Fleiri fréttir

Fjóla Signý er sú eina sem ræktar rófufræ á Íslandi

Íslendingar eru sjálfbærir í rófurækt og munu því alltaf eiga þessa góðu matjurt sama hvað gengur á. Sandvíkur rófufræið er undirstaða ræktunarinnar, sem grænmetisbændur eru nú í óða önn að setja niður.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Óviðeigandi er að kalla það sértæk úrræði að leiðrétta kjör lífeyrisþega að sögn þingmanns Samfylkingarinnar. Forseti Alþýðusambandsins tekur undir gagnrýnina. Forsætisráðherra segir leitast við að tryggja að efnahagshremmingar auki ekki ójöfnuð. Við ræðum við Kristrúnu Frostadóttur, þingmann stjórnarandstöðunnar og Drífu Snædal forseta ASÍ í kvöldfréttartímanum.

Söguleg skóflustunga í beinu framhaldi af útskrift

Íbúar á Flateyri og nemendur Lýðskólans á Flateyri tóku í dag sameiginlega fyrstu skóflustunguna að nýbyggingu Nemendagarða Lýðskólans. Þetta kemur fram í skeyti frá Runólfi Ágústssyni skólastjóra.

Ný hljóð við Hörpu með komu nýs útilistaverks

Útilistaverkið Himinglæva var afhjúpað fyrir framan Hörpu í dag. Listaverkið er eftir Elínu Hansdóttur myndlistarkonu og er fagurlega formað hljóðfæri. Tónar heyrast frá listaverkinu þegar vindurinn blæs.

Frænka situr uppi með kostnaðinn eftir deilur um faðerni

Kona nokkur hefur verið dæmd til að greiða ekkju bróður síns og syni hans málskostnað og kærumálskostnað vegna faðernismáls sem hún höfðaði eftir að bróðir hennar féll óvænt frá. Dómur var kveðinn upp í Landsrétti á dögunum.

For­eldrar munu á­fram funda um upp­lausnar­á­stand í Flens­borg

Upplausnarástand ríkir í fjölbrautaskólanum í Flensborg í Hafnarfirði en mikil gremja meðal nemenda og starfsliðs braust út í vikunni þegar fyrir lá að Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra hafði skipað Erlu Sigríði Ragnarsdóttur skólameistara.

Gengur ekki að útgangspunkturinn verði að Rússum líði vel

Forseti Íslands segir að útgangspunktur í friðarviðræðum um Úkraínu geti ekki verið sá að láta valdhöfum í Moskvu líða vel. Rússar studdu fyrstu ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um stríðið, sem gefin var út í gær.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að útgangspunktur í friðarviðræðum um Úkraínu geti ekki verið sá láta valdhöfum í Moskvu líða vel. Rússar studdu fyrstu ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um stríðið, sem gefin var út í gær. Við ræðum við forseta Íslands í hádegisfréttum.

Hildur nýr formaður Kvenna í orkumálum

Hildur Harðardóttir, verkefnisstjóri á sviði Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun, var kjörin formaður Kvenna í orkumálum á aðalfundi félagsins þann 5. maí. Hildur tekur við af Hörpu Pétursdóttur, stofnanda félagsins.

Hagnaður Eflingar 543 milljónir króna

Samkvæmt ársreikningi stéttarfélagsins Eflingar skilaði félagið 543 milljóna króna hagnaði árið 2021. Bókfært eigið fé er þrettán og hálfur milljarður króna.

Guðni hrifnari af tungumálatilburðum Selenskí en sínum eigin

Volodimir Selenski Úkraínuforseti segir Íslendinga berjast við eldgos og jarðskjálfta, en Úkraínumenn við ógn innrásarhers. Hann hvatti íslenska alþingismenn í dag til að auka þrýsting á Rússland og halda áfram mannúðaraðstoðinni.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Grunur leikur á um að Innheimtustofnun hafi greitt félagi í eigu forstöðumanns stofnunarinnar á Ísafirði í kringum fjörutíu milljónir króna í þóknanir vegna þjónustu, sem átti ekki að útvista yfirleitt. 

„Þau ætla að reyna að þegja af sér hneykslismálið“

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir augljóst að ríkisstjórnin sé að reyna að þegja af sér Íslandsbankamálið en vill að stjórnarliðar hugsi um afleiðingarnar af slíku til lengri tíma sem hann segir að verði vafalaust dýpra vantraust til þingsins um ókomin ár.

