Fleiri fréttir Jón Gnarr stofnar stjórnmálaflokk Jón Gnarr hefur stofnað stjórnmálaflokk. Hann heitir Besti flokkurinn og Jóni er full alvara. „Mig hefur lengi langað til að hafa völd og góð laun. Góð leið til þess er að verða lýðræðislega kosinn,“ segir Jón, fullur einlægni. „Mig langar líka að komast í þá stöðu að ég geti hjálpað vinum mínum. Það eru endalaust margar leiðir til þess. Það má úthluta alls konar styrkjum og búa til hinar ýmsu nefndir. Fólk þarf svo ekkert endilega að mæta á fundi, en fær bara borgað.“ 16.11.2009 06:30 Íslenskt listaverk í St. Giles dómkirkjunni í Edinborg Glerlistaverk eftir listamanninn Leif Breiðfjörð mun prýða forstofu innan við aðalinngang St. Giles dómkirkjunnar í Edinborg. 16.11.2009 06:00 Fékk handavinnuna í arf Sunna Dögg Ásgeirsdóttir hannar skemmtilegar barnaflíkur undir nafninu Sunbird. Sunna Dögg útskrifaðist sem vöruhönnuður frá Listaháskóla Íslands og starfar nú sem fatahönnuður hjá Nikita. 16.11.2009 05:00 Ásdís Rán: Vill frekar framleiða klám heldur en að horfa á það Glysbomban Ásdís Rán Gunnarsdóttir er í viðtali á heimasíðu Playboy en sjálf lýsir hún því á eigin vefsvæði á Pressunni sem persónulegu viðtali. Og það má vissulega finna nærgöngular spurningar en meðal annars er Ásdís spurð hvort hún horfi á klám. 15.11.2009 10:47 Ungfrú Ísland fílar sig í tætlur - myndir „Ég er að fíla mig í botn," svarar Guðrún Dögg Rúnarsdóttir ungfrú Ísland, sem er stödd í Abú Dabí ásamt fjölda fegurðardrottninga eins og sjá má á meðfylgjandi myndum frá ferðalagi Guðrúnar. „Þetta er svo mikil upplifun og allt fólkið sem ég er buin að hitta er svo frábært og yndislegt," bætti hún við. Hvað hefur komið þér mest á óvart í ferðinni? „Hvað maturinn hérna er geðveikur," svarar Guðrún. „Hér eru 10 stjörnu hlaðborð tilbúin fyrir okkur á morgnana, í hádeginu og á kvöldin. Alltaf eftirréttir og gourme. Ég elska það," segir Guðrún. 14.11.2009 16:15 Íslenskt kvenfólk aðeins í þriðja sæti „Ég get vel skilið þetta,“ segir tískufrömuðurinn Karl Berndsen. Þrátt fyrir að íslenskt kvenfólk hafi hingað til verið talið það fegursta í heiminum er það aðeins í þriðja sæti ef marka má stefnumótasíðuna Beautifulpeople.com. 14.11.2009 08:00 Átta sýna í Havarí Átta myndlistarmenn eiga verk á nýrri myndlistarsýningu sem verður opnuð í Gallerí Havarí í Austurstræti í dag klukkan 15. Sýningin stendur yfir til 3. desember. „Þetta er önnur sýningin sem við höldum og þetta gallerí hefur komið mjög vel út,“ segir Svavar Pétur Eysteinsson í Havarí. 14.11.2009 08:00 Prestar aðstoða við Jesúleikrit „Þetta er hið horfna en nýfundna Jólaguðspjall Leikfélags Reykjavíkur sem kemur í leitirnar eftir öll þessi ár,“ segir Benedikt Erlingsson leikstjóri, um verkið Jesús litla sem verður frumsýnt 21. nóvember. Æfingar eru í fullum gangi fyrir verkið, sem gæti vakið athygli fyrir hispurslaus efnistökin. 14.11.2009 07:00 Tökum á Heaven"s Taxi að ljúka í miðborg Berlínar Helgi Björnsson er þessa dagana staddur í Berlín þar sem tökur standa yfir á kvikmyndinni Heaven"s Taxi í leikstjórn Daryush Shokof frá Íran. „Þetta er allt skotið í miðborginni og við vorum í kringum Brandenborgarhliðið á miðvikudaginn. Það er dálítið lýjandi að vera í 14.11.2009 06:00 Dúndurflottar dömur á Nasa - myndir Eins og myndirnar sýna var gríðarlegt fjör á barþjónakeppninni sem ber yfirskriftina Finlandia Vodka Cup á skemmtistaðnum Nasa í gærkvöldi. Starfandi barþjónar fá aðeins að taka þátt í keppninni, sem er samstarfsverkefni Finlandia og Barþjónaklúbbs Íslands. 13.11.2009 11:30 Andrea Gylfa og Eddi Lár stilla saman strengi á ný Söngkonan Andrea Gylfadóttir og gítarleikarinn Eddi Lár stilla saman strengi sína á ný í kvöld á Bar 46 við Hverfisgötu (áður Sportbarinn). 12.11.2009 17:30 Fíkniefnahundar í Íslandi í dag Fíkniefnahundar hafa fundið hundruð kílóa fíkniefna á Íslandi á síðustu árum, og eru mikilvægur þáttur í baráttunni gegn fíkniefnasmygli. Í Íslandi í dag í kvöld verður kíkt á æfingu löggæslumanna og leitarhunda á Snæfellsnesi. Þá verður fylgst með því þegar hundarnir leita uppi glæpamann, sem í kjölfarið er handtekinn fyrir vörslu á fíkniefnum. Ísland í dag er á dagskrá beint á eftir fréttum Stöðvar 2. 