Fleiri fréttir Tók fiskinn loks í sátt Finnbogi Marinósson ljósmyndari segist hafa lært að meta fisk sem veislukost eftir vinnu sína við matreiðslubókina Meistarinn og áhugamaðurinn. Áður pantaði hann aldrei fisk á matsölustað. 28.11.2008 06:00 Fékk endurgreitt Tæknifyrirtækið Petra Group frá Malasíu hefur endurgreitt leikaranum Bruce Willis 900 þúsund dollara eftir að hann höfðaði mál gegn því. 28.11.2008 05:45 Höfundur í feluhlutverki Jeff Lindsey, höfundur bókanna um Dexter, er afar hrifinn af sjónvarpsþáttunum sem eru byggðir á verkum hans. Til að sýna stuðning sinn í verki ákvað hann að koma fram í feluhlutverki í nýjasta þættinum sem verður sýndur í Bandaríkjunum á sunnudaginn. 28.11.2008 05:15 Fór beint á toppinn Söngkonan Beyoncé fór beint á toppinn á Billboard-listanum í Bandaríkjunum með nýjustu plötu sína, hina tvöföldu I Am… Sasha Fierce. Þetta er í þriðja sinn í röð sem hún fer beint á toppinn þar í landi með plötu. 28.11.2008 05:00 Emilíana með aðra tónleika Það seldist upp samdægurs á tónleika Emilíönu Torrini í Háskólabíói 13. desember og því hefur öðrum tónleikum verið bætt við kvöldið eftir. Miðaverð er 4.900 krónur en þar sem sérstakt ungmennaverð fyrir 13-16 ára gafst vel á Sigur Rósar tónleikana í Höllinni á dögunum verður sama tilboð í gangi á seinni tónleika Emilíönu. Miðasalan hefst í dag á midi.is en unglingamiðana er hægt að nálgast í verslun Skífunnar á Laugavegi gegn skilríkjum. Þessir miðar kosta eitt þúsund krónur og getur hver unglingur keypt tvo miða. 28.11.2008 05:00 Eurobandið syngur með Söndru Kim í Þýskalandi Eurobandið verður meðal skærustu Euovision-stjarna á árlegri árshátíð eins stærsta Eurovision-aðdáendaklúbbsins sem um getur. Árshátíðin er haldin í München í byrjun janúar og meðal þeirra sem þar koma fram auk Eurobandsins er hin belgíska Sandra Kim. „Svo skemmtilega vill til að við erum að spila á sama stað og hún. Það verður forvitnilegt að hitta hana og heyra hana syngja, rúmum tuttugu árum eftir sigurinn,“ segir Friðrik Ómar, ein aðalsprautan í Eurobandinu. Hann bendir á að þrátt fyrir að rúmlega tveir áratugir séu liðnir síðan Kim sigraði er hún aðeins 36 ára í dag. Sandra var enda aðeins fjórtán þegar hún fór með framlag Belga, J’aime la vie, alla leið árið 1986 á stóra sviðinu í Bergen. Sama ár og Gleðibankinn sigraði heiminn með Icy-tríóinu. 28.11.2008 05:00 Kvennasýningar blómstra Listakonur eru fyrirferðarmiklar í myndlistarsölum þessa dagana og kennir í verkum þeirra frá liðnu ári margra grasa. Hér er líka uppi athyglisverð sýning hollenskrar listakonu þar sem bent er á hlut horfinna kvenna í myndlistinni. 28.11.2008 04:30 Grýla og familía Í dag er opnuð sýning í Hafnarborg á nýjum myndskreytingum eftir Brian Pilkington af íslensku jólasveinunum, foreldrum þeirra, Grýlu og Leppalúða, þessari séríslensku vandamálafjölskyldu. Sýningin mun standa fram á þrettándann og er tilvalið að fara með börnin í Fjörðinn til að skoða þessar teikningar Brians. 28.11.2008 04:00 Sienna ekki lengur á lausu Ástarmál Siennu Miller eru jafn flókin og fjármál íslenska ríkisins. Stundum er hún laus og liðug en á sama tíma virðist hún vera ástfangin upp fyrir haus. Breskir fjölmiðlar þreytast hins vegar seint á að fjalla um örvarnar sem Amor hefur engan veginn gefist upp á að skjóta í hjarta hennar. 28.11.2008 04:00 Rífandi góðir dómar Jóhann Jóhannsson fær rífandi góða dóma fyrir nýju plötuna sína, Fordlandia. Platan er ósungin en segir sögur um misheppnaðar útópíur. Lagaheitin og útskýringar sem Jóhann birtir á netinu segja söguna. Gagnrýnendur beggja vegna Atlantshafsins eru yfir sig hrifnir. 28.11.2008 03:45 Sírenuvæl í sól og sumaryl Gylfi Ægisson fagnar 30 ára edrúafmæli sínu á næsta ári. Hann klárar þetta ár með málverkasýningu og útgáfu á geisladiski með vinsælustu lögum sínum. 