Fleiri fréttir

Derby rúllaði yfir Blackburn

Derby er fimm stigum frá umspilssæti í ensku B-deildinni í fótbolta eftir öruggan 3-0 sigur gegn Blackburn á heimavelli í dag.

Alfreð í hörðum árekstri gegn Bayern

Alfreð Finnbogason kom inn á sem varamaður korteri fyrir leikslok í 2-0 tapi Augsburg gegn toppliði Bayern München í þýsku 1. deildinni í fótbolta í dag.

Chelsea lék Gylfa og félaga grátt

Chelsea fór á kostum gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag og landaði mikilvægum 4-0 sigri í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

Fá Birkir og Emil að fljúga? | Rúmenar í svipaðri stöðu

Eftir að strangt ferðabann var sett á á Norður-Ítalíu í nótt er alls kostar óvíst hvort íslenskir og rúmenskir leikmenn sem þar spila fótbolta komast í EM-umspilsleikinn sem enn stendur til að fari fram á Laugardalsvelli 26. mars.

Ari Freyr spilaði í tapi

Íslenski landsliðsmaðurinn Ari Freyr Skúlason var í eldlínunni í belgíska fótboltanum í kvöld.

Rúnar Alex spilaði í sigri

Rúnar Alex Rúnarsson og félagar í Dijon eru komnir úr fallsæti eftir 2-1 sigur á Toulouse í kvöld.

Dortmund stigi á eftir Bayern

Borussia Dortmund vann 1-2 sigur á Borussia Mönchengladbach í toppbaráttuslag þýsku úrvalsdeildarinnar í kvöld.

Víkingar skoruðu sex á KA-menn

Það rigndi mörkum í Víkinni í A-deild Lengjubikars karla í dag þegar Pepsi-Max deildarliðin Víkingur og KA mættust.

Arsenal vann þriðja leikinn í röð

Arsenal vann í dag 1-0 sigur gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta og hefur þar með unnið þrjá leiki í röð í deildinni.

Kjartan til bjargar á tómum leikvangi

Kjartan Henry Finnbogason reyndist hetja Vejle í dönsku 1. deildinni í fótbolta í dag þegar hann skoraði eina mark leiksins í sigri á Hvidovre.

Söngur Gumma Tóta sló í gegn hjá New York City

Það getur oft verið ansi pínlegt fyrir nýliða í knattspyrnuliðum að ganga í gegnum þá algengu vígsluathöfn að syngja einsöng fyrir nýju liðsfélagana. Fyrir Guðmund Þórarinsson er það hins vegar lítið mál.

Færeyingar loka á áhorfendur

Færeyingar hafa ákveðið að fyrstu tvær umferðirnar í efstu deild karla í fótbolta þar í landi verði spilaðar fyrir luktum dyrum.

Rúnar byrjar nýtt tímabil mjög vel

Rúnar Már Sigurjónsson, landsliðsmaður í fótbolta, hóf tímabilið vel með meisturum Astana í úrvalsdeildinni í Kasakstan í dag.

Mourinho of latur fyrir eigin smekk

„Ég myndi ekki spila honum,“ sagði José Mourinho léttur í bragði á blaðamannafundi í dag þegar portúgalski knattspyrnustjórinn var spurður út í það hvernig leikmaður hann hefði verið á sínum tíma.

Hitapulsan blásin upp | „Sé enga ástæðu til að þetta klikki“

Í dag var hitadúkur lagður yfir Laugardalsvöll til að losa um frost og kulda á grasi vallarins, sem verið hefur snævi þakinn síðustu vikur. Það er mikilvægur liður í að gera völlinn kláran fyrir stórleik Íslands og Rúmeníu 26. mars í umspili um sæti á EM karla.

Langþráður sigur Arons og Heimis

Eftir fimm leiki í röð án sigurs í úrvalsdeildinni í Katar fögnuðu Aron Einar Gunnarsson og Heimir Hallgrímsson sigri í kvöld þegar liðið hafði betur gegn Al Khor á heimavelli, 1-0.

FH keypti Vuk og lánaði hann til baka

FH hefur fest kaup á knattspyrnumanninum efnilega Vuk Oskari Dimitrijevic frá Leikni Reykjavík. Vuk verður hins vegar áfram hjá Leikni enn um sinn, sem lánsmaður frá FH.

Tammy Abraham bæði valinn sá besti og sá efnilegasti

Tammy Abraham, sóknarmaður Chelsea, vann til tvennra verðlauna á Fótboltaverðalaunahátíð Lundúna sem haldin var í gær. Hann var bæði valinn besti leikmaður ársins og besti ungi leikmaður ársins. Aðeins þeir sem spila með liðum frá Lundúnaborg koma til greina í valinu.

Sjá næstu 50 fréttir