12.11.2009 12:47 Ljósmyndari stoppar í matargöt þjóðarinnar Ljósmyndarinn Haraldur Jónasson, Hari, hefur gefið út tímaritið Stoppað í matargatið. Fyrsta tölublaðið leit dagsins ljós í gær. 12.11.2009 08:00 Sýnd í fimm borgum og heimsálfum Kvikmynd Einars Þórs Gunnlaugssonar, Heiðin, verður sýnd í fimm borgum í þremur heimsálfum í nóvember og desember. Myndin ferðast til Indlands þar sem hún tekur þátt í Indian International Film Festival í flokknum Male Voice. 12.11.2009 06:00 Pínulítið skrítið popp „Þetta er poppað „Skærbjart draumapopp“ sagði einhver. Músíkin er búin að léttast mjög mikið frá síðustu plötu,“ segir Elíza Newman – Elíza úr Kolrössu krókríðandi – um lögin á nýju plötunni sinni, Pie in the sky, sem Smekkleysa hefur gefið út. „Þetta er önnur sólóplatan mín, en sjöunda stóra platan í allt. Uss, helvíti er maður orðinn gamall!“ segir Elíza og hlær. 12.11.2009 06:00 Annir í Hvanndal Hljómsveitin Hvanndalsbræður tekur nú starf sitt með miklum alvörubrag ólíkt því sem áður tíðkaðist. Hljómsveitin hefur líka aldrei verið jafn vinsæl. 12.11.2009 06:00 Fatahönnuðir bjóða í heimsókn „Þetta er „súpudagur“ fatahönnuða, með þessu framtaki viljum við þakka fólki góðar móttökur og bjóða fólki í heimsókn og upplifa skemmtilega jólastemningu í leiðinni,“ segir Gunnar Hilmarsson, formaður Fatahönnunarfélags Íslands. 12.11.2009 03:00 Fræga fólkið hittist í hádeginu - myndir Á meðfylgjandi myndum má sjá þekkt andlit snæða hádegisverð á Hilton Reykjavík Nordica í boði útgáfunnar Senu. Jón Ólafsson tónlistarmaður las upp úr bókinni Söknuður - ævisaga Vilhjálms Vilhjálmssonar og Sólmundur Hólm las kafla úr bókinni Sjúddírari rei -endurminningar Gylfa Ægissonar. Sjá meira á meðfylgjandi myndum. 11.11.2009 14:00 Sætar í Sjallanum - myndir Stærsti jólaviðburður norðan heiða fór fram í Sjallanum á Akureyri síðustu helgi. Plötusnúðar sem kalla sig „N3" spiluðu fyrir troðfullu húsi, tískusýning frá helstu tískuvöruverslunum bæjarins var sýnd við mikinn fögnuð viðstaddra og hljómsveitin „Fasion sense" tók nokkur lög. Gestir skemmtu sér konunglega eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. 11.11.2009 12:00 Ourlives heldur útgáfutónleika Hljómsveitin Ourlives hefur nú sent frá sér sína fyrstu plötu, We Lost the Race. Með þessari heilsteyptu og metnaðarfullu plötu skjóta Ourlives sér beint í framlínu íslenskra tónlistarmanna. Platan hefur að geyma frábærar lagasmíðar og metnaðarfullar útsetningar sem hafa heillað hlustendur að undanförnu. 10.11.2009 16:46 Bætir kynlífið - myndir Vísir hafði samband við Lönu Vogestad, hot jóga kennara í World Class, til að forvitnast um sportið en æfingarnar fara fram í upphituðum sölum. Fyrir hverja er hot jóga? „Hot jóga er fyrir alla, sama í hvaða líkamsástandi fólk er eða á hvaða aldri," svarar Lana sem er með réttindi til að kenna ákveðna útfærslu á hot jóga (the Barkan Method Hot Yoga), sem er nefnd eftir Jimmy Barkan. Þar er lögð áhersla á að vera með mismunandi erfiðleikastig svo æfingarnar henti byrjendum og lengra komnum. „Æfingarnar eru mjög krefjandi, sama á hvað stigi iðkendur eru og jafnvel þó fólk hafi stundað hot jóga í yfir áratug eins og ég, þá er þetta ennþá krefjandi og alltaf hægt að bæta sig," segir Lana. Hefur iðkun á hot jóga áhrif á kynlífið? „Bætt heilsa hefur margs konar bætandi áhrif á athafnir daglegs lífs og þar með talið á kynlíf. Fólk sem stundar hot jóga er í betri tengslum við sjálft sig og í betra jafnvægi. Það hefur meiri liðleika og öndunin er betri. Mestu máli skiptir þó að sjálfsvirðingin og sjálfsvæntumþykjan er meiri og þar af leiðandi hefur fólk meira að gefa af sér, þar með talið í kynlífi. Á meðfylgjandi myndum má sjá Lönu í ýmsum hot jóga stellingum. 