Fleiri fréttir

Oprah lýkur göngu sinni

Spjallþáttur Opruh Winfrey lýkur göngu sinni árið 2011 eftir rúma tvo áratugi í loftinu. Ástæðan er sögð stofnun nýrrar sjónvarpsstöðvar Opruh, OWN, sem verður sett á laggirnar sama ár. Oprah, sem er orðin ein áhrifamesta kona Bandaríkjanna, hefur stjórnað þættinum frá árinu 1986. Þrátt fyrir að áhorfið á þátt hennar hafi dregist saman um helming á einum áratug er hún ennþá vinsælasti spjallþáttastjórandi Bandaríkjanna. Auk þess að stjórna spjallþætti sínum hefur Oprah gefið út tímarit og stjórnað útvarpsþætti.

Jenna hjá Opruh

Klámmyndastjarnan Jenna Jameson var gestur í spjallþætti Opruh Winfrey fyrir stuttu og sagði þar frá ferli sínum innan klámiðnaðarins.

Semur fyrsta Facebook-lagið

„Ég er eins og aðrir. Ég kíki reglulega á Facebook og tékka á „statusnum“,“ segir Guðmundur Annas Árnason, eða Mummi, sem hefur gefið út nýtt lag um Facebook, Hver er statusinn hjá þér?

Íslenskar múffur á markaðinn

Í kreppunni breytist margt. Fólk tekur sér nýja hluti fyrir hendur, kýlir jafnvel á að láta gamla drauma rætast. Eins og til dæmis Steinar Júlíusson. „Ég er menntaður grafískur hönnuður og var að vinna á auglýsingastofu,“ segir hann.

Í hörku formi og æfir daglega

„Ég byrjaði að æfa á fullu fyrir svona ári síðan og sökkti mér þá í þetta,“ segir Friðrika Hjördís sjónvarpskokkur og þáttastjórnandi Wipe out. Óhætt er að segja að Friðrika sé í fanta formi, enda æfir hún daglega í Laugum World Class og gengur reglulega á fjöll.

Les hugsanir og lætur hluti svífa

„Þetta byrjaði þannig að ég var með eitthvað af töfradóti til sölu í verslun minni, Börnum náttúrunnar, og fór eitthvað að fikta við þetta sjálfur,“ segir töframaðurinn John Tómasson sem hefur vakið mikla athygli fyrir töfrabrögð sín. Hann hefur meðal annars tekið að sér að troða upp á mannamótum bæði hér á landi og erlendis.

Knúsum rauðhærða fólkið á tónleikum

Rauðhærðir eiga undir högg að sækja því fleiri þúsund manns hafa skráð sig meðlimi í svokölluðum „Spörkum í rauðhærða-dagurinn“ á Facebook, þar á meðal nokkur fjöldi Íslendinga. Þegar lögreglan fór að rannsaka hópinn kom í ljós að 14 ára drengur frá Kanada bar ábyrgð á honum. Drengurinn bar fyrir sig húmor en lögreglan tók hart á málinu og lokaði síðunni. Nokkur hræðsla hefur skapast vegna dagsins hér á landi og meðal annars sendi skólastjóri Salaskóla í Kópavogi út tilkynningu til foreldra og varaði við ömurlegum eineltistilburðum.

Vesturbæjar eftir-krútt

Hljómsveitin Pascal Pinon var stofnuð af fjórum fjórtán ára stelpum í desember í fyrra. Þær eru ekkert að tvínóna við hlutina og gefa á sunnudaginn út fyrstu plötuna sína. Hún inniheldur ellefu frumsamin lög.

Feldberg fór á kostum í Kjallaranum

Hljómsveitin Feldberg er skipuð þeim Einari „Eberg“ Tönsberg og Rósu Birgittu Ísfeld. Hljómsveitin gaf nýlega út plötuna Don‘t Be a Stranger, sem er troðfull af smekklegu eðalpoppi. Þau kynntu plötuna í Þjóðleikhúskjallaranum á miðvikudagskvöldið ásamt hljómsveit og var múgur og margmenni mætt til að gæða sér á brakandi fersku poppinu.

Hlakkar til að fara á hestbak hjá pabba

„Maður hefur auðvitað saknað vina sinna og fjölskyldu hræðilega mikið og ég get ekki beðið eftir að komast á hestbak hjá pabba í sveitinni,“ segir hönnuðurinn Harpa Einarsdóttir.

