Fleiri fréttir

Stjarnan fyrsta liðið í undanúrslit

Stjarnan varð í kvöld fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum MJólkurbikars kvenna er liðið vann öruggan 1-4 útisigur gegn ÍBV.

Gylfi Þór ekki lengur leik­maður E­ver­ton

Samningur Gylfa Þórs Sigurðssonar við enska knattspyrnufélagið Everton er runninn út. Hann hefur ekki spilað fyrir liðið síðan á þar síðustu leiktíð en leikmaðurinn var handtekinn síðasta sumar vegna meints brots gegn ólögráða stúlku.

Chelsea fær Evrópu­meistara

Kadeisha Buchanan hefur skrifað undir þriggja ára samning við Englandsmeistara Chelsea. Hún kemur frá Frakklands- og Evrópumeisturum Lyon.

Vill að Evrópa gefi efni­legum leik­mönnum utan álfunnar tæki­færi

Arsène Wenger er hvað frægastur fyrir að hafa stýrt enska knattspyrnufélaginu Arsenal frá 1996 til 2018. Á þeim tíma gaf hann fjölda efnilegra leikmanna tækifæri og oftar en ekki um að ræða leikmenn sem voru uppaldir utan Evrópu. Hann vill sjá Evrópu gera slíkt hið sama nú.

Salah og Kerr best | Son ekki í liði ársins

Leikmannasamtök Englands, PFA, völdu Mohamed Salah, leikmann Liverpool, og Sam Kerr, leikmann Chelsea, sem bestu leikmenn tímabilsins 2021/2022 á Englandi. Manchester City átti bestu ungu leikmennina og þá vakti athygli að Son Heung-Min var ekki í liði ársins.

FH hirti toppsætið af HK

FH hafði betur þegar sótti HK heim í Kórinn í Kópavogi í viðureign tveggja efstu liðanna í Lengjudeild kvenna í fótbolta í kvöld. 

Dramatík í fyrsta sigri sumarsins hjá KV

Selfoss og Fylkir skildu jöfn þegar liðin mættust í sjöttu umferð Lengjudeildar karla í fótbolta í kvöld. Grindavík og Fjölnir gerðu sömuleiðis jafntefli. KV innbyrti svo sinn fyrsta sigur í spennutrylli á móti Aftureldingu. 

Albert: Frammistaðan var í raun og veru léleg

Albert Guðmundsson miðjumaður íslenska landsliðsins var á því að frammistaða liðsins hafi ekki verið nógu góð í kvöld á mót San Marínó. Albert var í viðtali við Viaplay skömmu eftir leik og var ómyrkur í máli og sagði að sigurinn hefði átt að vera stærri og krafturinn meiri. Ísland vann 1-0 sigur engu að síður og það var 

Silva lagði upp bæði mörk Portúgals

Fjölmargir leikir voru á dagskrá í Þjóðadeild karla í fótbolta í kvöld. Portúgal og Spánn unnu sigra í leikjum sínum í riðli 2 í A-deilk keppninnar. 

Salah og Kerr þóttu standa upp úr

Samtök atvinnufóboltafólks, PFA, kunngjörðu í kvöld hvaða leikmenn urðu hlutskarpastir í kosningu um leikmann ársins á nýloknu keppnistímabili í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta karla og kvenna. 

„Allt eðlilegt en samt ekki eðlilegt“

Ísak Snær Þorvaldsson segir enn óljóst hvað hafi valdið því að hann endaði á spítala í gærkvöld með verki fyrir brjósti, eftir að hafa verið að spila með U21-landsliðinu í fótbolta.

Einn sigur á heilu ári fyrir skyldu­sigurinn í kvöld

Á síðustu 365 dögum hefur íslenska karlalandsliðið í fótbolta aðeins unnið einn sigur en það var á heimavelli gegn Liechtenstein, 4-0, í október í fyrra. Í kvöld gefst kærkomið tækifæri á öðrum sigri, gegn San Marínó sem er neðst á heimslista FIFA.

Liverpool nær samkomulagi við Núñez

Liverpool hefur samið við úrúgvæska framherjann Darwin Núñez um kaup og kjör og aðeins samkomulag um kaupverð stendur í vegi fyrir vistaskiptum hans frá Benfica í Portúgal til ensku bikarmeistaranna.

Segja Man Utd búið að bjóða í De Jong

Spænski fjölmiðillinn Marca fullyrðir að Manchester United sé búið að bjóða í Frenkie de Jong, hollenskan miðjumann Barcelona. Talið er að tilboðið hljómi upp á 80 milljónir evra ef allar bónusgreiðslur eru teknar með.

Cancelo bjargaði einhverfu barni

Portúgalski bakvörðurinn í liði Manchester City, Joao Cancelo, bjargaði 10 ára einhverfum strák frá því verða undir hóp stuðningsmanna á Etihad vellinum.

Ísak Snær fluttur á sjúkrahús

Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður Breiðabliks og U21-landsliðsins, fór meiddur af velli í 3-1 sigri landsliðsins á Hvíta-Rússlandi í kvöld.

Dramatík í Cardiff | Pólverjar niðurlægðir í Belgíu

Walesverjar fögnuðu fyrsta HM sætinu í nærri sjö áratugi í vikunni og það var mögulega enn þá smá þynnka í þeim fyrir leik þeirra í kvöld gegn Hollendingum á heimavelli en gestirnir fóru með 1-2 sigur af hólmi. Belgar svöruðu fyrir tapi í fyrstu umferð með 6-1 sigri á Póllandi. Báðir leikir voru í A-deild Þjóðadeildarinnar.

Sjá næstu 50 fréttir