10.11.2009 11:30 Fullt af fólki sem á ekki fyrir mat „Við fjölskyldan erum að standa í þessu saman. Ég, mamma, pabbi og bróðir minn," segir Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm sem heldur styrktartónleika 22. nóvember næstkomandi þar sem hún sjálf ásamt fjölda listamanna koma fram. „Við fjölskyldan fengum bara þessa hugmynd þar sem það er fullt af fólki sem á ekki fyrir mat um jólin en við höfum það gott og langar að láta gott af okkur leiða," segir hún. „Undirbúningur gengur mjög vel. Við dundum við hann heima á kvöldin eftir að við ljúkum okkar vinnu og skóla. Þetta er heilmikil vinna en þrælskemmtilegt. Við hlökkum bara til tónleikanna 22. nóvember og vonumst til að sjá sem flesta," segir hún. Sjá nánar um tónleikana hér. 10.11.2009 09:06 Poppað í Garðabæ Skólahljómsveit Kópavogs heldur sína árlegu hausttónleika á morgun kl. 20 í sal Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Fram koma um 130 ungir hljóðfæraleikarar sem skipt er í þrjár hljómsveitir eftir aldri og getu, enda er Skólahljómsveit Kópavogs ein fjölmennasta ungmennahljómsveit landsins. 10.11.2009 08:00 Scrooge á toppinn Ný teiknimynd byggð á ævintýri Charles Dickens, A Christmas Carol, fór beint í efsta sæti aðsóknarlistans vestanhafs eftir frumsýningarhelgi sína. 10.11.2009 07:00 Tónlist Barða í stórmyndum „Þetta er nú bara hlutur sem gerist án þess að ég sé eitthvað með puttana í því,“ segir Barði Jóhannsson, kenndur við Bang Gang, en lög eftir hann hafa verið að heyrast í alþjóðlegum stórmyndum eða í kynningum á þeim. 10.11.2009 07:00 Good Heart seld til 22 landa „Þetta er viðurkenning um að myndin sé góð,“ segir Skúli Malmqvist hjá framleiðslufyrirtækinu Zik Zak. Dreifingarrétturinn á nýjustu kvikmynd Dags Kára Péturssonar, The Good Heart, hefur verið seldur til 22 landa. Á meðal þeirra eru Bandaríkin, Frakkland, Þýskaland, Japan, Kanada, Argentína og öll Norðurlöndin. 10.11.2009 06:00 Grínhátíð frestað vegna dræmrar miðasölu „Jú, þetta eru viss vonbrigði en það þýðir ekkert að gefast upp,“ segir Bjarni Haukur Þórsson. Grínhátíðinni Reykjavik Comedy Festival, sem átti að hefjast í Loftkastalanum á morgun, hefur verið frestað fram á næsta vor. 10.11.2009 06:00 Með einkabryggju í Stafangri Rokkarinn Bjarni úr Mínus og Hrefna Björk, útgáfustjóri Mónitors, eru meðal þeirra Íslendinga sem ákváðu að freista gæfunnar í Noregi í kjölfar efnahagshrunsins. Þau kunna vel við sig á nýjum stað. 10.11.2009 06:00 Selur höfundarréttinn að lögum sínum fyrir milljónir „Við urðum af nokkrum milljónum, það er ekkert flóknara en það,“ segir Kári Sturluson, umboðsmaður tónlistarkonunnar Lay Low. Hún hefur rift útgáfusamningi sínum við eitt stærsta umboðs- og útgáfufyrirtæki heims, Nettwerk. 10.11.2009 06:00 Jógvan syngur lag Bubba í Eurovision Jógvan Hansen mun syngja Eurovision-lag Óskars Páls Sveinssonar og Bubba Morthens. Færeyski söngvarinn segir þetta vera einn af hápunktum ferils síns; Bubbi hafi verið eini íslenski tónlistarmaðurinn sem hann hafi þekkt til áður en hann kom til Íslands, Færeyingar þekki til að mynda lagið Það er gott að elska ákaflega vel. Og Óskar Páll samdi lagið Hvern einasta dag en það færði Jógvan sigur í X-Factor. „Þetta er mikill heiður og framar öllum mínum vonum. Ég hefði verið heimskasti maður Íslands og jafnvel Færeyja líka ef ég hefði sagt nei við þessu tilboði,“ segir Jógvan. 9.11.2009 07:00 Steven Tyler yfirgefur Aerosmith Steven Tyler, söngvari Aerosmith, yfirgaf sveitina á tónleikum í Abu Dhabi fyrir tæpum mánuði. Hann er sagður hættur öllu rokkstússi. 9.11.2009 05:00 Yfirgefinn Caine Michael Caine upplýsir í viðtali við Esquire-tímaritið að allir vinir hans hafi yfirgefið sig þegar hann ákvað að gerast leikari. Ástæðan var einföld; hann hafði einfaldlega ekki efni á því að kaupa drykki á barnum. 9.11.2009 04:00 Krakkarnir sjúkir í Faðir vorið Tannlæknirinn og lagahöfundurinn Heimir Sindrason hefur sent frá sér hina hugljúfu plötu Ást og tregi. Ellefu ár eru liðin síðan síðasta plata hans kom út. 9.11.2009 03:00 Rímaði við andrúmsloftið Snorri Björnsson, fimmtán ára áhugaljósmyndari, á vetrarljósmyndina sem prýðir umslag sólóplötu Stefáns Hilmarssonar, Húm (söngvar um ástina og lífið), sem er væntanleg í búðir. 