Fleiri fréttir

Níu af ríflega fjögur þúsund umsóknum metnar tilhæfulausar

Einungis níu af um fjögur þúsund og fimm hundruð umsóknum um alþjóðlega vernd á síðasta ári voru metnar tilhæfulausar. Þingmaður Samfylkingar telur að staðhæfingar um stjórnlaust ástand í útlendingamálum eigi sér enga stoð í raunveruleikanum.

Klukkan játar sig sigraða eftir 86 ára þjónustu

Síminn hefur ákveðið að leggja klukkunni, sjálfvirkri þjónustu þar sem landsmenn gátu fengið að vita hvað klukkan væri. Eftir 86 ára þjónustu hefur klukkan hætta að svara í símann og játað sig sigraða gagnvart tæknibyltingunni.

Svara þurfi spurningunum hver eigi, hver byggi og hver borgi

Fjármálaráðherra segir lykilatriði að fá á hreint hve stóran hlut ríki og borg þurfi að greiða fyrir nýja þjóðarhöll sem áætlað er að taka í notkun árið 2025. Vel gerlegt sé að reisa höllina á þeim tíma en þá þurfi allt að ganga upp.

Gripinn með um fimm hundruð Oxycontin-töflur innan­klæða

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í níu mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnilagabrot með því að hafa reynt að smygla 497 töflum af Oxycontin, 80 milligramma, þegar hann kom til landsins með flugi í byrjun nóvembermánaðar.

„Byssuhvellir“ reyndust flugeldar

Ýmis verkefni rötuðu inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt, flest tengd umferðinni líkt og venjulega.

Þjórsá hverfur núna ofan í holu efst í Urriðafossi

Mikil ísstífla hefur hrannast upp við Urriðafoss í frostakaflanum undanfarnar vikur. Sérfræðingar Landsvirkjunar skoðuðu íshrannirnar í Þjórsá í gær meðal annars til að skilja betur áhrif ísmyndunar á virkjanir.

Einungis fjöru­tíu plast­pokar á mann árið 2025

Samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins þurfa þjóðir innan sambandsins að takmarka plastpokanotkun sína fyrir árið 2025. Í tilskipuninni segir að allir íbúar sambandsins megi ekki nota fleiri en fjörutíu plastpoka á ári. Verði tilskipunin að reglugerð þurfa Íslendingar líklegast einnig að fara eftir henni. 

„Vonum bara að ljósin hangi inni í kvöld“

Rafmagnslaust varð á öllum Suðurnesjum í um þrjár klukkustundir í dag þegar Suðurnesjalínu sló út. Upplýsingafulltrúi Landsnets segir bilunina minna á nauðsyn þess að önnur lína verði lögð á Suðurnesjum.

Hressir og skemmtilegir Grundfirðingar

Félagar í Félagi eldri borgara í Grundarfirði passa vel upp á hvert annað og njóta þess að koma saman til að eiga góðar stundir og til að fara yfir málefni líðandi stundar, hlæja saman og njóta góðra veitinga. Þá er dansað þegar harmonikuspilari mætir á svæðið.

Lang­lífir og hamingju­samir en um leið met­hafar í lyfja­notkun

Á meðan Íslendingar eru meðal hamingjusömustu og langlífustu þjóða í heimi setja þeir hvert metið á fætur öðru í lyfjanotkun. Heimilislæknir segir mikilvægt að finna út hvað veldur þessu og meta stöðuna upp á nýtt. Það geti verið skaðlegt að vera mörgum lyfjum í langan tíma.

Féll í gjá við Öxar­á

Gestur þjóðgarðsins á Þingvöllum lenti í lífsháska eftir að hann féll ofan í vatnsgjá við Öxará í gær. Gesturinn fór á bólakaf í vatnið en samferðamaður hans og annar gestur þjóðgarðsins komu honum til bjargar. 

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hjúkrunarfræðingur á geðdeild Landspítala sem sætir ákæru fyrir manndráp og brot í opinberu starfi neitaði sök við þingfestingu málsins í héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Ó­á­sættan­legt inn­heimtu­hlut­fall dómsekta

Innheimtuhlutfall dómsekta er óásættanlegt að mati Ríkisendurskoðunar. Stofnunin telur það brýnt að dómsmálaráðuneytið bregðist við lágu hlutfalli og að efnislegri meðferð á skýrslu starfshóps ráðuneytisins verði flýtt. 

Rafmagnslaust á öllu Reykjanesi

Rafmagnslaust er á öllu Reykjanesi vegna bilunar á Suðurnesjalínu eitt. Útlit er fyrir að rafmagnslaust verði þar til á milli klukkan 18 og 19.

Fer ekki eftir til­lögu starfs­hóps um að skipa starfs­hóp

Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, hefur ákveðið að fara ekki að tillögu starfshóps um hvernig draga megi úr neikvæðum áhrifum mengunar, um að skipa starfshóp um fjármögnun björgunarsveita. Afstaða til tillagna fyrrnefnda starfshópsins verður tekin eftir samtal við björgunarsveitir.

