Fleiri fréttir

Upplausn á heimili Smith-hjónanna

Eitt frægasta, og hingað til traustasta, hjónaband Hollywood stendur völtum fótum þessa dagana. Leikaraparið Will Smith og Jada Pinkett Smith er að skilja ef marka má bandaríska miðla og hefur fréttaflutningur af málefnum þeirra tekið á sig nýja mynd undanfarna daga.

Ghostbusters 3 verður gerð

Þriðja Ghostbusters-myndin verður gerð með eða án Bills Murray. Að sögn leikarans Dans Aykroyd er frábært handrit komið á borðið og aðeins á eftir að hefja tökur. Þær eru fyrirhugaðar næsta vor. „Það má ekki gleyma því að Ghostbusters er stærri en allir hlutar hennar, þrátt fyrir að Billy [Murray] hafi áður verið í aðalhlutverki og lagt sitt af mörkum,“ sagði hann. Ghostbusters 3 hefur verið í pípunum í heilan áratug en aldrei hefur myndin litið dagsins ljós. Núna virðist biðin loksins vera á enda, 22 árum eftir að önnur myndin kom út.

Urban Outfitters myndar á Íslandi

„Þau eru alveg heilluð af Íslandi og í skýjunum enda er búið að ganga mjög vel,“ segir Tanja Berglind Hallvarðsdóttir, framleiðandi hjá True North.

Vill giftast Madonnu

Nýr kærasti söngkonunnar Madonnu, Brahim Zaibat, er aðeins tuttugu og fjögurra ára gamall en þrátt fyrir það er hann tilbúinn að ganga í hjónaband með söngkonunni. Þessu heldur tímaritið Enquirer fram.

Kossarnir gerast ekki fallegri

Leikkonan Kate Hudson, 32 ára, kyssir unnusta sinn, Matthew Bellamy, innilega á kaffihúsi í London eins og sjá má í myndasafni. Með í för er sonur þeirra, Bingham Hawn Bellamy, sem fæddist 9. júlí síðastliðinn. Þá má einnig sjá mynd sem hún póstaði á Twitter síðuna sína af sér með drenginn í fanginu.

Ballaða frá Jones í boði

Ballaða Alans Jones og Írisar Hólm, Stay With Me, er núna fáanleg á síðunni Tónlist.is en lagið fór í útvarpsspilun fyrr í sumar. Allur ágóðinn rennur til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Myndband við lagið er væntanlegt um miðjan næsta mánuð. Þar verður þemað ást en ekki brúðkaup eins og áður var fyrirhugað. Lagið er eftir Jones, sem er með fleiri járn í eldinum. Hann er að skipuleggja tónleika á Nítjándu hinn 1. desember. Meðal flytjenda verða Jóhanna Guðrún, Haffi Haff og Bryndís Ásmundsdóttir.

Madonna blómstrar með unglambinu

Söngkonan Madonna, 53 ára, blómstrar eins og myndirnar sýna greinilega, með nýja kærastanum, Brahim Zaibat, sem er 28 árum yngri en hún. Myndirnar voru teknar í Frakklandi. Dætur Madonnu, Mercy og Lourdes, voru einnig með í för. Sjá myndir hér.

Einn dagur frumsýndur

Rauða dreglinum var rennt út í London þegar nýjasta kvikmynd leikkonunnar Anne Hathaway, One Day, var frumsýnd. Myndin er byggð á skáldsögu Davids Nicholls og fjallar um tvo vini og lífshlaup þeirra á tuttugu ára tímaskeiði. Vinirnir eru leiknir af Hathaway og Jim Sturgess sem skörtuðu sínu fegursta og stilltu sér glöð upp framan við myndavélarnar í London.

Emma í sambúð

Leikkonan Emma Watson er byrjuð að búa með kærasta sínum Johnny Simmons. Kærustuparið, sem byrjaði saman í sumar, flutti inn í hús föður Watson í London.

Endurskoðandi Forlagsins allur

"Það er mikil sorg á heimilinu enda Breki einstakur köttur,“ segir Jóhann Páll Valdimarsson bókaútgefandi. Hann missti í vikunni góðan vin þegar kötturinn Breki andaðist á heimili Jóhanns við Bræðraborgarstíg. Breki gegndi stöðu endurskoðanda hjá Forlaginu en hann var jarðaður í Skorradal á miðvikudag. "Hann varð fyrir nýrnabilun. Við biðum eftir kraftaverki eftir að hann varð veikur og vildum ekki láta svæfa hann en svo gerðist hið óumflýjanlega og við gátum ekki látið dýrið þjást meira.“

Játar ást sína

Gamanleikarinn Jim Carrey setti nýverið á netið myndband þar sem hann játar leikkonunni Emmu Stone ást sína. Töluverður aldursmunur er á þeim og þykir mörgum myndbandið því óviðeigandi.

