Fleiri fréttir

Obama sagður hafa varað Trump við að ráða Flynn til starfa

Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa varað arftaka hans í starfi, Donald Trump, við að ráða Michael Flynn í embætti þjóðaröryggisráðgjafa. Flynn sagði af sér embætti eftir aðeins 24 daga í starfi eftir að upp komst um samskipti hans við Rússa áður en Trump tók við embætti.

Læknar myrtir á hrottafenginn hátt í lúxusíbúð

Karlmaður er í haldi lögreglunnar í Boston grunaður um að hafa myrt tvö lækna í lúxúsíbúð þar í borg. Læknarnir voru trúlofaðir og fundust lík þeirra bundin saman og höfðu þau verið skorin á háls.

Hvorki leki né dræm kjörsókn gat stöðvað Macron

Emmanuel Macron var spáð sigri í frönsku forsetakosningunum strax og fyrstu tölur birtust. Hann tekur við embætti þann 14. maí næstkomandi. Macron sagði nýjan kafla skrifaðan í sögu landsins. Le Pen vill leiða stjórnarandstöðuna.

ISIS-leiðtogi drepinn í áhlaupi í Afganistan

Abdul Hasib er sagður hafa verið drepinn fyrir 10 dögum síðan í hernaðaraðgerðum afganskra yfirvalda í Nangarhar-héraði í austurhluta landsins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá forseta landsins, Ashraf Ghani.

Marine Le Pen mætti galvösk á djammið

Le Pen laut í lægra haldi fyrir mótframbjóðanda sínum, Emmanuel Macron, í forsetakosningunum í dag. Hún sletti þó úr klaufunum í kvöld ásamt stuðningsmönnum sínum.

Trump óskar Macron til hamingju

Forsetinn óskaði Macron „til hamingju með stóran sigur,“ og bætti við að hann „hlakkaði mjög til að vinna með honum.“ Athygli vekur að í viðtali við Associated Press í apríl sagði Trump Le Pen "sterkasta“ frambjóðandann.

Le Pen heitir því að halda baráttunni áfram

Marine Le Pen hefur játað ósigur í frönsku forsetakosningunum eftir að fyrstu tölur birtust í dag. Hún óskaði Emmanuel Macron, sigurvegara kosninganna, góðs gengis með áskoranirnar sem Frakkland stendur frammi fyrir þegar hún ávarpaði stuðningsmenn sína fyrir stuttu.

Ísrael verði ríki gyðinga

Likud-flokkur Netanyahu forsætisráðherra hefur lagt fram frumvarp þar sem því er lýst yfir að Ísrael sé ríki gyðinga og sjálfsákvörðunarréttur þess nái aðeins til gyðinga.

Hallargarður við Louvre-safnið rýmdur

Lögregla fyrirskipaði að hallargarður þar sem Emmanuel Macron ætlar að fagna á kosninganótt skyldi rýmdur í varúðarskyni vegna öryggisástæðna.

Satanískur minnisvarði settur upp í smábæ

Í kjölfar deilna um trúartákn í opinberu rými í smábæ í Minnesota í Bandaríkjunum hafa samtök satanista nú fengið leyfi til að reisa minnisvarða í garði til heiðurs hermanna.

Le Pen og Macron bæði búin að kjósa

Frakkar ganga að kjörborðinu í dag til að kjósa sér nýjan forseta og hafa frambjóðendurnir tveir sem kosið er um nú báðir greitt atkvæði sitt.

Rýma hús vegna sprengna úr heimsstyrjöldinni

Um 10% borgarbúa í Hannover hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín á meðan sprengjusérfræðingar aftengja fimm sprengjur sem taldar eru vera frá seinni heimsstyrjöldinni.

Búið að opna kjörstaði í Frakklandi

Frakkar munu í dag kjósa sér nýjan forseta þar sem kosið er á milli miðjumannsins Emmanuel Macron og Marine Le Pen, forsetaefnis Þjóðfylkingarinnar.

May nýtur áfram trausts í Bretlandi

Breski Íhaldsflokkurinn viðheldur töluverðu forskoti á Verkamannaflokkinn samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Tæpur helmingur svarenda sagðist vilja Theresu May áfram í forsætisráðherrastól.

Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna leigir íbúð undir kjarnorkukóða í Trump-turni

Höfuðstöðvar bandaríska varnarmálaráðuneytisins, Pentagon, hafa í hyggju að leigja íbúð í Trump-turni fyrir starfsemi herskrifstofu Bandaríkjanna. Turninn er í eigu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna en íbúðin sjálf í eigu annarra aðila. Ekki er vitað hverjir eiga íbúðina. Demókratar hafa lýst yfir áhyggjum af ráðahagnum.

Hollande heitir viðbrögðum við gagnalekanum

Forseti Frakklands, Francois Hollande, hefur heitið því að „svara fyrir“ árás tölvuþrjóta á herbúðir Emmanuel Macron, annars frambjóðenda forsetakosninganna sem fram fara á morgun í Frakklandi.

Átján ákærðir fyrir aðild að dauða samnemanda síns

Timothy Piazza, 19 ára verkfræðinemi á öðru ári við ríkisháskólann í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum, er sagður hafa dottið í tvígang niður stiga eftir að hann var neyddur til að taka þátt í drykkjukeppni. Hann hlaut alvarlega höfuðáverka í seinni byltunni sem drógu hann til dauða. Átta samnemendur hans hafa verið ákærðir fyrir manndráp af gáleysi.

Tugir barna fórust í rútuslysi

Yfir þrjátíu börn á aldrinum 12-14 ára létust í morgun þegar rúta keyrði fram af bröttum vegi og hafnaði ofan í gljúfri nálægt bænum Karatu í norðurhluta Afríkuríkisins Tansaníu.

Sjá næstu 50 fréttir