Ragnar sýnir á Sundance

Verk eftir listamanninn Ragnar Kjartansson hefur verið valið til sýningar á Sundance-kvikmyndahátíðinni í janúar á næsta ári.

Nicole lögð inn á spítala

Nicole Richie liggur nú á spítala eftir að hún greindist með lungnabólgu. Raunveruleikasjónvarpsstjarnan var flutt á Cedars-Sinai spítalann í Los Angeles eftir að hún kvartaði undan vanlíðan og var hún þá greind, en samkvæmt talsmanni Richie líður henni ágætlega.

Eltir börnin

Fyrirsætan Heidi Klum eignaðist sitt fjórða barn fyrir tæpum mánuði síðan en er strax komin aftur til vinnu. Þrátt fryrir að líta sérstaklega vel út heldur hún því fram að hún sé ekki enn komin með sinn gamla vöxt.

Moore ekki tilnefndur

Óskarsakademían hefur tilkynnt hvaða fimmtán myndir eiga möguleika á að hreppa Óskarsverðlaunin á næsta ári. Athygli vekur að nýjasta mynd Michaels Moore, Capitalism: A Love Story, hlaut ekki náð fyrir augum akademíunnar. Hún er tekjuhæsta heimildarmynd ársins en þótti einfaldlega ekki nægilega góð en Moore vann Óskarinn árið 2002 fyrir Bowling for Columbine. Á meðal þeirra mynda sem komust í gegnum nálaraugað voru The Cove, Valentino: The Last Emperor og Every Little Step. Óskarsverðlaunin verða afhent í Hollywood 7. mars. Þar munu fimm heimildarmyndir keppa um gylltu styttuna.

Will Ferrell fær of há laun

Will Ferrell er sá kvikmyndaleikari í Hollywood sem fær allt of há laun samkvæmt nýjum lista tímaritsins Forbes. Í öðru sæti er Ewan McGregor og í því þriðja er Billy Bob Thornton.

Dikta fagnar nýrri breiðskífu í kvöld

Ný plata hljómsveitarinnar Diktu birtist í verslunum 16. nóvember, eftir fjögurra ára bið, en á plötunni Get It Together má meðal annars finna lögin Let Go og Just Getting Started. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sveitinni.

Baggalútur stelur á jólunum

Grínveldið Baggalútur heldur áfram að stuðla að gleði í lífi landsmanna. Nú á að taka stíft á fyrir jólin.

Fjögur hundruð milljónum varið í Óskarsherferð

„Þetta kostar aukapening en við höfum fengið það góð og jákvæð viðbrögð við myndinni að við töldum raunhæft að herja sérstaklega á þennan hóp,“ segir Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi í Hollywood. Kvikmyndin Brothers, sem Sigurjón framleiðir, fer í svokallaða Óskarsverðlauna-herferð. Það þýðir að hún verður markaðssett

Letterman fluttur út

David Letterman er fluttur út af heimili sínu og eiginkonu sinnar og dvelur nú í íbúð sinni á Manhattan. Stutt er síðan upp komst um framhjáhald Lettermans, en hann hafði þá haldið við unga aðstoðarkonu sína um nokkra hríð.

Hálfvitar sjá um gleðina

„Það kom inn pöntun um lag frá Unicef, reyndar fyrsta pöntunin sem við fáum. Nú hljóta Nova og Kringlan að fylgja í kjölfarið,“ segir Oddur Bjarni, meðlimur Ljótu hálfvitanna, um nýtt lag með hljómsveitinni. Lagið er lag dags rauða nefsins, sem Unicef stendur fyrir 4. desember. Hálfvitarnir fengu lausan tauminn við að semja lagið, þó með því skilyrði að það tengdist hugmyndinni að baki degi rauða nefsins, sem er að virkja gleðina til góðra hluta.

Börnin halda þeim saman

Fyrir stuttu síðan fluttu tímaritin hið vestra fréttir af meintu sambandi söngvarans Chris Martin og leikkonunnar Kate Bosworth. Í kjölfarið hótaði Martin að fara í mál við tímaritið sem fyrst flutti fréttirnar.

