Fleiri fréttir

Styrking krónu eykur stöðugleika

Hagstofan gerir ráð fyrir að verðbólga aukist seinna en áður var spáð vegna mikillar gengisstyrkingar á síðustu mánuðum.

Dýrari steikur og betra vín á borðum um jólin

Rannsóknasetur verslunarinnar spáir metvexti milli ára í jólaverslun innanlands eða 10,3 prósentum. Hver Íslendingur ver að jafnaði 53.813 krónum til jólainnkaupa. Minna bruðl í ár og meiri fyrirhyggja.

Hagar bjóða í Lyfju

Verslunarfyrirtækið Hagar hafa boðið í Lyfju sem er í sölumeðferði Lindarhvols. Lindarhvoll hefur umsýslu og sölu eigna ríkissjóðs.

Verður stærsta leigufélag landsins

Leigufélagið Ásabyggð á Ásbrú sameinast Heimavöllum leigufélagi og mun sameinað félag undir merkjum Heimavalla hafa um tvö þúsund íbúðir í rekstri.

Ham­borgara­fabrikkan sölu­hæst í sumar

Hamborgarafabrikkan var með 8,7 prósenta markaðshlutdeild af 30 söluhæstu veitingahúsum landsins í sumar. Íslendingar versluðu næstmest við Grillhúsið og Vegamót. Íslendingar virðast sólgnir í hamborgara.

Tryggðin minnkar hjá Apple

Eigendur iPhone-síma virðast vera síður tryggir Apple en áður ef marka má rannsókn UBS-greiningaraðilanna Stevens Milun­ovich og Benjamins Wilson.

Pundið styrkist vegna óvissu um Brexit

Úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu er í uppnámi og ríkisstjórn landsins hefur orðið fyrir áfalli eftir að dómstóll á Englandi úrskurðaði í dag að breska þingið verði að samþykkja úrsögnina.

Mikið tap Árvakurs

Tap Árvakurs sem gefur út Morgunblaðið nam 163 milljónum króna. Rekstarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 7 milljónum króna. Langtímaskuldir félagsins námu ríflega 500 milljónum króna og því ljóst að óbreyttur rekstur er langt frá því að geta greitt af þeim. Handbært fé félagsins var um 28 milljónir í lok árs og hafði lækkað um 131 milljón króna á árinu. Ljóst er af reikningnum að ef rekstur þessa árs er óbreyttur munu eigendur þurfa að leggja félaginu til fjármuni til rekstrarins.

TVG-Zimsen opnar skrifstofu á Schiphol flugvelli

Með þessari nýju skrifstofu vill TVG-Zimsen nýta mikilvægi og staðsetningu Schiphol flugvallar og þau miklu tækifæri sem felast í alþjóðlegum tengingum Schiphol við ört vaxandi leiðakerfi íslensku flugfélaganna.

Eimskip kaupir í Noregi

Eimskip hefur keypt norska flutningafyrirtækið Nor Lines. Áætluð ársvelta Nor Lines er 110 milljónir evra eða um 13,6 milljarðar króna. Til samanburðar var velta Eimskips síðasta ár um 500 milljónir evra eða ríflega 60 milljarðar króna.

Laun alþingismanna há í alþjóðlegu samhengi

Grunnlaun þingmanna hér á landi, samanborið við meðallaun í landinu, eru hærri en meðaltal Evrópusambandsins og á öðrum Norðurlöndum. Hlutfallið er svipað og í Þýskalandi og Bretlandi, en lægra en í Eystrasaltslöndunum.

230 milljarða uppsöfnuð fjárfestingaþörf

Fjárfesting og uppbygging innviða samfélaga ráða miklu um hagsæld þeirra. Undanfarin ár hefur áhugi stofnanafjárfesta á innviðafjárfestingum farið ört vaxandi og samhliða því hefur áhugi í samfélögum á því að ríkið hleypi einkaaðilum í slíkar fjárfestingar vaxið. Þetta hefur orðið til þess að til hafa orðið ýmsar leiðir við að mæta þörfinni fyrir innviðafjárfestingar, bæði hrein fjárfesting stórra sjóða í slíkum fjárfestingum sem og blandaðar leiðir ríkis, sjóða og einkaaðila. Fjármálafyrirtækið Gamma hefur skoðað innviðafjárfestingar og þróun hugmynda varðandi slíkar fjárfestingar undanfarin ár. Í dag kemur út skýrsla um efnið þar sem farið er yfir stöðu hagkerfisins, helstu módel innviðafjárfestinga og þau verkefni sem blasa við til að styrkja innviði íslensks samfélags.

Kraftlyftingakona sem skíðar

Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir er nýr svæðisstjóri fyrir Icelandair á Íslandi. Hún segist vera með flugbakteríuna en hún hefur starfað hjá Icelandair í tólf ár, fyrst sem flugfreyja og nú síðast sem yfirmaður Customer Loyalty.

Misjöfn uppgjör

Vísbendingar eru um að undirliggjandi tryggingarekstur sé að batna.

Sushi-markaðurinn farinn að mettast

Hagnaður Tokyo Sushi og Sushisamba eykst töluvert milli ára. Sushi-staðir eru meðal vinsælustu veitingastaða hjá Íslendingum. Skortur á starfsfólki og svört starfsemi hindra vöxt. Lítið hefur verið um nýja staði á síðustu þremur árum.

WOW air flýgur til Brussel

WOW air hóf í dag sölu á flugsætum til Brussel en þann 2. júní næstkomandi mun flugfélagið hefja áætlunarflug til borgarinnar.

Krónan mun sterkari en staðist getur

Krónan hefur styrkst um 15 prósent á árinu. Ísland er orðið eitt dýrasta land heims. Greining Arion banka spáir áframhaldandi styrkingu. Þetta getur aukið innflutning og rýrt samkeppnisstöðu Íslands hvað varðar útflutning.

Sjá næstu 50 fréttir