Fleiri fréttir The Charlies á tónleikum Meðfylgjandi myndir voru teknar á The Charlies tónleikum sem haldnir voru á veitingahúsinu Esju við Austurvöll. Veitingastaðurinn Esja blæs til veislu á gamlárskvöld eins og sjá má hér. Þá er opið á Esju fyrir 25 ára eldri á nýárskvöld, enginn aðgangseyrir rukkaður né lögð aukaálagning á áfengi. 31.12.2010 09:19 Erpur og Dikta rokka Nasa á nýárskvöld Blaz Roca, Dikta og Cliff Clavin verða með tónleika og heljarinnar nýársfagnað á Nasa á laugardaginn enda hefur árið verið mjög viðburðaríkt hjá þessum tónlistarmönnum. 30.12.2010 18:28 Westwick illa til reika í Keflavík Breska sjónvarpsstjarnan Ed Westwick rétt náði heim til Englands fyrir jólin eftir að hafa millilent á Íslandi með eftirminnilegum hætti. Samkvæmt slúðurdálki bandaríska blaðsins New York Post eyddi Westwick 48 klukkustundum í flughöfninni í Keflavík og virtist illa fyrirkallaður. Samkvæmt sjónarvotti í Keflavíkurflugvelli gafst Westwick loks upp og keypti sér vodkaflösku til að sötra á meðan hann beið eftir fluginu til Heathrow. 30.12.2010 15:00 Tökum á Hangover 2 frestað vegna slyss Áhættuleikarinn Scott McLean slasaðist alvarlega eftir harkalegan árekstur við tökur á gamanmyndinni The Hangover: Part II í Bangkok í Taílandi. Slysið átti sér stað 17. desember og hafa tökur á myndinni legið niðri síðan. Misvísandi fréttaflutningur hefur verið af slysinu á netinu, sumir vefmiðlar segja áhættuleikarann á batavegi á meðan aðrir halda því fram að hann sé í dái. 30.12.2010 14:00 Oprah var tekjuhæst Sjónvarpskonan Oprah Winfrey var tekjuhæsta manneskjan í skemmtanabransanum árið 2010 með um 36 milljarða króna í tekjur. Í öðru sæti varð Avatar-leikstjórinn James Cameron með um 24 milljarða. 30.12.2010 12:00 Mikið rétt þetta var ein af þessum VIP samkomum Meðfylgjandi myndir voru teknar af prúðbúnum gestum rétt fyrir frumsýningu sýningarinnar Ofviðrið eftir William Shakespeare á Stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Leikarinn Ingvar E. Sigurðsson fór á kostum sem og aðrir leikarar í verkinu. Hrein unun var að fylgjast með dönsurunum undir stjórn Katrínar Hall og búningar Filippíu Elísdóttur voru brilljant. Sjá þegar þakið ætlaði að rifna af Borgarleikhúsinu hér. 30.12.2010 11:50 Leikur kappa frá Wales Mickey Rourke ætlar að leika samkynhneigða ruðningskappann Gareth Thomas frá Wales í nýrri kvikmynd um ævi hans. Rourke segir mikilvægt að saga Thomas komist út til almennings. „Þegar ég hitti Gareth Thomas var þetta það eina sem við töluðum um,“ sagði Rourke. „Þetta er mjög 30.12.2010 08:00 Friðrik Dór í rokkið á ný „Fendrix er einhver magnaðasta unglingahljómsveit sem komið hefur upp í hafnfirsku tónlistarlífi,“ segir söngvarinn Friðrik Dór Jónsson. 30.12.2010 06:00 Gera grín að fílahúðflúri Brandy Slúðurvefir vestanhafs keppast nú við að gera grín að söngkonunni Brandy og nýja húðflúrinu hennar. Þeir vilja meina að rani Ganesh líkist frekar reðurtákni en fílsrana. 29.12.2010 17:34 Fagna tíu ára afmæli á Prikinu í allt kvöld Íslenska elektrósveitin The Zuckakis Mondeyano Project, eða TZMP, hefur verið lengi í bransanum en alltaf haldið sig neðanjarðar. Margir bíða þó spenntir eftir tónleikum sveitarinnar þar sem er jafnan mikið fjör. 29.12.2010 14:19 Þessu liði leiddist ekki um jólin Eins og myndirnar sýna leiddist liðinu ekki milli jóla og nýárs. Meðfylgjandi myndir tók ljósmyndarinn Sveinbi hjá Superman.is á veitingahúsunum Risinu, Hressó og Hvítu Perlunni. 