Viðskipti innlent

Mikið tap Árvakurs

Hafliði Helgason skrifar
Frettabladid/GVA
Tap Árvakurs sem gefur út Morgunblaðið nam 163 milljónum króna. Rekstarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 7 milljónum króna. Langtímaskuldir félagsins námu ríflega 500 milljónum króna og því ljóst að óbreyttur rekstur er langt frá því að geta greitt af þeim.

Fjármagnsgjöld síðasta árs námu 82 milljónum króna.

Handbært fé félagsins var um 28 milljónir í lok árs og hafði lækkað um 131 milljón króna á árinu. Ljóst er af reikningnum að ef rekstur þessa árs er óbreyttur munu eigendur þurfa að leggja félaginu til fjármuni til rekstrarins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×