Fleiri fréttir

Brúðkaupsdagurinn ekki ákveðinn

Leikkonan Jessica Biel, 30 ára, var með köflóttan sixpensara, í gærkvöldi þegar hún fékk sér að borða með unnusta sínum, tónlistarmanninum og leikaranum Justin Timberlake í Frakklandi en parið er á ferðalagi um Evrópu....

Of Monsters and Men í sjötta sæti á Billboard

Platan My Head Is an Animal með hljómsveitinni Of Monsters and Men fór beint í sjötta sæti bandaríska Billboard-listans, en listi sem nær yfir plötusölu í síðustu viku var birtur síðdegis í gær. Þetta er besti árangur sem íslensk hljómsveit hefur náð á listanum, sem hefur haldið utan um plötusölu í Bandaríkjunum frá árinu 1945.

Ásdís Rán: Tígrisdýrið gengur laust

Tilveran er alltaf yndisleg. Maður verður bara að taka því sem lífið gefur manni. Eins og vinir mínir segja þá gengur tígrisdýrið laust og það segir allt sem segja þarf, segir fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir meðal annars í forsíðuviðtali við Lífið, fylgiblað Fréttablaðsins. Þar ræðir Ásdís í einlægni um skilnaðinn við knattspyrnumanninn Garðar Gunnlaugsson, fyrirsætuferilinn, lífið í Búlgaríu og framtíðarástina.

Glæsimenni á frumsýningu Battleship

Spennumyndin Battleship var frumsýnd nýverið og hafa stjörnur myndarinnar verið iðnar við að mæta á frumsýningar víða um heim. Battleship er byggð á hinu þekkta borðspili, Sjóorustu, og skartar Alexander Skarsgård, Liam Neeson, Taylor Kitsch, Tadanobu Asano, fyrirsætunni Brooklyn Decker og söngkonunni Rihönnu í aðalhlutverkum. Söguþráður myndarinnar hefur þó verið kryddaður með geimverum og geimflaugum og fjallar því um sjóorustu milli manna og geimvera.

Vel útfært og kraftmikið

Muck stimplar sig inn með pottþéttri rokkplötu, lagasmíðarnar eru fínar, flutningur þéttur, útsetningarnar útpældar og hljómurinn flottur.

Ráðherrar rekast á

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur líklega verið að flýta sér aðeins um of á fund ríkisstjórnarinnar í gærmorgun.

Fær frið frá eltihrelli

Leikarinn Alec Baldwin hefur loksins fengið frið frá eltihrellinum og kanadísku leikkonunni Genevieve Sabourin sem var á dögunum dæmd til að halda sig fjarri leikaranum. Baldwin og Sabourin fóru einu sinni á stefnumót árið 2010 en síðan þá hefur leikkonan aldeilis fengið Baldwin á heilann. Baldwin hefur meðal annars þurft að breyta um símanúmer eftir að hafa fengið þúsundir skilaboða frá Sabourin, sem einnig hefur ítrekað mætt óboðin í heimsókn til leikarans. Á dögunum varð lögreglan að fjarlægja hana frá tónleikunum í New York þar sem Baldwin var kynnir.

Fer til Hollands og nælir í BA-gráðu í sirkuslistum

"Fyrsta árið lærir maður allar greinar fagsins, þar á meðal að gegla og loftfimleika, en hin þrjú árin fara í það að sérhæfa sig,“ segir Eyrún Ævarsdóttir sem mun hefja nám í sirkuslistum við Codart-skólann í Rotterdam í haust.

Endurvekja Gullkindina

„Það er búið að vera svo rosalega mikið af lélegu auglýsingarefni, sjónvarpsefni og útvarpsefni á boðstólum að undanförnu að okkur fannst við verða að heiðra það,“ segir útvarpsmaðurinn Máni Pétursson um endurvakningu verðlaunahátíðarinnar Gullkindin.

