Fleiri fréttir

Byrjunarlið Íslands: Amanda og Munda byrja

Hin 18 ára gamla Amanda Andradóttir er í byrjunarliði Íslands í dag þegar liðið mætir Hvíta-Rússlandi í næstsíðasta leik sínum í undankeppni HM í fótbolta.

Hallbera og fyrstu meistararnir heiðruð

Fyrir leik og í hálfleik leiks Íslands og Hvíta-Rússlands á Laugardalsvelli í dag verða Hallbera Guðný Gísladóttir og fyrstu Íslandsmeistararnir í fótbolta kvenna, FH-konur, heiðraðar.

„Þeirra leikur er svolítið villtur“

Þó að Ísland hafi unnið 5-0 stórsigur gegn Hvíta-Rússlandi í apríl, í leik sem fór fram í Belgrad, býr íslenska landsliðið sig undir erfiða rimmu á Laugardalsvelli í dag í undankeppni HM kvenna í fótbolta.

„Ég var komin í gott stand á EM“

Sara Björk Gunnarsdóttir landsliðsfyrirliði í fótbolta segist vera á góðu róli fyrir leikina við Hvíta-Rússland í dag og Holland á þriðjudag, sem gætu skilað Íslandi beint á HM í fyrsta sinn.

„Þær tóku mjög stórt pláss í liðinu“

Ljóst er að Þorsteinn Halldórsson getur ekki stólað á sama byrjunarlið og á EM þegar Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli í dag, í undankeppni HM kvenna í fótbolta.

Derby della Madonnina | Aldagamall rígur og þrír eftirminnilegustu leikirnir

Maður myndi halda að Mílanóslagurinn – leikurinn á milli tveggja stórliða borgarinnar, AC Milan og Internazionale, væri kenndur við frægasta kennileyti borgarinnar. La Scala óperuhúsið, málverkið Síðasta kvöldmáltíðin sem hangir í klaustri Maríu Meyjar, nú eða sjálfa dómkirkjuna. En þess í stað er slagurinn kenndur við litlu gylltu styttuna af Maríu mey sem trónir á toppi dómkirkjunnar. La Madonnina. Í Mílanó eru smáatriðin í aðalhlutverki.

„Ekki verið minnst á orðið Holland í okkar hópi“

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands í fótbolta, sá ekki ástæðu til þess að kvarta yfir því að fyrir úrslitaleik Hollands og Íslands um sæti á HM á þriðjudag þyrfti aðeins Ísland að spila annan mikilvægan mótsleik í dag, gegn Hvíta-Rússlandi.

„Virkar á mig eins og Margrét Lára“

Sérfræðingar Bestu markanna telja að hin 18 ára gamla Amanda Andradóttir eigi að fá sæti í byrjunarliði Íslands gegn Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli í dag, í leiknum mikilvæga í undankeppni HM.

„Freyr hafði lykiláhrif“

Alfreð Finnbogason er afar sáttur með að hafa samið við danska úrvalsdeildarliðið Lyngby. Hann segir að Freyr Alexandersson hafi haft mikil áhrif á þá ákvörðun hans að velja Lyngby.

„Ég hef oft pælt í því hvernig það er“

„Það er ótrúlega gott að koma heim. Veðrið mætti vera aðeins betra en það er samt alltaf gaman að koma og hitta stelpurnar,“ segir Sveindís Jane Jónsdóttir. Hún verður líklegast í liði Íslands sem mætir Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM á Laugardalsvelli klukkan 17:30 í dag.

„Gaman að æsa aðeins og hafa gaman af þessu“

Erlingur Agnarsson var allt í öllu hjá Víkingum sem tryggðu sæti sitt í bikarúrslitum í fyrrakvöld með 3-0 sigri á Breiðabliki í undanúrslitum á Kópavogsvelli. Hann segir ríg vera milli félaganna og að Víkingar muni gera allt til að velta toppliði Bestu deildarinnar um koll í framhaldinu.