Vigdís tók á móti gestum

Ævisagan Vigdís – Kona verður forseti er komin út. Af því tilefni var haldið útgáfuhóf í Iðnó þar sem Vigdís Finnbogadóttir tók á móti hverjum gestinum á fætur öðrum. Útgáfustjórinn Páll Valsson ritaði þessa ævisögu Vigdísar sem margir hafa beðið spenntir eftir. Þar ber margt á góma sem hefur ekki farið hátt í gegnum tíðina, bæði er varðar einkalíf og opinber störf Vigdísar sem forseta Íslands.

Hjálmar á vínyl

Nýjasta Hjálma-platan, IV, er nú komin út á vínylplötu. Vínylsnobbarar landsins gleðjast eflaust við þessi tíðindi og eins þau að Hjálmar stefna á að gefa út hinar plöturnar þrjár á vínylforminu.

Of gott til að sitja á þessu ein

„Við gáfum fyrst út bókina Stattu með þér, sem eigin­maður minn, Gunnar Hrafn Birgisson, skrifaði árið 1998. Seinna gáfum við út spilið Skilaboð frá hulduheimum auk bókarinnar Þín hjartans þrá sem kennir mjög merkilega lífsspeki um það hvernig fólk geti unnið að draumum sínum. Ástæðan fyrir því að ég þýddi hana var sú að mér fannst þetta einum of gott efni til að halda þessu fyrir sjálfa mig,“ segir Hildur Halldóra Karlsdóttir, bókasafnsfræðingur og bókaútgefandi, en hún og eiginmaður hennar stofnuðu bókaútgáfuna Upptök ehf. fyrir rúmum tíu árum.

Fyrirsæta verður móðir

Ofurfyrirsætan Adriana Lima og eiginmaður hennar, serbneski körfuknattleiksmaðurinn Marko Jaric, eignuðust sitt fyrsta barn á mánudag. Hjónin eignuðust lítið stúlkubarn sem hefur hlotið nafnið Valentina Lima Jaric

Fara saman í tónleikaferð

Ragnheiður Gröndal og Helgi Hrafn Jónsson eru á leiðinni í tónleikaferð um Austurríki, Þýskaland og Sviss dagana 24. til 29. nóvember. Ferðin er farin á vegum Norðursins, sem vinnur að því að kynna íslenska tónlist í Þýskalandi og nágrenni. Fyrstu tónleikarnir verða í Zürich en þeir síðustu í Admiralspalast í Berlín, þar sem Ragnheiður er einmitt búsett. Hún er væntanleg til Íslands í byrjun desember þar sem hún mun kynna sína sjöttu plötu, Tregagás, sem kom út fyrir skömmu.

Sannkölluð fjölskylduhugmynd

„Mamma átti eiginlega upphaflegu hugmyndina, en við tókum öll vel í það fjölskyldan og skipulögðum þetta í sameiningu,“ segir Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm sem stendur fyrir styrktar­tónleikum fyrir Mæðrastyrksnefnd í Guðríðar­kirkju í Grafarholti ásamt fjölskyldu sinni. Tónleikarnir fara fram sunnudaginn 22. nóvember klukkan 20.30 og hefur Hreindís fengið fjölda tónlistarmanna til að koma fram. Þar á meðal eru Guðrún Gunnarsdóttir, Helga Möller og Regína Ósk auk þess sem Hreindís mun sjálf syngja á tónleikunum, en hún tók meðal annars þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins fyrr á árinu.

Húðslit skiptir engu máli

Ashley Simpson segir líkama sinn hafa breyst eftir að hún eignaðist son sinn Bronx, ellefu mánaða, en hún segist ánægð með útlit sitt. Í viðtali við tímaritið Women‘s Health segist Ashley vera hamingjusöm og segir eiginmann sinn Pete Wentz finnast hún kynþokkafull.

Ekkert að því að gleðja fólk

Nicolas Cage hefur undanfarin ár verið gagnrýndur fyrir að leika í innan­tómum Hollywood-myndum á kostnað mynda þar sem leikhæfileikar hans fengju betur að njóta sín. Hann gefur lítið fyrir þessa gagnrýni og segir að stórmyndirnar veiti sér frelsi til að leika í smærri, áhugaverðum myndum eins og nýjustu mynd sinni Bad Lieutenant: Port of Call New Orleans. Bætir hann við að annar kostur við stóru myndirnar sé að þær dragi að sér fjölda áhorfenda.

