Fleiri fréttir

Sjáðu Messi og Mbappé búa til mark eftir aðeins átta sekúndur

Kylian Mbappé setti nýtt met í gær þegar hann kom Paris Saint-Germain í 1-0 á móti Lille eftir aðeins átta sekúndna leik. Parísarliðið vann leikinn á endanum 7-1 þar sem Mbappé skoraði þrennu og næði Lionel Messi og Neymar voru með mark og stoðsendingu.

„Veit ekkert hvenær ég brotnaði“

„Þetta er mikill skellur en um leið er þetta bara partur af þessu,“ segir Adolf Daði Birgisson, einn af ungu leikmönnum sem slegið hafa gegn í liði Stjörnunnar í Bestu deildinni í sumar. Tímabilinu er lokið hjá honum.

Emil hættur eftir tvö hjartastopp

Emil Pálsson lýsti því yfir í dag að knattspyrnuferli sínum væri lokið en ástæðan er sú að hann hefur tvisvar farið í hjartastopp á síðustu misserum.

Rooney myndi ekki láta Ronaldo byrja í kvöld

Wayne Rooney telur að sinn gamli liðsfélagi Cristiano Ronaldo eigi best heima á varamannabekknum í kvöld þegar Manchester United tekur á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Sara, Guðrún og Cloé gætu beðið Vals

Það er ljóst að Íslandsmeistara Vals bíður krefjandi verkefni í umspilinu um að komast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta kvenna. Mögulega mætir liðið Ítalíumeisturum Juventus, með landsliðsfyrirliðanna Söru Björk Gunnarsdóttur innanborðs.

Klopp sýnir Ten Hag enga samúð

Hollendingurinn Erik ten Hag stendur nú í svipuðum sporum og Þjóðverjinn Jürgen Klopp var í fyrir sjö árum. Ten Hag er ætlað að koma stórveldi Manchester United aftur í hæstu hæðir en strax heyrast efasemdaraddir um að hann sé maðurinn til þess, eftir slæm úrslit í fyrstu tveimur umferðum ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta.

Búast við betrumbættu tilboði United í Antony

Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United er sagt ekki vera tilbúið að gefast upp á vonum sínum að fá brasilíska vængmanninn Antony frá Ajax í sínar raðir áður en félagsskiptaglugginn lokar í lok ágústmánaðar.

„Viljum fara alla leið“

Nökkvi Þeyr Þórisson var eðlilega léttur í skapi eftir leik Stjörnunnar og KA enda skoraði hann þrennu í 2-4 sigri Akureyringa.

Mbappé skoraði þrennu í risasigri PSG

Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain lentu ekki í neinum vandræðum er liðið heimsótti Lille í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Liðið vann afar öruggan 1-7 sigur þar sem Kylian Mbappé skoraði þrennu fyrir gestina.

Atalanta tók stig af Ítalíumeisturunum

Ítalíumeistarar AC Milan björguðu stigi er liðið heimsótti sterkt lið Atalanta í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 1-1 eftir að heimamenn í Atalanta höfðu tekið forystuna í fyrri hálfleik.

Sara lagði upp tvö í Meistaradeildarsigri Juventus

Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, lagði upp tvö mörk Juventus er liðið tryggði sér sæti í umspili um laust sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með 2-1 sigri gegn ísraelska liðinu Kiryat Gat í kvöld.

„Þetta er langþráður sigur“

Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var gríðarlega sáttur með frammistöðuna hjá sínum mönnum eftir 2-1 sigur á ÍBV í dag. Skagamenn komust yfir í fyrri hálfleik en ÍBV tókst að jafna í þeim seinni. Það var svo Skagamaðurinn ungi, Haukur Andri Haraldsson sem tryggði ÍA sigur með marki á 88. mínútu. 

Sjö mörk er Bayern burstaði botnlið Bochum

Þýskalandsmeistarar Bayern München lentu ekki í neinum vandræðum er liðið heimsótti Bochum í þýsku úrvalsdeildinni í kanttspyrnu í dag. Gestirnir unnu vægast sagt afar sannfærandi sigur, 0-7.

