Fleiri fréttir

Ávaxtafjör fyrir blessuð börnin

Íslenska barnaleikritið um ávextina í Ávaxtakörfunni hefur nú verið flutt af sviði yfir á hvíta tjaldið í fyrsta skipti og verður bíómyndin frumsýnd á morgun.

Fjallað opinskátt um kynlíf

„Þetta er fræðsluþáttur en efnið er séð með augum ungs fólks og við upplifum þetta svolítið í gegnum það,“ segir Hrefna Björk Sverrisdóttir einn framleiðenda sjónvarpsþáttanna 2+6 sem hefja göngu sína á Popptíví í vetur. Stórveldið framleiðir þættina í samstarfi við Hrefnu Björk.

Grín á þremur tungumálum

Uppistandarinn DeAnne Smith frá Montreal og Freddie Rutz, svissneskur grínisti og töframaður, koma fram á Iceland Comedy Festival 2012 sem verður haldin í september á Gamla Gauknum og í Gamla kaupfélaginu á Akranesi. Rökkvi Vésteinsson stendur fyrir komu þeirra og mun hann einnig troða upp.

Fantasíur rjúka út

"Viðtökur Fantasía hafa komið okkur ánægjulega á óvart en ég held að íslenskar konur hafi langað í bók af þessu tagi lengi," segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, en fyrsta upplag, 2.500 eintök, er uppselt hjá útgefanda og annað jafn stórt upplag er í prentun.

Skuggar í Hafnarborg

Ólíkar birtingarmyndir skuggans í verkum nokkurra íslenskra myndlistarmanna verða í brennidepli á yfirlitssýningunni Skia, sem verður opnuð í Hafnarborg í dag.

Sjálfshjálparbók Sigrúnar selst vel

„Það var reglulega ánægjulegt að sjá hversu vel bókin fór af stað,“ segir Sigrún Lilja Guðjónsdóttir, eigandi Gyðja Collection og einn af meðhöfundum bókarinnar The Success Secret sem kom út í Bandaríkjunum fyrir viku.

Óður til amma og liðins tíma

„Þetta átti bara að vera kafli í einni bók en svo rann á mig slíkt endurminningaræði að ég gat ekki stoppað,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, alþingismaður og ljóðskáld, um ljóðabókina Eldhús ömmu Rún sem komin er út á vegum Uppheima.

Vantar fjögur hundruð hross

Framleiðendur kvikmyndarinnar Hross eftir Benedikt Erlingsson hafa auglýst eftir fjögur hundruð hrossum og eitt hundrað manns fyrir tökur á stóru atriði þar sem stóðréttir verða endurvaktar í Þverárrétt í Borgarfirði.

Hefur leit að horfnu fólki

„Mér finnst óviðunandi að manneskja geti horfið sporlaust í okkar litla samfélagi,“ segir fréttakonan Helga Arnardóttir sem er að fara af stað með nýja þætti á Stöð 2 þar sem umfjöllunarefnið er mannshvörf á Íslandi.

Kærkomið tækifæri fyrir tónlistarmenn

Á tónleikunum koma fram evrópskir listamenn sem eiga það sameiginlegt að vera skipuleggjendur tónleika og forsvarsmenn tónlistarhátíða í sínum heimalöndum.

Les aldrei glæpasögur

Danski rithöfundurinn Jussi Adler-Olsen hefur slegið í gegn með bókum sínum um Deild Q í dönsku lögreglunni sem fæst við óupplýst sakamál. Hann er staddur hér á landi til að kynna verk sín og hitta íslenska lesendur.

Saga skörungs sýnd

Borgarinnan, leikrit Sögu Jónsdóttur leikkonu, verður frumsýnt í kvöld í Samkomuhúsinu á Akureyri.

Ávaxtakarfan eins og þriðja barnið mitt

"Það er mjög gaman að það sé loksins að líða að frumsýningu enda hefur Ávaxtakarfan verið eins og þriðja barnið mitt undanfarin ár," segir Kristlaug María Sigurðardóttir, framleiðandi og höfundur bíómyndarinnar Ávaxtakarfan sem verður frumsýnd næstkomandi föstudag.

Feikileg pressa á tökustað

Tökum á Hollywood-hasarmynd Baltasars Kormáks, 2 Guns, lýkur í byrjun september en þær hófust í júníbyrjun.

