Fleiri fréttir

Frá­bær fim­leika­að­staða á Egils­stöðum

Fimleikar eru sú íþróttagrein á Egilsstöðum og nágrenni, sem hefur slegið hvað mest í gegn á svæðinu en nú eru um fjögur hundruð börn og unglingar að æfa fimleika hjá Hetti. „Fimleikar eru geggjaðir“, segir formaður Fimleikadeildar Hattar.

„Þetta var ekki minn fyrsti leiksigur“

Það var stemmning á Bessastöðum í dag en leikari, réttarmannfræðingur, kvensjúkdómalæknir og tónskáld voru meðal þeirra sem sæmd voru hinni íslensku fálkaorðu eins og hefðin býður upp á á nýársdag. 

„Þetta er ekki huglægt mat“

Fyrirtæki í ferðaþjónustu eru sum ósátt við það hversu hratt er gripið til veðurviðvarana og lokana eins og gert var í gær á gamlársdag. Veðurfræðingur segir viðvaranir byggðar á bestu gögnum en í gær hafi lægðin fært sig sunnar en búist var við, og það hratt. Því hafi farið betur en á horfðist. 

Sjáðu Krydd­síld í heild sinni

Óhætt er að segja að umræðurnar hafi verið hressilegar í hinni árlegu Kryddsíld sem sýnd var í beinni útsendingu á Stöð 2 í gær.

Vonar að löggan mæti á ráðstefnu um hugvíkkandi efni

Skipuleggjandi fyrstu ráðstefnunnar um hugvíkkandi efni hér á landi vonar að lögreglan og dómsmálaráðherra mæti en enn sem komið er eru slík efni ólögleg hér. Margir þekktustu sérfræðingar í geiranum segi frá byltingarkenndum niðurstöðum rannsókna sinna á slíkum efnum.

Öxna­dals­heiði lokað vegna fastra bíla

Veginum um Öxnadalsheiði hefur verið lokað vegna fastra bíla í Bakkaselsbrekku. Ljóst er að vegurinn verður ekki opnaður í kvöld og verður staðan tekin aftur í fyrramálið.

Svara spurningunni um hvað skuli gera við flug­elda­ruslið

Sorpa hefur birt upplýsingar hvað skuli gera við flugeldarusl nú eftir áramótin sem margir skilja eftir á götum og gangstéttum. Þar kemur fram að skila eigi slíku rusli á endurvinnslustöðvar Sorpu sem opna á ný á morgun, mánudag.

„Þetta átak Um­hverfis­stofnunar kom aftan að okkur“

Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir flugeldasöluna á síðustu dögum nýliðins árs hafa verið nokkurn veginn á pari við söluna 2021. Hann segir að átak Umhverfisstofnunar hafi komið aftan að félaginu, en flugeldasala er ein helsta fjármögnunarleið björgunarsveitanna.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fyrirtæki í ferðaþjónustu eru sum ósátt við það hve hratt er gripið til veðurviðvarana og lokana, eins og gert var í gær á gamlársdag. Veðurfræðingur segir viðvaranir byggðar á bestu gögnum en að í gær hafi lægðin fært sig sunnar en búist var við - og það hratt.

„Ráði hnefa­rétturinn er voðinn vís“

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ræddi stöðu Íslands í samfélagi þjóða í nýársávarpi sínu fyrr í dag og þá sérstaklega í tengslum við þá stöðu sem uppi er í alþjóðasamfélaginu í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu.

„Þau þurftu að skapa sér allt úr því sem þau höfðu hér“

Námið í Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað var fyrst til að byrja með tveggja vetra nám í húsmóðurfræðum en þó með mesta áherslu á fög eins og íslensku, dönsku,stærðfræði og matarefnafræði. Einnig var súrkálsgerð kennd. Stúlkur fengu eingöngu inngöngu í skólann á fyrstu árum hans.

Biskup Íslands tilkynnir starfslok

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands mun láta af embætti eftir átján mánuði. Þetta kom fram í nýárspredikun hennar í Dómkirkjunni í morgun.

Nýársbarnið drengur sem fæddist í Reykjavík

Hann verður allavega elstur í bekknum, drengurinn sem er, ef marka má úttekt fréttastofu, óumdeilt fyrsta barn ársins á Íslandi. Hann kom í heiminn tuttugu og eina mínútu yfir miðnætti á Landspítalanum í Reykjavík.

