Fleiri fréttir

Að seljast upp á Globetrotters

VIP-miðarnir allir farnir. Alls eru þriðja þúsund miða seldir, en Kaplakriki tekur aðeins 2.800 manns í sæti.

Helena og félagar komnar í 1-0

Helena Sverrisdóttir og félagar hennar í slóvakíska liðinu Good Angels Kosice eru komnar í 1-0 á móti spænska liðinu Perfumerias Avenida í sextán liða úrslitum Euroleague kvenna í körfubolta.

Eigandi Lakers látinn

Jerry Buss, eigandi körfuboltaliðsins Los Angeles Lakers, lést í dag. Hann var 80 ára gamall. Lakers vann tíu NBA-titla í eigendatíð hans.

Chris Paul besti maður stjörnuleiksins

Vestrið hafði betur í Stjörnuleik NBA-deildarinnar sem fór fram í nótt, 143-138. Chris Paul, leikstjórnandi LA Clippers, var valinn maður leiksins.

Bikarkóngarnir tveir

Stjarnan og Keflavík tryggðu sér bikarmeistaratitilinn í körfubolta í Laugardalshöllinni um helgina en þjálfarar liðanna eru tveir sigursælustu menn í bikarúrslitunum, Teitur Örlygsson og Sigurður Ingimundarson.

Michael Jordan er fimmtugur í dag

Körfuboltagoðsögnin Michael Jordan er fimmtugur í dag. Þessi ótrúlegi leikmaður er talinn besti körfuboltamaður allra tíma og er án efa sá allra frægasti.

Axel og félagar unnu liðið hans Kotila

Axel Kárason skoraði tíu stig þegar Værlöse BBK vann þriggja stiga heimasigur á lærisveinum Geof Kotila í FOG Næstved, 85-82, í dönsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Þetta var sjötti sigur Værlöse í níu leikjum á árinu 2013 en liðið er áfram í áttunda sæti deildarinnar.

Justin á íslensku eftir sigur Stjörnumanna í gær

Justin Shouse var kátur eftir sigur Stjörnumanna á Grindavík í úrslitaleik Poweradebikars karla í gær. Shouse stýrði þá leik Stjörnuliðsins af sinni kunnu snilld og Stjörnumenn unnu sannfærandi 91-79 sigur.

Persónulegt stigamet Harðar Axels dugði ekki

Hörður Axel Vilhjálmsson setti nýtt persónulegt stigamet í þýsku úrvalsdeildinni í körfubolta þegar hann skoraði 21 stig í átta stiga tapi Mitteldeutscher á móti EWE Baskets Oldenburg, 67-75. Þetta var í fimmta sinn á tímabilinu þar sem íslenski bakvörðurinn er stigahæsti leikmaður Mitteldeutscher.

Brot af því besta frá troðslukeppninni í nótt

Terrence Ross, nýliði Toronto Raptors, er nýr troðslukóngur NBA-deildarinnar í körfubolta en hann vann troðslukeppni Stjörnuhelgarinnar í nótt. Ross fékk hörku keppni en troðslukeppnin tókst vel í ár.

Birna spilar sinn tíunda bikarúrslitaleik í dag

Birna Valgarðsdóttir, fyrirliði Keflavíkur, spilar tímamóta bikarúrslitaleik í Laugardalshöllinni í dag þegar Keflavíkurkonur mæta Val í úrslitaleik Poweradebikars kvenna í körfubolta. Leikurinn hefst klukkan 13.30.

Sigurður og Sverrir Þór geta báðir unnið annað árið í röð

Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari karlaliðs Grindavíkur, og Sigurður Ingimundarson, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur, geta báðir unnið bikarinn annað árið í röð i dag en þeir eru þeir einu í Laugardalshöllinni í dag sem urðu bikarmeistarar í fyrra.

Tveir risaleikir í Höllinni í dag

Fréttablaðið fékk Inga Þór Steinþórsson, þjálfara beggja Snæfellsliðanna, til þess að spá í úrslitaleiki Powerade-bikarsins sem fram fara í Laugardalshöllinni í dag. Hann spáir Keflavík og Grindavík sigri í leikjunum og flestir aðrir spámenn Fréttablaðsin eru sammála.

Annar stórleikur Jakobs í röð

Jakob Örn Sigurðarson heldur áfram að fara á kostum með toppliði Sundsvall Dragons í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta.

Eigandi Lakers glímir við krabbamein

Heilsufar eiganda LA Lakers, Jerry Buss, er ekki gott en hann liggur nú inn á gjörgæsludeild á spítala í Los Angeles. Buss er að glíma við krabbamein.

Jordan tekur Kobe fram yfir LeBron

Ein lífseigasta umræðan í NBA-deildinni er um hvort Kobe Bryant eða LeBron James sé betri leikmaður. Sá besti allra tíma, Michael Jordan, hefur nú ákveðið að taka þátt í umræðunni.