Svaf heila nótt í búningi

Tómas Lemarquis fer með hlutverk í spænsku spennumyndinni Painless sem sýnd verður á Toronto International Film Festival sem fram fer dagana 6. til 16. september. Þetta er í annað sinn sem mynd sem Tómas leikur í er sýnd á hátíðinni, sú fyrri var Nói albínói.

Elfar Aðalsteins með tvær myndir á RIFF

Ráðgjafar kvikmyndahátíðarinnar RIFF hafa valið 20 íslenskar stuttmyndir til sýningar á hátíðinni. Meðal þeirra eru Sailcloth eftir Elfar Aðalsteins, sem var á "shortlist" til Óskarsverðlauna í vor og skartar leikaranum John Hurt í aðalhlutverki. Elfar sýnir einnig myndina Subculture á hátíðinni.

Fyndnari í fullri lengd

Sigríður Lára Sigurjónsdóttir komst að því fyrir nokkrum árum að íslensk þýðing einnar eftirlætisbókar hennar, Önnu í Grænuhlíð, væri stytt útgáfa sögunnar.

Kurteisir dyraverðir á Mánabar

"Við höfum áralanga reynslu í öllu sem viðkemur skemmtistaðarekstri og sjálfur byrjaði ég að vinna sem barþjónn á Gauknum þegar ég var átján ára gamall," segir Ásgeir Andri Guðmundsson, tónlistar- og viðburðarstjóri Mánabars sem var opnaður við Hverfisgötu 20 á menningarnótt.

Gói og Nína Dögg leika elskendur

Á meðal þess sem verður á boðstólum á nýju leikári Borgarleikhússins er einn ástsælasti gamanleikur seinni ára, Á sama tíma að ári. Verkið er löngu orðið sígilt því margir þekkja kvikmyndina sem hlaut fjölda Óskarstilnefninga á sínum tíma og leikritið ratar reglulega á fjalir leikhúsa um allan heim...

Norræn verk leiklesin

Um helgina verður brot úr nýjum norrænum leikritum leiklesin í Þjóðleikhúsinu í tengslum við Norræna sviðslistardaga.

Skriðu gerð skil

Sagan af klaustrinu á Skriðu er heiti nýútkominnar bókar eftir dr. Steinunni Kristjánsdóttur fornleifafræðing.

Fantasíur rjúka beint á toppinn

Fantasíur, samansafn Hildar Sverrisdóttur af kynferðislegum hugarórum kvenna, er mest selda kilja síðustu vikunnar. Bókin kom út á fimmtudaginn síðasta og rýkur beint á toppinn. Hún er sömuleiðis þriðja mest selda bókin í öllum flokkum.

Páll Valsson nýr ritstjóri Skírnis

Páll Valsson hefur verið ráðinn ritstjóri Skírnis - Tímarits Hins íslenska bókmenntafélags. Hann tekur við af Halldóri Guðmundssyni nýráðnum framkvæmdastjóra Hörpunnar.

Dagur Kári leikstýrir danskri mynd

Dagur Kári hefur nú tekið að sér að leikstýra nýrri stórmynd sem Nimbus Film í Danmörku hyggst framleiða í samstarfi við fleiri norræna aðila. Kostnaðaráætlun myndarinnar hljóðar upp á tæpar 900 milljónir króna. Það verður því í nógu að snúast hjá Degi Kára næstu misserin, en hann er nú á kafi við undirbúning næstu kvikmyndar sinnar, sem nefnist Rocketman. Baltasar Kormákur og Agnes Johansen framleiða myndina fyrir kvikmyndafyrirtækið Sögn í samstarfi við Nimbus Film í Danmörku. Rocketman, sem þrátt fyrir titilinn er íslensk mynd og með íslensku tali, verður tekin upp hér á landi í vetur og er ráðgert að hún verði tilbúin til sýningar að ári.

Rithöfundar fá lykilinn að Gunnarshúsi

Að morgni afmælisdags Reykjavíkurborgar, þann 18. ágúst, undirrituðu Jón Gnarr borgarstjóri og Kristín Steinsdóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands, gjafaafsal þar sem Reykjavíkurborg gefur Rithöfundasambandi Íslands Gunnarshús að Dyngjuvegi 8 í Reykjavík í tilefni af því að Reykjavík er orðin ein af Bókmenntaborgum UNESCO.

