Fleiri fréttir

Henta vel fyrir hestamenn

Mikil sala er um þessar mundir á jörðum og landskikum, að sögn Viggós Sigurðssonar hjá fasteignasölunni Akkurat.

Sundgleraugu með styrkleika

Þeir sem sjá illa geta núna séð fullkomlega vel í sundi því nú er komin á markað ný tegund sundgleraugna með styrkleika. Gleraugun eru til bæði fyrir nærsýna og fjærsýna og er hægt að velja á milli styrkleika allt frá mínus níu upp í plús fjóra.

Hjálmar draga úr slysahættu

"Hingað kemur fólk með ýmsa áverka eftir reiðhjólaslys, skrámur, meiðsl og beinbrot. Jafnvel alvarlega höfuðáverka en það er sem betur fer sjaldgæft," segir Jón Baldursson, yfirlæknir á Slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Hann segir alltaf meira um reiðhjólaslys á sumrin en á öðrum árstímum enda noti fólk hjólin meira þá.

Fjöldi athyglisverða fyrirlestra

Dagana 16. og 17. september næstkomandi verður haldin ráðstefna um tóbaksvarnir á Hótel Örk í Hveragerði, LOFT 2004. Skráning stendur nú yfir á heimasíðu LOFTS, www.hnlfi.is/loft2004, en þar er einnig að finna dagskrá og aðrar upplýsingar um ráðstefnuna.

Gott að karlmenn gráti

Á nýafstöðnu Evrópumóti í fótbolta mátti sjá margan fílefldan karlmanninn hágráta í myndavélarnar. Þeir þóttu þó ekki minna karlmannlegir fyrir það, en sálfræðingar í Bretlandi segja að fótboltinn sé að verða eini vettvangurinn fyrir vestræna nútímakarlmenn til að fá útrás fyrir tárin sem "sannir karlmenn fella helst ekki og allra síst í fjölmenni".

Hefur ekki efni á Atkins

Það er nú bara það klassíska sem gildir hjá mér - að passa mataræðið og hreyfa sig," segir Þórey Ploder Vigfúsdóttir, nemi í Listdansskólanum. Ég á ekki bíl og ég geng allt sem ég þarf að fara. Í haust gekk ég alltaf í skólann til dæmis.

Dauðinn skekur undirheima

Frank Castle, betur þekktur sem The Punisher, sker sig heldur betur úr í persónugalleríi Marvel. Hann er fullkomlega mannlegur og býr ekki yfir neinum yfirnáttúrlegum eiginleikum á borð við Köngulóarmanninn, Daredevil og Wolverine.

Borgaralega rokkaðir hippar

Þrátt fyrir að ég hafi farið á Hárið, full fyrirheita um að dæma sýninguna á eigin verðleikum er voðalega erfitt að fara ekki út í samanburð á uppfærslu Baltasar frá því fyrir tíu árum.

Tímabundin endurkoma

Valdís Gunnarsdóttir tók við af Ágústi Héðinssyni í sumarafleysingum og verður út vikuna á Mix 91,1.

Bowie á batavegi

David Bowie er á góðum batavegi og virðist ekki hafa látið hjartaaðgerðina sem bjargaði líf hans í síðasta mánuði draga sig of mikið niður.

Rabba minnst á Grafíktónleikum

Grafík hélt tvenna tónleika í Alþýðuhúsinu á Ísafirði í gærkvöld. Rafn heitinn Jónsson, trommuleikari, tók þátt í að skipuleggja tónleikana en hans var minnst með mínútu þögn í upphafi tónleikanna.Tónleikarnir voru vel sóttir og varð að halda tvenna svo að allir sem vildu, fengju að heyra sveitina taka sum vinsælustu lög sín.

Dó ekki slyppur og snauður

Marlon Brando dó ekki slyppur og snauður, eins og haldið var fram þegar hann lést nýlega. Þvert á móti er dánarbú hans metið á um 20 milljónir dollara og á enn eftir að meta talsverðan hluta búsins, meðal annars mikið safn kvikmyndahandrita og málverka.

Vilhjálmur prins í víðavangshlaupi

Vilhjálmur prins Breta tók í dag þátt í styrktarhlaupi og hljóp míluna á sex mínútum 10 sekúndum. Hann sagðist ekki hafa þjálfað mikið fyrir hlaupið, eða rétt um tvær mínútur. Nokkrir lífverðir fylgdu prinsinum eftir en bróðir hans Harry, var meiddur á hné og gat ekki verið með.

Bowie í hjartaaðgerð

David Bowie gekkst undir hjartaaðgerð að loknum tónleikum í Þýskalandi í síðustu viku og er nú að ná sér í New York, að sögn talsmanns Bowies. Upphaflega klemmdi söngvarinn taug í öxl, en þegar hann var rannsakaður á sjúkrahúsi kom í ljós að slagæð í hjarta var stífluð, og því gekkst hann þegar í stað undir aðgerð. Hann hefur afboðað tónleikaferðalag sitt þar sem hann þarf að ná kröftum á ný.

Bush er hárprúðastur

Ótrúlegustu atriði geta skipt máli þegar forsetakosningar í Bandaríkjunum er annars vegar. Ný könnun hárvarningsframleiðanda leiðir til að mynda í ljós, að meirihluti Bandaríkjamanna er á því, að Bush forseti sé með bestu hárgreiðsluna af þeim sem eru í framboði.

Söngleikur með sterkan boðskap

"Þetta er búin að vera rosamikil keyrsla," segir Unnur Ösp Stefánsdóttir, leikkona í söngleiknum Hárið sem frumsýndur verður í Austurbæ í kvöld.

Með annað fólk á bakinu

Jón Gnarr er að leggja lokahönd á sína fyrstu stuttmynd en styrkur frá Kvikmyndasjóði gerði Jóni kleift að takast á við verkefnið.