29.12.2010 11:50 Inception er mynd ársins Inception er besta kvikmynd ársins að mati álitsgjafa Fréttablaðsins. Hún var einnig næstaðsóknarmesta myndin á eftir stórvirkinu Avatar. 29.12.2010 13:00 Fær 180 milljónir fyrir 90 mínútna uppistand Grínistinn Jerry Seinfeld fær um 180 milljónir króna fyrir eina uppistandssýningu í O2-höllinni í Lundúnum á næsta ári. Dýrustu miðarnir kosta um tuttugu þúsund krónur. 29.12.2010 13:00 Klovn bönnuð innan fjórtán ára „Við sáum myndina og ákváðum í kjölfarið að það væri við hæfi að banna Klovn: The Movie innan fjórtán ára," segir Þorvaldur Árnason hjá Sambíóunum sem dreifa dönsku gamanmyndinni. Hún verður frumsýnd 1. janúar næstkomandi og gerir Þorvaldur sér hóflegar vonir um að þeir Casper Christensen og Frank Hvam geti heimsótt Ísland af því tilefni. 29.12.2010 12:00 Laddi í Áramótaskaupinu í 37. sinn „Ég held að ég hafi í mesta lagi misst út þrjú eða fjögur Skaup frá 1970 þegar Flosi var með þetta,“ segir Þórhallur Sigurðsson, Laddi. Hann leikur auðvitað í Áramótaskaupinu í ár en þetta er væntanlega 36. eða 37. Áramótaskaupið sem honum bregður fyrir í. 29.12.2010 10:00 Lady Gaga söluhæst The Fame Monster með söngkonunni Lady Gaga er söluhæsta plata ársins 2010. Platan, sem er stækkuð útgáfa af frumburði hennar The Fame, seldist í tæpum sex milljónum eintaka víðs vegar um heiminn. 29.12.2010 09:00 Tónleikaveislur um áramótin Áramótadjammið er mörgum heilagt og því um að gera að fara yfir það sem í boði er á gamlárs- og nýárskvöld. Skemmtistaðir landsins slá ekki slöku við frekar en fyrri daginn og bjóða skemmtanaglöðum Íslendingum, og öllum þeim fjölmörgu sem kíkja á Klakann, upp á tónleikaveislu. Fréttablaðið kannaði hvar heitasta djammið er um áramótin. 29.12.2010 08:00 Skráning í Wacken Skráning í hljómsveitakeppnina Wacken Metal Battle er hafin og stendur yfir til 20. janúar. Sigurvegarinn á Íslandi fer til Þýskalands næsta sumar og spilar á rokkhátíðinni Wacken í alþjóðlegum úrslitum Metal Battle keppninnar. 29.12.2010 07:00 Esja blæs til áramótaveislu Esja við Austurvöll blæs til heljarinnar áramótaveislu og er búin að safna saman fullt af plötusnúðum, dönsurum og fleiri til að halda partýinu gangandi. 28.12.2010 22:04 Nýtt Líf velur konu ársins 2010 Tímaritið Nýtt Líf hefur valið Gerplustúlkur konu ársins 2010. Nýtt Líf hefur útnefnt Konu ársins frá árinu 1980 og mynda þær konur, sem hafa hlotið titilinn, fjölbreyttan hóp en þær eiga það allar sameiginlegt að hafa skarað fram úr, hver á sínu sviði. Í rökstuðningi með valinu segir að stúlkurnar, sem eru fimmtán, hafi komið heim með gull um hálsinn eftir þátttöku sína á Evrópumeistaramótinu í hópfimleikum í október síðastliðnum. Mótið sé það stærsta í þessari grein í heiminum. Hópurinn sé flott fyrirmynd, ekki einungis fyrir ungu kynslóðina heldur þjóðina í heild sinni. Hann hafi sýnt fram á einstaka samvinnu og látið drauma sína rætast. 28.12.2010 13:54 Vilja Airwaves-hátíð í Hörpu „Við erum að skoða þetta á fullu. Ef allt heppnast viljum við fara þarna inn," segir Grímur Atlason, skipuleggjandi tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves. Svo gæti farið að hátíðin verði að hluta til haldin í nýja tónlistarhúsinu Hörpu á næsta ári. Þar með myndi Harpa bætast í hóp tónleikastaða á borð við Nasa, Listasafn Reykjavíkur, Iðnó og Sódómu Reykjavík sem hafa hingað til hýst Airwaves. 