Fleiri fréttir

Þjóðverjar ráðast í bólusetningar barna

Þýska bólusetningarráðið, sem hefur fram að þessu mótað stefnu Þjóðverja í málaflokknum, hefur mælt með að ráðist verði í bólusetningar 12-17 ára. Ávinningurinn vegur þyngra en mögulegir ókostir, segir ráðið.

Trudeau boðar til kosninga á undan áætlun

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, boðaði til þingkosninga þegar tvö ár eru enn eftir af kjörtímabilinu í gær. Réttlætti hann ákvörðun sína með því að þjóðin þyrfti að fá að segja hug sinn um hvernig ætti að ljúka baráttunni gegn kórónuveirufaraldurinn.

Fimm sagðir látnir á flug­vellinum í Kabúl

Mikil ringulreið ríkir nú á flugvellinum í afgönsku höfuðborginni Kabúl eftir að þúsundir manna flykktust þangað í þeirri von að geta flúið land. Sjónarvottar segja í samtali við Reuters að fimm hið minnsta séu látnir.

Gróðurinn logar og eldar ógna þúsundum heimila

Þúsundum heimila í norður Kaliforníu er nú ógnað af mestu skógareldum sem þar hafa geisað og óttast menn að þeir dreifist um allan vesturhluta ríkisins vegna óstöðugs veðurfars.

Segjast ætla að auka lífsgæði afgönsku þjóðarinnar

Mullah Baradar Akhund, annar helsti leiðtogi Talibana í Afganistan, sagði í myndbandsávarpi til afgönsku þjóðarinnar í gær að nú væri kominn tími til að sjá fyrir þjóðinni og færa líf hennar til betri vegar.

Hellisbúi nýjasti talsmaður bólusetninga

Rúmlega sjötugur Serbi sem búið hefur í helli undanfarin ár ratar nú í heimsfréttirnar fyrir eindregna hvatningu sína til samlanda sinna að láta bólusetja sig. Hann átti erindi til byggða fyrir skemmstu, heyrði þar af Covid-19 og lét slag standa og fékk bóluefni.

Ekki sé hægt að segja Afgönum að sjá um sig sjálfir

Árni Arnþórsson, aðstoðarrektor American University of Afghanistan, segir gífurlega erfitt að geta ekkert gert fyrir samstarfsfólk sitt sem grátbiður hann um að bjarga sér því það veit að líf þess gæti endað á næstu dögum vegna uppgangs Talíbana í Afganistan. Umheimurinn geti ekki lokað augunum fyrir því sem er að henda í landinu.

Nálgast Kabúl óðfluga

Alþjóðasamfélagið er uggandi vegna stórsóknar Talíbana í Afganistan. Þeir hafa umkringt höfuðborgina en þjóðir heimsins reyna hvað þær geta að koma fólki í burtu.

Yfirráð Talíbana verði aldrei viðurkennd

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir framsókn Talíbana í Afganistan grafalvarlegt mál sem alþjóðasamfélagið verði að bregðast við. Neyðarstjórn Nató fundaði um stöðuna í dag en yfirráð Talíbana verða aldrei viðurkennd af bandalaginu.

Skaut fyrst móður sína

Árásarmaðurinn í Plymouth skaut móður sína til bana í gær, áður en hann fór út og skaut á fólk af handahófi. Hinn 22 ára gamli Jake Davison skaut í heild fimm manns og þar á meðal þriggja ára gamla stúlku til bana, áður en hann beindi byssu sinni að sjálfum sér í gær.

Hermenn gefast upp í hrönnum

Hundruð afganskra hermanna og yfirmenn þeirra gáfust upp fyrir vígamönnum Talibana í morgun. Það gerðu þeir í vestur- og suðurhluta landsins eftir að Talibanar tóku margar mikilvægar borgir.

Varaformaður Þjóðarflokksins dæmdur fyrir misferli

Morten Messerschmidt, varaformaður danska Þjóðarflokksins, hlaut sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir skjalafals og misferli með fjármuni Evrópusambandsins í dag. Hann segist ætla að sitja sem fastast á þingi þrátt fyrir dóminn.