Erfitt að selja sig

Morgan Spurlock er eilítið sér á báti í bandarískri heimildarmyndagerð. Hann sló fyrst í gegn með Super Size Me og hefur síðan þá verið einn vinsælasti heimildarmyndagerðarmaður heims. Freyr Gígja Gunnarsson settist niður með honum og ræddi við hann um vöruinnsetningar í kvikmyndum og hvernig það er að vera fráskilinn.

Nýkvæntur og lofar góðri hátíð

Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur hefur í nógu að snúast þessa dagana. Um síðustu helgi gekk hann að eiga Líneyju Úlfarsdóttur en þau eiga von á erfingja í nóvember. Hann er einnig að skipuleggja tónlistarhátíðina Melodica Acoustic sem hefst á morgun. Fleira er fram undan hjá trúbadornum knáa. Tveggja vikna tónleikaferð um Evrópu verður farin í september og verða flestir tónleikarnir í Þýskalandi.

Paul Young til Íslands

Enski tónlistarmaðurinn og sálarsöngvarinn Paul Young spilar ásamt hljómsveit sinni í Eldborgarsal Hörpunnar 4. október. Young naut mikilla vinsælda á níunda áratugnum og hefur á ferli sínum átt að minnsta kosti fjórtán lög sem hafa komist inn á vinsældalista. Þar má nefna Everytime You Go Away, Living For the Love of the Common People, Come Back And Stay, Where Ever I Lay My Hat (That"s My Home) og Senza Una Donna. Miðasala á tónleikana hefst 1. september kl. 12 á Harpa.is og í síma 528 5050.

Viltu sléttari maga?

Hot fitness er fyrir konur sem vilja fá langa og fallega vöðva og konur sem vilja læra að þjálfa flata kviðvöðva, segir Anna Eiríksdóttir leikfimikennari í Hreyfingu spurð út í spennandi nýjung fyrir konur þar sem tveir boltar eru notaðir við æfingarnar. Anna sýnir í meðfylgjandi myndskeiði æfingu sem nær að virkja kviðvöðva meðal annars. Sjá meira um Hot fitness hér.

Heimsfrægir afturendar (já þú last rétt)

Pippa Middleton, Eva Longoria, Jennifer Lopez, Coco, Jessica Biel, Rihanna, Scarlett Johansson, Christina Hendricks, Salma Hayek, Eva Mendes, Halle Berry, Beyonce Knowles eru á meðal heimsþekktra kvenna sem hafa fengið gríðarlega mikla umfjöllun í fjölmiðlum beggja vegna Atlantshafsins þegar afturendi þeirra er annars vegar. Þá má nefna Kim Kardashian sem fór í röntgenmyndatöku til að afsanna háværar sögusagnir um að afturendi hennar væri ónáttúrulegur. Shakira er einnig í umræddum hóp en hún lét hafa eftirfarandi eftir sér: Ég vildi óska að ég væri hærri, með lengri lappir, mjórra mitti, minni afturenda og sléttara hár.

Lopez hvað er í gangi hérna?

Í meðfylgjandi myndaalbúmi má sjá Jennifer Lopez, 42 ára, ásamt fjölda dansara við tökur á nýju tónlistarmyndbandi. Fegurð kemur innan frá. Þú sérð hana endurspeglast í augunum á fólki, lét Jennifer, sem var nærri dottin af baki eins dansarans eins og greinilega má sjá á myndunum, hafa eftir sér.

Reyna við Íslandsmet í planki

"Maður er allur endurnærður eftir gott plank, og tilfinningin eftir að hafa sett fjöldamet í planki verður örugglega sæt því samstaðan sem skapast þegar margir gera sama hlutinn er svo skemmtileg,“ segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir, forstöðumaður kynningarmála hjá Mosfellsbæ, þar sem reynt verður að setja Íslandsmet í planki við setningu bæjarhátíðarinnar Í túninu heima á Miðbæjartorginu í kvöld klukkan 20.