Englandsmeistararnir björguðu stigi gegn Newcastle

Englandsmeistarar Manchester City sóttu hið nýríka félag Newcastle heim í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 3-3 í bráðfjörugum leik þar sem meistararnir lentu tveimur mörkum undir um miðjan síðari hálfleik.

Valskonur í umspil eftir öruggan sigur

Valskonur eru komnar í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir öruggan 3-0 sigur gegn írska liðinu Shelbourne í Slóveníu í dag.

Umfjöllun og viðtöl: ÍA-ÍBV 2-1| Skagamenn með langþráðan sigur

ÍA vann langþráðan sigur á ÍBV í dag er liðin mættust í 18. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. ÍA sem hefur tapað sjö leikjum í röð mætti tvíeflt til leiks í dag og var það Skagamaðurinn ungi, Haukur Andri Haraldsson sem tryggði ÍA sigur á 88. mínútu. Lokatölur 2-1.

Áfrýjar í nauðgunarmáli Ronaldo

Kathryn Mayorga hefur áfrýjað ákvörðun héraðsdómara í Bandaríkjunum sem vísaði í sumar frá lögsókn sem hún höfðaði gegn fótboltastjörnunni Cristiano Ronaldo vegna meintar nauðgunar árið 2009.

Baulað á stigalaust lið West Ham sem hefur ekki skorað mark

Brighton & Hove Albion vann 2-0 útisigur á West Ham United á Lundúnavellinum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. West Ham er á meðal liða sem hefur eytt mestu í leikmannakaup í sumar en það gengur hvorki né rekur í upphafi deildarinnar.

Liprir Leedsarar léku sér að Chelsea

Leeds og Chelsea eru enn taplaus eftir fyrstu tvær umferðir ensku úrvalsdeildarinnar og mætast í Leeds. Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, var dæmdur í bann eftir leik liðsins gegn Tottenham um seinustu helgi, en fær þrátt fyrir það að vera á hliðarlínunni í dag.

Lið Stefáns hirti toppsætið af Nordsjælland

Silkeborg fór á topp dönsku úrvalsdeildarinnar með 2-0 útisigri á Nordsjælland sem sat fyrir leikinn í toppsætinu. Stefán Teitur Þórðarson spilaði síðustu þrjár mínútur leiksins.

Leiðinlegasta lið Bretlandseyja?

Stuðningsmenn Preston North End fá ekki mikið fyrir aðgangseyri sinn þessa dagana. Félagið setti í gær met yfir skort á mörkum.

Helena Ósk í stuði er Blikakonur unnu þær tékknesku | Fer Valur í umspil?

Helena Ósk Hálfdánardóttir skoraði öll þrjú mörk Breiðabliks sem vann 3-0 sigur á Slovacko frá Tékklandi í Þrándheimi í Noregi í morgun. Um er að ræða síðari leik Kópavogsliðsins í Meistaradeild Evrópu þetta árið. Tap fyrir Rosenborg í miðri viku gerði út um vonir Kópavogskvenna um áframhald í keppninni.

Arteta tileinkaði sigurinn vallarstjóra sem lést langt um aldur fram

Arsenal vann öruggan 3-0 sigur á Bournemouth er liðin áttust við á heimavelli síðarnefnda liðsins á suðurströnd Englands í ensku úrvalsdeildinni í gær. Mikel Arteta, stjóri Arsenal, tileinkaði sigurinn vallarstjóra félagsins, sem lést degi fyrir leik.

Guðlaugur Victor bar fyrirliðabandið í stórtapi

Guðlaugur Victor Pálsson var fyrirliði D.C. United sem tapaði 6-0 á heimavelli fyrir Philadelphia Union í bandarísku MLS-deildinni í nótt. Wayne Rooney stillti honum upp sem miðverði í leiknum.

Klopp segir að Liverpool eigi að fá stigin verði stórleiknum frestað

Stuðningsmenn Manchester United hafa boðað til mótmæla fyrir utan heimavöll liðsins, Old Trafford, fyrir stórleik United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni næstkomandi mánudag. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að sitt lið ætti að fá þrjú stig ef fresta þarf leiknum vegna mótmælanna.

Sjá næstu 50 fréttir