9.11.2009 02:30 Tvær bækur heita Hjartsláttur Tvær bækur sem koma út fyrir þessi jól bera sama nafnið, Hjartsláttur. Annars vegar er um að ræða ævisögu Hjálmars Jónssonar dómkirkjuprests og hins vegar unglingabók Ragnheiðar Gestsdóttur. Báðir rithöfundarnir eru sammála um að þetta gæti kannski leitt til skemmtilegs misskilnings, gæti svo farið að óharðnaður unglingur fengi bók um miðaldra prest og einhver af eldri kynslóðinni sögu af ást á örlagatímum. 9.11.2009 02:00 Stjörnuskoðunarferð NFS: Krossá bleytti ferðalanga Stjörnuskoðunarferð NFS er afstaðin og voru nemendur hæstánægðir með helgina. Farið var til Þórsmerkur að þessu sinni og létu ferðalangar vel um sig fara í stórbrotinni náttúru Húsadals. 8.11.2009 22:37 Gamlar landsliðskempur sýndu snilldartakta í ágóðaleik Gamlar landsliðskempur í knattspyrnu sýndu snilldartakta í ágóðaleik sem haldin var í dag til styrktar Sigurði Hallvarðssyni, fyrrverandi leikmanni Þróttar, sem hefur farið í þrjá uppskurði vegna heilaæxlis. 8.11.2009 19:54 Hasselhoff hent út af spilavíti Enn á ný berast fréttir af drykkju og dólgslátum fyrrverandi Baywatch-stjörnunnar David Hasselhoff. Nýverið þurftu þrír öryggisverðir á spilavíti í Kanada að fylgja honum út eftir að Hasselhoff lenti í hávaðarifrildi við roskinn gest í spilavítinu. Hasselhoff sem glímt hefur við áfengisvandamál í mörg ár var allt annað en ánægður með starfsmenn spilavítisins. 8.11.2009 18:15 Hermaður ný Ungfrú England Lance Katrina Hodge, tuttugu og tveggja ára breskur hermaður, er nýja Ungfrú England. Stúlkan var í öðru sæti í keppninni um Ungfrú England. Sigurvegarinn í keppninni afsalaði sér titlinum eftir að hafa tekið þátt í slagsmálum á skemmtistað. 7.11.2009 18:15 EINAR MÁR OG GUNNAR BJARNI SNÚA BÖKUM SAMAN Rithöfundurinn Einar Már Guðmundsson og gítarleikarinn Gunnar Bjarni Ragnarsson hafa snúið bökum saman og sent frá sér plötuna Sjaldgæfir fuglar. „Þetta er bara ekta pönk, að gera hlutina með stemninguna og sköpunarkraftinn að vopni," segir Einar Már. Hann hefur í félagi við Gunnar Bjarna Ragnarsson, gítarleikara Jet Black Joe, gefið út plötuna Sjaldgæfir fuglar. Þar spilar Gunnar Bjarni ásamt blússveitinni Johnny and the Rest, með Hrafnkel, son Einars Más innanborðs, lög við ljóð skáldsins. Flest lögin eru eftir Gunnar Bjarna, sem sá einnig um allar útsetningar. 7.11.2009 06:00 Spánverjar kaupa Himnaríki „Þetta eru viðamikil forlög víða um heim sem eru að veðja á hann, enda fékk hann einróma lof fyrir þessa bók hérna heima," segir Guðrún Vilmundardóttur hjá Veröld og Bjarti. 7.11.2009 06:00 Draumaland til Amsterdam Heimildarmyndin Draumalandið eftir Þorfinn Guðnason og Andra Snæ Magnason, byggð á bók þess síðarnefnda, er eitt viðamesta heimildarverkefni sem ráðist hefur verið í á Íslandi og sló aðsóknarmet í flokki íslenskra heimildarmynda þegar hún var sýnd í bíóhúsum hér á landi síðastliðið vor og hlaut einróma lof gagnrýnenda. Nú hefur verið greint frá vali mynda í aðalkeppni heimildarmynda á kvikmyndahátíðinni í Amsterdam, IDFA, sem helguð er heimildarmyndum og er virtasta hátíð þeirrar gerðar í Evrópu. Draumalandið hefur nú verið valið þar til sýninga og tekur þátt í aðalkeppninni. Er frumsýning þar ytra fyrirhuguð hinn 24. nóvember í Tuschinski-kvikmyndahúsinu í Amsterdam, einu fallegasta „art deco"-kvikmyndahúsi í Evrópu, að viðstöddum leikstjórum. 7.11.2009 06:00 Eins og 32 ára Skagamaður „Ég er með kransæðar eins og 32 ára knattspyrnumaður af Skaganum,“ segir Reynir Traustason, ritstjóri DV. 7.11.2009 06:00 Stelpurnar sigruðu Stelpur báru sigur úr býtum í öllum flokkum á stuttmyndahátíð unga fólksins, Ljósvakaljóðum, sem var haldin í Norræna húsinu. Besta stuttmyndin var valin Dinner Is Served eftir Gunni Þórhallsdóttur Von Matern. Myndin er sjö mínútur að lengd og fjallar um fjölskyldu sem fer vægast sagt óhefðbundna leið að því að halda sér fullkominni. 7.11.2009 06:00 Toyota stelur mynd íslensks ljósmyndara „Það er glatað þegar stórfyrirtæki gera þetta sem eiga nóg af peningum," segir ljósmyndarinn Snorri Gunnarsson. 7.11.2009 06:00 Sjá næstu 50 fréttir
