Fleiri fréttir

„Átta árum síðar er ég enn hér“

KR-ingurinn Pablo Punyed kynntist konu sinni í háskóla í New York og fylgdi henni til Íslands. Hann er ánægður með lífið á hér á landi og nýtur þess að spila með félagi sem vill alltaf berjast um alla titla. Pablo dreymir um að spila á HM 2022 með El Salvador.

FH styrkir sig degi fyrir mót

FH hefur styrkt lið sitt fyrir komandi leiktíð í Pepsi Max-deild kvenna en framherjinn Madison Gonzalez hefur skrifað undir samning við félagið.

Spenntur fyrir sumrinu eftir „skelfilegt“ ferðalag heim

Það gekk ekki þrautalaust hjá Guðmundi Steini Hafsteinssyni að komast með fjölskyldu sinni heim frá Þýskalandi til að spila fótbolta í sumar. Hann byrjaði þó að æfa með sínu nýja liði KA í vikunni, eftir að hafa rætt við tæpan helming liðanna í Pepsi Max-deildinni.

Ocampos hélt áfram þar sem frá var horfið í mars

Argentínumaðurinn Lucas Ocampos skoraði í fimmta deildarleiknum í röð þegar keppni í spænsku 1. deildinni í fótbolta hófst að nýju eftir þriggja mánaða hlé vegna kórónuveirufaraldursins.

Mega spila fyrir þrjú lið á sama tímabili

Knattspyrnumenn mega skipta tvisvar um félag og spila fyrir alls þrjú lið á einni leiktíð eftir að FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, ákvað að breyta tímabundið reglum um þessi mál.

Fulltrúi vanmetna árgangsins orðinn fyrirliði Breiðabliks

Höskuldur Gunnlaugsson er nýr fyrirliði Breiðabliks sem ætlar sér stóra hluti. Hann segir að Blikar séu búnir að ná tökum á nýjum leikstíl. Höskuldur kemur úr sterkum árgangi í Breiðabliki sem lítið var talað um. Hann hefur nóg fyrir stafni utan fótboltans.

Spáir því að ensku liðin missi af 170 milljörðum

Það hefur ekki verið mikið að frétta af kaupum ensku félaganna á nýjum leikmönnum á síðustu vikum og aðalástæðan er örugglega gríðarlegt tekjutap ensku úrvalsdeildarliðanna vegna COVID-19.

Sancho orðinn of dýr fyrir Man. Utd?

Þrátt fyrir að stjórnendur hjá Dortmund hafi viðurkennt að Jadon Sancho geti veri til vandræða þá vilja þeir ekki selja hann nema fyrir himinhátt verð.

Fylkismenn fá leikmann frá Aftureldingu

Hinn 18 ára gamli varnarmaður Arnór Gauti Jónsson er genginn í raðir Fylkis nú þegar tímabilið í Pepsi Max-deild karla í fótbolta er að hefjast.

Eitt nýtt smit hjá ensku úrvalsdeildarliðunum

Nú er vika í að keppni í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta hefjist að nýju, eftir hlé frá því í mars vegna kórónuveirufaraldursins, og er grannt fylgst með heilsu leikmanna.

Sjá næstu 50 fréttir