Fleiri fréttir

Streymis­þjónustur hafa ekki á­hrif á línu­legt á­horf

"Þetta kemur mér í raun og veru ekki á óvart. Þetta eru svipaðar tölur og við erum að sjá til dæmis í Bandaríkjunum en þar er línulegt áhorf enn mjög mikið,“ segir Hrefna Lind Heimisdóttir, ritstjóri dagskrársviðs hjá 365 miðlum.

Endanleg skýrsla um Borgun er væntanleg

Von er á endanlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar um Borgunarmálið öðrum hvorum megin við helgina. Verið er að leggja lokahönd á skýrsluna og venja er að málsaðilar fái einn til tvo daga til að lesa slíkar skýrslur yfir áður en þær eru birtar opinberlega.

Bankinn slakar ekki á klónni

Innlend eftirspurn og óvissa um ríkisfjármál og kjaramál gefa ekki tilefni til vaxtalækkunar að mati Seðlabankans. Seðlabankastjóri segir peningastefnuna í hlutlausum gír um þessar mundir.

Mikil tækifæri falin í vélvæðingu starfa

Rektor Háskólans í Reykjavík segir samfélagið þurfa að vera undirbúið fyrir aukna vélvæðingu starfa. Mörg störf gætu tapast en önnur komið í staðinn. Miklar líkur eru á að störf í fiskvinnslu og hreingerningum glatist miðað við

Hagnaður Arion banka minnkar

Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri segir grunnrekstur bankans hafa verið aðeins undir væntingum enda hafa ytri aðstæður verið óhagstæðar.

Landinn horfir meira á símann en talar í hann

Fjarskiptahegðun Íslendinga er að breytast ansi hratt ef marka má nýja skýrslu Póst- og fjarskiptastofnunar um íslenska fjarskiptamarkaðinn á fyrri helmingi ársins 2016. Svo virðist sem samskipti séu að færast hratt úr hefðbundnum símhringingum og smáskilaboðum í samskipti í gegnum netið.

Áfram stefnt að skráningu Arion banka fyrripart 2017

Áfram er stefnt að því að skrá Arion banka í kauphöll á næsta ári í kjölfar sölu hlutar bankans. Viðræður hafa verið í gangi milli lífeyrissjóða og Kaupþings um sölu hlutar bankans.Orðrómur hefur verið á kreiki um að seljendur þrýsti á um að væntanlegir kaupendur skuldbindi sig í ferlinu sem fyrst og hefur dagsetningin 21. nóvember verið nefnd í því sambandi.

Anna varla eftirspurn eftir Lindex-kortum

Á dögunum kynnti Lindex á Íslandi til leiks greiðslukort og vildarkort og hafa viðtökur verið umfram vonir. Að sögn Lóu Dagbjartar Kristjánsdóttur, umboðsaðila Lindex á Íslandi, hefur fyrirtækið varla náð að anna eftirspurn.

Þarf hundruð milljóna fyrir Hegningarhúsið

Miklar framkvæmdir eru fram undan við húsnæðið sem hýsti fangelsið á Skólavörðustíg. Kostnaðurinn hefur verið varlega áætlaður 240 milljónir króna sem nú er talið of lítið. Húsið verður ekki tekið í notkun aftur á næstu tveimur árum.

Óbreyttir stýrivextir

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum.

Landsbankinn gleymdi líklegast að spyrja forsvarsmenn Borgunar út í Visa Europe

Í drögum að skýrslu sem Ríkisendurskoðun vinnur nú að vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í kortafyrirtækinu Borgun kemur fram að á fundum með stofnuninni í ágúst og september síðastliðnum hafi Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, viðurkennt að bankinn hafi að öllum líkindum gleymt að spyrja forsvarsmenn Borgunar út í Visa Europe.

Telur Íslandsbanka tilbúinn til sölu

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir bankann ekki þann sama og fyrir árið 2008. Fram undan eru flutningar og hagræðingar. Hún gagnrýnir skattaumhverfi bankanna á Íslandi sem hún segir hamla samkeppni.

Viðræðuslit lækka markaðinn

Fréttir af viðræðuslitum Sjálfstæðisflokksins annars vegar og Viðreisnar og Bjartrar framtíðar urðu til þess að hlutbréf lækkuðu í Kauphöll Íslands. Dagslækkun úrvalsvísitölunnar nam 1,21% strax eftir fréttirnar en hækkaði aðeins á ný og nemur nú um 1%.

Ísland eftirsóknarvert fyrir erlenda fjárfesta

Ísland er eftirsóknarvert fyrir erlenda fjárfesta einkum vegna endurnýjanlegrar orku, sjávarútvegsins, vaxandi ferðaþjónustu og háu menntunarstigi þjóðarinnar samkvæmt erlendum hagfræðingi.

Kynna nýtt for­rit sem hermir eftir banka­kerfinu

Háskólinn í Reykjavík mun standa fyrir svokallaðri Gervigreindarhátíð sem haldin verður föstudaginn 11. nóvember. Gervigreindarsetur HR og Viðvélastofnun Íslands ses. standa fyrir hátíðinni.

Bein útsending: Hvar eru rafbílarnir?

Íslandsbanki, Ergo og Samorka bjóða á fund um rafbílavæðingu Íslands. Rætt verður um þá innviði sem hér eru til staðar og hversu raunhæfir kostir rafbílar séu í dag og á komandi árum.

Færri hús seld

Þinglýstir kaupsamningar um fasteignir á höfuðborgarsvæðinu voru rúmlega nítján prósentum færri í október í ár en í fyrra.

Hagnaður Íslandsbanka helmingast

Hagnaður Íslandsbanka á þriðja ársfjórðungi var 2,5 milljarðar. Einskiptisliðir einkenndu fyrri uppgjör og niðurstaðan nú endurspeglar grunnrekstur bankans.

Spennandi að vinna hjá tískufyrirtæki á Íslandi

Karítas Diðriksdóttir er nýr markaðsstjóri iglo+indi. Hún er nýflutt heim eftir átta ára dvöl erlendis. Hún hefur alltaf haft áhuga á tísku, en einnig ferðalögum, fólki og öðrum menningarheimum.

Tengitvinnbíllinn á hraðri uppleið

Rafbílavæðingin er að gerast hægt á Íslandi að mati viðskiptastjóra hjá Ergo. Rafbílar eru einungis eitt prósent nýskráðra bíla. Það er fljótt að tínast úr eftirspurninni.

Mikil tækifæri í sölu barnvænna tækja

Pétur Hannes Ólafsson, frumkvöðull í Hong Kong, hóf fyrir tveimur árum að þróa heyrnartól fyrir börn. Þau eru nú seld í yfir 25 löndum og er 100 prósent söluaukning milli ára. Stefnt er á fleiri lönd og samninga við flugfélög.

10-11 í 25 ár

Fyrsta verslunin var opnuð í Engihjalla þann 10.11. 1991 klukkan 10:11.

Pesóinn hefur hríðfallið

Gengi mexíkóska pesósins gagnvart Bandaríkjadal hefur lækkað um tæplega níu prósent í dag.

Vöxtur hjá Eik

Hagnaður fasteignafélagsins Eikar nam 963 milljónum króna á þriðja fjórðungi ársins.

Pentair sér mikil tækifæri í Vaka

Endanlega hefur verið gengið frá kaupum Pentair á Vaka fiskeldiskerfum. Barney Leddy, fulltrúi Pentair sem leiðir starfsemi fyrirtækisins á sviði tækni fyrir fiskeldi segist sjá mikil tækifæri með kaupunum á Vaka.

Sjá næstu 50 fréttir