Jón Gnarr stofnar stjórnmálaflokk Jón Gnarr hefur stofnað stjórnmálaflokk. Hann heitir Besti flokkurinn og Jóni er full alvara. „Mig hefur lengi langað til að hafa völd og góð laun. Góð leið til þess er að verða lýðræðislega kosinn,“ segir Jón, fullur einlægni. „Mig langar líka að komast í þá stöðu að ég geti hjálpað vinum mínum. Það eru endalaust margar leiðir til þess. Það má úthluta alls konar styrkjum og búa til hinar ýmsu nefndir. Fólk þarf svo ekkert endilega að mæta á fundi, en fær bara borgað.“ 16.11.2009 06:30
Íslenskt listaverk í St. Giles dómkirkjunni í Edinborg Glerlistaverk eftir listamanninn Leif Breiðfjörð mun prýða forstofu innan við aðalinngang St. Giles dómkirkjunnar í Edinborg. 16.11.2009 06:00
Fékk handavinnuna í arf Sunna Dögg Ásgeirsdóttir hannar skemmtilegar barnaflíkur undir nafninu Sunbird. Sunna Dögg útskrifaðist sem vöruhönnuður frá Listaháskóla Íslands og starfar nú sem fatahönnuður hjá Nikita. 16.11.2009 05:00
Ásdís Rán: Vill frekar framleiða klám heldur en að horfa á það Glysbomban Ásdís Rán Gunnarsdóttir er í viðtali á heimasíðu Playboy en sjálf lýsir hún því á eigin vefsvæði á Pressunni sem persónulegu viðtali. Og það má vissulega finna nærgöngular spurningar en meðal annars er Ásdís spurð hvort hún horfi á klám. 15.11.2009 10:47
Ungfrú Ísland fílar sig í tætlur - myndir „Ég er að fíla mig í botn," svarar Guðrún Dögg Rúnarsdóttir ungfrú Ísland, sem er stödd í Abú Dabí ásamt fjölda fegurðardrottninga eins og sjá má á meðfylgjandi myndum frá ferðalagi Guðrúnar. „Þetta er svo mikil upplifun og allt fólkið sem ég er buin að hitta er svo frábært og yndislegt," bætti hún við. Hvað hefur komið þér mest á óvart í ferðinni? „Hvað maturinn hérna er geðveikur," svarar Guðrún. „Hér eru 10 stjörnu hlaðborð tilbúin fyrir okkur á morgnana, í hádeginu og á kvöldin. Alltaf eftirréttir og gourme. Ég elska það," segir Guðrún. 14.11.2009 16:15
Íslenskt kvenfólk aðeins í þriðja sæti „Ég get vel skilið þetta,“ segir tískufrömuðurinn Karl Berndsen. Þrátt fyrir að íslenskt kvenfólk hafi hingað til verið talið það fegursta í heiminum er það aðeins í þriðja sæti ef marka má stefnumótasíðuna Beautifulpeople.com. 14.11.2009 08:00
Átta sýna í Havarí Átta myndlistarmenn eiga verk á nýrri myndlistarsýningu sem verður opnuð í Gallerí Havarí í Austurstræti í dag klukkan 15. Sýningin stendur yfir til 3. desember. „Þetta er önnur sýningin sem við höldum og þetta gallerí hefur komið mjög vel út,“ segir Svavar Pétur Eysteinsson í Havarí. 14.11.2009 08:00
Prestar aðstoða við Jesúleikrit „Þetta er hið horfna en nýfundna Jólaguðspjall Leikfélags Reykjavíkur sem kemur í leitirnar eftir öll þessi ár,“ segir Benedikt Erlingsson leikstjóri, um verkið Jesús litla sem verður frumsýnt 21. nóvember. Æfingar eru í fullum gangi fyrir verkið, sem gæti vakið athygli fyrir hispurslaus efnistökin. 14.11.2009 07:00
Tökum á Heaven"s Taxi að ljúka í miðborg Berlínar Helgi Björnsson er þessa dagana staddur í Berlín þar sem tökur standa yfir á kvikmyndinni Heaven"s Taxi í leikstjórn Daryush Shokof frá Íran. „Þetta er allt skotið í miðborginni og við vorum í kringum Brandenborgarhliðið á miðvikudaginn. Það er dálítið lýjandi að vera í 14.11.2009 06:00
Dúndurflottar dömur á Nasa - myndir Eins og myndirnar sýna var gríðarlegt fjör á barþjónakeppninni sem ber yfirskriftina Finlandia Vodka Cup á skemmtistaðnum Nasa í gærkvöldi. Starfandi barþjónar fá aðeins að taka þátt í keppninni, sem er samstarfsverkefni Finlandia og Barþjónaklúbbs Íslands. 13.11.2009 11:30
Andrea Gylfa og Eddi Lár stilla saman strengi á ný Söngkonan Andrea Gylfadóttir og gítarleikarinn Eddi Lár stilla saman strengi sína á ný í kvöld á Bar 46 við Hverfisgötu (áður Sportbarinn). 12.11.2009 17:30
Fíkniefnahundar í Íslandi í dag Fíkniefnahundar hafa fundið hundruð kílóa fíkniefna á Íslandi á síðustu árum, og eru mikilvægur þáttur í baráttunni gegn fíkniefnasmygli. Í Íslandi í dag í kvöld verður kíkt á æfingu löggæslumanna og leitarhunda á Snæfellsnesi. Þá verður fylgst með því þegar hundarnir leita uppi glæpamann, sem í kjölfarið er handtekinn fyrir vörslu á fíkniefnum. Ísland í dag er á dagskrá beint á eftir fréttum Stöðvar 2. 12.11.2009 12:47