Færri dómarar í bikarúrslitaleiknum í ár

Grindavík og Stjarnan mætast á morgun í bikarúrslitaleik karla í körfubolta í Laugardalshöllinni og dómaranefnd KKÍ hefur raðað niður dómurum á leikinn sem og á kvennaleikinn sem er á milli Keflavíkur og Vals.

NBA: Lebron með stórleik í sigri á OKC - Clippers burstaði Lakers

LeBron James hitti "bara" úr 58 prósent skota sinna í nótt og gat því ekki bætt við metið sitt (30 stig og 60 prósent skotnýting í sex leikjum í röð) en það var samt ekki mikið hægt að kvarta yfir frammistöðu hans. Los Angeles Clippers fór afar létt með nágrana sína í Los Angeles Lakers í hinum leik næturinnar í NBA-deildinni í körfubolta. Þetta voru síðustu leikirnir fyrir Stjörnuhelgina sem er framundan.

Magic: Jordan myndi alltaf vinna Lebron 1 á 1

Lebron James, leikmaður með Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta, verður alltaf borinn saman við goðið sitt Michael Jordan og aldrei meira en þegar James er í stuði eins og í undanförnum sex leikjum.

Sveini Arnari ekki refsað

Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ úrskurðaði í dag í máli Sveins Arnars Davíðssonar, leikmanns Snæfells í Domino's-deild karla.

Turkoglu í 20 leikja bann fyrir steranotkun

Tyrkneski NBA-leikmaðurinn Hedo Turkoglu hjá Orlando Magic hefur verið dæmdur í 20 leikja bann fyrir ólöglega steranotkun en tók út fyrsta leikinn í banninu á móti Atlanta Hawks í nótt.

NBA: Boston vann Chicago - Carmelo meiddist

Boston Celtics vann baráttusigur á Chicago Bulls í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en þetta var áttundi sigur liðsins í níu leikjum síðan að liðið missti leikstjórnandann Rajon Rondo. Los Angeles Clippers er búið að endurheimta Chris Paul og er um leið búið að hefja nýja sigurgöngu en liðið vann sinn þriðja leik í röð í nótt. Tim Duncan, Tony Parker og Manu Ginobili voru allir með á ný þegar San Antonio Spurs vann dramatískan sigur.

Sá besti verður betri og betri

LeBron James setti magnað NBA-met í fyrrinótt þegar hann náði því í sjötta leiknum í röð að skora yfir 30 stig jafnframt því að nýta skotin sín 60 prósent eða betur. Miami Heat liðið hefur unnið alla leikina sex.

Haminn nýr liðsfélagi Bullock og Watson í Finnlandi

Haminn Quaintance dó ekki ráðalaus eftir að hann var rekinn frá Skallagrími í síðustu viku því kappinnn er þegar búinn að finna sér nýtt félag. Quaintance mun klára tímabilið með Kauhajoen Karhu í finnsku úrvalsdeildinni. Þetta kom fram á karfan.is.

NBA: Kobe bara með 4 stig en Lakers vann samt - Met hjá Lebron

Kobe Bryant átti furðulegan leik í nótt þegar lið hans Los Angeles Lakers vann sinn áttunda sigur í ellefu leikjum í NBA-deildinni í körfubolta. LeBron James var hinsvegar áfram sjóðandi heitur og setti nýtt NBA-met, Oklahoma City Thunder steinlá í Utah og Rudy Gay skoraði aðra sigurkörfu sína á stuttum tíma fyrir sitt nýja lið Toronto Raptors.

Ein óheppnasta körfuboltakona landsins

Berglind Gunnarsdóttir er ein efnilegasta körfuboltakona landsins og búin að vera lengi í stóru hlutverki hjá Snæfelli þrátt fyrir að vera ekki orðin tvítug.

Tveggja troðslu sókn hjá Clippers

Það er alltaf von á tilþrifun á leikjum Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í körfubolta og það sannaðist heldur betur síðastliðna nótt í sigri Clippers á Philadelphia 76ers. Blake Griffin og DeAndre Jordan tróðu þá báðir með tilþrifum í sömu sókninni.

Helena endaði sem þriðja besta skyttan

Helena Sverrisdóttir varð í 3. sæti yfir bestu þriggja stiga nýtingu í riðlakeppni Euroleague kvenna sem lauk á dögunum. Framundan eru sextán liða úrslit keppninnar þar sem Helena og félagar hennar í Good Angels Kosice eru til alls líklegar.

Oddur braut parketið í Ásgarði

Oddur Kristjánsson, 17 ára bakvörður úr Stjörnunni, lét finna fyrir sér í leiknum á móti Njarðvík í gær. Réttara sagt þá lét hann parketið í Ásgarði finna fyrir sér.

NBA: Charlotte stöðvaði sigurgöngu Boston

Charlotte Bobcats endaði sjö leikja sigurgöngu Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, San Antonio Spurs vann Chicago Bulls án þriggja stærstu stjörnuleikmanna liðsins, Washington Wizards vann sinn fjórða leik í röð, Los Angeles Clippers vann Philadelphia og Indiana Pacers tapaði í framlengingu í öðrum heimaleiknum í röð.

Sjá næstu 50 fréttir