Spessi sækir hjól til Memphis

„Jú, þetta er rétt, við erum að fara til Kansas. Þar ætla ég að kaupa mér pallbíl, kúrekahatt og stígvél í stíl,“ segir Spessi, ljósmyndari með meiru. Eiginkona hans, Áróra Gústafsdóttir, er að fara að setjast á skólabekk og ætlar Spessi að fljóta með. Hjónakornin fljúga út á laugardaginn en Spessi vill ekki gefa mikið upp hvað hann ætlar að gera í Bandaríkjunum fyrir utan að hann hyggst sækja þar mótorhjól sem er í geymslu í Memphis. „Elvis hefur verið að passa upp á það fyrir mig,“ segir ljósmyndarinn og hlær.

Slasaður sonur

Slúðurmiðlar vestan hafs voru ekki lengi að draga þá ályktun að söngkonan Christina Aguilera, 30 ára, hafi beitt Max son sinn grófu ofbeldi eftir að hann sást með glóðurauga í fangi hennar á Hawaii. Lögfræðingur Christinu sendi formlega fréttatilkynningu þar sem hann útskýrði í smáatriðum hvernig Max slasaðist á leikvelli þegar hann datt og meiddi sig en móðir hans, Christina, var fjarverandi þegar óhappið átti sér stað. Meðfylgjandi má sjá söngkonuna með Max í fanginu.

Verður faðir í annað sinn

Leikarinn Jason Bateman á von á sínu öðru barni með eiginkonu sinni, Amöndu Anka, dóttur söngvarans Paul Anka. Fyrir á parið dótturina Francescu Noru sem er fjögurra ára gömul.

Pippa skokkar

Yngri systir hertogaynjunnar af Cambridge, Pippa Middleton, 27 ára, var mynduð á hlaupum þegar hún fékk sér kaffibolla í gær. Pippa fær ekki stundarfrið frá ljósmyndurum sem mynda nánast hvert fótspor sem hún tekur. Þá má sjá Pippu skokka eldsnemma morguns í myndasafni en hún hleypur daglega.

Vildi meira

Kimberly Stewart eignaðist dóttur í vikunni og hlaut hún nafnið Delilah. Þótt Stewart og barnsfaðirinn, leikarinn Benicio del Toro, séu ekki í sambandi mun hún vera afskaplega hrifin af honum.

Yfirgefur Dalvík af illri nauðsyn og flytur suður

"Við erum af illri nauðsyn að flytja í bæinn,“ segir tónlistarmaðurinn Matthías Matthíasson. Hann hefur búið á Dalvík undanfarin fjögur ár með fjölskyldu sinni en núna verður breyting þar á. "Það er bara brjálað að gera. Ég er nánast ekkert búinn að koma til Dalvíkur síðan í janúar. Þetta var orðin hálfgerð fjarbúð og ekki nógu mikill tími með börnunum og annað. Við ákváðum að taka þetta skref núna. Maður verður að elta vinnuna þangað sem hún er,“ segir Matti.

Banderas snýr aftur til Almodóvars

Eftir mögur ár í Hollywood hefur Antonio Banderas snúið aftur í arma spænska leikstjórans Pedros Almodóvar því kvikmyndin La piel que habito er fyrsta kvikmynd þeirra tveggja í 21 ár. Myndin var frumsýnd í Cannes fyrr á þessu ári og fékk afbragðsgóða dóma.

Elva Dögg í Innrásarhóp

Elva Dögg Gunnarsdóttir hefur gengið til liðs við grínhópinn Innrásarvíkingarnir. Hún er eini uppistandarinn á Íslandi með Tourette-heilkenni. Hún er ófeimin við að gera grín að sjálfri sér og öllum kækjunum sem hún er með og bara lífinu almennt.

Glaðningur fyrir ríka aðdáendur

Á heimasíðu Bjarkar Guðmundsdóttur, Bjork.com, var á dögunum auglýst viðamikið Biophilia-box í tilefni af útgáfu samnefndrar plötu hennar. Þrátt fyrir að kosta hátt í eitt hundrað þúsund krónur er boxið nú þegar uppselt en það var gefið út í tvö hundruð númeruðum eintökum. Ljóst er að eingöngu alhörðustu aðdáendur söngkonunnar með mikið fé á milli handanna tryggðu sér eintak og er það væntanlegt til þeirra í pósti í lok september.

Hefur selt 20 þúsund bækur

Friðrika Hjördís Geirsdóttir hefur eytt öllu sumrinu í að undirbúa nýjan matarþátt fyrir Stöð 2. Samkvæmt síðustu tölum hefur hún líka selt tuttugu þúsund eintök af tveimur matreiðslubókum sem komu út á þessu ári.