28.11.2008 03:00 Cliff til liðs við Shadows á ný Söngvarinn Cliff Richard ætlar í tónleikaferð seint á næsta ári með sínum gömlu félögum í The Shadows í tilefni af fimmtíu ára afmæli hljómsveitarinnar. 28.11.2008 02:00 Dæmdu mat fyrir tónleika Rokkararnir í Foo Fighters voru í gestahlutverki í bandaríska raunveruleikaþættinum Top Chef sem var sýndur fyrir skömmu vestanhafs. Í þættinum, sem var tekinn upp í sumar, þurftu keppendur að matreiða ofan í rokkarana og þáttastjórnandann Grant Achatz skömmu fyrir tónleika þeirra. Eftir það gáfu þeir kokkunum einkunn sína. 28.11.2008 02:00 Stóns loks á Íslandi Fyrstu tónleikar Stóns eru í kvöld á Players í Kópavogi. Þetta er tökulagasveit sem sérhæfir sig í Rolling Stones-lögum. Stóns eru valinkunnir menn úr íslenska rokkinu, Frosti Júníor í Esju er Charlie Watts, Kalli í Lights on the Highway er Bill Wyman, Biggi í Motion Boys er Brian Jones og Bjarni og Bjössi í Mínus eru Keith og Mick. 28.11.2008 02:00 Madonna og A-Rod nálgast Samband Madonnu og hafnaboltaleikmannsins Alex Rodriguez virðist allt að því óumflýjanlegt. A-Rod, eins og hann er kallaður í Bandaríkjunum, sat á fremsta bekk á tónleikum söngdívunnar í Miami og virtist kunna því vel. Enda sat sjálft poppgoðið Rod Stewart honum á hægri hönd. Madonna virðist kunna þá list manna best að senda tvíræð skilaboð. Madonna sagði, áður en hún flutti lagið I’m So Far Away, að allir ættu að þekkja þá tilfinningu að vera ástfanginn í fjarbúð.F 28.11.2008 01:30 Neighbours stjarna lenti í Mumbai árásum Leikkonan Brooke Satchwell, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt sem Anne Wilkinson í Nágrönnum, slapp naumlega frá vígamönnum sem réðust inn á Taj hótelið í Mumbai í gær með því að fela sig í baðherbergisskáp. 27.11.2008 17:52 Óförðuð Miley Cyrus - myndir Táningastjarnan, Miley Cyrus, 16 ára, sem er þekkt fyrir að leika Hönnuh Montana í samnefndum sjónvarpsþáttum var mynduð á Times Square í New York í gær. 27.11.2008 16:26 Viðskiptaráðherra tekinn á teppið Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra situr fyrir svörum í sjónvarpsþættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. „Ég spyr Björgvin meðal annars hvort ekki þurfi að afnema vertrygginguna og hvað er að gerast bak við tjöldin í nýju bönkunum,“ svarar Sölvi Tryggvason þáttastjórnandi aðspurður um efnistök í þætti kvöldsins. 27.11.2008 15:49 Metnaðarfull fylgdarþjónusta í kreppunni....eða? Ritstjórn Vísis barst ábending um tiltölulega metnaðarfulla heimasíðu ungs manns sem býður erótíska fylgdarþjónustu. Meðal þess sem kynnt er á síðu hans er „einstaklingsþjónusta eða hópar, sértilboð til saumaklúbba og hlutverkaleikir“ og að sjálfsögðu er fullum trúnaði heitið. 27.11.2008 13:19 Fást við leiklist á forsendum hvers og eins Það var Halaleikhópurinn sem tók við Kærleikskúlunni svokölluðu í gær úr hendi Magnúsar Geirs Þórðarsonar borgarleikhússtjóra. 27.11.2008 12:47 Beyoncé Knowles í níðþröngum galla - myndband Beyoncé Knowles vakti lukku viðstaddra þegar hún dansaði í gærdag í níðþröngum galla eins og myndirnar sýna. Söngkonan tók nýju lögin hennar ,,Single ladies", ,,If I Were A Boy," og ,,Crazy in Love" í sjónvarpsþættinum Today Show á sjónvarpsstöðinni NBC í New York. 27.11.2008 12:24 Róttæki laganeminn blæs á gagnrýni samnemenda Katrín Oddsdóttir laganemi við Háskólann í Reykjavík vakti mikla athygli fyrir vasklega framgöngu sína á mótmælunum á Austurvelli um síðustu helgi. Þar hélt hún ræðu sem fékk fínar undirtektir viðstaddra. Fjórir samnemendur Katrínar skrifa grein í Morgunblaðið í dag þar sem þeir segjast vonast til þess að Katrín titli sig ekki sem laganema á opinberum vettvangi aftur. 