Fleiri fréttir

Alexandra skoraði tvö í stór­sigri

Alexandra Jóhannsdóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir og Guðný Árnadóttir voru allar í sigurliðum í Serie A, úrvalsdeild kvenna í fótbolta á Ítalíu, í dag. Það sem meira er, Alexandra skoraði tvö mörk í 4-0 stórsigri Fiorentina.

Þægi­legt hjá Bayern

Glódís Perla Viggósdóttir lék að venju allan leikinn í hjarta varnar Bayern München þegar liðið lagði Bayer Leverkusen 2-0 í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

ÍBV með dramatískan sigur í Prag

ÍBV vann nauman eins marks sigur á Dukla Prag í fyrri leik liðanna í Evrópubikarkeppni karla í handbolta. Lokatölur í Prag 34-33 þar sem sigurmarkið kom í síðustu sókn leiksins. Síðari leikur liðanna fer fram á morgun, einnig ytra.

Neymar gæti lagt lands­liðs­skóna á hilluna

Eftir súrt tap gegn Króatíu í vítaspyrnukeppni í 8-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í fótbolta sagði brasilíska stórstjarnan Neymar að landsliðsskórnir gætu verið á leið upp í hillu.

„Erum á lífi fyrir leikinn á morgun“

Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals var ósáttur með varnarleik sinna kvenna þegar topplið Olís deildar kvenna í handbolta tapaði með fimm mörkum ytra gegn Elche í fyrri leik liðanna í Evrópubikar kvenna. Síðari leikur liðanna fer fram á Spáni á morgun.

Sterkustu skák­menn landsins mætast á Sel­fossi

Hlaðvarpsþátturinn Chess After Dark stóð fyrir Íslandsmótinu í atskák sem fór fram í dag á Selfossi. Sterkustu skákmenn landsins mættust en alls voru fjórir stórmeistarar skráðir til leiks. 

Messi lét Van Gaal heyra það og segir Mara­dona fylgjast með frá himnum

Argentína komst í undanúrslit á HM í fótbolta sem nú fer fram í Katar eftir að sigra Holland í vítaspyrnukeppni. Lionel Messi lét Louis Van Gaal, þjálfara Hollands, fá það óþvegið eftir leik. Þá nýtti markvörðurinn Emi Martinez tækifærið og lét dómarann heyra það sem og Van Gaal.

Blaða­maður sem mót­mælti regn­boga­reglum á HM er látinn

Bandaríski blaðamaðurinn Grant Wahl er látinn, 49 ára að aldri. Hann var staddur í Katar til að færa fréttir af Heimsmeistaramótinu í fótbolta sem fer fram þar um þessar mundir. Hann hneig niður er hann var að fylgjast með leik Argentínu og Hollands í gær. 

„Ætla ekki að koma með söluræðu“

Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, var eðlilega sár og svekktur eftir 29 stiga tap gegn Njarðvík í Subway-deild karla í kvöld, 107-78. Ósigurinn í kvöld var fimmta tapið hjá KR í röð og Helgi telur eðlilegt að stuðningsmenn KR séu ósáttir við gengi liðsins.

Neymar jafnaði opinbert markamet Pelé

Neymar jafnaði í dag opinbert markamet goðsagnarinnar Pelé fyrir brasilíska landsliðið í knattspyrnu. Neymar skoraði mark Brasilíu er liðið féll úr leik á heimsmeistaramótinu gegn Króatíu eftir vítaspyrnukeppni.

Umfjöllun, viðtal og myndir: Afturelding - Valur 30-30 | Meistararnir björguðu stigi

Í kvöld mættust Afturelding og Valur að Varmá í Mosfellsbæ í síðasta leik beggja liða á árinu 2022 í Olís-deild karla. Lauk leiknum með jafntefli í háspennu leik, lokatölur 30-30. Valur jók þar með forystu sína á toppi deildarinnar í fimm stig. Afturelding situr enn í þriðja sæti Olís-deildarinnar, einu stigi á eftir FH.

Karólína Lea farin að æfa á ný

Landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir virðist loksins vera að ná sér af löngum meiðslum og er farin að æfa með félagsliði sínu, þýska stórveldinu Bayern München, á nýjan leik.

Króatar fyrstir í undanúrslit eftir dramatík og vítaspyrnukeppni

Króatía varð í dag fyrsta þjóðin til að tryggja sér sæti í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í Katar er liðið hafði betur gegn Brasilíu í vítapyrnukeppni, 4-3. Markalaust var að venjulegum leiktíma loknum og liðin skoruðu sitt markið hvort í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni.

„Lætur öllum líða vel í kringum sig“

Hildur Björg Kjartansdóttir, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, hætti í atvinnumennsku í nóvember og er komin aftur heim til Íslands. Hildur Björg klárar tímabilið með Val í Subway deild kvenna.

Haukur aftur með slitið krossband

Haukur Þrastarson er með slitið krossband í hné og verður frá keppni út tímabilið. Þetta kom í ljós í myndatöku.

Sjá næstu 50 fréttir