Ísland í dag - ,,Það er í lagi að brotna"
Í tíu ár höfðu þau ekki hugmynd um að hann væri eldklár strákur sem vildi sushi og hefði áhuga á stærðfræði. "Þetta var vissulega léttir og gríðarlega ánægjulegt en það er líka erfitt að hugsa til þess að allan þennan tíma vorum við að gera hluti fyrir Kela og gefa honum mat sem hann langaði ekkert í," segir Margrét Dagmar Ericsdóttir sem gaf á dögunum út bókina Vængjaþyt Vonarinnar og fjallar um mikilvægi þess að taka rétt á hlutunum, gefast ekki upp en að það sé í lagi að brotna þegar mikið gengur á.