Ljósmyndari stoppar í matargöt þjóðarinnar Ljósmyndarinn Haraldur Jónasson, Hari, hefur gefið út tímaritið Stoppað í matargatið. Fyrsta tölublaðið leit dagsins ljós í gær. 12.11.2009 08:00
Sýnd í fimm borgum og heimsálfum Kvikmynd Einars Þórs Gunnlaugssonar, Heiðin, verður sýnd í fimm borgum í þremur heimsálfum í nóvember og desember. Myndin ferðast til Indlands þar sem hún tekur þátt í Indian International Film Festival í flokknum Male Voice. 12.11.2009 06:00
Pínulítið skrítið popp „Þetta er poppað „Skærbjart draumapopp“ sagði einhver. Músíkin er búin að léttast mjög mikið frá síðustu plötu,“ segir Elíza Newman – Elíza úr Kolrössu krókríðandi – um lögin á nýju plötunni sinni, Pie in the sky, sem Smekkleysa hefur gefið út. „Þetta er önnur sólóplatan mín, en sjöunda stóra platan í allt. Uss, helvíti er maður orðinn gamall!“ segir Elíza og hlær. 12.11.2009 06:00
Annir í Hvanndal Hljómsveitin Hvanndalsbræður tekur nú starf sitt með miklum alvörubrag ólíkt því sem áður tíðkaðist. Hljómsveitin hefur líka aldrei verið jafn vinsæl. 12.11.2009 06:00
Fatahönnuðir bjóða í heimsókn „Þetta er „súpudagur“ fatahönnuða, með þessu framtaki viljum við þakka fólki góðar móttökur og bjóða fólki í heimsókn og upplifa skemmtilega jólastemningu í leiðinni,“ segir Gunnar Hilmarsson, formaður Fatahönnunarfélags Íslands. 12.11.2009 03:00
Fræga fólkið hittist í hádeginu - myndir Á meðfylgjandi myndum má sjá þekkt andlit snæða hádegisverð á Hilton Reykjavík Nordica í boði útgáfunnar Senu. Jón Ólafsson tónlistarmaður las upp úr bókinni Söknuður - ævisaga Vilhjálms Vilhjálmssonar og Sólmundur Hólm las kafla úr bókinni Sjúddírari rei -endurminningar Gylfa Ægissonar. Sjá meira á meðfylgjandi myndum. 11.11.2009 14:00
Sætar í Sjallanum - myndir Stærsti jólaviðburður norðan heiða fór fram í Sjallanum á Akureyri síðustu helgi. Plötusnúðar sem kalla sig „N3" spiluðu fyrir troðfullu húsi, tískusýning frá helstu tískuvöruverslunum bæjarins var sýnd við mikinn fögnuð viðstaddra og hljómsveitin „Fasion sense" tók nokkur lög. Gestir skemmtu sér konunglega eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. 11.11.2009 12:00
Ourlives heldur útgáfutónleika Hljómsveitin Ourlives hefur nú sent frá sér sína fyrstu plötu, We Lost the Race. Með þessari heilsteyptu og metnaðarfullu plötu skjóta Ourlives sér beint í framlínu íslenskra tónlistarmanna. Platan hefur að geyma frábærar lagasmíðar og metnaðarfullar útsetningar sem hafa heillað hlustendur að undanförnu. 10.11.2009 16:46
Bætir kynlífið - myndir Vísir hafði samband við Lönu Vogestad, hot jóga kennara í World Class, til að forvitnast um sportið en æfingarnar fara fram í upphituðum sölum. Fyrir hverja er hot jóga? „Hot jóga er fyrir alla, sama í hvaða líkamsástandi fólk er eða á hvaða aldri," svarar Lana sem er með réttindi til að kenna ákveðna útfærslu á hot jóga (the Barkan Method Hot Yoga), sem er nefnd eftir Jimmy Barkan. Þar er lögð áhersla á að vera með mismunandi erfiðleikastig svo æfingarnar henti byrjendum og lengra komnum. „Æfingarnar eru mjög krefjandi, sama á hvað stigi iðkendur eru og jafnvel þó fólk hafi stundað hot jóga í yfir áratug eins og ég, þá er þetta ennþá krefjandi og alltaf hægt að bæta sig," segir Lana. Hefur iðkun á hot jóga áhrif á kynlífið? „Bætt heilsa hefur margs konar bætandi áhrif á athafnir daglegs lífs og þar með talið á kynlíf. Fólk sem stundar hot jóga er í betri tengslum við sjálft sig og í betra jafnvægi. Það hefur meiri liðleika og öndunin er betri. Mestu máli skiptir þó að sjálfsvirðingin og sjálfsvæntumþykjan er meiri og þar af leiðandi hefur fólk meira að gefa af sér, þar með talið í kynlífi. Á meðfylgjandi myndum má sjá Lönu í ýmsum hot jóga stellingum. 10.11.2009 11:30
