Fleiri fréttir

Vaktin: Rafmagn komið aftur á í Tsjernobyl

Úkraínsk yfirvöld segja Rússa hafa skotið á herstöð við landamæri Póllands, sem er NATO ríki, en 35 létust í árásinni að sögn yfirvalda. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag.

Missti annað barnið sitt í sprengju­á­rás Rússa

Pútín Rúss­lands­for­seti sýndi engan vilja til að binda enda á stríðið við Úkraínu að sögn franskra yfir­valda en Pútín átti síma­fund með Frakk­lands­for­seta og kanslara Þýska­lands í dag. Á­rásir Rússa á nokkrar úkraínskar borgir færðust mjög í aukana í morgun. Við vörum við mynd­efni sem fylgir myndbandinu í fréttinni.

Rússar verði háðir Kín­verjum eftir nýjustu efna­hags­þvinganir

Evrópu­sam­bandið ætlar að meina Rússum að­gang að Al­þjóða­gjald­eyris­sjóðnum sem myndi gera þá al­ger­lega háða Kín­verjum eða Ind­verjum þegar efna­hagur landsins hrynur. Þetta er á meðal þess sem kynnt var í fjórða pakka þvingunar­að­gerða gegn Rúss­landi í gær.

Rússar hafi ráðist á al­menna borgara á flótta

Úkraínska leyniþjónustan segir að Rússar hafi skotið á bílalest fulla af konum og börnum, sem voru á leið frá noðvesturhluta Kyiv í gær. Rússnesk yfirvöld hafa ekki viljað tjá sig um ásakanirnar.

Rannsókn hætt á fjársvikum fyrrverandi Spánarkonungs

Saksóknari á Spáni hefur hætt rannsókn á meintum skattsvikum og fjármálamisferli Jóhanns Karls, fyrrverandi konungs Spánar og ásökunum um að hafa þegið mútur frá Sádi-Arabíu. Konungurinn fyrrverandi hyggst dvelja áfram í sjálfskipaðri útlegð fjarri Spáni.

Reyna að koma upp flótta­leiðum en segja á­rásir Rússa linnu­lausar

Sautjándi dagur innrásar Rússa í Úkraínu hófst með látum í morgun þar sem loftvarnasírenur ómuðu í flestum borgum Úkraínu. Vonir eru bundnar við að hægt verði að koma upp öruggum flóttaleiðum í dag en yfirvöld segja árásir Rússa gera þeim erfitt fyrir og stofna lífi flóttamanna í hættu.

Úkraínskum borgar­stjóra rænt

Skrifstofa forseta Úkraínu segir Ivan Fedoro, borgarstjóra Melítópól í suðurhluta Úkraínu, hafa verið rænt af útsendurum innrásarliðs Rússa.

Úkraínuforseti segir stefnu Rússa birtast í ásökunum þeirra gegn öðrum

Forseti Úkraínu óttast að ásakanir Rússa um að Úkraínumenn séu að koma sér upp efnavopnum séu undanfari þess að þeir beiti slíkum vopnum í Úkraínu. Biden bandaríkjaforseti segir Putin algerlega hafa misreiknað samstöðu Vesturlanda. Rússar sækja vestur á bóginn í innrásinni.

Telja að rúmlega átján milljón manns hafi í raun látist vegna Covid

Teymi rannsakenda við Háskólann í Washington hefur komist að þeirri niðurstöðu að líklega hafi rúmlega átján milljón manns látist, þrefalt fleiri en opinberar tölur segja til um. Ísland er meðal þeirra landa sem teymið telur að sé með lægstu umfram dánartíðnina. 

Telja Úkraínumenn geta haldið aftur af Rússum við Kænugarð

Þó þeir hafi sótt lítillega fram í dag er sókn Rússa að Kænugarði talin vera strand, ef svo má að orði komast. Hugveitan Institute for the Study of War segir auknar líkur á því að Úkraínumenn geti varist sókn Rússa að höfuðborginni, áður en þeim tekst að umkringja hana.

Banamaður Che Guevara er látinn

Mario Terán, bólivíski hermaðurinn sem banaði uppreisnarleiðtoganum Ernesto „Che“ Guevara er látinn, 80 ára að aldri. 

Vaktin: Sjá ekki fyrir endann á átökunum í Úkraínu

Ekkert lát er á átökunum í Úkraínu en rússneski herinn er sagður hafa sótt fram nærri Kænugarði í dag. Þá funduðu utanríkisráðherrar Rússlands og Úkraínu í Tyrklandi í dag en fundurinn bar lítinn árangur. 

Mar­tröð í Mariu­pol: Föllnum hrúgað í fjölda­gröf milli sprengju­á­rása

Íbúar í Mariupol í Úkraínu eru að niðurlotum komnir vegna stöðugra loftárása og skorts á öllum helstu lífsnauðsynjum. Á milli loftárása reynir fólk að ná sér í vatn úr brunnum og koma hinum látnu fyrir í fjöldagröfum. Engin handbær niðurstaða varð á fundi utanríkisráðherra Úkraínu og Rússlands í dag.

