Fleiri fréttir

Kaup á bláu haki Twitter valda usla í raunheimum

Á dögunum opnaði samfélagsmiðillinn Twitter fyrir að fólk gæti keypt sér bláa hakið við hlið nafns síns sem gefur til kynna að um hinn rétta aðila sé að ræða.  Í kjölfar nýju stefnunnar hafa gervi aðgangar sprottið upp og verið notendum til mikils ama.

Ingunn tekur við Opna há­skólanum í HR

Dr. Ingunn S. Unnsteinsdóttir Kristensem hefur verið ráðin forstöðukona Opna háskólans í HR. Sem forstöðukona mun hún leiða sókn háskólans á sviði nýsköpunar og þróunar og marka honum sess á mörkum atvinnulífs, háskóla og vísinda. 

Væri líklegast uppátækjasamur starfsmaður á plani í Næturvaktinni

Stefanía Guðrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Eyri Venture Management, er í því átaki núna að lesa meira á kvöldin en leggja símann frá sér. Ef hún væri karakter í Næturvaktinni telur hún líklegt að hún væri uppátækjasamur starfsmaður á plani.

„Skjálftamælar okkar hagfræðinga eru byrjaðir að blikka“

Þorvaldur Gylfason hagfræðingur varaði í viðtali við Ísland í dag við því að ný fjármálakreppa kynni að vofa yfir bæði í útlöndum og hér heima. Í ljósi fjárhagsaðstæðna sagði hann að fólk ætti að halda að sér höndum og hemja jólaneysluna.

Til­boðskvíðinn raun­veru­legur

Verslunareigandi hvetur landsmenn til að hugsa sig tvisvar um áður en þeir gefa sig neyslubrjálæði nóvembermánaðar á vald. Sjálf finnur hún fyrir hálfgerðum tilboðskvíða á afsláttardögum eins og í dag, degi einhleypra, sem orðinn er sá stærsti hér á landi. 

Jákvæð styrking út í samfélagið

„Meistaramánuður gekk vel í ár og það var greinilegt að átakið vakti kátínu víða í samfélaginu. Um 1500 manns tóku formlega þátt í átakinu auk starfsfólks Samkaupa sem telja yfir 1400 manns,“ segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóra mannauðs- og samskiptasviðs Samkaupa en Samkaup er nú í annað sinn stærsti bakhjarl lífsstílsátaksins Meistaramánaðar.

Sameina krafta sína vegna ÍL-sjóðs

Flestir lífeyrissjóðir landsins hafa, í ljósi mikilla hagsmuna íslenskra sjóðfélaga, myndað sameiginlegan vettvang vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna ÍL-sjóðs. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Óreiðan virðist ráða ríkjum hjá Twitter

Frá því auðjöfurinn Elon Musk tók við stjórn samfélagsmiðilsins Twitter hefur mikil óreiða ríkt þar. Musk varaði við því í nótt að gjaldþrot kæmi til greina en fyrr í gærkvöldi hafði hann sagt stöðu fyrirtækisins vera erfiða en margir af æðstu yfirmönnum fyrirtækisins hafa sagt upp á undanförnum dögum.

FTX fer fram á endurskipulagningu og forstjórinn víkur

Rafmyntarfyrirtækið FTX óskaði eftir því að vera tekið til endurskipulagningar á grundvelli laga um gjaldþrot í Bandaríkjunum í dag. Þá var greint frá því að forstjórinn Sam Bankman-Fried hefði sagt af sér.

Jólagjöf sem safnar ekki ryki

„Hvað á ég að hafa í matinn?“ er spurning sem flestir kannast við. Eftir því sem skammdegið hellist yfir og jólin nálgast verður önnur spurning smám saman fyrirferðarmeiri: „Hvað á ég að gefa í jólagjöf?“

Einn stofnenda Meniga til Landsbankans

Viggó Ásgeirsson, framkvæmdastjóri og einn af stofnendum Meniga, hefur verið ráðinn forstöðumaður Viðskiptaþróunar á Einstaklingssviði Landsbankans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum.

Af­sláttar­dagar alltaf að stækka: „Enginn dagur sem sker sig jafn mikið úr“

Einn stærsti dagur afsláttardagur ársins er í dag, svokallaður Singles day eða Dagur einhleypra. Sífellt fleiri landsmenn nýta sér alþjóðlega afsláttardaga í nóvember til að hefja og jafnvel klára jólainnkaup. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir mikilvægt að hafa umhverfisáhrif í huga þegar verslað sé af erlendum netverslunum.

