Viðskipti innlent

Viðræðuslit lækka markaðinn

Hafliði Helgason skrifar
Fréttir af viðræðuslitum Sjálfstæðisflokksins annars vegar og Viðreisnar og Bjartrar framtíðar urðu til þess að hlutbréf lækkuðu í Kauphöll Íslands. Dagslækkun úrvalsvísitölunnar nam 1,21% strax eftir fréttirnar en hækkaði aðeins á ný og nemur nú um 1%.

Slit umræðna milli flokkana bætast ofan á óvissu um vaxtaákvörðun Seðlabankans. Ýmsir telja að óvissa um stjórn landsins verði til þess að Seðlabankinn vari varlegar í það en ella að lækka vexti.

Þá virðist markaðurinn meta meiri líkur á vinstri stjórn í kjölfar viðræðuslitanna en almenn trú á markaði er að slíkt leiði til hærri skatta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×