Schröder til fundar við Pútín

Gerhard Schröder, fyrrverandi kanslari Þýskalands, er kominn til rússnesku höfuðborgarinnar Moskvu þar sem hann mun funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta á morgun. Fundurinn er liður í sáttaumleitunum sem ætlað er að binda endi á stríðið í Úkraínu.

Svíar stór­auka fram­lög sín til varnar­mála

Sænska ríkisstjórnin tilkynnti í morgun að til standi að stórauka framlög til varnarmála og að miðað verði við að tvö prósent af vergri landsframleiðslu verði lögð til málaflokksins. Þá verður fleirum gert að gegna herskyldu.

Í­halds­maður kjörinn nýr for­seti Suður-Kóreu

Íhaldsmaðurinn Yoon Suk-yeol er nýr forseti Suður-Kóreu. Hann vann nauman sigur í forsetakosningum þar sem hann hafði betur gegn Lee Jae-myung, frambjóðenda stjórnarflokksins Lýðræðsflokksins.

Segir á­rásina á barna­spítalann til marks um þjóðar­morð

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sendi leiðtogum Vesturlanda tóninn í kvöld. Það gerði hann í nýju ávarpi, sem hann birti á netinu þar sem hann sagði Rússa hafa sannað að þeir ætluðu sér að fremja þjóðarmorð gagnvart Úkraínumönnum.

Vaktin: Selenskí sendir vestrinu tóninn

Úkraínumenn segjast hafa komið um fjörutíu þúsund manns úr nokkrum borgum Úkraínu sem Rússar sitja um í dag. Tímabundið vopnahlé náðist í morgun og lauk því klukkan sjö að íslenskum tíma.

Dregið úr bílaumferð í borgum Spánar

Allar borgir Spánar þurfa á næstu mánuðum að ákveða hvar umferð eldri og mengandi bifreiða verður bönnuð í framtíðinni. Þá verður borgaryfirvöldum heimilt að innheimta gjald fyrir bílaumferð í miðborgum.

Líf milljóna manna í algerri upplausn og neyð

Líf milljóna manna er í algerri upplausn og að minnsta kosti hundruð þúsunda eru í algerri neyð vegna stríðsátakanna í Úkraínu. Í dag voru gerðar tilraunir til að flytja þúsundir manna frá umkringdum borgum víðs vegar um landið. Nú hafa um 2,2 milljónir manna flúið Úkraínu.

Sprengjum varpað á barnaspítala í Mariupol

Barnaspítali og meðgöngudeild í úkraínsku borginni Mariupol er nú í rústum eftir að sprengjum var varpað á borgina í dag en Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir rússneska hermenn hafa verið að verki. Úkraínumenn hafa sakað Rússa um að brjóta gegn vopnahléi sem komið var á í dag. 

Maðurinn látinn sem fékk grætt í sig svínshjarta

Fyrsta manneskjan í heiminum til að fá svínshjarta grætt í sig er látin. David Bennett, sem glímdi við banvænan hjartasjúkdóm, lifði í tvo mánuði eftir að hjartað var grætt í hann í skurðaðgerð í Bandaríkjunum.

Ísraelar segja viðræður um vopnahlé þokast í rétta átt

Axios hefur eftir háttsettum ísraelskum embættismönnum að viðræður milli Rússa og Úkraínumanna um vopnahlé þokist í rétta átt. Báðir eru sagðir hafa slakað á í afstöðu sinni en utanríkisráðherrar ríkjanna funda í Tyrkalandi á morgun.

Anders Tegnell hættir sem sótt­varna­læknir

Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, hefur ákveðið að láta af störfum hjá Lýðheilsustofnun Svíþjóðar. Hann mun taka við stjórnunarstöðu hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) í Genf.

Vaktin: Pepsi, Coca-Cola, McDonalds og fleiri loka í Rússlandi

Rússar hafa hótað að skrúfa fyrir gasútflutning til Evrópu en Evrópuríkin, Bandaríkin og Japan íhuga nú að hætta að kaupa olíu frá Rússlandi. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu.

Tugir fallið í borgum Úkraínu í dag

Tugir hafa fallið í stórskotaliðs- og eldflaugaárásum Rússa á borgir í Úkraínu undanfarinn sólarhring. Rússar hóta að hætta útflutningi á gasi til Þýskalands og annarra evrópuríkja. Bandaríkjaforseti tilkynnti um bann á innflutningi á olíu frá Rússlandi í dag og Bretar ætla að þynna innflutninginn út á árinu. Um tvær milljónir manna hafa flúið Úkraínu.

Eiga von á að Biden banni innflutning á olíu frá Rússlandi

Fastlega er gert ráð fyrir að innflutningsbann á jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi verði hluti af næsta efnahagsþvinganapakka Bandaríkjastjórnar vegna innrásar Rússa í Úkraínu sem kynntur verður í dag. Blaðamannafundur Joe Biden Bandaríkjaforseta hefst klukkan 15:45.

Sjá næstu 50 fréttir