. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Á­rekstur á Reykja­nes­braut

Tilkynning barst um tveggja bíla árekstur á Reykjanesbraut nærri Straumsvík á fimmta tímanum í dag og var einn minniháttar slasaður fluttur á slysadeild til athugunar. Sjúkrabíll, lögregla og dælubíll fóru á staðinn og olli slysið nokkrum umferðartöfum. 

Sinubruni í Grafarvogi

Sinubruni logar neðan við Húsahverfi í Grafarvogi í Reykjavík. Ekki er um umfangsmikinn bruna að ræða og vel gengur að ná tökum á eldinum, að sögn varðstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. 

Katrín kannast ekkert við andstöðu Lilju

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kannast ekki við að Lilja D. Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra hafi viljað færa til bókar andstöðu sína við fyrirkomulag útboðs á hlutum í Íslandsbanka.

Haraldur Rafn leiðir Pírata í Hafnarfirði

Haraldur Rafn Ingvason líffræðingur leiðir lista Pírata í Hafnarfirði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Í öðru sæti listans er Hildur Björg Vilhjálmsdóttir náms- og starfsráðgjafi. 

Innviðaráðherra kærður fyrir brot á siðareglum

Kæra fyrir brot á siðareglum hefur verið lögð fram til forsætisnefndar vegna ummæla sem Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, lét falla á Búnaðarþingi.

Fær hálfa milljón í bætur vegna upp­sagnarinnar

Strandabyggð þarf að greiða Þorgeiri Pálssyni, fyrrverandi sveitarstjóra sveitarfélagsins, hálfa milljón króna í miskabætur vegna uppsagnar hans. Héraðsdómur telur uppsögnina hafa verið framkvæmda með óeðlilega meiðandi hætti.

„Hvernig af­hendirðu lík fyrir mis­tök?“

Börn manns, sem var dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir að bana móður þeirra og eiginkonu hans, segja lögreglu hafa mistekist að halda utan um fjölskylduna eftir að móðir þeirra lést. Þau hafa sent inn kvörtun til nefndar um eftirlit með lögreglu vegna rannsóknarinnar.

Íslensk frelsishetja fallin frá

Davíð Scheving Thorsteinsson fyrrverandi framkvæmdastjóri og iðnrekandi er allur 92 ára að aldri en hann andaðist á föstudaginn.

Sjá næstu 50 fréttir