Húðflúrmeistari keyrður niður í miðbæ Reykjavíkur

„Þetta var bara eldri maður sem var eitthvað að spjalla við konuna sína og skipti um akrein á ljósunum á horni Bankastrætis og Lækjargötu án þess að gefa stefnuljós,“ segir Fjölnir Geir Bragason eða Fjölnir Tattoo eins og hann jafnan kallaður. Keyrt var á hann í miðbæ Reykjavíkur um hádegisbilið í gær.

Ingalls-krakki á nýrri braut

Á fyrstu árum níunda áratugar síðustu aldar fylgdust sjónvarpsáhorfendur (aðallega konur) með þáttunum Húsið á sléttunni. Þar steig sín fyrstu skref ungur strákur sem hefur tekið sér sinn tíma til að komast á toppinn.

Katrín Hall í dómarasætið

Katrín Hall verður aðaldómari í nýjum dansþætti sem hefur göngu sína í Ríkissjónvarpinu í vetur. Katrín er viss um að þátturinn verði mikil lyftistöng fyrir þá ört vaxandi listgrein sem dansinn er.

29,5 kg farin á 4 mánuðum

Söngkonan Mariah Carey, 41 árs, sem eignaðist tvíburana Monroe og Moroccan 30. apríl síðastliðinn lýsir meðgöngunni sem erfiðri líkamlegri upplifun. Mariah, sem hefur verið dugleg að setja myndir af sér á Twitter síðuna sína, lét hafa eftir sér opinberlega hvað hún er stolt af því að hafa lést um 29,5 kíló síðan hún fæddi börnin: Ég er svo stolt af sjálfri mér. Ég er það virkilega. Að ganga með tvíbura er ólíkt öllu öðru. Það er auðvelt að segja að þetta sé allt þess virði en þegar fæturnir þínir eru risastórir og óþekkjanlegir þá er þessi reynsla töluvert erfiðari en margan grunar. Nú skokkar söngkonan daglega og borðar holla fæðu á milli þess sem hún hugar að tvíburunum. Meðfylgjandi myndir voru teknar af söngkonunni í fylgd einkaþjálfarans og aðstoðarkonu í Tribeca hverfi í New York.

Leikarar á hestatónleikum Helga

„Við ætlum að búa til hestastemningu og taka tónleikana aðeins í aðrar áttir,“ segir tónlistarmaðurinn Helgi Björnsson.

Kokhraustir án Frusciante

Tíunda hljóðversplata Red Hot Chili Peppers kemur út á mánudaginn. Josh Klinghoffer hefur tekið við gítarleiknum af hinum óútreiknanlega John Frusciante.

Gul í gær - bleik í dag

Söngkonan Katy Perry, 26 ára, var mynduð á götum Los Angeles með bleikt hár. Þá má sjá söngkonuna stilla sér upp á rauða dreglinum með gult hár klædd í strumpakjól á frumsýningu kvikmyndarinnar The Smurfs. Katy er fyrsta konan í heiminum með fimm lög* á sama tíma á Billboard Hot 100 listanum. Michael Jackson er eini listamaðurinn sem hefur náð sama árangri. *Last Friday Night, California Girls, Firework, E.T. og Teenage Dream, sem er titill plötunnar.

Nú verður kátt í höllinni

Það ríkir mikil gleði við dönsku hirðina eftir að tilkynnt var um að Marie prinsessa væri barnshafandi. Hún og maðurinn hennar, Jóakim prins, eiga von á barni í janúar og verður prinsinn því brátt fjögurra barna faðir. Marie og Jóakim eiga fyrir hinn tveggja ára gamla Henrik en Jóakim eignaðist tvö börn með prinsessunni Alexöndru. Spákona heldur því fram að hjónin eigi von á strák.

Eva Mendes fékk ráð hjá þjónustustúlku

Í meðfylgjandi myndasafni má sjá leikkonuna Evu Mendes, 37 ára, á hlaupum með hárið tekið aftur í snúð og uppáklædda yfirgefa tískuviðburð á vegum Salvatore Ferragamo. Eva hefur undanfarið fengið leiðsögn hjá ónefndri þjónustustúlku í New York hvernig hún á að bera sig við að leika þjón í myndinni The Place Beyond the Pines.

Ný prímadonna í leikhúsheiminum

„Hún er mjög meðfærilegur hundur en smá prímadonna enda leikkona,“ segir Ásta Dóra Ingadóttir, hundaþjálfari og eigandi Gallerís Voff, en hún sér um að þjálfa tíkina Myrru fyrir frumraun hennar á leiksviði.

Sage Francis til Íslands

Bandarísku rappararnir Sage Francis og B. Dolan stíga á svið á Sódómu Reykjavík 3. september.