27.11.2008 11:32 Stórbók og fleiri gersemar Viðhafnarútgáfur af ýmsu tagi hafa verið algengar í tónlistarútgáfu undanfarin ár og verða sífellt íburðarmeiri. Trausti Júlíusson spáði í þróunina og skoðaði nýja spariútgáfu Sigur Rósar-plötunnar Með suð í eyrum við spilum endalaust. Viðhafnarútgáfur hafa verið algengar í tónlistarútgáfu undanfarin ár. 27.11.2008 08:00 Skítatúr Spocks í spinningsal Hljómsveitin Dr. Spock var á framandlegum slóðum í hádeginu í gær þegar hún hélt útgáfutónleikana sína í spinningsal Sporthússins í Kópavogi. Múgur og margmenni svitnuðu við grjóthart rokkið með gula hanska á höndunum. Voru gestir ekki bara aumir í afturendanum eins og vanalega eftir spinningtíma heldur flestir með hvínandi són í eyrunum líka. 27.11.2008 07:00 Fórnaði mottunni fyrir nýju plötuna Brandon Flowers, söngvari hljómsveitarinnar The Killers, rakaði nýlega af sér yfirvaraskeggið sem hann hefur skartað síðustu ár. Ástæðuna segir hann vera að mottan hafi ekki samræmst nýrri stefnu sveitarinnar. 27.11.2008 06:45 Benjamin fær frábæra dóma Nýjasta mynd Davids Fincher, The Curious Case of Benjamin Button, fær frábæra dóma á bandarísku kvikmyndasíðunum Variety.com og Hollywoodreporter.com. 27.11.2008 06:30 Janis áfram Rokksöngleikurinn Janis 27 eftir Ólaf Hauk Símonarson hefur verið sýndur í Íslensku óperunni við miklar vinsældir í allt haust og verður síðasta sýning haustsins næstkomandi föstudag, 28. nóvember, kl. 20. 27.11.2008 06:00 Gaman á Græna hattinum Það verður gaman á Græna hattinum um helgina: á föstudagskvöld er það Margrét Guðrúnar og Bandið hans pabba en þá sveit skipa ekki ómerkari menn en: Ásgeir Óskarsson (Pelican, Stuðmenn, Þursaflokkurinn) trommur, Björgvin Gíslason (Náttúra, Pelican), gítar, Tómas Tómasson (Stuðmenn, Þursaflokkurinn) bassi og Margrét Guðrúnar píanó og söngur. 27.11.2008 06:00 Bandarísk bókmenntaverðlaun Peter Matthiessen, rithöfundur og stofnandi Paris Review, hlaut á miðvikudag National Book Award fyrir skáldsögu sína Wednesday night for Shadow Country sem er endurritun á verki hans frá áttunda áratugnum. Hann hefur áður fengið þessi verðlaun fyrir eitt sitt frægasta verk, The Snow Leopard. 27.11.2008 06:00 Kominn á beinu brautina Leikstjórinn Kevin Smith hefur sent frá sér gamanmyndina Zack and Miri Make a Porno sem verður frumsýnd hérlendis um helgina. Freyr Bjarnason leit yfir feril þessa athyglisverða leikstjóra. 27.11.2008 05:30 Moka Myrká Arnaldar út „Já, Myrká mokast út. Mikil söluaukning milli ára,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins. 27.11.2008 04:45 Megas kyssir jólasvein Megas & Senuþjófarnir blása til jólatónleika í Salnum í Kópavogi fimmtudagskvöldið 18. desember. Meiningin er að leika lög úr hnausþykkum lagasarpi meistarans og krydda pakkann með sérstaklega uppæfðum jólalögum, meðal annars smellinn „Ég sá mömmu kyssa jólasvein“. Mun sá jólasveinn væntanlega gera ýmislegt fleira en að kyssa mömmuna. Miðasala á þetta einstaka tækifæri til að láta sjálfan Megas koma sér endanlega í jólafílinginn er hafin á midi.is. 27.11.2008 04:00 Rockville í fjórða sinn Tónlistarhátíðin Rockville er nú haldin fjórða árið í röð á Paddy's í Keflavík. Stuðið hefst í kvöld og stendur fram á sunnudagsmorgun. Mikill fjöldi hljómsveita kemur fram, þar á meðal Dr. Spock, Retro Stefson, Mammút, Agent Fresco, Fm Belfast, Slugs, Æla, Hellvar, Dark Harvest, Andrúm, Klaus, Miri, DLX ATX, Morðingjarnir og Sudden Weather Change. Miðaverði er haldið niðri sem kostur er, passi á kvöldin þrjú kostar 2.300 kr., en þúsund kall á stök kvöld. 27.11.2008 04:00 Sjúklegt basl og dálítið stress Rapparinn Addi Intro úr hljómsveitinni Forgotten Lores er að gefa út sína fyrstu sólóplötu, Tivoli Chillout. Platan átti að koma út hjá Geimsteini en vegna kreppunnar og vandræða með gjaldeyri ákvað fyrirtækið að fresta útgáfunni fram í apríl. Það hugnaðist Adda ekki og ákvað hann að gefa hana út sjálfur með öllu því veseni sem því tilheyrir. 