Arion banki kaupir þriðjung í Frá­gangi

Arion banki hefur keypt þriðjung í nýsköpunarfyrirtækinu Frágangi. Fyrirtækið var stofnað árið 2020 og markmið þess er að gera ökutækjaviðskipti alveg rafræn. 

Frystu eignir FTX-raf­myntar­kaup­hallarinnar

Hrakfarir rafmyntarkauphallarinnar FTX sem varð fyrir áhlaupi innistæðueigenda í vikunni halda áfram. Yfirvöld á Bahamaeyjum frystu eignir dótturfélags FTX og þá berast fréttir af því að bandarísk yfirvöld rannsaki möguleg lögbrot stofnanda félagsins.

Björn hættir sem ritstjóri DV

Björn Þorfinnson ritstjóri DV hefur sagt upp störfum. Hann mun þó ekki hverfa á braut strax og hyggst gegna stöðunni allt þar til nýr ritstjóri hefur verið ráðinn. Uppsögnin er að hans sögn ekki tengd nýlegum skipulagsbreytingum sem hafa átt sér stað innan útgáfufélagsins Torgs.

Musk segir horfur Twitter alvarlegar

Auðjöfurinn Elon Musk, nýr eigandi Twitter, sendi í nótt bréf á þá starfsmenn fyrirtækisins sem vinna þar enn eftir uppsagnir síðustu viku. Í bréfinu sagði hann að allir um fjögur þúsund starfsmenn Twitter þurfi að verja öllum sínum vinnudögum í höfuðstöðvum fyrirtækisins og að ástandið á fyrirtækinu væri „alvarlegt“.

Guðmundur semur um fiskveiðar fyrir hönd Íslands

Guðmundur Þórðarson hefur verið ráðinn í stöðu samningamanns í fiskveiðisamningum á skrifstofu sjávarútvegs í matvælaráðuneytinu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

Þriðja hæð Kringlunnar straujuð og endurgerð

Á næstu dögum opnar Kringlan nýtt og glæsilegt svæði á 3ju hæð. Paolo Gianfrancesco frá THG Arkitektum bauð Arnari Gauta í heimsókn og útskýrði metnaðarfullar gjör breytingar á hæðinni sem hefur verið gríðarleg áskorun fyrir arkitekta og verkfræðinga.

Færðu Kvennaathvarfinu tveggja milljóna styrk

N1 færði Kvennaathvarfinu tveggja milljóna króna styrk í dag. Forsvarsfólk athvarfsins safnar nú fyrir nýju húsnæði undir starfsemina sem veitir sífellt fleiri konum aðstoð við að losna úr ofbeldissamböndum. Sökum aukinnar aðsóknar, breiðari þjónustu og aðgengismála er brýn þörf fyrir nýtt húsnæði, en áætlað er að nýja húsnæðið muni kosta um 500 milljónir króna.

Rafmyntarrisi rambar á barmi þrots

Gengi helstu rafmynta heims tók dýfu eftir að ljóst varð að FTX, ein af stærstu rafmyntarkauphöllum heims yrði ekki bjargað af keppinauti sínum. FTX er sagt ramba á barmi þrots í skugga frétta um að viðskiptahættir fyrirtækisins séu til rannsóknar hjá bandarískum yfirvöldum.

Harpa nýr markaðs­stjóri Pizzunnar

Harpa Grétarsdóttir hefur verið ráðin sem markaðsstjóri Pizzunnar. Áður starfaði hún sem markaðsstjóri hjá Rekstrarvörum en hún hefur einnig starfað fyrir Icewear, Ásbjörn Ólafsson og Kaupás. 

Fátt sem fellur með krónunni

Arion banki spáir sex prósent hagvexti árið 2022 sem er nokkuð meiri vöxtur en hafði verið gert ráð fyrir. Bankinn segir að gengi íslensku krónunnar muni halda áfram að gefa eftir fram á næsta ár. Fátt falli með henni um þessar mundir.

Tæp­lega níu þúsund laus störf

Á íslenskum vinnumarkaði eru 8.790 laus störf á þriðja ársfjórðungi ársins. Á sama tíma eru 233.777 störf mönnuð sem þýðir að 3,6 prósent starfa eru laus. 