Affleck í nýrri hasarmynd

Ben Affleck hefur samkvæmt fréttum vestanhafs samþykkt að leika aðalhlutverkið og leikstýra nýrri hasarmynd frá Joel Silver, framleiðanda Lethal Weapon-myndanna og Die Hard. Myndinni hefur verið gefið vinnuheitið Line of Sight og verður nokkuð óvenjuleg í sniðum því hún mun segja söguna frá sjónarhóli eins manns og verður tekin upp líkt og fyrstu persónu skotleikur í tölvum. Peter O‘Brien, sem skrifaði handritið að tölvuleiknum Halo: Reach, hefur verið beðinn um að skrifa handritið að myndinni.

Veðurfréttakona hleypur langhlaup

Þrettán Íslendingar taka þátt í Mont Blanc hlaupinu sem hófst í morgun. Hlaupið er 112 kílómetrar og þykir mikið afrek að ljúka því. Ekki síst vegna þess í hve mikilli lofthæð er hlaupið. Veðurfréttakonan og hlaupadrottningin Elísabet Margeirsdóttir tekur þátt í hlaupinu og er nú búin að hlaupa í um þrjá tíma. Elísabet er vön hlaupakona og hljóp meðal annars Laugavegshlaupið, sem er um 54 kílómetra leið, á dögunum.

Drottningarnar mættu á Dill

Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar vínframleiðandinn Foss distillery blés til veglegrar veislu áveitingastaðnum Dill í Norræna húsinu á þriðjudaginn var þar sem fyrstu afurðum fyrirtækisins var fagnað en það eru birkilíkjörinn Björk og snafsinn Birkir. Margt var um manninn eins og myndirnar sýna og fengu gestir að bragða ýmsar útfærslur af drykkjunum. Ómar Guðjónsson gítarleikari og Eyjólfur Þorleifsson saxófónleikari fluttu tónlist fyrir veislugesti sem brögðuðu meðal annars á Björk Royale og Björk í tonic, eða B&T, eins og margir gestanna kusu aðkalla það. Birkir Kristinsson fyrrum landsliðsmarkvörður í knattspyrnu og Björk Eiðsdóttir fjölmiðlakona brugðu skemmtilega á leik með nöfnum sínum. Drykkirnir eru afrakstur tilraunastarfsemi Ólafs Arnar Ólafssonar, formanns Vínþjónasamtaka Íslands og Gunnars Karls Gíslasonar fyrirliða íslenska kokkalandsliðsins. Ólafur Örn og Gunnar Karl reka veitingastaðinn Dill í Norræna húsinuog hafa undanfarin ár gert ýmsar tilraunir með eiginleika íslenska birkisins í eldhúsinu á Dill. "Mig langaði að fanga upplifunina af íslenskri vornótt, augnablikið þegar það er nýstytt upp og döggin sest á birkivaxna hlíðina. Ég held að Björk og Birkir komist ansi nálægt því,” segir Ólafur. Ólafur og Gunnar Karl eru frumkvöðlar í nýnorrænni matargerðarlist á Íslandi en möguleikar íslenskra náttúruafurða eru þeirra hjartans mál. Ásamt Ólafi og Gunnari Karli standa að verkefninu feðginin Jakob Svanur Bjarnason mjólkurfræðingur og Elsa María Jakobsdóttir félagsfræðingur og fyrrum fjölmiðlakona. Birkir og Björk verða á næstu dögum fáanleg á veitingastöðum og skemmtistöðum. Auk þess verður hægt að fá drykkina í vínbúðum og fríhöfn.

Veisla í Sambíóunum

Sambíóin ætla að blása til Kvikmyndadaga í Kringlunni og sýna kvikmyndir sem farið hafa sigurför um heiminn. Opnunarmynd hátíðarinnar verður Tree of Life eftir Terence Malick en hluti hennar var tekinn hér á landi. Með aðalhlutverkin fara þeir Brad Pitt og Sean Penn. Myndin vann Gullpálmann á Cannes á þessu ári.

Spila 24 sinnum á 24 dögum

„Þetta verða 24 tónleikar á 24 dögum í 24 borgum í ellefu löndum,“ segir Björgvin Sigurðsson, söngvari og gítarleikari Skálmaldar.

Vinir Sjonna taka upp nýtt lag

Hljómsveitin Vinir Sjonna ætlar að taka upp nýtt lag á næstunni. Svo gæti farið að rödd hins sáluga Sigurjóns Brink verði notuð í laginu en það á eftir að koma betur í ljós.

Sjá næstu 50 fréttir