Dreymir sætindi vikurnar fyrir mót

Sviðsframkoma og útgeislun skipta höfuðmáli í módelfitness en vinsældir greinarinnar fara vaxandi meðal stúlkna hér á landi. Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir er Íslandsmeistari í módelfitness í sínum flokki en hún byrjaði að æfa fyrir fjórum árum.

Húmor, spenna og Bollywood

Fimm myndir verða frumsýndar á Indverskri kvikmyndahátíð í Bíói Paradís í kvöld. Um er að ræða rómantísku myndina Stóri dagurinn (Band Baaja Baaraat), vísindamyndina Vélmenni (Enthirian), spennumyndina Dhoom 2 og dramamyndirnar Talaðu (Bol) og Hálsmenið (Madrasapattinam).

Nýr hönnuður Dior

Raf Simons, fyrrverandi yfirhönnuður hjá tískuhúsinu Jil Sander, er nýr hönnuður hjá Christian Dior. Mikið hefur verið skrifað um væntanlegan arftaka Johns Galliano hjá tískuhúsinu og mörg nöfn verið nefnd en nú er loksins komið í ljós að Simons hafi tekið starfinu. Fyrsta fatalína hönnuðarins fyrir Dior kemur fyrir sjónir almennings strax í júlí þegar hátískan, eða haute couture, verður sýnd.

Mest stolið um páskana

Kvikmyndin Contraband, sem kom út í Bandaríkjunum í upphafi árs, er ein vinsælasta mynd ólöglegu deilisíðunnar The Pirate Bay.

Of Monsters and Men selur 55 þúsund plötur á viku

"Við lifum á tónlistinni. Það er pottþétt draumur hvers tónlistarmanns,“ segir Ragnar Þórhallsson, annar söngvara hljómsveitarinnar Of Monsters and Men. Platan My Head Is an Animal með Of Monsters and Men hefur selst í um 55 þúsund eintökum frá því að hún kom út í Bandaríkjunum 3. apríl, samkvæmt vefritinu Hits Daily Double.

Farsaskrímslið snýr aftur

Tveir 11 ára piltar lumbra hvor á öðrum og tennur hljóta skaða af. Foreldrar drengjanna hittast í heimboði til að ræða málin en andrúmsloftið er þvingað og siðprýði fullorðna fólksins ristir ekki sérlega djúpt.

Ber sérhannaðan hring

Justin Timberlake hannaði sjálfur trúlofunarhringinn sem hann gaf unnustu sinni, Jessicu Biel, en samkvæmt US Weekly er stúlkan ekki alltof hrifin af hönnun unnustans.

Er með glútenóþol

Söng- og leikkonan Miley Cyrus hefur sætt nokkurri gagnrýni fyrir holdafar sitt undanfarnar vikur. Einhverjir halda því fram að söngkonan þjáist af lystarstoli en Cyrus hefur vísað gagnrýninni á bug.

Kolfinna í ítalska Vogue

Fyrirsætan Kolfinna Kristófersdóttir kemur fyrir í myndaþætti fyrir ítalska Vogue sem nefnist Because The Night. Ljósmyndarinn Steven Meisel myndaði þáttinn en hann myndaði meðal annars Madonnu fyrir bók hennar Sex sem kom út árið 1992. Meisel stundaði nám við Parsons The New School for Design og hefur áður unnið með tískuhúsum á borð við Versace, Valentino, Dolce & Gabbana og Calvin Klein.

Lærir leikstjórn í New York

"Þetta verður nýtt og spennandi ævintýri fyrir okkur,“ segir Jörundur Ragnarsson leikari en hann hefur fengið inngöngu í Columbia-háskólann í New York og heldur utan í haust.

Ný tónlistarútgáfa

Color Me Records er nýtt útgáfufyrirtæki sem sérhæfir sig í íslenskri raftónlist. Það eru fjórmenningarnir Áskell Harðarson, Björn Gauti Björnsson, Jón Eðvald Vignisson og Steindór Grétar Jónsson sem standa að útgáfunni.

