Fleiri fréttir

Tryggvi Þór seldi sig út úr veitingastaðnum Bazaar

Tryggvi Þór Herbertsson, fjárfestir og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, seldi tæpan helmingshlut sinn í veitingastaðnum Bazaar í október til hóps fjárfesta undir forystu athafnakonunnar Margrétar Ásgeirsdóttur og knattspyrnumannsins fyrrverandi Arnars Gunnlaugssonar.

Björgvin Skúli hættir hjá Landsvirkjun

Björgvin Skúli Sigurðsson hefur sagt starfi sínu sem framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar lausu. Þetta staðfestir Björgvin í samtali við Markaðinn en vill ekki segja til um ástæðu þess að hann sagði upp. Óvíst sé hvað taki við þegar hann lætur af störfum samkvæmt starfslokasamningi síðar á árinu.

Fjárfestar í Icelandair skildir eftir í myrkrinu

Icelandair hefur verið skellt niður á jörðina. Fjárfestar, sjóðstjórar og verðbréfamiðlarar, sem Markaðurinn hefur rætt við, eru á einu máli um að það hafi orðið "meiriháttar trúnaðarbrestur,“ eins og einn viðmælandi lýsir því, á milli stjórnenda Ice­landair og hluthafa fyrirtækisins.

Fjárfestir frá Sviss kaupir hlut í Omnom Chocolate

Svissneska fjárfestingafélagið Quadia, sem hefur aðsetur í Genf, hefur keypt tólf prósenta hlut, og samið um kauprétt á 18 prósentum til viðbótar, í íslenska súkkulaðiframleiðandanum Omnom Chocolate

Aðgerðir eiga að skila Icelandair 30 milljónum dala í bættri afkomu

Aðgerðir sem stjórnendur Icelandair Group hyggjast ráðast í, bæði á tekju- og gjaldahlið félagsins, eiga að skila bættri afkomu að fjárhæð 30 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 3,5 milljarða íslenskra króna, þegar þær verða að fullu komnar til framkvæmda í ársbyrjun 2018.

Super Bowl: Senda Trump tóninn

Fyrirtækin Lumber 84, Budweiser og Airbnb hafa vakið sérstaklega athygli fyrir auglýsiningar sínar, sem virðast hafa verið beinlínis framleiddar með meinta einangrunarstefnu Donald Trump í huga.

Blönduð einkavæðing

Um áramót stóðu hreinar skuldir ríkissjóðs í rúmum 750 milljörðum króna samkvæmt tölum frá fjármálaráðuneytinu. Heildarskuldastaðan var hins vegar um 1.100 milljarðar króna.

Super Bowl: Gráir skuggar eru einungis 49

Eins og svo oft áður eru Super Bowl auglýsingarnar tilfinningaþrungnar og/eða fyndar, enda hvílir mikið á því að þær skili því sem þeim er ætlað.

Svipmynd Markaðarins: Hleypur á eftir sonunum og bolabítnum

Guðríður Svana Bjarnadóttir var nýverið ráðin rekstrarstjóri Marorku. Hún er 38 ára gömul, lögfræðingur að mennt, með bakgrunn í fjármálum og viðskiptum, og lauk framhaldsnámi í alþjóðlegum skattarétti og viðskiptum frá New York University School af Law.

Grásleppa gaf tvo milljarða

Útflutningsverðmæti grásleppu á liðnu ári varð um 2,1 milljarður. Er það annað árið í röð sem verðmæti grásleppuafurða losar tvo milljarða.

Hlutabréf Icelandair lækkuðu þriðja daginn í röð

Gengi hlutabréfa Icelandair Group var 15,95 krónur á hlut við lokun markaða í dag og lækkuðu þau því í verði þriðja daginn í röð. Veltan með bréf flugfélagsins í dag var þó talsvert minni en dagana á undan, eða um 401 milljónir króna, og lækkuðu bréfin um 1,54 prósent.

Magnús Óli kjörinn formaður FA

Magnús Óli Ólafsson, forstjóri heildsölunnar Innness, var kjörinn formaður Félags atvinnurekenda á aðalfundi félagsins í gær.

Vilja kosta og byggja upp ferðamannastaði

Nýtt félag býður landeigendum að annast alla þætti við uppbyggingu ferðamannastaða – skipulagsvinnu, hönnun, uppbyggingu, fjármögnun og rekstur. Er í eigu Verkís og félagsins Bergrisa. Hefur Íslandsbanka að bakhjarli. Telja sig geta un

Fáar konur stjórnendur á auglýsingastofum

Kynjahlutföll á auglýsingastofum undir merkjum SÍA eru jafnari nú en fyrir 5 árum. Þegar kemur að hærri stöðugildum, hönnunarstjórn og listrænni stjórnun, hallar mjög á konur. Allir framkvæmdastjórar stofanna eru karlmenn.

Gengi hlutabréfa Icelandair hélt áfram að lækka

Gengi hlutabréfa Icelandair Group lækkaði í dag um 3,6 prósent í 1.075 milljóna króna viðskiptum. Við lokun markaða nam virði bréfanna 16,2 krónum á hlut og hafa þau því fallið í verði um 27 prósent frá opnun markaða í gær.

Vilja selja Brúnegg fyrir lok febrúar

Eigendur Brúneggja eiga í viðræðum við "þrjá aðskilda hópa fjárfesta“ um að þeir kaupi fyrirtækið og stefnt er að því að niðurstaða fáist í þær fyrir lok mánaðarins.

Opna myntsafnið og sýna gripi frá bandarískum hermönnum

Verk eftir breska og bandaríska hermenn sem nýttu frístundir sínar hér á landi í síðari heimsstyrjöldinni til þess að smíða ýmsa gripi úr peningamynt verða til sýnis þegar myntsafn Seðlabankans og Þjóðminjasafnsins verður opið á Safnanótt á föstudagskvöld.

Sjá næstu 50 fréttir