Sökuð um að hafa þröngvað næringar­drykkjum ofan í konuna

Hjúkrunarfræðingurinn sem ákærður er fyrir manndráp í opinberu starfi er sökuð um að hafa svipt sjúkling lífi í ágúst 2021 með því að þröngva ofan í hana innihaldi úr tveimur flöskum af næringardrykk. Þetta kemur fram í ákærunni í málinu sem fréttastofa hefur undir höndum.

„Mann­ekla er að verða lang­stærsti vandi heil­brigðis­þjónustu á Vestur­löndum“

Forstjóri Landspítala segir tillögur viðbragðsteymis um bráðaþjónustu stórt skref og löngu tímabært. Á bráðamóttöku Landspítala hafi staðan verið mjög þung undanfarið en þó skánað. Þegar holskefla veirusýkinga fari að renna sitt skeið muni hagurinn vænkast en mannekla sé aftur á móti að verða langstærsti vandi heilbrigðisþjónustu á Vesturlöndunum.

Reiknað með 8.600 sæta þjóðarhöll við Suðurlandsbraut

Reiknað er með að ný þjóðarhöll rísi við Suðurlandsbraut í Reykjavík, fyrir aftan Laugardalshöll. Áætlaður kostnaður er um fimmtán milljarðar. Höllin á að vera fjölnota, taka 8.600 í sæti á íþróttaviðburðum og hýsa allt að tólf þúsund á tónleikum. Verklok eru sem fyrr áætluð árið 2025.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fræðumst við um hina nýju þjóðarhöll sem kynnt er á blaðamannafundi nú í hádeginu. 

Ausandi rigningu spáð næsta föstu­dag

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að líklega frysti aftur á laugardagskvöld þannig að við búið er að svell verði á landinu á sunnudaginn.

Hugvíkkandi efni lofi góðu en vísindin þurfi að ráða för

Höfundur metsölubókar og vinsællar þáttaraðar um hugvíkkandi efni á Netflix segir sífellt fleiri rannsóknir sýna fram á gagnsemi þeirra við algengum geðröskunum. Hins vegar sé brýnt að láta vísindin ráða ferðinni þegar kemur að notkun þeirra. Það geti verið varasamt að fara of geyst.

Heppi­legast að allir fái að kjósa um samninginn sem bauðst

Gabríel Benjamin, fyrrverandi starfsmaður kjaramálasviðs Eflingar og fyrrverandi trúnaðarmaður starfsfólks, segist eiga erfitt með að sjá að það sé lýðræðislegt að ráðast í umfangsmiklar verkfallsaðgerðir fyrir skammtíma kjarasamning ef stjórnin hefur ekki fullt lýðræðislegt umboð til þess.

Reyndi að bíta lög­reglu­menn og hótaði þeim líf­láti

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til rétt fyrir klukkan tvö í nótt vegna einstaklings sem var að hoppa ofan á bifreið í miðbæ Reykjavíkur. Lögregla handtók viðkomandi og flutti á lögreglustöð en sá reyndi að bíta lögreglumennina af sér auk þess að hóta þeim lífláti.

Upp­­runi Ís­­lendinga sé flóknari en áður var talið

Prófessor hjá stofnun Árna Magnússonar segir uppruna Íslendinga flóknari en áður hefur verið talið. Við skoðun heimilda þurfi að hafa í huga að um sé að ræða minningar fólks á tólftu og þrettándu öld, sem jafnvel hafði einhverra hagsmuna að gæta. Ólíklegt sé að allir hafi komið frá norrænum konungum.

„Þetta er hús­eig­andans að passa upp á“

Grýlukerti og klakabunkar sem víða sjást á húsþökum þessa dagana geta verið stórhættuleg þegar þau falla. Forvarnafulltrúi segir að húseigendur geti borið ábyrgð á tjóni sem af hlýst vegna klaka og grýlukerta. Þau geti reynst mjög hættuleg.

Nemendur mega taka sér blund í Keili

Nám í Keili á Suðurnesjunum er alltaf að verða vinsælla og vinsælla en nú eru þar um átta hundruð nemendur í fjölbreyttu námi. Mikil áhersla er á huggulegt umhverfi í kennslustofum og gefst nemendum meira að segja kostur á að halla sér út af í kennslutímum og taka sér fimm mínútna blund ef svo ber undir.

Flókið að mynda ríkisstjórn miðað við kannanir

Núverandi stjórnarflokkar næðu ekki að mynda meirihluta á Alþingi samkvæmt tveimur nýjustu könnunum Maskínu og Gallups. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin mælast með álíka mikið fylgi í báðum könnunum.

Kennarinn í MS: „Afi minn var for­ystu­­maður Sjálf­­stæðis­­flokksins“

Kennari í Menntaskólanum við Sund segir af og frá að glæra sem fór í dreifingu í vikunni sé merki um pólitíska innrætingu í framhaldsskólum. Glæran hafi verið til að sýna öfgar í stjórnmálastefnum, til dæmis þegar farið er úr sterkum foringjum yfir í einræði. Nákvæmlega eins glæra hafi verið til að sýna hættulega þróun á vinstrivæng stjórnmála.

Sjá næstu 50 fréttir