Grafarþögn í ellefta sæti

Arnaldur Indriðason er að gera það gott í Svíþjóð en þarlendir gagnrýnendur halda vart vatni af hrifningu yfir Grafarþögn sem komin er í 11. sæti sænska metsölulistans.

Flutti suður í sjónvarpið

"Þetta er algjör unglingaþáttur," segir Anna Katrín Guðbrandsdóttir, en í dag fer fyrsti sjónvarpsþátturinn hennar í loftið á Popptíví. "Ég sé um þáttinn ásamt Heiðari Austmann sem er algjör snilldargaur. Við ætlum að stíla inn á framhaldsskólaaldurinn, félagslífið og hvað krakkarnir eru að gera og hugsa."

Úr propsi í pólitík

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var 17 ára þegar söngleikurinn Hárið var frumsýndur hér á landi. Það var árið 1971 þegar Hárið var sett upp í Glaumbæ í leikstjórn Brynju Benediktsdóttur. En það sem fáir vita um af ferli stjórnmálakonunnar Ingibjargar Sólrúnar er að í Hárinu 1971 sá hún um propsið í sýningunni.

Tómas Lemarquis í franskri bíómynd

Tómas Lemarquis sem fór eftirminnilega með hlutverk Nóa albinóa í samnefndri kvikmynd er nú staddur í Frakklandi við tökur á nýrri franskri bíómynd.

Gægist oft út um gluggan

"Við eldhúsgluggann er tvímælalaust uppáhaldsstaðurinn minn á heimilinu," segir Ingibjörg Þórisdóttir, framkvæmdastjóri Hafnarfjarðarleikhússins og horfir dreymin út um gluggann.

Ferlega nýmóðins staður!

Kokkurinn knái og bumbulausi sem er stúdentum góðkunnur úr veitingasal Þjóðarbókhlöðunnar, hefur þanið vængi sína og blásið lífi í gamla Top Shop húsið með opnun á nýjum sushi og smáréttabar.

Stílhreinir Aurum skartgripir

Í Bankastrætinu er verslunin Aurum, stílhrein íslensk skartgripaverslun sem er í eigu tveggja kjarnakvenna.

Lestur hættulegur sjóninni

Helsta ástæðan fyrir aukinni nærsýni meðal Asíubúa er sú að lífsstíll þeirra hefur tekið miklum breytingum. Nú er svo komið að þar sem ástandið er verst, í Singapúr, eru fjórir af hverjum fimm átján ára piltum sem gegna herþjónustu nærsýnir. Fyrir þrjátíu árum var einungis fjórði hver nýliði nærsýnn.

Jennifer Lopez kann ekki að leika

Kvikmyndarisinn Miramax hefur ákveðið að Jennifer Lopez fái ekki fleiri hlutverk í þeirra myndum. Sýningu nýjustu myndar hennar Shall We Dance hefur verið frestað um ókominn tíma eftir að hafa fengið ömurlega dóma prufu áhorfenda. Þetta er enn ein kvikmyndin sem kolfellur hjá J-Lo.

Fiskur sem ég get treyst

Hallveig Thorlacius borðar mikinn fisk og þegar hún fer til útlanda er það fiskurinn og sundlaugarnar sem hún saknar mest.

Álagningaseðlar aðgengilegir

Álagningarseðlar þeirra sem töldu fram á netinu verða aðgengilegir á þjónustusíðunni rsk.is með kennitölu og veflykli og verður vefurinn opnaður þann 28. júlí.

Latóhagkerfið opnað

Latóhagkerfið var formlega opnað í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum rétt fyrir síðustu helgi.

Vísitalan helst óbreytt

Greiningardeild KB banka hefur spáð því að vísitala neysluverðs muni haldast óbreytt í júlí.

Beðið eftir Hárinu

Mikil eftirvænting virðist vera að skapast fyrir rokksöngleikinn Hárið sem frumsýndur verður í Austurbæ á föstudaginn. Sannkölluð rokktónleikastemning ku svífa yfir þessari uppsetningu Rúnars Freys Gíslasonar.

Auðvelt að spara

Ingólfur Hrafnkell Ingólfsson félagsfræðingur og leiðbeinandi á námskeiðum fjármála, skrifar hugleiðingar um sparnað.

Með næst hæstu ávöxtun í Evrópu

Einn af verðbréfasjóðum KB banka, Icelandic Equity-sjóðurinn, hefur gengið næstbest af hlutabréfasjóðum Evrópu, með 18,6 prósenta ávöxtun á öðrum fjórðungi þessa árs.

Arftaki Kournikovu er moldrík

Tennisdrottningin Maria Sharapova mun þéna hátt á þriðja milljarð króna áður en árið er liðið, eftir að hún tryggði sér sigur á Wimbledon-mótinu um liðna helgi. Og sú upphæð gæti vel fimmfaldast á næstu árum að sögn kunnugra í tennisheiminum. 

Jason var ekki rétti maðurinn

Ég settist niður með gítarleikaranum Kirk Hammett fyrir tónleikana og átti við hann gott spjall. Kirk var hinn hressasti, heilsaði mér með handabandi, sagðist hafa farið í ræktina um morguninn og var vel upplagður.

Má reyna að prútta

Útsala stendur yfir hjá versluninni Svefn og heilsa í Listhúsinu í Laugardal og Dalsbraut á Akureyri allt fram til 15. þessa mánaðar.

Þungarokk í belgískri sveit

Fannar Örn Karlsson er nítján ára og liðsmaður í Götuhernaðinum. Hann fór á tónleika og rankaði svo við sér matar- og húsnæðislaus í belgískri sveit.

Sjá næstu 50 fréttir