Hress skilnaðarplata frá drottningu poppsins

MDNA er tólfta plata Madonnu og sú fyrsta síðan Hard Candy kom út fyrir fjórum árum. Þetta er líka fyrsta platan hennar síðan hún skildi við Guy Ritchie. MDNA er ekkert byltingarkennd, enda gerir maður ekki þær kröfur til Madonnu. Hún er heldur ekki fullkomin, en þetta er vel unnin og skemmtileg plata sem virkar best spiluð á fullu blasti í góðum græjum.

Stórafmæli Tom Cruise á Íslandi

Tom Cruise er væntanlegur til landsins í júní með tökuliði stórmyndarinnar Oblivion. Þetta staðfesti Leifur B. Dagfinnsson, framleiðandi hjá framleiðslufyrirtækinu True North, í frétt á vef RÚV í gær.

Perlan skín enn

Það er gaman að fá þessa perlu aftur í bíó. Hún fjallar um atburði sem áttu sér stað í upphafi síðustu aldar, en er um leið góð heimild um áherslur í kvikmyndagerð undir lok hennar. Einlægnin var meiri, kaldhæðnin minni og Leonardo DiCaprio var miklu sætari. Og að sjá hann svona í þrívídd er það næsta sem þú kemst því að knúsa hann í alvörunni. Er hægt að selja þetta betur?

Myndaði Eiffel-turninn í polli

Grafíski hönnuðurinn og áhugaljósmyndarinn Oscar Bjarnason á ljósmynd í bókinni 200 Best Ad Photographers sem hið virta þýska tímarit Lürzer's Archive gefur út á tveggja ára fresti.

María Sigrún orðin mamma

Fréttakonan María Sigrún Hilmarsdóttir er orðin léttari. Samkvæmt heimildum Vísis ól hún heilbrigðan og fallegan dreng. Eiginmaður Maríu Sigrúnar er Pétur Árni Jónsson, útgáfustjóri Viðskiptablaðsins en þau giftu sig síðastliðið sumar. Þetta er fyrsta barn þeirra hjóna.

Frumsýndi soninn á Twitter

Stjörnurnar eru farnar að nota samskiptasíðuna Twitter í auknum mæli en leikkonan Hillary Duff er greinilega hrifin af þessa samskiptatækni. Í síðustu viku birti hún í fyrsta sinn myndir af nýfæddum syni sínum á Twitter við góðar undirtektir aðdáenda sinna. Á sínum tíma var hún líka dugleg að deila meðgöngunni með fylgjendum sínum á samskiptavefnum.

Fyrrverandi fór heim með Brad Pitt

Hnefaleikakappinn Mike Tyson sagði spjallþáttastjórnandanum Conan O'Brien að hann hefði eitt sinn orðið vitni að því þegar eiginkona hans fyrrverandi kom heim með Brad Pitt.

Lagið Allt varð hljótt hljómar í Hunger Games

"Það er ekkert leiðinlegt að eiga tónlistina í mynd sem átti þriðju stærstu opnunina í Bandaríkjunum,“ segir tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds, spurður út í lagið sitt Allt varð hljótt. Það hljómar í kvikmyndinni The Hunger Games sem hefur farið sigurför um heiminn. Aðeins myndirnar Harry Potter and the Deathly Hallows – Part 2 og The Dark Knight hafa náð í meiri pening á frumsýningarhelgi sinni vestanhafs.

Fæðingar taka lengri tíma en áður

Konur eru lengur að fæða í dag en þær voru fyrir hálfri öld. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn á vegum National Institutes of Health sem birtist í American Journal of Obstetrics and Gynecology.

Vinsæl hönnun Ostwald Helgason

Hönnun tískumerkisins Ostwald Helgason hefur vakið töluverða athygli undanfarið ár og á meðal aðdáenda merkisins er bloggarinn heimsþekkti Susie Bubble.

Spila á hátíð í Austin

Rokkararnir í Singapore Sling spila á tónlistarhátíðinni Psych Fest í Austin í Texas í lok apríl. Þar verða einnig kunnar sveitir á borð við Meat Puppets og Brian Jonestown Massacre.