28.12.2010 16:00 The Suburbs best í Bretlandi Plata ársins í Bretlandi er The Suburbs með Arcade Fire samkvæmt samantekt HMV. The National hafnaði í öðru sæti og LCD Soundsystem í því þriðja. The Suburbs með kanadísku hljómsveitinni Arcade Fire er plata ársins samkvæmt árlegri samantekt bresku verslunarkeðjunnar HMV. 28.12.2010 13:00 Hætti ekki fyrr en Dan kemur til Dalvíkur „Við ætlum að fá hann til að koma – við erum að spá í næstu fiskidaga. Þá eru flestir hérna. Ég trúi ekki öðru en að margir hafi áhuga á að hlusta á hann,“ segir Björn Snorrason, framkvæmdastjóri Dalpay og varamaður í bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar. 28.12.2010 12:00 Hópurinn hans Balta Baltasar Kormákur heldur utan til Hollywood í næsta mánuði þegar tökur á Contraband hefjast í New Orleans. Hundrað manna tökulið verður að störfum í rúma tvo mánuði og varla verður þverfótað fyrir stjörnum. 28.12.2010 11:00 Býr sig undir spennandi ár í breska tónlistarbransanum „Næsta ár lofar mjög góðu. Ég hlakka mikið til að komast út aftur og byrja,“ segir Árni Hjörvar Árnason, bassaleikari bresku hljómsveitarinnar The Vaccines. 28.12.2010 10:00 Á rúlluskautum á diskókvöldi „Ég datt aldrei á hausinn en ég var ansi oft mjög nálægt því," segir plötusnúðurinn Margeir Ingólfsson sem hélt sitt fyrsta diskókvöld í fimm ár á skemmtistaðnum Austur á annan í jólum. 28.12.2010 09:00 Fá 117 milljónir fyrir áramótatónleika Töffararnir í Coldplay maka heldur betur krókinn nú um áramótin. Þannig fá þeir 650 þúsund pund, eða tæplega 117 milljónir króna, fyrir að spila á hóteli í Bandaríkjunum á gamlárskvöld. 27.12.2010 20:28 Natalie Portman ólétt Leikkonan Natalie Portman er ólétt auk þess sem hún trúlofaðist á dögunum. Hinn heppni er Ísraelskur balletdansari búsettur í Bandaríkjunum. Hann heitir Benjamin Millepied. 27.12.2010 19:33 Fjölmennt á sýningu Gauragangs Kvikmyndin Gauragangur var frumsýnd í síðustu viku og var margt góðra gesta á sýningunni. Kvikmyndin er í leikstjórn Gunnars Guðmundssonar og með hlutverk Orms Óðinssonar fer hinn ungi og efnilegi Alexander Briem. 27.12.2010 20:00 Dalvík í 60 milljónum farsíma „Mér finnst þetta rosalega skemmtilegt,“ segir Svanfríður Inga Jónasdóttir, bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar. 27.12.2010 10:00 OK Computer valin besta platan OK Computer með Radiohead er besta plata síðustu 25 ára samkvæmt lesendum tónlistartímaritsins Q. 27.12.2010 09:00 Sápukúlur hjá Jónsa Aðdáendur Jóns Þórs Birgissonar, Jónsa, ætla að blása sápukúlur á tónleikum hans í Laugardalshöll 29. desember. Uppákoman verður í laginu Around Us af fyrstu sólóplötu hans Go. 27.12.2010 06:00 Katy lumar á góðum ráðum í rúminu Bandaríska söngkonan Katy Perry segist luma á nokkrum góðum ráðum til að halda glóðinni við í hjónabandinu, en hún er gift gamanleikaranum Russell Brand. 27.12.2010 04:00 Hvíldi kreditkortið þessi jól „Þetta eru eiginlega fræðsluþættir um fjármál heimilanna, nema að reynt er að fjalla um efnið á mannamáli svo að allir skilji,“ segir leikstjórinn Baldvin Z um sjónvarpsþættina Ferð til fjár sem sýndir verða í Sjónvarpinu í byrjun næsta árs. 27.12.2010 03:00 Faðir í fyrsta sinn Leikarinn David Schwimmer á von á sínu fyrsta barni með eiginkonu sinni, breska ljósmyndaranum Zoe Buckman. Ekki er langt síðan parið lét pússa sig saman við leynilega athöfn fjarri kastljósi fjölmiðla. Schwimmer og Buckman kynntust árið 2007 í London. Þau ku vera í skýjunum með væntanlega fjölgun í fjölskyldunni. 