Þekkti fyrsta fórnarlambið en skaut aðra af handahófi

Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið fimm til bana í Plymouth í Bretlandi hefur verið nafngreindur. Hann hét Jake Davison og var 22 ára gamall. Meðal fórnarlamba hans í skotárásinni var þriggja ára stúlka.

Heimild veitt fyrir örvunarskömmtum fyrir fólk með skert ónæmiskerfi

Lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hefur lagt blessun sína yfir af örvunarskammtar af bóluefni Pfizer og Moderna verði gefnir fólki með skerta ónæmiskerfisstarfsemi. Yfirvöld í nokkrum ríkjum, þar á meðal Íslandi, hafa gripið til þess ráðs að endurbólusetja fólk til að verjast delta-afbrigði kórónuveirunnar.

Hvítum ungmennum fækkar í fyrsta sinn

Enginn einn kynþáttur yfirgnæfir annan hjá Bandaríkjamönnum undir átján ára aldri og hvítum fækkar í fyrsta skipti frá því talning hófst, samkvæmt nýjasta manntalinu sem gert hefur verið í Bandaríkjunum.

Trudeau sagður hyggjast boða til kosninga

Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada er sagður ætla að boða til skyndikosninga til kanadíska þingsins næstkomandi sunnudag. Þá er stefnt á að kosningarnar fari fram hinn 20. september.

Tíu ára barn meðal látnu í Plymouth

Byssumaður myrti fimm manns og var síðan sjálfur felldur af lögreglu í Plymouth í Bretlandi í gærkvöldi. Þrjár konur létust og tveir karlar auk byssumannsins. Lögregla skoðar árásina ekki sem hryðjuverk.

Náðu tveimur lykilborgum í kvöld

Talibanar her­tóku í kvöld tvær stórar borgir í Afgan­istan, þær næst­stærstu á eftir höfuð­borginni Kabul. Her­lið talibana þrengir stöðugt að höfuð­borginni og hefur nú náð yfir­ráðum í 12 af 34 héraðs­höfuð­borgum landsins á innan við viku.

Nokkrir látnir eftir skotárás í Plymouth

Nokkrir eru látnir í Plymouth eftir alvarlega skotárás. Lögregluyfirvöld segjast ekki gera ráð fyrir að um hryðjuverk hafi verið að ræða og segjast komin með stjórn á aðstæðum á svæðinu.

Samsæringur myrti börn sín til að bjarga heiminum

Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa ákært fertugan mann fyrir að myrða tvö börn sín með spjótbyssu. Maðurinn sagðist hafa gert það til að bjarga heiminum eftir að hann fékk hugljómun byggða á samsæriskenningum.

Telja hundruð til viðbótar hafa látist í hitabylgju

Þrefalt fleiri dauðsföll urðu þegar öflug hitabylgja gekk yfir norðvesturríki Bandaríkjanna í júní en yfirvöld hafa hafa rakið til hitans. Líklegt er að mannfallið í hitabylgjunni hafi því verið enn meira en greint hefur verið frá.

Ekki hægt að lenda á tunglinu 2024 vegna tafa við þróun geimbúninga

Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) mun líklegast ekki geta lent geimförum á tunglinu aftur árið 2024 eins og til hefur staðið í tengslum við Artemis-áætlunina svokölluðu. Það má meðal annars rekja til væntanlegra tafa við þróun og framleiðslu nýrra geimbúninga stofnunarinnar.

Engin alvarleg blóðsegavandamál síðustu fjórar vikur

Engar tilkynningar um alvarleg blóðsegavandamál hafa verið tilkynnt á Bretlandseyjum í kjölfar bólusetninga síðustu fjórar vikur. Vísindamenn segja þetta mega rekja til þess að tilmælum var breytt þannig að yngri en 40 ára fá ekki bóluefnið frá AstraZeneca.

Átta taldir af í þyrluslysi á Kamtjatkaskaga

Óttast er að átta manns hafi farist þegar þyrla með ferðamenn um borð hrapaði í stöðuvatn á náttúruverndarsvæði á Kamtjatkaskaga austast í Rússlandi í dag. Átta aðrir sem voru um borð náðu að bjarga sér út úr flakinu.

Sjá næstu 50 fréttir