Derek er öðruvísi en The Office

Ricky Gervais segir að nýjustu gamanþættirnir hans, Derek, séu töluvert frábrugðnir öðrum þáttum sem hann hefur gert. Hann segir að aðalpersónan Derek Noakes sé meðvitaðri um sjálfan sig en David Brent úr The Office.

Falleg sýning um föðurleit

Saga Magneu, tengdamóður höfundarins Vals Freys Einarssonar og móður leikmynda- og búningahönnuðarins Ilmar Stefánsdóttur, er sögð af virðingu, hlýju og með greindarlegum undirliggjandi húmor.

Vann ekki úr sorginni

Pete Doherty þykir leitt að hafa ekki verið boðið í jarðarför vinkonu sinnar Amy Winehouse. Í viðtali við NME sagði hann að söngkonan hefði viljað hafa hann á staðnum.

Vel heppnuð hátíð

Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður fór að venju fram um páskana og þótti afar vel lukkuð. Einhverjir áttu þó erfitt með að komast aftur til Reykjavíkur að hátíðinni lokinni sökum veðurs.

Tilkomumikil hávaðamessa

AMFJ er listamannsnafn Aðalsteins Jörundssonar. Hann hefur vakið athygli undanfarin ár fyrir öfluga og á köflum ofsafengna frammistöðu á tónleikum. AMFJ (nafnið ku vera skammstöfun fyrir „Aðalsteinn Mother Fucking Jörundsson") gaf út kassettuna Itemhljóð og veinan árið 2009, en Bæn er hans fyrsta útgáfa á geisladiski. Það má segja að ýktur krafturinn á tónleikunum skili sér vel yfir á diskinn.

Kreppuviðbrögð og græn hugsun

Borgarfulltrúinn Gísli Marteinn Baldursson hefur komið sér upp litlu gróðurhúsi inni í stofu þar sem hann ræktar sínar eigin kryddjurtir. Kreppuviðbrögð í bland við græna hugsun segir borgarfulltrúinn sem þvertekur þó fyrir að vera einhver blómakarl.

Vilhjálmur og Katrín í vax

Vilhjálmur Bretaprins og eiginkona hans, Katrín hertogaynja af Cambridge, eru komin á vaxmyndasafn Maddame Tussaud í London. Síðastliðinn miðvikudagsmorgun afhjúpaði safnið vaxmyndastyttur af tilvonandi konungshjónunum og þykir vel hafa tekist til. Stytturnar eru ansi líkar þeim Vilhjálmi og Katrínu en fyrirmynd styttnanna er þegar parið tilkynnti trúlofun sína árið 2010. Katrín er í bláum kjól og Vilhjálmur með fjólublátt bindi.

Rómeó og Júlía snúa aftur

Vesturport hóf aftur að sýna verkið Rómeó og Júlíu í Borgarleikhúsinu í síðustu viku. Sýningin var frumsýnd árið 2002 og markaði upphafið að glæstu gengi leikhópsins. Ljósmyndari Fréttablaðsins smellti myndum af nokkrum glöðum gestum.

Sumarbrúðkaup í vændum

Justin Timberlake og Jessica Biel eru að skipuleggja risastórt sumarbrúðkaup ef marka má People Magazine en hingað til hefur parið ekki tjáð sig um væntanlegt brúðkaup. Samkvæmt heimildum People er það Timberlake sem vill stórt brúðkaup en Biel var sú sem vildi hafa litla athöfn.

Hefur áhuga á framhaldi

Arnold Schwarzenegger segir að viðræður hafi verið uppi um að gera framhald gamanmyndarinnar Twins. Vöðvabúntið og hinn smávaxni Danny Devito léku tvíbura í Twins sem kom út 1988.

Yngsti snjóbrettasnillingur landsins styrktur af DC

"Það skemmtilegasta sem ég geri er að vera á snjóbretti og hjólabretti," segir Akureyingurinn Benedikt Friðbjörnsson, sjö ára, sem er sá yngsti í heiminum sem vitað er um sem getur farið heljarstökk aftur á bak á snjóbretti eða svokallað backflip.

Sjá næstu 50 fréttir