Baggalútur á Garðatorgi

Hin árlega Tónlistarveisla í skamm­deginu á vegum menningar- og safna­nefndar Garðabæjar verður haldin í kvöld kl. 21.00 í göngugötunni á Garðatorginu í Garðabæ.

Reese í rusli

Leikkonan Reese Witherspoon mætti í viðtal til Conans O‘Brien fyrir stuttu og þar ræddi hún meðal annars eina undarlega áráttu sína. „Mér finnst gott að henda hlutum. Ég er heltekin af rusli.

Ingibjörg sýnir á tískuvikunni í New York

„Þetta er stærsta tískuvika í heimi og ég komst að. Ég trúi þessu varla,“ segir fyrirsætan og fegurðardrottningin Ingibjörg Ragnheiður Egilsdóttir, sem hefur dvalið í New York síðustu mánuði og komið sér á framfæri. Ingibjörg sýnir á tískuvikunni í New York í febrúar á næsta ári, en allir helstu hönnuðir heims kynna þar haustlínu ársins 2010. Hún býst við annasamri viku.

Áratugurinn gerður upp

Nú þegar fyrsti áratugur 21. aldarinnar er að renna sitt skeið á enda keppast tónlistarspekingar við að gera áratuginn upp. Enska tónlistartímaritið NME hefur gefið út sinn lista yfir 100 bestu plöturnar frá 2000 til 2009. Þar eru þrjú efstu sætin skipuð plötunum XTRMNTR með Primal Scream, Up the Bracket með The Libertines og sú besta þykir þeim vera Is This It með The Strokes.

Ekki bara fallegt andlit

Ummæli fyrirsætunnar Kate Moss í nýlegu viðtali hafa vakið harða gagnrýni meðal almennings, en í viðtalinu er Moss spurð hvort hún eigi sér lífsmottó og því svarar fyrirsætan: „Ekkert bragðast eins vel og vellíðanin sem fylgir því að vera mjór.“

Gleymdi sér í tökunum

Thandie Newton segist hafa gleymt sér á tökustað, þegar hún átti að vera að leika í senu fyrir kvikmyndina 2012. Newton, sem er 37 ára, leikur dóttur Bandaríkjaforseta í myndinni og hún segir í viðtali við breska dag­blaðið Daily Mirror að hasar­senur í myndinni hafi verið svo yfirþyrmandi að hún hafi gleymt sér.

Kántrískotin popptónlist

Tónlistarmaðurinn Koi heldur útgáfutónleika í Bæjarbíói í Hafnar­firði á föstudag til að kynna plötu sína Sum of All Things sem kom út í september

Stelpukvöld NFS: Söfnuðu 60 þúsund krónum

Það var fjölmenni á Stelpukvöldi NFS síðastliðinn þriðjudag en hátt í 120 stelpur í nemendafélaginu létu sjá sig. Kvöldið var til styrktar ungum dreng, Sigfinni Pálssyni, sem greindist með krabbamein árið 2007.

Afmælistónleikar Lögreglukórsins

Lögreglukór Reykjavíkur heldur afmælistónleika í Laugarneskirkju í Reykjavík næstkomandi laugardag. Á efnisskránni verður mikið af léttri tónlist í bland við hefðbundin karlakóralög. Lögreglukórinn var stofnaður 1934 og fagnar því 75 ára afmæli um þessar mundir.