27.12.2010 02:00 Sumir eru með sjúklega góða rödd Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá og heyra íslensku hljómsveitina Steed Lord, sem skipar söngkonuna Svölu Björgvinsdóttur og bræðurna Einar og Eðvarð, skemmta fyrir troðfullu húsi á vinsælum næturklúbb í Los Angeles, Cinespace, á þriðjudaginn var. Svala söng og bræðurnir sáu um tónlistina. Eins og sjá má var stemningin frábær meðan á flutningnum stóð. 26.12.2010 08:46 Barnaspítali Hringsins fær góða gjöf Forráðamenn Kringlunnar, Hagkaups og Ljóma færðu Barnaspítala Hringsins 22. desember síðastliðinn að gjöf afrakstur af keppni í piparkökubakstri sem haldinn var í Kringlunni nú í desember til styrktar Barnaspítala Hringsins. Keppt var í tveimur aldursflokkum, börn yngri en 10 ára og síðan börn 11 til 14 ára. Þemað í piparkökubakstrinum var Ísland, fjöll, hús, dýr og fólk. Alls söfnuðust 525.000 krónur. Eftirtalin fyrirtæki lögðu keppninni lið með peningagjöfum: Hagkaup, Kringlan, Ljómi, Arion Banki, Vera Moda, Englabörn og Sony Center. Piparkökurnar voru til sýnis í Kringlunni nú í desember. Rikka og Jói Fel völdu sex tillögur sem fengu verðlaun. Vinningshafar fengu gjafabréf frá Kringlunni og bíómiða í Kringlubíó frá Sambíóum. „Okkur er sönn ánægja að færa Barnaspítala Hringsins þessa gjöf, sérstaklega þar sem það voru börn sem töku þátt í þessari keppni. Skemmtilegt var að sjá hugmyndir barnanna í bakstrinum. Ég vil þakka öllum fyrir þátttöku í keppninni og þeim fyrirtækjum sem stóðu að þessu með okkur," sagði Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. 24.12.2010 10:18 Mið-Ísland gerir sjónvarpsþætti „Þátturinn á að vera ógeðslega skemmtilegur og eins fjölbreyttur og hægt er,“ segir uppistandarinn Ari Eldjárn. 24.12.2010 10:00 Saman í öll jólaboðin „Það má segja að Tobba sé að fjölskylduvæða mig þessi jólin. Ég fer í fleiri jólaboð í ár en í fyrra en held þó í mínar hefðir,“ segir Karl Sigurðsson, borgarfulltrúi Besta flokksins og meðlimur Baggalúts, um hvernig jólahaldi hans og Þorbjargar Marinósdóttur, Tobbu eins og hún er kölluð, er háttað. 24.12.2010 10:00 Varð ástfangin af vini sínum Sveitasöngkonan Shania Twain trúlofaðist kærasta sínum, svissneska viðskiptamanninum Frederic Thiebaud, nýverið. Thiebaud og Twain náðu saman eftir að þáverandi makar þeirra áttu í ástarsambandi. Twain hefur slegið í gegn með lög á borð við You’re Still the One, You’ve Got A Way og That Don’t Impress Me Much og er talin ein ríkasta söngkona heims um þessar mundir. 24.12.2010 10:00 Gjafmildur Gyllenhaal Jake Gyllenhaal virðist vera kolfallin fyrir kantrísöngkonunni Taylor Swift en leikarinn gekk heldur betur langt í afmæligjöfum. Swift fyllti 21 ár í byrjun desember og fékk demantsarmband metið upp á 11 milljónir íslenskar krónur, 10 kíló af kaffi, kaffivél og forlátan gítar sem kostaði rúma milljón. 24.12.2010 09:00 Ólafur Darri með Balta í Hollywood Ólafur Darri Ólafsson hefur hreppt lítið hlutverk í Hollywood-kvikmyndinni Contraband sem Baltasar Kormákur leikstýrir. Meðal mótleikara Ólafs í myndinni eru þau Kate Beckinsale og Mark Wahlberg en myndin er endurgerð á hinni íslensku Reykjavik-Rotterdam. 24.12.2010 08:15 Fetar í fótspor Díönu Harry Bretaprins heimsótti Þýskaland á dögunum og sagði í viðtali við dagblaðið Bild að hann væri mjög ánægður með trúlofun bróður síns og Kate Middleton. 24.12.2010 08:00 Paltrow alltaf til staðar Leikkonan Gwyneth Paltrow á börnin Apple og Moses með eiginmanni sínum, Coldplay-söngvaranum Chris Martin. Paltrow segist njóta þess að eyða tíma með börnum sínum og tekur því ekki að sér kvikmyndahlutverk nema hún sé mjög hrifin af handritinu. 24.12.2010 07:30 Þurfti að yfirgefa flugvél Hótelerfingjinn Paris Hilton þurfti að yfirgefa flugvél vegna þess að hnífur fannst í vélinni. Hilton var á leið til Hawaii frá Losa Angeles ásamt kærasta sínum Cy Waitz. 24.12.2010 06:00 Sjá næstu 50 fréttir