Fullt af fólki sem á ekki fyrir mat „Við fjölskyldan erum að standa í þessu saman. Ég, mamma, pabbi og bróðir minn," segir Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm sem heldur styrktartónleika 22. nóvember næstkomandi þar sem hún sjálf ásamt fjölda listamanna koma fram. „Við fjölskyldan fengum bara þessa hugmynd þar sem það er fullt af fólki sem á ekki fyrir mat um jólin en við höfum það gott og langar að láta gott af okkur leiða," segir hún. „Undirbúningur gengur mjög vel. Við dundum við hann heima á kvöldin eftir að við ljúkum okkar vinnu og skóla. Þetta er heilmikil vinna en þrælskemmtilegt. Við hlökkum bara til tónleikanna 22. nóvember og vonumst til að sjá sem flesta," segir hún. Sjá nánar um tónleikana hér. 10.11.2009 09:06
Poppað í Garðabæ Skólahljómsveit Kópavogs heldur sína árlegu hausttónleika á morgun kl. 20 í sal Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Fram koma um 130 ungir hljóðfæraleikarar sem skipt er í þrjár hljómsveitir eftir aldri og getu, enda er Skólahljómsveit Kópavogs ein fjölmennasta ungmennahljómsveit landsins. 10.11.2009 08:00
Scrooge á toppinn Ný teiknimynd byggð á ævintýri Charles Dickens, A Christmas Carol, fór beint í efsta sæti aðsóknarlistans vestanhafs eftir frumsýningarhelgi sína. 10.11.2009 07:00
Tónlist Barða í stórmyndum „Þetta er nú bara hlutur sem gerist án þess að ég sé eitthvað með puttana í því,“ segir Barði Jóhannsson, kenndur við Bang Gang, en lög eftir hann hafa verið að heyrast í alþjóðlegum stórmyndum eða í kynningum á þeim. 10.11.2009 07:00
Good Heart seld til 22 landa „Þetta er viðurkenning um að myndin sé góð,“ segir Skúli Malmqvist hjá framleiðslufyrirtækinu Zik Zak. Dreifingarrétturinn á nýjustu kvikmynd Dags Kára Péturssonar, The Good Heart, hefur verið seldur til 22 landa. Á meðal þeirra eru Bandaríkin, Frakkland, Þýskaland, Japan, Kanada, Argentína og öll Norðurlöndin. 10.11.2009 06:00
Grínhátíð frestað vegna dræmrar miðasölu „Jú, þetta eru viss vonbrigði en það þýðir ekkert að gefast upp,“ segir Bjarni Haukur Þórsson. Grínhátíðinni Reykjavik Comedy Festival, sem átti að hefjast í Loftkastalanum á morgun, hefur verið frestað fram á næsta vor. 10.11.2009 06:00
Með einkabryggju í Stafangri Rokkarinn Bjarni úr Mínus og Hrefna Björk, útgáfustjóri Mónitors, eru meðal þeirra Íslendinga sem ákváðu að freista gæfunnar í Noregi í kjölfar efnahagshrunsins. Þau kunna vel við sig á nýjum stað. 10.11.2009 06:00
Selur höfundarréttinn að lögum sínum fyrir milljónir „Við urðum af nokkrum milljónum, það er ekkert flóknara en það,“ segir Kári Sturluson, umboðsmaður tónlistarkonunnar Lay Low. Hún hefur rift útgáfusamningi sínum við eitt stærsta umboðs- og útgáfufyrirtæki heims, Nettwerk. 10.11.2009 06:00
Jógvan syngur lag Bubba í Eurovision Jógvan Hansen mun syngja Eurovision-lag Óskars Páls Sveinssonar og Bubba Morthens. Færeyski söngvarinn segir þetta vera einn af hápunktum ferils síns; Bubbi hafi verið eini íslenski tónlistarmaðurinn sem hann hafi þekkt til áður en hann kom til Íslands, Færeyingar þekki til að mynda lagið Það er gott að elska ákaflega vel. Og Óskar Páll samdi lagið Hvern einasta dag en það færði Jógvan sigur í X-Factor. „Þetta er mikill heiður og framar öllum mínum vonum. Ég hefði verið heimskasti maður Íslands og jafnvel Færeyja líka ef ég hefði sagt nei við þessu tilboði,“ segir Jógvan. 9.11.2009 07:00
Steven Tyler yfirgefur Aerosmith Steven Tyler, söngvari Aerosmith, yfirgaf sveitina á tónleikum í Abu Dhabi fyrir tæpum mánuði. Hann er sagður hættur öllu rokkstússi. 9.11.2009 05:00
Yfirgefinn Caine Michael Caine upplýsir í viðtali við Esquire-tímaritið að allir vinir hans hafi yfirgefið sig þegar hann ákvað að gerast leikari. Ástæðan var einföld; hann hafði einfaldlega ekki efni á því að kaupa drykki á barnum. 9.11.2009 04:00
Krakkarnir sjúkir í Faðir vorið Tannlæknirinn og lagahöfundurinn Heimir Sindrason hefur sent frá sér hina hugljúfu plötu Ást og tregi. Ellefu ár eru liðin síðan síðasta plata hans kom út. 9.11.2009 03:00
Rímaði við andrúmsloftið Snorri Björnsson, fimmtán ára áhugaljósmyndari, á vetrarljósmyndina sem prýðir umslag sólóplötu Stefáns Hilmarssonar, Húm (söngvar um ástina og lífið), sem er væntanleg í búðir. 9.11.2009 02:30