Gerði ekkert annað en grúska og pæla

Jónatan Garðarsson og Arnar Eggert Thoroddsen rifja upp atvik, skyggnast á bak við tjöldin og opinbera hluti sem hafa ekki verið á margra vitorði hingað til í bókinni 100 bestu plötur Íslandssögunnar. Tók ekki langan tíma að skrifa þessa bók? „Skriftirnar sjálfar tóku rúmlega þrjá mánuði og gerði ég ekkert annað þann tíma en skrifa, grúska og pæla í gengum öll þau gögn sem ég hef viðað að mér í gegnum tíðina um íslenska tónlist," svarar Jónatan. „Ég las allt sem ég fann í úrklippu safni mínu um plöturnar og listafólkið, ræddi við fjölda tónlistarmanna og leitaði víðar fanga til að viða að mér eins miklu efni og kostur var. Svo fór mestur tíminn í að rita um plöturnar og samræma hvernig tekið var á efninu. Þetta var mikil vinna og ótrúlega skemmtilegt verkefni." Hvernig gekk samstafið með Arnari? „Samstarf okkar Arnars gekk eins og í sögu. Við þekkjumst ágætlega því hann var í starfsþjálfun hjá mér þegar hann var rétt rúmlega fermdur og leiðir okkar hafa legið saman öðru hvoru eftir það. Skiptingin á því hvor skrifaði hvað var mjög einföld og við höfum í alla staði átt hið ánægjulegasta samstarf og hvergi borið skugga á, enda báðir rólyndismenn og höfum brennandi áhuga á viðfangsefninu og erum sannir aðdáendur íslenskrar tónlistar. Þetta er í senn uppflettibók og skemmtirit þar sem við söfnuðuðm saman miklum fjölda af áhugaverðum fróðleiksmolum sem eru birtir í sérstökum dálkum sem hægt er að glugga í. Það er auðvelt að grípa niður í bókina nánast hvar sem er og lesa stutta eða langa kafla og leggja hana síðan frá sér, eða lesa hana frá bls 1 og áfram, allt eftir áhugasviði hvers og eins. Reynsla mín af sambærilegum erlendum bókum er sú að þær endast manni lengi og eiga því langa lífdaga. Bókin er mjög litrík því myndir eru birtar af öllum plötu umslögum og listafólkinu frá þeim tíma er plöturnar voru í vinnslu.

Rússarnir vilja meira samstarf

„Þeir voru rosalega hrifnir. Við höfum verið samræðum við framleiðendurna og þeir hafa mikinn áhuga á áframhaldandi samstarfi,“ segir Kristinn Þórðarson, framleiðandi hjá Saga Film. Tökum á rússnesku stórmyndinni Faust lauk hér á landi á dögunum, eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu. Íslensk náttúra var notuð í síðustu fimmtán mínútum myndarinnar og fóru tökur fram í hrauni skammt frá Bláa lóninu, á Þingvöllum og víðar.

Söng bakraddir hjá Anitu Briem á góðgerðaplötu

„Við hlökkum mikið til að heyra þetta," segir söngkonan Erna Þórarinsdóttir. Dóttir hennar, leikkonan Anita Briem, syngur lagið C"est si bon á væntanlegri safnplötu sem verður gefin út til styrktar Preservation Hall-byggingunni í New Orleans. Forsvarsmenn byggingarinnar hafa djasstónlist frá New Orleans í hávegum og er starfsemin vel þekkt í bandarískum tónlistarheimi.

Semur fyrir Múmínálfa

Björk Guðmundsdóttir hefur samið lagið The Comet Song fyrir teiknimyndina Moomins and the Comet Chase, sem fjallar um hina einu sönnu Múmínálfa. Sjón semur textann við lagið en hann hefur áður starfað með Björk við lög á borð við Bachelorette og Wanderlust

Opinskátt viðtal við Siggu Beinteins - myndband

Sigríði Beinteinsdóttur er í opinskáu viðtali í Íslandi í dag í kvöld þar sem hún ræðir um nýútkominn jóladisk, jólatónleika sem framundan eru, Eurovision og einkalífið. Þá sýnir hún okkur gömlu Eurovision-gallana sem hún hefur alltaf geymt. Þá kynnum við okkur átak Heimilis og skóla gegn einelti en samtökin hafa fengið m.a. Sveppa, Unni Birnu og Ingó veðurguð til að berjast með sér og fylgjumst með sölu á kvenorku svo ekki missa af Íslandi í dag klukkan 18:55 í kvöld.

Að sitja fyrir í Playboy er svo venjulegt - myndband

„Úti þá er ég í myndatökum oft í viku. Það mesta sem ég geri er að vera mamma með börnunum mínum og fjölskyldunni minni en hérna svo er ég í þessum glamúrheimi og glamúrfyrirsætustörfum og mikið í sjónvarpinu líka," segir Ásdís Rán Gunnarsdóttir fyrirsæta í sjónvarpsþættinum Ísland í dag í gærkvöldi. Á meðfylgjandi link má sjá viðtalið.

Sjá næstu 50 fréttir