Fleiri fréttir

Ólöf Maren gengur til liðs við Hauka

Markvörðurinn Ólöf Maren Bjarnadóttir hefur samið við Hauka um að leika með liðinu næstu árin. Hún gengur til liðs við Hauka frá uppeldisfélagi sínu KA/Þór.

Aron Elís lagði upp í öruggum sigri OB

Aron Elís Þrándarson lagði upp eitt af mörkum OB í öruggum sigri á AC Horsens í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Þá stóð Frederik Schram í marki Lyngby er liðið gerði 2-2 jafntefli við Vejle á útivelli.

Arnór Ingvi lagði upp tvö mörk í sigri á New York Red Bulls

Arnór Ingvi Traustason og Guðmundur Þórarinsson voru báðir í byrjunarliðum liða sinna í MLS-deildinni í knattspyrnu í nótt. Aðeins Arnór Ingvi var þó í sigurliði og segja má að landsliðsmaðurinn eigi hvað stærstan þátt í sigrinum.

Mickel­son sá elsti í sögunni til að vinna risa­mót

Hinn fimmtugi Phil Mickelson varð í gærkvöld elsti kylfingur sögunnar til að vinna risamót í golfi. Hann vann þá sigur á PGA-meistaramótinu. Var þetta í annað sinn á ferlinum sem Mickelson vinnur PGA-meistaramótið.

Royal Never Give Up sigraði MSI

Royal Never Give Up, eða RNG, stóð uppi sem sigurvegari á MSI mótinu í League of Legends í dag eftir sigur í oddaleik gegn ríkjandi heimsmeisturum í DWG KIA. Þetta var í annað skipti sem RNG vinnur MSI.

Lille franskur meistari

Lille er franskur deildarmeistari í fjórða sinn eftir að þeir unnu 2-1 sigur á Angers í lokaumferðinni í Frakklandi í kvöld.

Tap gegn Villa kom ekki að sök

Chelsea tapaði 2-1 fyrir Aston Villa í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar en þrátt fyrir tapið tryggðu þeir sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð því Leicester tapaði á sama tíma gegn Tottenham á heimavelli.

Gylfi klúðraði víti í kveðjuleik Agüero

Manchester City lauk Englandsmeistaratímabili sínu með 5-0 stórsigri á Everton á Etihad-vellinum í Manchester-borg í dag. Ekki skemmdi fyrir að Sergio Agüero skoraði tvö mörk í síðasta heimaleik sínum fyrir félagið.

Rosengård með fullt hús | Jafnt í Íslendingaslag

Rosengård vann 1-0 sigur á Piteå í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þar sem Glódís Perla Viggósdóttir spilaði allan leikinn í vörn liðsins. Kristianstad og AIK skildu jöfn 1-1.

Söguleg stökk þegar Stjarnan vann tvöfalt

Stjarnan kom, sá og sigraði á bikarmeistaramótinu í hópfimleikum sem fram fór Garðabæ í gær. Á mótinu sáust tvö stökk sem ekki hafa sést áður í keppni á Íslandi.

Braut reglur með því að fara í tekílateiti

Körfuboltastjarnan Lebron James, leikmaður Los Angeles Lakers í NBA-deildinni, braut sóttvarnarreglur deildarinnar í vikunni þegar hann fór í veislu þar sem auglýst var tekíla sem hann fjármagnar. James á líklega refsingu yfir höfði sér.

Bayern München einum sigri frá titlinum

Bayern München, lið Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, vann 4-0 sigur á Bayer Leverkusen í næst síðustu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. Liðið er í kjörstöðu í titilbaráttunni fyrir lokaumferð deildarinnar.

Suárez er hér mættur til að dissa pabba þinn

Voru einhverjar líkur á öðru en Luis Suárez myndi láta forráðamenn Barcelona sjá eftir því að hafa látið sig fara eftir að hafa ekki talið sig lengur hafa not fyrir hann? Ekki möguleiki. Það eru líka engar líkur á öðru en að Suárez hafi tekið höfnuninni frá Börsungum persónulega og gert allt sem hann gæti til að ná sér niðri á þeim.

Verður Mickelson sá elsti til að vinna risamót?

Kylfingurinn Phil Mickelson er í forystu á PGA-meistaramótinu í golfi þegar einum hring er ólokið. Þriðji hringurinn var leikinn í gærkvöld og í nótt á Kiawah-eyju í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum.

Vináttubönd verða sett til hliðar

Áþreifanleg spenna er milli liða KR og Vals í körfubolta sem eigast við í þriðja leik sínum í úrslitakeppni Domino's-deildar karla að Hlíðarenda klukkan 20:10 í kvöld. Allt ætlaði upp úr að sjóða eftir síðasta leik liðanna í Vesturbæ á miðvikudag.

Treyjusala jókst um 2400% vegna endurkomu Benzema

Frakkar eru yfir sig spenntir fyrir Evrópumótinu í fótbolta sem fram fer víðs vegar um Evrópu í sumar. Endurkoma Karim Benzema, leikmanns Real Madrid, í liðið hefur ýtt rækilega undir áhuga á liðinu.

Sjá næstu 50 fréttir