27.11.2008 03:30 Hálf öld aðskilur nafnana 52 ár, eða rúmlega hálf öld, skilur að nafnana Ragnar Bjarnason og Ragnar Sólberg sem eru báðir að gefa út sólóplötur núna fyrir jólin. 27.11.2008 02:45 Blender gerir upp árið Plata rapparans Lil" Wayne, Tha Carter III, hefur verið kjörin plata ársins af bandaríska tónlistartímaritinu Blender. Listar yfir plötur ársins fara smám saman að birtast og ríður Blender á vaðið með þessum nýja lista. 27.11.2008 02:30 Coxon kallaður til æfinga með Blur Damon Albarn hefur staðfest að Blur ætli að koma aftur saman á næsta ári með gítarleikarann Graham Coxon innanborðs. „Blur ætlar að æfa saman og síðan kemur í ljós hvort við erum til í tuskið,“ sagði Albarn, skömmu áður en hann flutti óperu sína Monkey: Journey to the West í London. 27.11.2008 02:00 Mamma og pabbi hjálpa „Ég er búin að vera að syngja í þrjú fjögur ár,“ segir Elín Eyþórsdóttir átján ára sem hefur gefið út sína fyrstu plötu, See you in dreamland. „Ég söng fyrst á kaffi Hljómalind þegar ég sá að maður gæti troðið þar upp og lét bara mína nánustu vita. 27.11.2008 01:45 Pink nýtur ásta með sjálfri sér - myndband Söngkonan Pink nýtur ásta, með hjálp tækninnar, með sjálfri sér í nýju tónlistarmyndbandi við lagið Sober klædd í svartan brjóstarhaldara. Sjá myndbandið hér. Pink skildi fyrr á árinu við eiginmann sinn, motorcross stjörnuna Carey Hart. 26.11.2008 15:34 Rösklega ellefuhundruð facebook notendur styðja Geir Rösklega ellefuhundruð manns hafa skráð sig á síðu sem sett var upp til stuðnings Geirs H. Haarde forsætisráðherra á facebook. 26.11.2008 11:39 Reykjavík síðdegis verðlaunað Á Umferðarþingi í ár var aðstandendum útvarpsþáttarins „Reykjavík síðdegis" veitt Umferðarljósið sem er sérstök viðurkenning sem Umferðarráð veitir þeim sem unnið hafa sérstaklega árangursríkt og eftirtektarvert starf á sviði umferðaröryggismála. Dagskrágerðarmenn þáttarins „Reykjavík síðdegis", þeir Þorgeir Ástvaldsson, Kristófer Helgason, Bragi Guðmundsson og áður Ásgeir Páll Ágústsson hafa verið fundvísir á áhugaverð málefni í sambandi við umferð og umferðaröryggi. „Þetta kemur á óvart. En við höfum í 8 ára sögu Reykjavík síðdegis alla tíð, í opnu útvarpi, verið mikið í sambandi við manninn á götunni. Sá tími sem landsmenn eyða í bíl hefur lengst og okkur finnst við hafa náð eyrum margra í bílum," svarar Þorgeri Ástvaldsson þegar Vísir óskar honum til hamingju með viðurkenninguna. 26.11.2008 11:27 Angelina Jolie ólétt Vikuritið In Touch heldur því fram að Angelina Jolie sé komin þrjá mánuði á leið með sjöunda barn hennar og Brad Pitt. Sama tímarit var fyrst með fréttirnar af tvíburum leikkonunnar. Þar segir að Angelina geti ekki hætt að ræða um barnið sem hún beri undir belti en annað hljóð sé í barnsföður hennar, Brad, sem sé ekki eins spenntur. 26.11.2008 10:18 Andri Snær biður Verzlinga afsökunar - heldur fyrirlestur í sáttarskyni Rithöfundurinn Andri Snær Magnason hringdi í formann nemendafélags Verzlunarskóla Íslands og baðst afsökunar á ummælum sem hann lét falla í Silfri Egils fyrir skömmu. Þar sagði Andri að núverandi efnahagsþrengingar fælu í sér fall Verzló. Rithöfundurinn mætir á sal skólans í hádeginu og heldur „kreppufyrirlestur“. 26.11.2008 10:15 Þrefalt dýrara á Hróarskeldu „Ég veit ekki hvernig þetta verður. Ég á ekki von á því að það verði jafnmikil þátttaka og síðustu ár,“ segir Tómas Young, íslenskur tengiliður Hróarskelduhátíðarinnar í Danmörku. 26.11.2008 06:00 Geir Haarde fær stuðning og andbyr á Facebook Mikið mæðir á Geir H. Haarde forsætisráðherra þessa dagana. Á Facebook hefur hópur aðdáenda ráðherrans opnað stuðningsmannasíðu þar sem fólki gefst kostur á að styðja við bakið á ráðherranum á þessum erfiðu tímum. 434 hafa skráð sig á síðuna. Á annari síðu er yfirskriftin: „Ekki meir Geir“ og þar hafa 655 skráð sig. 25.11.2008 21:56 Sjá næstu 50 fréttir