Tvær bækur heita Hjartsláttur Tvær bækur sem koma út fyrir þessi jól bera sama nafnið, Hjartsláttur. Annars vegar er um að ræða ævisögu Hjálmars Jónssonar dómkirkjuprests og hins vegar unglingabók Ragnheiðar Gestsdóttur. Báðir rithöfundarnir eru sammála um að þetta gæti kannski leitt til skemmtilegs misskilnings, gæti svo farið að óharðnaður unglingur fengi bók um miðaldra prest og einhver af eldri kynslóðinni sögu af ást á örlagatímum. 9.11.2009 02:00
Stjörnuskoðunarferð NFS: Krossá bleytti ferðalanga Stjörnuskoðunarferð NFS er afstaðin og voru nemendur hæstánægðir með helgina. Farið var til Þórsmerkur að þessu sinni og létu ferðalangar vel um sig fara í stórbrotinni náttúru Húsadals. 8.11.2009 22:37
Gamlar landsliðskempur sýndu snilldartakta í ágóðaleik Gamlar landsliðskempur í knattspyrnu sýndu snilldartakta í ágóðaleik sem haldin var í dag til styrktar Sigurði Hallvarðssyni, fyrrverandi leikmanni Þróttar, sem hefur farið í þrjá uppskurði vegna heilaæxlis. 8.11.2009 19:54
Hasselhoff hent út af spilavíti Enn á ný berast fréttir af drykkju og dólgslátum fyrrverandi Baywatch-stjörnunnar David Hasselhoff. Nýverið þurftu þrír öryggisverðir á spilavíti í Kanada að fylgja honum út eftir að Hasselhoff lenti í hávaðarifrildi við roskinn gest í spilavítinu. Hasselhoff sem glímt hefur við áfengisvandamál í mörg ár var allt annað en ánægður með starfsmenn spilavítisins. 8.11.2009 18:15
Hermaður ný Ungfrú England Lance Katrina Hodge, tuttugu og tveggja ára breskur hermaður, er nýja Ungfrú England. Stúlkan var í öðru sæti í keppninni um Ungfrú England. Sigurvegarinn í keppninni afsalaði sér titlinum eftir að hafa tekið þátt í slagsmálum á skemmtistað. 7.11.2009 18:15
EINAR MÁR OG GUNNAR BJARNI SNÚA BÖKUM SAMAN Rithöfundurinn Einar Már Guðmundsson og gítarleikarinn Gunnar Bjarni Ragnarsson hafa snúið bökum saman og sent frá sér plötuna Sjaldgæfir fuglar. „Þetta er bara ekta pönk, að gera hlutina með stemninguna og sköpunarkraftinn að vopni," segir Einar Már. Hann hefur í félagi við Gunnar Bjarna Ragnarsson, gítarleikara Jet Black Joe, gefið út plötuna Sjaldgæfir fuglar. Þar spilar Gunnar Bjarni ásamt blússveitinni Johnny and the Rest, með Hrafnkel, son Einars Más innanborðs, lög við ljóð skáldsins. Flest lögin eru eftir Gunnar Bjarna, sem sá einnig um allar útsetningar. 7.11.2009 06:00
Spánverjar kaupa Himnaríki „Þetta eru viðamikil forlög víða um heim sem eru að veðja á hann, enda fékk hann einróma lof fyrir þessa bók hérna heima," segir Guðrún Vilmundardóttur hjá Veröld og Bjarti. 7.11.2009 06:00
Draumaland til Amsterdam Heimildarmyndin Draumalandið eftir Þorfinn Guðnason og Andra Snæ Magnason, byggð á bók þess síðarnefnda, er eitt viðamesta heimildarverkefni sem ráðist hefur verið í á Íslandi og sló aðsóknarmet í flokki íslenskra heimildarmynda þegar hún var sýnd í bíóhúsum hér á landi síðastliðið vor og hlaut einróma lof gagnrýnenda. Nú hefur verið greint frá vali mynda í aðalkeppni heimildarmynda á kvikmyndahátíðinni í Amsterdam, IDFA, sem helguð er heimildarmyndum og er virtasta hátíð þeirrar gerðar í Evrópu. Draumalandið hefur nú verið valið þar til sýninga og tekur þátt í aðalkeppninni. Er frumsýning þar ytra fyrirhuguð hinn 24. nóvember í Tuschinski-kvikmyndahúsinu í Amsterdam, einu fallegasta „art deco"-kvikmyndahúsi í Evrópu, að viðstöddum leikstjórum. 7.11.2009 06:00
Eins og 32 ára Skagamaður „Ég er með kransæðar eins og 32 ára knattspyrnumaður af Skaganum,“ segir Reynir Traustason, ritstjóri DV. 7.11.2009 06:00
Stelpurnar sigruðu Stelpur báru sigur úr býtum í öllum flokkum á stuttmyndahátíð unga fólksins, Ljósvakaljóðum, sem var haldin í Norræna húsinu. Besta stuttmyndin var valin Dinner Is Served eftir Gunni Þórhallsdóttur Von Matern. Myndin er sjö mínútur að lengd og fjallar um fjölskyldu sem fer vægast sagt óhefðbundna leið að því að halda sér fullkominni. 7.11.2009 06:00
Toyota stelur mynd íslensks ljósmyndara „Það er glatað þegar stórfyrirtæki gera þetta sem eiga nóg af peningum," segir ljósmyndarinn Snorri Gunnarsson. 7.11.2009 06:00