Fleiri fréttir

Farþegum Icelandair hefur fjölgað um 9% á árinu

Icelandair flutti níu prósent fleiri farþega á fyrstu níu mánuðum þessa árs en á sama tímabili í fyrra. Tæplega sextánfalt fleiri farþegar voru í millilandaflugi nú í september en í fyrra.

Fjögur ís­lensk sprota­fyrir­tæki fengið inn­spýtingu

Fjögur íslensk sprotafyrirtæki – Overtune, Kosmi, The One Company og Standby Deposits – hafa á síðustu mánuðum fengið innspýtingu úr vísíssjóðnum Brunni vaxtarsjóði II. Trúnaður ríkir um stærð fjármögnunar gagnvart einstaka sprotafyrirtækjum, en áður hefur verið fjallað um 330 milljóna króna fjármögnun hjá Smitten Dating (The One Company) sem Brunnur tók þátt í ásamt erlendum fjárfestum.

Seðla­bankinn hækkar enn stýri­vexti

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5 prósent.

Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellusmit

Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af kjúklingi frá Matfugli en umbúðirnar kunna að vera merktar Ali, Bónus eða FK. Ástæðan er grunur um salmonellusmit. Matfugl hefur innkallað vöruna.

Heimsfaraldur aukið eftirspurn eftir mannauðsfólki

Formaður Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi, telur heimsfaraldur hafa aukið eftirspurn eftir mannauðsfólki og tölur frá Alfreð ráðningaþjónustu benda til þess að auglýsingum mannauðsstarfa hafi fjölgað verulega síðastliðin ár.

HBO Max kemur til Íslands á næsta ári

Streymisveita HBO, HBO Max, verður opnuð víða um Evrópu í þessum mánuði. Hér á Íslandi og í nokkrum öðrum löndum verður streymisveitan þó ekki opnuð fyrr en á næsta ári.

Fyrst til að selja net­öryggis­tryggingu á Ís­landi

Tryggingafélagið TM hefur hafið sölu á netöryggistryggingum, fyrst tryggingafélaga hér á landi. Eru tryggingar hugsaðar fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem vilji lágmarka fjárhagslegt tap, verði þau fyrir netárás.

Kvikmynda- og þáttagerð í Hollywood gæti stöðvast

Nær öll kvikmynda- og þáttagerð í Bandaríkjunum gæti stöðvast komi til verkfalls fleiri en 50.000 starfsmanna í kvikmyndabransanum. Stéttarfélag þeirra samþykkti vinnustöðvun sem gæti orðið sú stærsta frá því í síðari heimstyrjöldinni.

Truflanir hjá Facebook

Fjölmargir notendur Facebook og Instagram um heim allan hafa átt í vandræðum með að tengjast samfélagsmiðlunum frá því á fjórða tímanum. Einnig hefur borið á truflunum á þjónustu Whatsapp, Messenger og Workplace en allir fimm miðlarnir eru í eigu Facebook.

„Ég er eiginlega bara partí plötusnúður“

Kristján Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Fiskikóngsisn og Heitirpottar.is, segist vakna á nóttunni enda vekjaraklukkan stillt á rúmlega klukkan fimm. Þá þarf að huga að hvernig bátum hefur gengið að afla. Eitt það skemmtilegasta sem Kristján gerir er að vera plötusnúður og skemmta fólki.

Fall WOW var upphafið að endalokum Hótels Sögu

Formaður Bændasamtakanna segir fall WOW flugfélagsins í mars 2019 hafa markað upphafið að endalokum Hótels Sögu en rekstrarfélag þess var tekið til gjaldþrotaskipta í síðustu viku. Alger óvissa ríki um framtíð húsnæðisins.

Öskur­her­ferðin vann til þrennra Effi­e-verð­launa

Markaðsherferðin Looks Like You Need To Let It Out, Öskurherferðin svokallaða sem unnin var fyrir áfangastaðinn Ísland, hlaut þrenn gullverðlaun alls við afhendingu Effie verðlaunanna í Norður-Ameríku í gær.

Áframhaldandi uppsagnir hjá bönkunum

Stóru bankarnir þrír sögðu samanlagt upp 39 manns í september. Landsbankinn sagði upp níu starfsmönnum og Arion banki sex í fyrradag.

Agnar Freyr ráðinn deildarstjóri netmarkaðsmála hjá Birtingahúsinu

Agnar Freyr Gunnarsson hefur verið ráðinn deildarstjóri netmarkaðsmála hjá Birtingahúsinu. Hann kom til starfa snemma árs 2020 og hefur verið að sinna viðskiptaþróun og markaðssetningu á samfélagsmiðlum ásamt annarri netráðgjöf fyrir viðskiptavini félagsins. Agnar

Lands­bankinn spáir einnig stýri­vaxta­hækkun

Landsbankinn tekur undir spá Íslandsbankans frá því í gær um að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um 0,25 prósentustig í næstu viku. Bankinn telur þó ekki útilokað að stýrivextir hækki um 0,5 prósentustig.

Vara við Sprota-spari­baukum Lands­bankans

Neytendastofa hefur varað við Sprota sparibaukum Landsbankans sem bankinn afhendir börnum. Baukarnir eru sagðir geta verið hættulegir og ekki ætlaðir við leik barna, enda kunni smámynt af detta úr baukunum sem geti valdið köfnunarhættu hjá börnum.

Atlanta fjölgar þotum um sjö

Flugfélagið Atlanta hyggst taka sjö nýjar flutningaþotur í notkun á næstu mánuðum. Félagið verður þá með sextán þotur til umráða, en fyrir er Atlanta með níu þotur í rekstri.

Sjá næstu 50 fréttir