Tók fiskinn loks í sátt Finnbogi Marinósson ljósmyndari segist hafa lært að meta fisk sem veislukost eftir vinnu sína við matreiðslubókina Meistarinn og áhugamaðurinn. Áður pantaði hann aldrei fisk á matsölustað. 28.11.2008 06:00
Fékk endurgreitt Tæknifyrirtækið Petra Group frá Malasíu hefur endurgreitt leikaranum Bruce Willis 900 þúsund dollara eftir að hann höfðaði mál gegn því. 28.11.2008 05:45
Höfundur í feluhlutverki Jeff Lindsey, höfundur bókanna um Dexter, er afar hrifinn af sjónvarpsþáttunum sem eru byggðir á verkum hans. Til að sýna stuðning sinn í verki ákvað hann að koma fram í feluhlutverki í nýjasta þættinum sem verður sýndur í Bandaríkjunum á sunnudaginn. 28.11.2008 05:15
Fór beint á toppinn Söngkonan Beyoncé fór beint á toppinn á Billboard-listanum í Bandaríkjunum með nýjustu plötu sína, hina tvöföldu I Am… Sasha Fierce. Þetta er í þriðja sinn í röð sem hún fer beint á toppinn þar í landi með plötu. 28.11.2008 05:00
Emilíana með aðra tónleika Það seldist upp samdægurs á tónleika Emilíönu Torrini í Háskólabíói 13. desember og því hefur öðrum tónleikum verið bætt við kvöldið eftir. Miðaverð er 4.900 krónur en þar sem sérstakt ungmennaverð fyrir 13-16 ára gafst vel á Sigur Rósar tónleikana í Höllinni á dögunum verður sama tilboð í gangi á seinni tónleika Emilíönu. Miðasalan hefst í dag á midi.is en unglingamiðana er hægt að nálgast í verslun Skífunnar á Laugavegi gegn skilríkjum. Þessir miðar kosta eitt þúsund krónur og getur hver unglingur keypt tvo miða. 28.11.2008 05:00
Eurobandið syngur með Söndru Kim í Þýskalandi Eurobandið verður meðal skærustu Euovision-stjarna á árlegri árshátíð eins stærsta Eurovision-aðdáendaklúbbsins sem um getur. Árshátíðin er haldin í München í byrjun janúar og meðal þeirra sem þar koma fram auk Eurobandsins er hin belgíska Sandra Kim. „Svo skemmtilega vill til að við erum að spila á sama stað og hún. Það verður forvitnilegt að hitta hana og heyra hana syngja, rúmum tuttugu árum eftir sigurinn,“ segir Friðrik Ómar, ein aðalsprautan í Eurobandinu. Hann bendir á að þrátt fyrir að rúmlega tveir áratugir séu liðnir síðan Kim sigraði er hún aðeins 36 ára í dag. Sandra var enda aðeins fjórtán þegar hún fór með framlag Belga, J’aime la vie, alla leið árið 1986 á stóra sviðinu í Bergen. Sama ár og Gleðibankinn sigraði heiminn með Icy-tríóinu. 28.11.2008 05:00
Kvennasýningar blómstra Listakonur eru fyrirferðarmiklar í myndlistarsölum þessa dagana og kennir í verkum þeirra frá liðnu ári margra grasa. Hér er líka uppi athyglisverð sýning hollenskrar listakonu þar sem bent er á hlut horfinna kvenna í myndlistinni. 28.11.2008 04:30
Grýla og familía Í dag er opnuð sýning í Hafnarborg á nýjum myndskreytingum eftir Brian Pilkington af íslensku jólasveinunum, foreldrum þeirra, Grýlu og Leppalúða, þessari séríslensku vandamálafjölskyldu. Sýningin mun standa fram á þrettándann og er tilvalið að fara með börnin í Fjörðinn til að skoða þessar teikningar Brians. 28.11.2008 04:00
Sienna ekki lengur á lausu Ástarmál Siennu Miller eru jafn flókin og fjármál íslenska ríkisins. Stundum er hún laus og liðug en á sama tíma virðist hún vera ástfangin upp fyrir haus. Breskir fjölmiðlar þreytast hins vegar seint á að fjalla um örvarnar sem Amor hefur engan veginn gefist upp á að skjóta í hjarta hennar. 28.11.2008 04:00
Rífandi góðir dómar Jóhann Jóhannsson fær rífandi góða dóma fyrir nýju plötuna sína, Fordlandia. Platan er ósungin en segir sögur um misheppnaðar útópíur. Lagaheitin og útskýringar sem Jóhann birtir á netinu segja söguna. Gagnrýnendur beggja vegna Atlantshafsins eru yfir sig hrifnir. 28.11.2008 03:45
Sírenuvæl í sól og sumaryl Gylfi Ægisson fagnar 30 ára edrúafmæli sínu á næsta ári. Hann klárar þetta ár með málverkasýningu og útgáfu á geisladiski með vinsælustu lögum sínum. 28.11.2008 03:00