The Charlies á tónleikum Meðfylgjandi myndir voru teknar á The Charlies tónleikum sem haldnir voru á veitingahúsinu Esju við Austurvöll. Veitingastaðurinn Esja blæs til veislu á gamlárskvöld eins og sjá má hér. Þá er opið á Esju fyrir 25 ára eldri á nýárskvöld, enginn aðgangseyrir rukkaður né lögð aukaálagning á áfengi. 31.12.2010 09:19
Erpur og Dikta rokka Nasa á nýárskvöld Blaz Roca, Dikta og Cliff Clavin verða með tónleika og heljarinnar nýársfagnað á Nasa á laugardaginn enda hefur árið verið mjög viðburðaríkt hjá þessum tónlistarmönnum. 30.12.2010 18:28
Westwick illa til reika í Keflavík Breska sjónvarpsstjarnan Ed Westwick rétt náði heim til Englands fyrir jólin eftir að hafa millilent á Íslandi með eftirminnilegum hætti. Samkvæmt slúðurdálki bandaríska blaðsins New York Post eyddi Westwick 48 klukkustundum í flughöfninni í Keflavík og virtist illa fyrirkallaður. Samkvæmt sjónarvotti í Keflavíkurflugvelli gafst Westwick loks upp og keypti sér vodkaflösku til að sötra á meðan hann beið eftir fluginu til Heathrow. 30.12.2010 15:00
Tökum á Hangover 2 frestað vegna slyss Áhættuleikarinn Scott McLean slasaðist alvarlega eftir harkalegan árekstur við tökur á gamanmyndinni The Hangover: Part II í Bangkok í Taílandi. Slysið átti sér stað 17. desember og hafa tökur á myndinni legið niðri síðan. Misvísandi fréttaflutningur hefur verið af slysinu á netinu, sumir vefmiðlar segja áhættuleikarann á batavegi á meðan aðrir halda því fram að hann sé í dái. 30.12.2010 14:00
Oprah var tekjuhæst Sjónvarpskonan Oprah Winfrey var tekjuhæsta manneskjan í skemmtanabransanum árið 2010 með um 36 milljarða króna í tekjur. Í öðru sæti varð Avatar-leikstjórinn James Cameron með um 24 milljarða. 30.12.2010 12:00
Mikið rétt þetta var ein af þessum VIP samkomum Meðfylgjandi myndir voru teknar af prúðbúnum gestum rétt fyrir frumsýningu sýningarinnar Ofviðrið eftir William Shakespeare á Stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Leikarinn Ingvar E. Sigurðsson fór á kostum sem og aðrir leikarar í verkinu. Hrein unun var að fylgjast með dönsurunum undir stjórn Katrínar Hall og búningar Filippíu Elísdóttur voru brilljant. Sjá þegar þakið ætlaði að rifna af Borgarleikhúsinu hér. 30.12.2010 11:50
Leikur kappa frá Wales Mickey Rourke ætlar að leika samkynhneigða ruðningskappann Gareth Thomas frá Wales í nýrri kvikmynd um ævi hans. Rourke segir mikilvægt að saga Thomas komist út til almennings. „Þegar ég hitti Gareth Thomas var þetta það eina sem við töluðum um,“ sagði Rourke. „Þetta er mjög 30.12.2010 08:00
Friðrik Dór í rokkið á ný „Fendrix er einhver magnaðasta unglingahljómsveit sem komið hefur upp í hafnfirsku tónlistarlífi,“ segir söngvarinn Friðrik Dór Jónsson. 30.12.2010 06:00
Gera grín að fílahúðflúri Brandy Slúðurvefir vestanhafs keppast nú við að gera grín að söngkonunni Brandy og nýja húðflúrinu hennar. Þeir vilja meina að rani Ganesh líkist frekar reðurtákni en fílsrana. 29.12.2010 17:34
Fagna tíu ára afmæli á Prikinu í allt kvöld Íslenska elektrósveitin The Zuckakis Mondeyano Project, eða TZMP, hefur verið lengi í bransanum en alltaf haldið sig neðanjarðar. Margir bíða þó spenntir eftir tónleikum sveitarinnar þar sem er jafnan mikið fjör. 29.12.2010 14:19
Þessu liði leiddist ekki um jólin Eins og myndirnar sýna leiddist liðinu ekki milli jóla og nýárs. Meðfylgjandi myndir tók ljósmyndarinn Sveinbi hjá Superman.is á veitingahúsunum Risinu, Hressó og Hvítu Perlunni. 29.12.2010 11:50