Samkeppni um titil á bók J. K. Rowling

Bókaforlagið Bjartur fer óvenjulega leið við að snara titli nýjustu skáldsögu J. K. Rowling yfir á íslensku. Bókin nefnist The Casual Vacancy á ensku og kemur út í Bretlandi 27.

Rómantík, dramatík og erótík

Tenórsöngvarinn Gissur Páll Gissurarson og píanóleikarinn Árni Heiðar Karlsson blása til stofutónleika að kvöldi föstudags.

Kvikmynd um ævi Gertrude Bell í bígerð

Leikstjórinn Werner Herzog hyggst leikstýra mynd um ævi Gertrude Bell. Naomi Watts hefur tekið að sér að leika Bell og líklegt er að Robert Pattinson fari með hlutverk T. E. Lawrence í kvikmyndinni.

Kvikmyndasmiðja RIFF vinsæl

?Við sigtum aðeins úr umsækjendum og svo eru einhver úrföll en ég býst við að það verði að minnsta kosti 60 þátttakendur í ár,? segir Marteinn Þórsson umsjónarmaður fjögurra daga kvikmyndasmiðjunnar Talent Lab á Reykjavík International Film Festival, RIFF.

Bjóða heim í raftónlist og kaffi á menningarnótt

"Margir eru að bjóða í vöfflur en við ætlum að bjóða upp á tónlist," segir Steindór Grétar Jónsson sem ásamt kærustu sinni Kristjönu Björgu Reynisdóttur býður gestum og gangandi á raftónleika heima í stofu á menningarnótt. "Við sambýlisfólkið erum miklir aðdáendur danstónlistar og erum að leigja þessa rúmgóðu íbúð á Laugarveginum svo við ákváðum að hóa saman öllum þeim sem við þekkjum og slá upp tónlistarveislu."

Í leikhúsmaraþoni í sumarfríinu

„Þetta er dásamlegt. Við erum í leikhúsum frá morgni til kvölds og þetta er frábær innblástur sem við eigum eftir að lifa á í vetur,“ segir leikkonan Anna Gunndís Guðmundsdóttir, sem er stödd á leiklistarhátíðinni Festival Fringe í Edinborg ásamt kærasta sínum, leikaranum Einari Aðalsteinssyni.

Fræbbblarnir rokka á málverkasýningu

Pönksveitin Fræbbblarnir munu koma saman og troða upp á opnun málverkasýningar Guðrúnar Benediktu Elíasdóttur á Kexinu í kvöld. Nokkrir meðlimir sveitarinnar eru í matarklúbbi ásamt Guðrúnu sem kallaður er Goutons Voir.

Sýnir afrakstur Asíureisu á Skólavörðustíg

"Að hafa sýninguna utandyra er í ætt við ferðalagið sjálft og gerir það líka að verkum að fleiri sjá myndirnar," segir ljósmyndarinn Baldur Kristjánsson sem opnar ljósmyndasýninguna Austur fyrir fjall á göngugötu Skólavörðustígs í kvöld.

Kjarnorkuárásanna á Japan minnst

Fræðslu- og ljósmyndasýning um kjarnorkusprengjurnar sem varpað var á Hírosíma og Nagasaki og afleiðingar þeirra verður opnuð í Borgarbókasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu í kvöld.

Sýnir Leo DiCaprio og Bruce Willis á Akureyri

„Ég byrjaði í kringum "98 að mynda fræga listamenn og hef verið mikið við það síðan,“ segir Bernharð Valsson, eða Benni Valsson líkt og flestir þekkja hann. Hann hefur myndað margar stórstjörnur undanfarin fimmtán ár og opnar sína fyrstu alvöru sýningu á Íslandi á morgun í Ketilhúsinu á Akureyri. 57 myndir af leikurum og tónlistarmönnum prýða veggi sýningarinnar og á meðal þeirra eru Leonardo DiCaprio, Naomi Watts, Robbie Williams, Patti Smith og Bruce Willis.

Goðsögn í bókmenntaheiminum fellur frá

Bandaríski rithöfundurinn og háðfuglinn Gore Vidal lést á heimili sínu í Los Angeles í gær 86 ára gamall, en hann var af mörgum talinn meðal fremstu rithöfunda Bandaríkjanna á 20. öld. Eitt verka hans olli straumhvörfum í menningarheiminum þar sem um var að ræða fyrsta skáldverkið vestanhafs þar sem aðalsöguhetjan var samkynhneigð.

Sjá næstu 50 fréttir