Cliff til liðs við Shadows á ný Söngvarinn Cliff Richard ætlar í tónleikaferð seint á næsta ári með sínum gömlu félögum í The Shadows í tilefni af fimmtíu ára afmæli hljómsveitarinnar. 28.11.2008 02:00
Dæmdu mat fyrir tónleika Rokkararnir í Foo Fighters voru í gestahlutverki í bandaríska raunveruleikaþættinum Top Chef sem var sýndur fyrir skömmu vestanhafs. Í þættinum, sem var tekinn upp í sumar, þurftu keppendur að matreiða ofan í rokkarana og þáttastjórnandann Grant Achatz skömmu fyrir tónleika þeirra. Eftir það gáfu þeir kokkunum einkunn sína. 28.11.2008 02:00
Stóns loks á Íslandi Fyrstu tónleikar Stóns eru í kvöld á Players í Kópavogi. Þetta er tökulagasveit sem sérhæfir sig í Rolling Stones-lögum. Stóns eru valinkunnir menn úr íslenska rokkinu, Frosti Júníor í Esju er Charlie Watts, Kalli í Lights on the Highway er Bill Wyman, Biggi í Motion Boys er Brian Jones og Bjarni og Bjössi í Mínus eru Keith og Mick. 28.11.2008 02:00
Madonna og A-Rod nálgast Samband Madonnu og hafnaboltaleikmannsins Alex Rodriguez virðist allt að því óumflýjanlegt. A-Rod, eins og hann er kallaður í Bandaríkjunum, sat á fremsta bekk á tónleikum söngdívunnar í Miami og virtist kunna því vel. Enda sat sjálft poppgoðið Rod Stewart honum á hægri hönd. Madonna virðist kunna þá list manna best að senda tvíræð skilaboð. Madonna sagði, áður en hún flutti lagið I’m So Far Away, að allir ættu að þekkja þá tilfinningu að vera ástfanginn í fjarbúð.F 28.11.2008 01:30
Neighbours stjarna lenti í Mumbai árásum Leikkonan Brooke Satchwell, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt sem Anne Wilkinson í Nágrönnum, slapp naumlega frá vígamönnum sem réðust inn á Taj hótelið í Mumbai í gær með því að fela sig í baðherbergisskáp. 27.11.2008 17:52
Óförðuð Miley Cyrus - myndir Táningastjarnan, Miley Cyrus, 16 ára, sem er þekkt fyrir að leika Hönnuh Montana í samnefndum sjónvarpsþáttum var mynduð á Times Square í New York í gær. 27.11.2008 16:26
Viðskiptaráðherra tekinn á teppið Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra situr fyrir svörum í sjónvarpsþættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. „Ég spyr Björgvin meðal annars hvort ekki þurfi að afnema vertrygginguna og hvað er að gerast bak við tjöldin í nýju bönkunum,“ svarar Sölvi Tryggvason þáttastjórnandi aðspurður um efnistök í þætti kvöldsins. 27.11.2008 15:49
Metnaðarfull fylgdarþjónusta í kreppunni....eða? Ritstjórn Vísis barst ábending um tiltölulega metnaðarfulla heimasíðu ungs manns sem býður erótíska fylgdarþjónustu. Meðal þess sem kynnt er á síðu hans er „einstaklingsþjónusta eða hópar, sértilboð til saumaklúbba og hlutverkaleikir“ og að sjálfsögðu er fullum trúnaði heitið. 27.11.2008 13:19
Fást við leiklist á forsendum hvers og eins Það var Halaleikhópurinn sem tók við Kærleikskúlunni svokölluðu í gær úr hendi Magnúsar Geirs Þórðarsonar borgarleikhússtjóra. 27.11.2008 12:47
Beyoncé Knowles í níðþröngum galla - myndband Beyoncé Knowles vakti lukku viðstaddra þegar hún dansaði í gærdag í níðþröngum galla eins og myndirnar sýna. Söngkonan tók nýju lögin hennar ,,Single ladies", ,,If I Were A Boy," og ,,Crazy in Love" í sjónvarpsþættinum Today Show á sjónvarpsstöðinni NBC í New York. 27.11.2008 12:24
Róttæki laganeminn blæs á gagnrýni samnemenda Katrín Oddsdóttir laganemi við Háskólann í Reykjavík vakti mikla athygli fyrir vasklega framgöngu sína á mótmælunum á Austurvelli um síðustu helgi. Þar hélt hún ræðu sem fékk fínar undirtektir viðstaddra. Fjórir samnemendur Katrínar skrifa grein í Morgunblaðið í dag þar sem þeir segjast vonast til þess að Katrín titli sig ekki sem laganema á opinberum vettvangi aftur. 27.11.2008 11:32