Á­rásar­þolinn endaði sjálfur í fanga­geymslu

Um tvö leytið í nótt var óskað aðstoðar lögreglu vegna líkamsárásar í miðborginni. Árásaraðilinn var handtekinn á vettvangi, en þá reyndi árásarþolinn að frelsa hinn handtekna og var þá sjálfur handtekinn.

Ó­vissu­stigi Al­manna­varna af­létt

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórana á Suðurlandi, Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu aflýst óvissustigi Almannavarna á svæðinu. Sömuleiðis hefur samhæfingarstöð Almannavarna sem opnuð var í nótt, verið lokað.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri maður ársins

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er maður ársins hjá fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Valið var kunngjört í beinni útsendingu í Kryddsíldinni rétt í þessu. Ljóst er að Ásgeir hefur með ákvörðunum sínum haft gríðarleg áhrif á daglegt líf Íslendinga á árinu.

Þriðjungur vill sjá Kristrúnu sem fjármálaráðherra

Maskína spurði í nýlegri könnun um frammistöðu formanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi á yfirstandandi kjörtímabili og niðurstöðurnar voru um margt forvitnilegar. Þá var spurt hver eigi að vera forsætisráðherra og hver fjármálaráðherra.

Stjórnvöld þurfi að opna augun

Sjötíu prósent Íslendinga ná endum saman hver mánaðamót þrátt fyrir talsverða verðbólgu og erfiðar markaðsaðstæður. Tæp 30 prósent eiga í erfiðleikum með að ná endum saman og hluta þeirra tekst það alls ekki og er farinn að safna skuldum. Forseti Alþýðusambandsins segir stjórnvöld þurfa að opna augun fyrir stöðu fólks.

Bein útsending: Hádegisfréttir Stöðvar 2 og Bylgjunnar

Gamlársdagsveðrið á suðvesturhorninu er heldur skaplegra en búist var við en óvissustigi almannavarna var lýst yfir í gær og mikill viðbúnaður settur af stað. Gular veðurviðvaranir eru áfram í gildi á suður- og vesturlandi og hringveginum við Vík var lokað í morgun. 

Brennur stað­festar með fyrir­vara

Brennufundur var haldinn rétt í þessu í Skógarhlíðinni þar sem ákveðið var að áramótabrennur megi fara fram í dag samkvæmt fyrri áætlun. Þó er fyrirvari til staðar vegna veðurs.

Sló mann í höfuðið með pönnu

Lögreglan á höfuðborgarsvæði var kölluð til í gærkvöldi í úthverfi Reykjavíkurborgar vegna meiriháttar líkamsárásar þar sem maður hafði slegið annan mann í höfuðið með pönnu.

Ísþoka við Elliðaár í 25,3 stiga gaddi

Frostið í Víðidal í Reykjavík í dag mældist mest 25,3 gráður, samkvæmt tölum Veðurstofu Íslands. Þetta er mesta frost í borginni í kuldkastinu til þessa en fáheyrt er að svo mikill kuldi mælist innan borgarmarkanna. 

Segir skárra að fá í sig raf­straum en kylfu­högg

Formaður Landssambands lögreglumanna segir lögreglumenn fagna ákvörðun dómsmálaráðherra um að breyta reglugerð til þess að heimila lögreglunni að bera svokölluð rafvarnarvopn, sem í daglegu tali eru kölluð rafbyssur. 

Mikil tilhlökkun fyrir nýjum miðbæ á Höfn

Mikil eftirvænting er hjá íbúum á Höfn í Hornafirði fyrir nýjum miðbæ, sem er nú búið að teikna upp og er verið að undirbúa að byggja. Nýi miðbærinn verður í gömlum stíl líkt og miðbærinn á Selfossi.

Rann­saka and­lát hreyfi­hamlaðs manns í Breið­holts­s­laug

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur andlát hreyfihamlaðs manns í Breiðholtslaug til rannsóknar. Talið er að hann hafi legið hreyfingarlaus á botni heits potts í um þrjár mínútur áður en sundlaugargestur kom að honum. Maðurinn var á áttræðisaldri þegar hann lést í byrjun desember.

Samfylkingin orðin stærsti flokkur landsins samkvæmt könnun

Samfylkingin er stærsti flokkur landsins, með örlítið forskot á Sjálfstæðisflokkinn, samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu. Stjórnmálafræðingur segir þetta mikil tíðindi - og allt Kristrúnu Frostadóttur að þakka.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna óveðurs sem gengur yfir á morgun. Flugi verður seinkað og aðrar samgöngur gætu farið úr skorðum. Við ræðum við Víði Reynisson yfirlögregluþjón hjá almannavörnum í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Sjá næstu 50 fréttir