Kyana verður ekki send úr landi

Áhrifavaldurinn Kyana Sue Power verður ekki send úr landi líkt og átti að gera síðar í mánuðinum. Í dag fékk hún dvalar- og atvinnuleyfi frá Vinnumálastofnun. 

Fár í Flensborg vegna nýskipaðs skólameistara

Gríðarleg ólga er nú innan veggja Flensborgarskólans í Hafnarfirði en spjótin beinast að nýskipuðum skólameistara, Erlu Sigríði Ragnarsdóttur. Nemendur finna henni flest til foráttu og segja samstarf við hana afar erfitt.

Lenti í snjóflóði í Hlíðarfjalli

Björgunarsveitir á Akureyri voru kallaður út laust eftir klukkan eitt í dag eftir að skíðamaður lenti í snjóflóði fyrir ofan skíðasvæðið í Hlíðarfjalli. Skíðamaðurinn grófst ekki í flóðinu en slasaðist.

Sögulegt ávarp Selenskís á Alþingi

Það var söguleg stund á Alþingi á eftir þegar Volodímir Selenskí, forseti Úkraínu ávarpaði Alþingi og íslensku þjóðina. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem erlendur þjóðhöfðingi flytur ávarp á Alþingi.

Sögulegt ávarp í þingsal

Úkraínuforseti ávarpar Alþingi í dag í gegnum fjarfundarbúnað í sérstakri athöfn. Þetta er í fyrsta skipti sem slík athöfn fer fram í þingsal. Forseti Alþingis segir um sögulegan viðburð að ræða.

Áfrýjar sýknudómi zúistabræðra til Landsréttar

Ríkissaksóknari hefur áfrýjað sýknudómi yfir tveimur bræðrum sem reka trúfélagið Zuism til Landsréttar. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði bræðurna af ákæru um fjársvik og peningaþvætti í síðasta mánuði.

Hönnuðurinn sér engan tilgang með breytingunni

Þröstur Magnússon grafískur hönnuður, sem hannaði merki Olís fyrir nær hálfri öld, kveðst ekki sjá tilganginn með því að skipta merkinu út fyrir nýtt líkt og nú er verið að gera. „Annars finnst mér það vera ókostur að vera að breyta gömlu og grónu merki sem allir þekkja,“ segir þessi afkastamikli hönnuður, sem skapað hefur fleiri merki sem Íslendingar ættu flestir að kannast við.

Skemmti­­ferða­­skipin lygi­­lega fljót að taka við sér

Ísa­fjarðar­bær stendur nú í framkvæmd fyrir milljarð ­króna til að stækka höfn sína til þess að geta tekið á móti enn fleiri skemmti­ferða­skipum. Árið 2022 verður nefni­lega met­ár þegar kemur að komu skemmti­ferða­skipa til Ísa­fjarðar.

Tókust á um lóðarúthlutun á landi innan flugvallargirðingar

Átök urðu á fundi borgarráðs Reykjavíkur í dag um þá tillögu borgarstjóra að úthluta fimm þúsund fermetra lóð og byggingarrétti fyrir allt að 140 íbúðir við Einarsnes 130. Lóðin er núna innan flugvallargirðingar í svokölluðum Nýja Skerjafirði á svæði sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra lýsti yfir í gær að borgin fengi ekki afhent meðan ekki væri kominn betri flugvallarkostur í stað Reykjavíkurflugvallar.

Myndband: Risahverfi rís í Mosfellsbæ

Fyrirséð er að sprenging verði í íbúafjölda í Mosfellsbæ á næstu árum með tilkomu nýs hverfis í Blikastaðalandi sem verið hefur í eigu Arion banka frá því eftir hrun. Stefnt er að því að íbúar geti sinnt helstu erindum fótgangandi og að Borgarlínan verði í burðarhlutverki.

Vilja að for­eldrar fái greitt fyrir að vera heima með börnin

Leikskólamál hafa verið til mikillar umræðu að undanförnu í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga, sem fara fram eftir rúma viku. Flestir flokkar í Reykjavík hafa til að mynda lagt áherslu á það að hægt verði að bjóða tólf mánaða gömlum börnum leikskólapláss, sem fæst sveitarfélög á landinu gera í dag.

Sjá næstu 50 fréttir