Stórbók og fleiri gersemar Viðhafnarútgáfur af ýmsu tagi hafa verið algengar í tónlistarútgáfu undanfarin ár og verða sífellt íburðarmeiri. Trausti Júlíusson spáði í þróunina og skoðaði nýja spariútgáfu Sigur Rósar-plötunnar Með suð í eyrum við spilum endalaust. Viðhafnarútgáfur hafa verið algengar í tónlistarútgáfu undanfarin ár. 27.11.2008 08:00
Skítatúr Spocks í spinningsal Hljómsveitin Dr. Spock var á framandlegum slóðum í hádeginu í gær þegar hún hélt útgáfutónleikana sína í spinningsal Sporthússins í Kópavogi. Múgur og margmenni svitnuðu við grjóthart rokkið með gula hanska á höndunum. Voru gestir ekki bara aumir í afturendanum eins og vanalega eftir spinningtíma heldur flestir með hvínandi són í eyrunum líka. 27.11.2008 07:00
Fórnaði mottunni fyrir nýju plötuna Brandon Flowers, söngvari hljómsveitarinnar The Killers, rakaði nýlega af sér yfirvaraskeggið sem hann hefur skartað síðustu ár. Ástæðuna segir hann vera að mottan hafi ekki samræmst nýrri stefnu sveitarinnar. 27.11.2008 06:45
Benjamin fær frábæra dóma Nýjasta mynd Davids Fincher, The Curious Case of Benjamin Button, fær frábæra dóma á bandarísku kvikmyndasíðunum Variety.com og Hollywoodreporter.com. 27.11.2008 06:30
Janis áfram Rokksöngleikurinn Janis 27 eftir Ólaf Hauk Símonarson hefur verið sýndur í Íslensku óperunni við miklar vinsældir í allt haust og verður síðasta sýning haustsins næstkomandi föstudag, 28. nóvember, kl. 20. 27.11.2008 06:00
Gaman á Græna hattinum Það verður gaman á Græna hattinum um helgina: á föstudagskvöld er það Margrét Guðrúnar og Bandið hans pabba en þá sveit skipa ekki ómerkari menn en: Ásgeir Óskarsson (Pelican, Stuðmenn, Þursaflokkurinn) trommur, Björgvin Gíslason (Náttúra, Pelican), gítar, Tómas Tómasson (Stuðmenn, Þursaflokkurinn) bassi og Margrét Guðrúnar píanó og söngur. 27.11.2008 06:00
Bandarísk bókmenntaverðlaun Peter Matthiessen, rithöfundur og stofnandi Paris Review, hlaut á miðvikudag National Book Award fyrir skáldsögu sína Wednesday night for Shadow Country sem er endurritun á verki hans frá áttunda áratugnum. Hann hefur áður fengið þessi verðlaun fyrir eitt sitt frægasta verk, The Snow Leopard. 27.11.2008 06:00
Kominn á beinu brautina Leikstjórinn Kevin Smith hefur sent frá sér gamanmyndina Zack and Miri Make a Porno sem verður frumsýnd hérlendis um helgina. Freyr Bjarnason leit yfir feril þessa athyglisverða leikstjóra. 27.11.2008 05:30
Moka Myrká Arnaldar út „Já, Myrká mokast út. Mikil söluaukning milli ára,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins. 27.11.2008 04:45
Megas kyssir jólasvein Megas & Senuþjófarnir blása til jólatónleika í Salnum í Kópavogi fimmtudagskvöldið 18. desember. Meiningin er að leika lög úr hnausþykkum lagasarpi meistarans og krydda pakkann með sérstaklega uppæfðum jólalögum, meðal annars smellinn „Ég sá mömmu kyssa jólasvein“. Mun sá jólasveinn væntanlega gera ýmislegt fleira en að kyssa mömmuna. Miðasala á þetta einstaka tækifæri til að láta sjálfan Megas koma sér endanlega í jólafílinginn er hafin á midi.is. 27.11.2008 04:00
Rockville í fjórða sinn Tónlistarhátíðin Rockville er nú haldin fjórða árið í röð á Paddy's í Keflavík. Stuðið hefst í kvöld og stendur fram á sunnudagsmorgun. Mikill fjöldi hljómsveita kemur fram, þar á meðal Dr. Spock, Retro Stefson, Mammút, Agent Fresco, Fm Belfast, Slugs, Æla, Hellvar, Dark Harvest, Andrúm, Klaus, Miri, DLX ATX, Morðingjarnir og Sudden Weather Change. Miðaverði er haldið niðri sem kostur er, passi á kvöldin þrjú kostar 2.300 kr., en þúsund kall á stök kvöld. 27.11.2008 04:00
Sjúklegt basl og dálítið stress Rapparinn Addi Intro úr hljómsveitinni Forgotten Lores er að gefa út sína fyrstu sólóplötu, Tivoli Chillout. Platan átti að koma út hjá Geimsteini en vegna kreppunnar og vandræða með gjaldeyri ákvað fyrirtækið að fresta útgáfunni fram í apríl. Það hugnaðist Adda ekki og ákvað hann að gefa hana út sjálfur með öllu því veseni sem því tilheyrir. 27.11.2008 03:30