Aubameyang genginn í raðir Chelsea

Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur gengið frá kaupum á framherjanum Pierre-Emerick Aubameyang frá spænska stórveldinu Barcelona.

Ten Hag: „Enn pláss fyrir bætingar“

Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, var að vonum ánægður með sína menn eftir 0-1 sigur gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Sancho tryggði United þriðja sigurinn í röð

Jadon Sancho skoraði eina mark leiksins er Manchester United sótti Leicester heim í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 0-1 og United hefur nú unnið þrjá deildarleiki í röð eftir erfiða byrjun á tímabilinu.

Davíð Snær: Var staðráðinn í að koma inn með krafti

Daníel Snær Jóhannsson gerði gæfumuninn þegar FH tryggði sér sæti í úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu í kvöld. Daníel Snær skoraði markið sem skildi liðin að í 2-1 sigri FH auk þess að ná í vítaspyrnu sem fór reyndar forgörðum. 

Arnór skoraði í bikarsigri Norrköping

Arnór Sigurðsson var á skotskónum er Íslendingalið Norrköping tryggði sér áframhaldandi veru í sænsku bikarkeppninni með 0-2 útisigri gegn Taby í dag.

Stúkusætið víkur fyrir heitum potti í Mosfellsbæ

Afturelding býður upp á nýjung í íslenskum fótbolta annað kvöld þar sem áhorfendum býðst að horfa á leik liðsins við Fylki í Lengjudeild karla úr heitum potti. Mosfellingar hafa bryddað upp á þó nokkrum nýjungum á áhorfendapöllunum í sumar.

„Þykjumst alltaf vera stærstu og bestu stuðningsmenn í heimi“

„Fólk þarf að fara upp úr sófanum og mæta,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, aðspurð hvað þurfi að breytast til að uppselt sé á eins mikilvægan leik og viðureign Íslands og Hvíta-Rússlands í undankeppni HM í fótbolta á morgun.

Hætta við 700 milljarða samning við UEFA

Rafmyntarmiðlarinn Crypto.com hefur hætt við fyrirhugaðan 495 milljón dollara samning við UEFA sem styrktaraðili Meistaradeildar Evrópu. UEFA leitar áfram nýs styrktaraðila eftir að hafa slitið samstarfi við Gazprom.

Drullusama um umræðuna um Elínu Mettu

Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari segist treysta öllum sínum leikmönnum til að vera í byrjunarliðinu gegn Hvíta-Rússlandi og Hollandi í leikjunum sem skera úr um hvort Ísland komist beint á HM kvenna í fótbolta.

Böngsum rigndi inn á völlinn

Stuðningsmenn Real Salt Lake í MLS-deildinni í fótbolta vestanhafs studdu gott málefni þegar leikur liðsins við Minnesota í nótt. Þeir létu leikfangaböngsum rigna inn á völlinn eftir fyrsta mark liðsins, en allir verða þeir gefnir börnum sem glíma við krabbamein.

United kynnir Antony til leiks

Manchester United hefur tilkynnt um kaup félagsins á Brasilíumanninum Antony frá Ajax í Hollandi. Skiptin hafa legið í loftinu um hríð.

„Verð ekkert kominn fyrr út á völl þó ég sé leiður eða reiður“

Þrátt fyrir að axlarbrotna er hann fékk tækifæri í byrjunarliði norska stórliðsins Rosenborgar þá er Kristall Máni Ingason nokkuð brattur og segist ekki þurfa að fara í aðgerð vegna meiðslanna. Vísir heyrði í honum hljóðið en meiðslin hefðu vart geta komið á verri tíma.

„Ég veit ekki hvenær þessi regla dó“

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var að vonum ánægður með dramatískan 2-1 sigur liðsins á Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Hann setur hins vegar spurningarmerki við það hvernig reglum leiksins er framfylgt.

Sjá næstu 50 fréttir