Inception er mynd ársins Inception er besta kvikmynd ársins að mati álitsgjafa Fréttablaðsins. Hún var einnig næstaðsóknarmesta myndin á eftir stórvirkinu Avatar. 29.12.2010 13:00
Fær 180 milljónir fyrir 90 mínútna uppistand Grínistinn Jerry Seinfeld fær um 180 milljónir króna fyrir eina uppistandssýningu í O2-höllinni í Lundúnum á næsta ári. Dýrustu miðarnir kosta um tuttugu þúsund krónur. 29.12.2010 13:00
Klovn bönnuð innan fjórtán ára „Við sáum myndina og ákváðum í kjölfarið að það væri við hæfi að banna Klovn: The Movie innan fjórtán ára," segir Þorvaldur Árnason hjá Sambíóunum sem dreifa dönsku gamanmyndinni. Hún verður frumsýnd 1. janúar næstkomandi og gerir Þorvaldur sér hóflegar vonir um að þeir Casper Christensen og Frank Hvam geti heimsótt Ísland af því tilefni. 29.12.2010 12:00
Laddi í Áramótaskaupinu í 37. sinn „Ég held að ég hafi í mesta lagi misst út þrjú eða fjögur Skaup frá 1970 þegar Flosi var með þetta,“ segir Þórhallur Sigurðsson, Laddi. Hann leikur auðvitað í Áramótaskaupinu í ár en þetta er væntanlega 36. eða 37. Áramótaskaupið sem honum bregður fyrir í. 29.12.2010 10:00
Lady Gaga söluhæst The Fame Monster með söngkonunni Lady Gaga er söluhæsta plata ársins 2010. Platan, sem er stækkuð útgáfa af frumburði hennar The Fame, seldist í tæpum sex milljónum eintaka víðs vegar um heiminn. 29.12.2010 09:00
Tónleikaveislur um áramótin Áramótadjammið er mörgum heilagt og því um að gera að fara yfir það sem í boði er á gamlárs- og nýárskvöld. Skemmtistaðir landsins slá ekki slöku við frekar en fyrri daginn og bjóða skemmtanaglöðum Íslendingum, og öllum þeim fjölmörgu sem kíkja á Klakann, upp á tónleikaveislu. Fréttablaðið kannaði hvar heitasta djammið er um áramótin. 29.12.2010 08:00
Skráning í Wacken Skráning í hljómsveitakeppnina Wacken Metal Battle er hafin og stendur yfir til 20. janúar. Sigurvegarinn á Íslandi fer til Þýskalands næsta sumar og spilar á rokkhátíðinni Wacken í alþjóðlegum úrslitum Metal Battle keppninnar. 29.12.2010 07:00
Esja blæs til áramótaveislu Esja við Austurvöll blæs til heljarinnar áramótaveislu og er búin að safna saman fullt af plötusnúðum, dönsurum og fleiri til að halda partýinu gangandi. 28.12.2010 22:04
Nýtt Líf velur konu ársins 2010 Tímaritið Nýtt Líf hefur valið Gerplustúlkur konu ársins 2010. Nýtt Líf hefur útnefnt Konu ársins frá árinu 1980 og mynda þær konur, sem hafa hlotið titilinn, fjölbreyttan hóp en þær eiga það allar sameiginlegt að hafa skarað fram úr, hver á sínu sviði. Í rökstuðningi með valinu segir að stúlkurnar, sem eru fimmtán, hafi komið heim með gull um hálsinn eftir þátttöku sína á Evrópumeistaramótinu í hópfimleikum í október síðastliðnum. Mótið sé það stærsta í þessari grein í heiminum. Hópurinn sé flott fyrirmynd, ekki einungis fyrir ungu kynslóðina heldur þjóðina í heild sinni. Hann hafi sýnt fram á einstaka samvinnu og látið drauma sína rætast. 28.12.2010 13:54
Vilja Airwaves-hátíð í Hörpu „Við erum að skoða þetta á fullu. Ef allt heppnast viljum við fara þarna inn," segir Grímur Atlason, skipuleggjandi tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves. Svo gæti farið að hátíðin verði að hluta til haldin í nýja tónlistarhúsinu Hörpu á næsta ári. Þar með myndi Harpa bætast í hóp tónleikastaða á borð við Nasa, Listasafn Reykjavíkur, Iðnó og Sódómu Reykjavík sem hafa hingað til hýst Airwaves. 28.12.2010 16:00
The Suburbs best í Bretlandi Plata ársins í Bretlandi er The Suburbs með Arcade Fire samkvæmt samantekt HMV. The National hafnaði í öðru sæti og LCD Soundsystem í því þriðja. The Suburbs með kanadísku hljómsveitinni Arcade Fire er plata ársins samkvæmt árlegri samantekt bresku verslunarkeðjunnar HMV. 28.12.2010 13:00