Hálf öld aðskilur nafnana 52 ár, eða rúmlega hálf öld, skilur að nafnana Ragnar Bjarnason og Ragnar Sólberg sem eru báðir að gefa út sólóplötur núna fyrir jólin. 27.11.2008 02:45
Blender gerir upp árið Plata rapparans Lil" Wayne, Tha Carter III, hefur verið kjörin plata ársins af bandaríska tónlistartímaritinu Blender. Listar yfir plötur ársins fara smám saman að birtast og ríður Blender á vaðið með þessum nýja lista. 27.11.2008 02:30
Coxon kallaður til æfinga með Blur Damon Albarn hefur staðfest að Blur ætli að koma aftur saman á næsta ári með gítarleikarann Graham Coxon innanborðs. „Blur ætlar að æfa saman og síðan kemur í ljós hvort við erum til í tuskið,“ sagði Albarn, skömmu áður en hann flutti óperu sína Monkey: Journey to the West í London. 27.11.2008 02:00
Mamma og pabbi hjálpa „Ég er búin að vera að syngja í þrjú fjögur ár,“ segir Elín Eyþórsdóttir átján ára sem hefur gefið út sína fyrstu plötu, See you in dreamland. „Ég söng fyrst á kaffi Hljómalind þegar ég sá að maður gæti troðið þar upp og lét bara mína nánustu vita. 27.11.2008 01:45
Pink nýtur ásta með sjálfri sér - myndband Söngkonan Pink nýtur ásta, með hjálp tækninnar, með sjálfri sér í nýju tónlistarmyndbandi við lagið Sober klædd í svartan brjóstarhaldara. Sjá myndbandið hér. Pink skildi fyrr á árinu við eiginmann sinn, motorcross stjörnuna Carey Hart. 26.11.2008 15:34
Rösklega ellefuhundruð facebook notendur styðja Geir Rösklega ellefuhundruð manns hafa skráð sig á síðu sem sett var upp til stuðnings Geirs H. Haarde forsætisráðherra á facebook. 26.11.2008 11:39
Reykjavík síðdegis verðlaunað Á Umferðarþingi í ár var aðstandendum útvarpsþáttarins „Reykjavík síðdegis" veitt Umferðarljósið sem er sérstök viðurkenning sem Umferðarráð veitir þeim sem unnið hafa sérstaklega árangursríkt og eftirtektarvert starf á sviði umferðaröryggismála. Dagskrágerðarmenn þáttarins „Reykjavík síðdegis", þeir Þorgeir Ástvaldsson, Kristófer Helgason, Bragi Guðmundsson og áður Ásgeir Páll Ágústsson hafa verið fundvísir á áhugaverð málefni í sambandi við umferð og umferðaröryggi. „Þetta kemur á óvart. En við höfum í 8 ára sögu Reykjavík síðdegis alla tíð, í opnu útvarpi, verið mikið í sambandi við manninn á götunni. Sá tími sem landsmenn eyða í bíl hefur lengst og okkur finnst við hafa náð eyrum margra í bílum," svarar Þorgeri Ástvaldsson þegar Vísir óskar honum til hamingju með viðurkenninguna. 26.11.2008 11:27
Angelina Jolie ólétt Vikuritið In Touch heldur því fram að Angelina Jolie sé komin þrjá mánuði á leið með sjöunda barn hennar og Brad Pitt. Sama tímarit var fyrst með fréttirnar af tvíburum leikkonunnar. Þar segir að Angelina geti ekki hætt að ræða um barnið sem hún beri undir belti en annað hljóð sé í barnsföður hennar, Brad, sem sé ekki eins spenntur. 26.11.2008 10:18
Andri Snær biður Verzlinga afsökunar - heldur fyrirlestur í sáttarskyni Rithöfundurinn Andri Snær Magnason hringdi í formann nemendafélags Verzlunarskóla Íslands og baðst afsökunar á ummælum sem hann lét falla í Silfri Egils fyrir skömmu. Þar sagði Andri að núverandi efnahagsþrengingar fælu í sér fall Verzló. Rithöfundurinn mætir á sal skólans í hádeginu og heldur „kreppufyrirlestur“. 26.11.2008 10:15
Þrefalt dýrara á Hróarskeldu „Ég veit ekki hvernig þetta verður. Ég á ekki von á því að það verði jafnmikil þátttaka og síðustu ár,“ segir Tómas Young, íslenskur tengiliður Hróarskelduhátíðarinnar í Danmörku. 26.11.2008 06:00
Geir Haarde fær stuðning og andbyr á Facebook Mikið mæðir á Geir H. Haarde forsætisráðherra þessa dagana. Á Facebook hefur hópur aðdáenda ráðherrans opnað stuðningsmannasíðu þar sem fólki gefst kostur á að styðja við bakið á ráðherranum á þessum erfiðu tímum. 434 hafa skráð sig á síðuna. Á annari síðu er yfirskriftin: „Ekki meir Geir“ og þar hafa 655 skráð sig. 25.11.2008 21:56