Fleiri fréttir

Umfjöllun,viðtöl og myndir: Stjarnan-Afturelding 7-1 | Stjarnan kjöldró Aftureldingu

Stjarnan valtaði yfir Aftureldingu 7-1. Það var hins vegar Afturelding sem komst yfir á 5. mínútu en það virtist hafa verið það sem þurfti til að vekja Stjörnuna því heimakonur settu allt í botn eftir að hafa lent undir.Staðan í hálfleik var 3-1 og hafði Afturelding lítinn áhuga á að spila síðari hálfleikinn því mótspyrnan var engin sem varð til þess að Stjarnan bætti við þremur mörkum og leikurinn endaði 7-1. 

Fylkir hafði betur í toppslagnum og Grótta heldur í vonina

Seinni þremur leikjum kvöldsins í Lengjudeild karla lauk nú rétt í þessu. Fylkismenn eru svo gott sem búnir að tryggja sér sæti í Bestu-deildinni eftir 0-2 sigur gegn HK, Grótta heldur enn í vonina eftir nauman 1-0 sigur gegn Þór og Afturelding vann öruggan 4-0 sigur gegn Þrótti Vogum.

Fulham úr leik eftir tap gegn D-deildarliði Crawley

Það var nóg um að vera í annarri umferð enska deildarbikarsins í kvöld þar sem 21 leikur fór fram. Alls komu 13 úrvalsdeildarfélög inn í keppnina á þessu stigi keppninnar, en það vekur kannski mesta athygli að úrvalsdeildarfélagið Fulham er úr leik eftir 2-0 tap geg D-deildarliði Crawley Town.

Kórdrengir, Grindavík og Vestri með sigra í Lengjudeildinni

Þremur leikjum í Lengjudeild karla lauk nú rétt í þessu þar sem Grindavík, Vestri og Kórdrengir unnu sigra. Grindavík vann 1-3 útisigur gegn KV, Vestri vann óvæntan 4-1 sigur gegn Fjölni og Kórdrengir lögðu Selfyssinga á útivelli, 0-1.

Enginn spretti meira úr spori í gær en Rashford

Manchester United vann ekki bara fyrsta sigur tímabilsins og sigur á erkifjendum í Liverpool í gær því liðið endurheimti líka hinn rétta Marcus Rashford. Eftir eintóm vandræði síðustu misseru fengu stuðningsmenn United að sjá kappann í stuði á ný.

„Þessi blessaða miðja er náttúrulega bara sorp“

„Juventus bara heilluðu ekkert í öðrum leik tímabilsins,“ segir Árni Þórður Randversson í hlaðvarpinu Punktur og basta. Farið var yfir aðra umferðina ítölsku úrvalsdeildarinnar í þætti dagsins.

Alexandra komin til Fiorentina

Ítalska knattspyrnufélagið Fiorentina staðfesti í dag komu landsliðskonunnar Alexöndru Jóhannsdóttur sem mun spila með liðinu í vetur.

KSÍ auglýsir loks eftir manni í stað Arnars

Nú þegar tuttugu mánuðir hafa liðið þar sem Arnar Þór Viðarsson hefur verið bæði þjálfari A-landsliðs karla í fótbolta og sviðsstjóri knattspyrnusviðs KSÍ hefur síðarnefnda starfið verið auglýst laust til umsóknar.

Keane og Neville ósammála um Casemiro: „Svona á ekki að sjást“

Skiptar skoðanir eru um kaup Manchester United á brasilíska miðjumanninum Casemiro frá Real Madrid. Aðeins á eftir að ganga frá formsatriðum kaupanna en sá brasilíski sá United vinna Liverpool 2-1 á Old Trafford í gærkvöld. Fyrrum United-mennirnir Roy Keane og Gary Neville eru ósammála um kaupin.

Bailly segir bæ við Man. Utd

Miðvörðurinn Eric Bailly hefur samþykkt að skipta frá Manchester United yfir til franska knattspyrnuliðsins Marseille.

Rangur bróðir fékk skráð á sig sjálfsmark

Um tíma leit út fyrir að bræður hefðu skorað sjálfsmark fyrir sitt hvort liðið í sama leiknum í Bestu deild karla í gær. Þegar betur var að gáð þá ætti það ekki að vera þannig.

Blóðgaði Ólaf en telur „margar ástæður“ fyrir rauða spjaldinu

Kian Williams, leikmaður Keflavíkur, var enn harður á því eftir leikinn við FH í Bestu deildinni í gærkvöld að hann hefði ekki átt að fá rautt spjald. Hann gaf í skyn að dómari leiksins hefði haft fleiri ástæður til að lyfta rauða spjaldinu en aðeins þá að fara eftir reglum.

Úkraínska fótboltadeildin snýr aftur í miðju stríði

Allar keppnisíþróttir stöðvuðust í Úkraínu þegar Rússar réðust inn í landið í febrúar og þar á meðal fótboltadeildin. Úkraínustríðið stendur enn en Úkraínumenn ætla engu að síður að hefja nýtt fótboltatímabil í dag.

Milner hraunaði yfir Van Dijk

James Milner var hundóánægður með varnarleik félaga síns, Virgils van Dijk, þegar Manchester United skoraði fyrra mark sitt í 2-1 sigrinum gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær.

Þóttist skjóta stuðningsmenn mótherjanna

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Yago Cariello gerði allt brjálað þegar hann fagnaði sigurmarki sínu, í efstu deild Portúgals, með því að þykjast skjóta stuðningsmenn andstæðinga sinna.

Vann EM og lagði skóna á hilluna

Enski framherjinn Ellen White gaf það út fyrr í dag að hún ætlar að leggja knattspyrnuskónna á hilluna og snúa sér að öðrum málum.

Klopp: Við hefðum átt að vinna leikinn

Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sagði að liðið sitt hafi ekki nýtt tækifæri sín í nægilega vel í 2-1 tapinu gegn Manchester United en hann telur að Liverpool hefði átti að vinna leikinn.

„Við vissum það að það væri erfitt verkefni að koma hérna og fara með þrjú stig héðan“

„Ég er mjög sáttur. Við vissum það að það væri erfitt verkefni að koma hérna og fara með þrjú stig héðan. Það er mjög gott og við erum á góðu skriði. Þeir eru auðvitað ósigraðir síðan að þeir komu hingað í Úlfarsárdal, þennan glæsilega heimavöll, þannig að ég er bara ánægður,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 2-0 sigur á Fram í kvöld. 

Fyrsti sigur Erik ten Hag kom gegn Liverpool

Manchester United vann 2-1 sigur gegn erkifjendunum í Liverpool í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni en þetta var aðeins annar sigurleikur United á Liverpool í síðustu 13 tilraunum.

Umfjöllun,viðtöl og myndir: FH-Kefla­vík 3-0| Endurreisn FH hófst á sigri

Fyrir leikinn blésu FH-ingar í herlúðra. Boðið var meðal annars frítt á völlinn og var þetta leikurinn sem FH átti að snúa blaðinu við. Keflavík missti mann af velli á 6. mínútu. Einum fleiri skoruðu FH-ingar tvö mörk í fyrri hálfleik.Úlfur Ágúst Björnsson gerði þriðja mark FH í síðari hálfleik og gulltryggði fyrsta sigur Eiðs Smára í Bestu deildinni. 

Sjá næstu 50 fréttir