Hætti ekki fyrr en Dan kemur til Dalvíkur „Við ætlum að fá hann til að koma – við erum að spá í næstu fiskidaga. Þá eru flestir hérna. Ég trúi ekki öðru en að margir hafi áhuga á að hlusta á hann,“ segir Björn Snorrason, framkvæmdastjóri Dalpay og varamaður í bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar. 28.12.2010 12:00
Hópurinn hans Balta Baltasar Kormákur heldur utan til Hollywood í næsta mánuði þegar tökur á Contraband hefjast í New Orleans. Hundrað manna tökulið verður að störfum í rúma tvo mánuði og varla verður þverfótað fyrir stjörnum. 28.12.2010 11:00
Býr sig undir spennandi ár í breska tónlistarbransanum „Næsta ár lofar mjög góðu. Ég hlakka mikið til að komast út aftur og byrja,“ segir Árni Hjörvar Árnason, bassaleikari bresku hljómsveitarinnar The Vaccines. 28.12.2010 10:00
Á rúlluskautum á diskókvöldi „Ég datt aldrei á hausinn en ég var ansi oft mjög nálægt því," segir plötusnúðurinn Margeir Ingólfsson sem hélt sitt fyrsta diskókvöld í fimm ár á skemmtistaðnum Austur á annan í jólum. 28.12.2010 09:00
Fá 117 milljónir fyrir áramótatónleika Töffararnir í Coldplay maka heldur betur krókinn nú um áramótin. Þannig fá þeir 650 þúsund pund, eða tæplega 117 milljónir króna, fyrir að spila á hóteli í Bandaríkjunum á gamlárskvöld. 27.12.2010 20:28
Natalie Portman ólétt Leikkonan Natalie Portman er ólétt auk þess sem hún trúlofaðist á dögunum. Hinn heppni er Ísraelskur balletdansari búsettur í Bandaríkjunum. Hann heitir Benjamin Millepied. 27.12.2010 19:33
Fjölmennt á sýningu Gauragangs Kvikmyndin Gauragangur var frumsýnd í síðustu viku og var margt góðra gesta á sýningunni. Kvikmyndin er í leikstjórn Gunnars Guðmundssonar og með hlutverk Orms Óðinssonar fer hinn ungi og efnilegi Alexander Briem. 27.12.2010 20:00
Dalvík í 60 milljónum farsíma „Mér finnst þetta rosalega skemmtilegt,“ segir Svanfríður Inga Jónasdóttir, bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar. 27.12.2010 10:00
OK Computer valin besta platan OK Computer með Radiohead er besta plata síðustu 25 ára samkvæmt lesendum tónlistartímaritsins Q. 27.12.2010 09:00
Sápukúlur hjá Jónsa Aðdáendur Jóns Þórs Birgissonar, Jónsa, ætla að blása sápukúlur á tónleikum hans í Laugardalshöll 29. desember. Uppákoman verður í laginu Around Us af fyrstu sólóplötu hans Go. 27.12.2010 06:00
Katy lumar á góðum ráðum í rúminu Bandaríska söngkonan Katy Perry segist luma á nokkrum góðum ráðum til að halda glóðinni við í hjónabandinu, en hún er gift gamanleikaranum Russell Brand. 27.12.2010 04:00
Hvíldi kreditkortið þessi jól „Þetta eru eiginlega fræðsluþættir um fjármál heimilanna, nema að reynt er að fjalla um efnið á mannamáli svo að allir skilji,“ segir leikstjórinn Baldvin Z um sjónvarpsþættina Ferð til fjár sem sýndir verða í Sjónvarpinu í byrjun næsta árs. 27.12.2010 03:00
Faðir í fyrsta sinn Leikarinn David Schwimmer á von á sínu fyrsta barni með eiginkonu sinni, breska ljósmyndaranum Zoe Buckman. Ekki er langt síðan parið lét pússa sig saman við leynilega athöfn fjarri kastljósi fjölmiðla. Schwimmer og Buckman kynntust árið 2007 í London. Þau ku vera í skýjunum með væntanlega fjölgun í fjölskyldunni. 27.12.2010 02:00
Sumir eru með sjúklega góða rödd Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá og heyra íslensku hljómsveitina Steed Lord, sem skipar söngkonuna Svölu Björgvinsdóttur og bræðurna Einar og Eðvarð, skemmta fyrir troðfullu húsi á vinsælum næturklúbb í Los Angeles, Cinespace, á þriðjudaginn var. Svala söng og bræðurnir sáu um tónlistina. Eins og sjá má var stemningin frábær meðan á flutningnum stóð. 26.12.2010 08:46