Fyrirtæki ákærð og stjórnendur reknir fyrir að fegra upplýsingar

„Fólk verður að átta sig á því að úti í hinum stóra heimi er verið að ákæra fyrirtæki og reka stjórnendur fyrir grænþvott, en grænþvottur kallast það þegar upplýsingar gefa til kynna að starfsemin sé grænni en hún er í raun. Þetta er staðan og þetta verður framtíðin ef fyrirtæki taka ekki alvarlega á sínum sjálfbærnimálum og fara að sýna raunverulegan árangur,“ segir Þorsteinn Kári Jónsson forstöðumaður sjálfbærni og samfélagstengsla hjá Marel.

Fær­eyingar á sama Svala­lausa báti og Ís­lendingar

Það eru ekki bara Íslendingar sem munu ekki geta lengur svalað þorsta sínum með ísköldum Svala. Færeyingar eru í sömu stöðu. Í frétt Dimmalættings um endalok Svalans er drykkurinn kallaður „hinn víðfrægi íslenski svaladrykkur Svali“.

Syrgði svalann syngjandi í Bónus

Íslendingar syrgja nú ávaxtasafann Svala, sem hætt verður að framleiða um áramótin. Forstjóri Coca-Cola á Íslandi segir ákvörðunina hafa verið afar erfiða en Svali, sykraður drykkur markaðssettur til barna, samræmist ekki stefnu fyrirtækisins.

Sakargiftum á hendur Jóni Ásgeiri og Tryggva vísað frá að hluta

Hæstiréttur vísaði hluta af meiriháttar skattamáli á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Tryggva Jónssyni frá héraðsdómi þegar málið var tekið upp aftur í dag. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið á réttindum þeirra við upphaflega meðferð málsins.

Landsmenn gráta Svala og sumir óttast það versta

Ávaxtasafinn Svali er allur, ef svo má segja. Það virðast vera ein stærstu tíðindi dagsins ef marka má viðbrögð landsmanna á samfélagsmiðlum við tíðindunum. Sumir minnast blás Ópals og Frissa fríska við þessi tímamót. Aðrir velta upp hvaða vörur gætu horfið af markaði.

Aur­björg að hluta gerður að á­skriftar­vef

Fjártæknivefurinn Aurbjörg hefur að hluta verið gerður að áskriftarvef á sama tíma og vefurinn hefur kynnt nýjar lausnir til leiks. Vefnum er ætlað að einfalda fólki að taka upplýstar fjárhagslegar ákvarðanir.

Hætta fram­leiðslu á Svala

Framleiðsla og sala á Svala mun hætta um áramótin. Svali hefur verið einn vinsælasti drykkur landsins í yfir fjörutíu ár. 

Segir upp ellefu þúsund manns

Mark Zuckerberg, forstjóri Meta, móðurfélags Facebook, tilkynnti í morgun að um ellefu þúsund starfsmönnum fyrirtækisins yrði sagt upp. Það samsvarar um þrettán prósentum af starfsmönnum Meta en forsvarsmenn fyrirtækisins ætla einnig að grípa til fleiri aðgerða til að hagræða í restri þess.

Icelandair flýgur til Prag og Barcelona

Icelandair hefur kynnt tvo nýja áfangastaði í millilandaflugi sumarið 2023, Prag og Barcelona. Þetta er í fyrsta sinn sem félagið flýgur áætlunarflug til Prag. Flogið verður í morgunflugi.

Musk selur enn fleiri bréf í Tesla

Elon Musk, ríkasti maður jarðar, seldi á dögunum hlutabréf í rafbílaframleiðandanum Tesla fyrir tæpa fjóra milljarða Bandaríkjadala.

Öðrum hlut­höfum Play einnig boðið að taka þátt

Flugfélagið Play hyggst einnig efna til hlutafjárútboðs á meðal minni fjárfesta félagsins. Útboðið verður á sömu kjörum og tuttugu stærstu hluthöfum félagsins bauðst í hlutafjárútboði í síðustu viku.

Orku­­stofnun ræður til sín þrjá starfs­­menn

Orkustofnun hefur gengið frá ráðningum á þremur nýjum starfsmönnum. Tveir þeirra munu starfa sem lögfræðingar á sviði orku- og auðlindamála og einn starfi sérfræðings í beinni nýtingu jarðhita og hitaveitum. 

Sjá næstu 50 fréttir