Barnaspítali Hringsins fær góða gjöf Forráðamenn Kringlunnar, Hagkaups og Ljóma færðu Barnaspítala Hringsins 22. desember síðastliðinn að gjöf afrakstur af keppni í piparkökubakstri sem haldinn var í Kringlunni nú í desember til styrktar Barnaspítala Hringsins. Keppt var í tveimur aldursflokkum, börn yngri en 10 ára og síðan börn 11 til 14 ára. Þemað í piparkökubakstrinum var Ísland, fjöll, hús, dýr og fólk. Alls söfnuðust 525.000 krónur. Eftirtalin fyrirtæki lögðu keppninni lið með peningagjöfum: Hagkaup, Kringlan, Ljómi, Arion Banki, Vera Moda, Englabörn og Sony Center. Piparkökurnar voru til sýnis í Kringlunni nú í desember. Rikka og Jói Fel völdu sex tillögur sem fengu verðlaun. Vinningshafar fengu gjafabréf frá Kringlunni og bíómiða í Kringlubíó frá Sambíóum. „Okkur er sönn ánægja að færa Barnaspítala Hringsins þessa gjöf, sérstaklega þar sem það voru börn sem töku þátt í þessari keppni. Skemmtilegt var að sjá hugmyndir barnanna í bakstrinum. Ég vil þakka öllum fyrir þátttöku í keppninni og þeim fyrirtækjum sem stóðu að þessu með okkur," sagði Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. 24.12.2010 10:18
Mið-Ísland gerir sjónvarpsþætti „Þátturinn á að vera ógeðslega skemmtilegur og eins fjölbreyttur og hægt er,“ segir uppistandarinn Ari Eldjárn. 24.12.2010 10:00
Saman í öll jólaboðin „Það má segja að Tobba sé að fjölskylduvæða mig þessi jólin. Ég fer í fleiri jólaboð í ár en í fyrra en held þó í mínar hefðir,“ segir Karl Sigurðsson, borgarfulltrúi Besta flokksins og meðlimur Baggalúts, um hvernig jólahaldi hans og Þorbjargar Marinósdóttur, Tobbu eins og hún er kölluð, er háttað. 24.12.2010 10:00
Varð ástfangin af vini sínum Sveitasöngkonan Shania Twain trúlofaðist kærasta sínum, svissneska viðskiptamanninum Frederic Thiebaud, nýverið. Thiebaud og Twain náðu saman eftir að þáverandi makar þeirra áttu í ástarsambandi. Twain hefur slegið í gegn með lög á borð við You’re Still the One, You’ve Got A Way og That Don’t Impress Me Much og er talin ein ríkasta söngkona heims um þessar mundir. 24.12.2010 10:00
Gjafmildur Gyllenhaal Jake Gyllenhaal virðist vera kolfallin fyrir kantrísöngkonunni Taylor Swift en leikarinn gekk heldur betur langt í afmæligjöfum. Swift fyllti 21 ár í byrjun desember og fékk demantsarmband metið upp á 11 milljónir íslenskar krónur, 10 kíló af kaffi, kaffivél og forlátan gítar sem kostaði rúma milljón. 24.12.2010 09:00
Ólafur Darri með Balta í Hollywood Ólafur Darri Ólafsson hefur hreppt lítið hlutverk í Hollywood-kvikmyndinni Contraband sem Baltasar Kormákur leikstýrir. Meðal mótleikara Ólafs í myndinni eru þau Kate Beckinsale og Mark Wahlberg en myndin er endurgerð á hinni íslensku Reykjavik-Rotterdam. 24.12.2010 08:15
Fetar í fótspor Díönu Harry Bretaprins heimsótti Þýskaland á dögunum og sagði í viðtali við dagblaðið Bild að hann væri mjög ánægður með trúlofun bróður síns og Kate Middleton. 24.12.2010 08:00
Paltrow alltaf til staðar Leikkonan Gwyneth Paltrow á börnin Apple og Moses með eiginmanni sínum, Coldplay-söngvaranum Chris Martin. Paltrow segist njóta þess að eyða tíma með börnum sínum og tekur því ekki að sér kvikmyndahlutverk nema hún sé mjög hrifin af handritinu. 24.12.2010 07:30
Þurfti að yfirgefa flugvél Hótelerfingjinn Paris Hilton þurfti að yfirgefa flugvél vegna þess að hnífur fannst í vélinni. Hilton var á leið til Hawaii frá Losa Angeles ásamt kærasta sínum Cy Waitz. 24.12.2010 06:00